Hlaðvarp Kjarnans: Af gervigreind, handbolta og ekki-ráðherrum

Hlaðvarp Kjarnans var stútfullt af áhugaverðu og fróðlegu efni í vikunni. Hér eru allir þættirnir.

Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, var gestur Tæknivarpsins á föstudaginn.
Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, var gestur Tæknivarpsins á föstudaginn.
Auglýsing

Fjöl­breyttir þættir birt­ast í hlað­varps­straumi Kjarn­ans í hverri viku. Fimm þættir fóru í loftið í vik­unni. Á næstu vikum mun þátt­unum fjölga á ný þegar vor­dag­skrá Hlað­varps Kjarn­ans verður keyrð í gang. Nánar um það síð­ar.

Hægt er að hlusta á þætt­ina hér á vefnum eða ger­­ast áskrif­andi að hlað­varps­­straumnum í öllum helstu podcast-öppum í snjall­tækj­­um. Við heitum Hlað­varp Kjarn­ans á iTu­­nes. Ann­­ars er hægt að fylgja hlekknum hér.

Auglýsing

Tækni­varpið

Tækni­færi gervi­greindar eru óend­an­leg

Ari Krist­inn Jóns­son, doktor í tölv­un­ar­fræði frá Stan­for­d-há­skóla og rektor Háskól­ans í Reykja­vík, er gestur Tækni­varps­ins þessa vik­una. Í dokt­ors­nám­inu lagði hann áherslu á að skoða hvernig hægt væri að hjálpa tölvum að taka ákvarð­an­ir. Hann ræðir um gervi­greind og starfs­feril sinn í þætti dags­ins en áður en hann varð rektor HR starf­aði hann hjá Geim­vís­inda­stofnun Banda­ríkj­anna (NA­SA) við þróun geim­rann­sókna með hjálp tölva og gervi­greind­ar.

Mark­miðið með spjall­inu við Ara Krist­inn var að líta aðeins lengra inn í fram­tíð­ina en hvenær næsti iPho­ne-sími kem­ur.

Hismið

Hand­bolti og snyrti­vörur karla

Í Hismi vik­unnar fara þeir Árni og Grétar yfir við­burða­ríka viku hjá Árna, sem fór beint upp á fæð­ing­ar­deild eftir síð­asta þátt. Þá ræða þeir HM í hand­bolta sem virð­ist fara fram hjá flestum og pirr­ing lands­liðs­manna við fjöl­miðla. Árni deilir svo nið­ur­stöðum útektar sem hann gerði á snyrti­vöru­mark­aðnum fyrir karl­menn.

Kvikan

Reynslu­laus fjöl­miðla­maður óskar eftir ráð­herra­emb­ætti

Kergjan í Sjálf­stæð­is­flokknum vegna mynd­unar nýrrar rík­is­stjórnar og ráð­herra­vals hefur verið opin­beruð með tvennum hætti. Ann­ars vegar hefur Páll Magn­ús­son, odd­viti Sjálf­stæð­is­manna í Suð­ur­kjör­dæmi, sagt að það hljóti að hafa verið mis­tök sem verði leið­rétt að hann hafi ekki verið gerður að ráð­herra. Hins vegar líkti Morg­un­blaðið stjórn­ar­sátt­mál­anum við eitt­hvað sem Dagur B. Egg­erts­son hefði samið. Og Morg­un­blaðið þolir ekki Dag B. Egg­erts­son. Ruðn­ings­á­hrifin á hús­næð­is­mark­aði sem er að þurrkast upp, eitt skref áfram með opnun rík­is­bók­halds og tvö skref aftur á bak með því að ráð­herrar mæta ekki fyrir þing­nefndir og svo auð­vitað Brexit frá sjón­ar­hóli Skota.

Þetta og allt hitt sem skiptir öllu máli í Kviku (ekki bank­ans) vik­unn­ar. Umsjón­ar­menn eru að venju Þór­unn Elísa­bet Boga­dóttir og Þórður Snær Júl­í­us­son.

Mark­aðsvarpið

Finnum verð­mætin í gögn­unum

Brynjólfur Borgar Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Datalab, er í við­tali í Mark­aðsvarp­inu þessa vik­una. Datalab er nýtt íslenskt fyr­ir­tæki sem sér­hæfir sig í að aðstoða við að finna verð­mæti sem fel­ast í gögnum fyr­ir­tækja. Umsjón­ar­menn þátt­ar­ins eru Bjarki Pét­urs­son og Trausti Har­alds­son.

Rætt er um þann ávinn­ing sem getur skap­ast með því að nota betur þau gögn sem fyr­ir­tæki hér á Íslandi eiga nú þeg­ar. Einnig er farið inn á nýjar reglur um per­sónu­vernd sem taka gildi árið 2018 og hvað þarf að hafa í huga í til­liti til þeirra.

Brynjólfur ræðir um mis­mun­andi lausnir sem stjórn­endur fyr­ir­tækja hafa nýtt sér við að nota núver­andi gögn betur eins og að kom­ast að því hvaða við­skipta­vinir eru lík­leg­astir til að hætta og bera kennsla á verð­mæt­ustu við­skipta­vin­ina.

Sparkvarpið

Róm­an­tíkin býr í neðri deild­unum á Englandi

Í þætti vik­unnar fara Þor­geir og Þór­hallur yfir stöðu mála í neðri deild­unum á Englandi. Þeir taka létta yfir­ferð á lið­unum og töl­uðu um menn­ing­una í Champ­ions­hip-­deild­inni. Þá töl­uðu þeir helst um hvernig lið bregð­ast við því að falla úr ensku úrvals­dei­dinni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiHlaðvarp
None