Hlaðvarp Kjarnans: Af gervigreind, handbolta og ekki-ráðherrum

Hlaðvarp Kjarnans var stútfullt af áhugaverðu og fróðlegu efni í vikunni. Hér eru allir þættirnir.

Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, var gestur Tæknivarpsins á föstudaginn.
Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, var gestur Tæknivarpsins á föstudaginn.
Auglýsing

Fjöl­breyttir þættir birt­ast í hlað­varps­straumi Kjarn­ans í hverri viku. Fimm þættir fóru í loftið í vik­unni. Á næstu vikum mun þátt­unum fjölga á ný þegar vor­dag­skrá Hlað­varps Kjarn­ans verður keyrð í gang. Nánar um það síð­ar.

Hægt er að hlusta á þætt­ina hér á vefnum eða ger­­ast áskrif­andi að hlað­varps­­straumnum í öllum helstu podcast-öppum í snjall­tækj­­um. Við heitum Hlað­varp Kjarn­ans á iTu­­nes. Ann­­ars er hægt að fylgja hlekknum hér.

Auglýsing

Tækni­varpið

Tækni­færi gervi­greindar eru óend­an­leg

Ari Krist­inn Jóns­son, doktor í tölv­un­ar­fræði frá Stan­for­d-há­skóla og rektor Háskól­ans í Reykja­vík, er gestur Tækni­varps­ins þessa vik­una. Í dokt­ors­nám­inu lagði hann áherslu á að skoða hvernig hægt væri að hjálpa tölvum að taka ákvarð­an­ir. Hann ræðir um gervi­greind og starfs­feril sinn í þætti dags­ins en áður en hann varð rektor HR starf­aði hann hjá Geim­vís­inda­stofnun Banda­ríkj­anna (NA­SA) við þróun geim­rann­sókna með hjálp tölva og gervi­greind­ar.

Mark­miðið með spjall­inu við Ara Krist­inn var að líta aðeins lengra inn í fram­tíð­ina en hvenær næsti iPho­ne-sími kem­ur.

Hismið

Hand­bolti og snyrti­vörur karla

Í Hismi vik­unnar fara þeir Árni og Grétar yfir við­burða­ríka viku hjá Árna, sem fór beint upp á fæð­ing­ar­deild eftir síð­asta þátt. Þá ræða þeir HM í hand­bolta sem virð­ist fara fram hjá flestum og pirr­ing lands­liðs­manna við fjöl­miðla. Árni deilir svo nið­ur­stöðum útektar sem hann gerði á snyrti­vöru­mark­aðnum fyrir karl­menn.

Kvikan

Reynslu­laus fjöl­miðla­maður óskar eftir ráð­herra­emb­ætti

Kergjan í Sjálf­stæð­is­flokknum vegna mynd­unar nýrrar rík­is­stjórnar og ráð­herra­vals hefur verið opin­beruð með tvennum hætti. Ann­ars vegar hefur Páll Magn­ús­son, odd­viti Sjálf­stæð­is­manna í Suð­ur­kjör­dæmi, sagt að það hljóti að hafa verið mis­tök sem verði leið­rétt að hann hafi ekki verið gerður að ráð­herra. Hins vegar líkti Morg­un­blaðið stjórn­ar­sátt­mál­anum við eitt­hvað sem Dagur B. Egg­erts­son hefði samið. Og Morg­un­blaðið þolir ekki Dag B. Egg­erts­son. Ruðn­ings­á­hrifin á hús­næð­is­mark­aði sem er að þurrkast upp, eitt skref áfram með opnun rík­is­bók­halds og tvö skref aftur á bak með því að ráð­herrar mæta ekki fyrir þing­nefndir og svo auð­vitað Brexit frá sjón­ar­hóli Skota.

Þetta og allt hitt sem skiptir öllu máli í Kviku (ekki bank­ans) vik­unn­ar. Umsjón­ar­menn eru að venju Þór­unn Elísa­bet Boga­dóttir og Þórður Snær Júl­í­us­son.

Mark­aðsvarpið

Finnum verð­mætin í gögn­unum

Brynjólfur Borgar Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Datalab, er í við­tali í Mark­aðsvarp­inu þessa vik­una. Datalab er nýtt íslenskt fyr­ir­tæki sem sér­hæfir sig í að aðstoða við að finna verð­mæti sem fel­ast í gögnum fyr­ir­tækja. Umsjón­ar­menn þátt­ar­ins eru Bjarki Pét­urs­son og Trausti Har­alds­son.

Rætt er um þann ávinn­ing sem getur skap­ast með því að nota betur þau gögn sem fyr­ir­tæki hér á Íslandi eiga nú þeg­ar. Einnig er farið inn á nýjar reglur um per­sónu­vernd sem taka gildi árið 2018 og hvað þarf að hafa í huga í til­liti til þeirra.

Brynjólfur ræðir um mis­mun­andi lausnir sem stjórn­endur fyr­ir­tækja hafa nýtt sér við að nota núver­andi gögn betur eins og að kom­ast að því hvaða við­skipta­vinir eru lík­leg­astir til að hætta og bera kennsla á verð­mæt­ustu við­skipta­vin­ina.

Sparkvarpið

Róm­an­tíkin býr í neðri deild­unum á Englandi

Í þætti vik­unnar fara Þor­geir og Þór­hallur yfir stöðu mála í neðri deild­unum á Englandi. Þeir taka létta yfir­ferð á lið­unum og töl­uðu um menn­ing­una í Champ­ions­hip-­deild­inni. Þá töl­uðu þeir helst um hvernig lið bregð­ast við því að falla úr ensku úrvals­dei­dinni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiHlaðvarp
None