Hlaðvarp Kjarnans: Af gervigreind, handbolta og ekki-ráðherrum

Hlaðvarp Kjarnans var stútfullt af áhugaverðu og fróðlegu efni í vikunni. Hér eru allir þættirnir.

Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, var gestur Tæknivarpsins á föstudaginn.
Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, var gestur Tæknivarpsins á föstudaginn.
Auglýsing

Fjöl­breyttir þættir birt­ast í hlað­varps­straumi Kjarn­ans í hverri viku. Fimm þættir fóru í loftið í vik­unni. Á næstu vikum mun þátt­unum fjölga á ný þegar vor­dag­skrá Hlað­varps Kjarn­ans verður keyrð í gang. Nánar um það síð­ar.

Hægt er að hlusta á þætt­ina hér á vefnum eða ger­­ast áskrif­andi að hlað­varps­­straumnum í öllum helstu podcast-öppum í snjall­tækj­­um. Við heitum Hlað­varp Kjarn­ans á iTu­­nes. Ann­­ars er hægt að fylgja hlekknum hér.

Auglýsing

Tækni­varpið

Tækni­færi gervi­greindar eru óend­an­leg

Ari Krist­inn Jóns­son, doktor í tölv­un­ar­fræði frá Stan­for­d-há­skóla og rektor Háskól­ans í Reykja­vík, er gestur Tækni­varps­ins þessa vik­una. Í dokt­ors­nám­inu lagði hann áherslu á að skoða hvernig hægt væri að hjálpa tölvum að taka ákvarð­an­ir. Hann ræðir um gervi­greind og starfs­feril sinn í þætti dags­ins en áður en hann varð rektor HR starf­aði hann hjá Geim­vís­inda­stofnun Banda­ríkj­anna (NA­SA) við þróun geim­rann­sókna með hjálp tölva og gervi­greind­ar.

Mark­miðið með spjall­inu við Ara Krist­inn var að líta aðeins lengra inn í fram­tíð­ina en hvenær næsti iPho­ne-sími kem­ur.

Hismið

Hand­bolti og snyrti­vörur karla

Í Hismi vik­unnar fara þeir Árni og Grétar yfir við­burða­ríka viku hjá Árna, sem fór beint upp á fæð­ing­ar­deild eftir síð­asta þátt. Þá ræða þeir HM í hand­bolta sem virð­ist fara fram hjá flestum og pirr­ing lands­liðs­manna við fjöl­miðla. Árni deilir svo nið­ur­stöðum útektar sem hann gerði á snyrti­vöru­mark­aðnum fyrir karl­menn.

Kvikan

Reynslu­laus fjöl­miðla­maður óskar eftir ráð­herra­emb­ætti

Kergjan í Sjálf­stæð­is­flokknum vegna mynd­unar nýrrar rík­is­stjórnar og ráð­herra­vals hefur verið opin­beruð með tvennum hætti. Ann­ars vegar hefur Páll Magn­ús­son, odd­viti Sjálf­stæð­is­manna í Suð­ur­kjör­dæmi, sagt að það hljóti að hafa verið mis­tök sem verði leið­rétt að hann hafi ekki verið gerður að ráð­herra. Hins vegar líkti Morg­un­blaðið stjórn­ar­sátt­mál­anum við eitt­hvað sem Dagur B. Egg­erts­son hefði samið. Og Morg­un­blaðið þolir ekki Dag B. Egg­erts­son. Ruðn­ings­á­hrifin á hús­næð­is­mark­aði sem er að þurrkast upp, eitt skref áfram með opnun rík­is­bók­halds og tvö skref aftur á bak með því að ráð­herrar mæta ekki fyrir þing­nefndir og svo auð­vitað Brexit frá sjón­ar­hóli Skota.

Þetta og allt hitt sem skiptir öllu máli í Kviku (ekki bank­ans) vik­unn­ar. Umsjón­ar­menn eru að venju Þór­unn Elísa­bet Boga­dóttir og Þórður Snær Júl­í­us­son.

Mark­aðsvarpið

Finnum verð­mætin í gögn­unum

Brynjólfur Borgar Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Datalab, er í við­tali í Mark­aðsvarp­inu þessa vik­una. Datalab er nýtt íslenskt fyr­ir­tæki sem sér­hæfir sig í að aðstoða við að finna verð­mæti sem fel­ast í gögnum fyr­ir­tækja. Umsjón­ar­menn þátt­ar­ins eru Bjarki Pét­urs­son og Trausti Har­alds­son.

Rætt er um þann ávinn­ing sem getur skap­ast með því að nota betur þau gögn sem fyr­ir­tæki hér á Íslandi eiga nú þeg­ar. Einnig er farið inn á nýjar reglur um per­sónu­vernd sem taka gildi árið 2018 og hvað þarf að hafa í huga í til­liti til þeirra.

Brynjólfur ræðir um mis­mun­andi lausnir sem stjórn­endur fyr­ir­tækja hafa nýtt sér við að nota núver­andi gögn betur eins og að kom­ast að því hvaða við­skipta­vinir eru lík­leg­astir til að hætta og bera kennsla á verð­mæt­ustu við­skipta­vin­ina.

Sparkvarpið

Róm­an­tíkin býr í neðri deild­unum á Englandi

Í þætti vik­unnar fara Þor­geir og Þór­hallur yfir stöðu mála í neðri deild­unum á Englandi. Þeir taka létta yfir­ferð á lið­unum og töl­uðu um menn­ing­una í Champ­ions­hip-­deild­inni. Þá töl­uðu þeir helst um hvernig lið bregð­ast við því að falla úr ensku úrvals­dei­dinni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingunn Reynisdóttir
Í þágu hestsins
Kjarninn 22. janúar 2022
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiHlaðvarp
None