Forkosningar Sósíalistaflokksins í Frakklandi: Hætta til hægri, upplausn til vinstri

Manuel Valls, Arnaud Montebourg og Benoit Hamon eru taldir líklegastir til þess að taka við af Francois Hollande sem frambjóðandi Sósíalista í frönsku forsetakosningunum í vor. Bergþór Bjarnason fjallar um forkosningarnar.

Frakkland
Auglýsing

Fyrri umferð for­kosn­inga franska Sós­í­alista­flokks­ins fer fram á morg­un, sunnu­dag­inn 22. jan­ú­ar. Þetta er flokkur frá­far­andi for­seta, François Hollande, sem verður ekki í fram­boði í vænt­an­legum for­seta­kosn­ingum í maí í vor. Það er í fyrsta skipti í sögu lands­ins sem frá­far­andi for­seti sæk­ist ekki eftir end­ur­kjöri eftir aðeins eitt kjör­tíma­bil. Áhugi almenn­ing s á þessum kosn­ingum er lít­ill og mun minni en á for­kosn­ingum Lýð­ræð­is­flokks Nicolas Sar­kozys, fyrrum for­seta, þar sem François Fillon vann glæsi­legan sigur í nóv­em­ber.

 Fram­bjóð­endur hjá Sós­í­alistum eru sjö en þrír berj­ast á toppn­um. Þeir eru Manuel Valls sem var for­sæt­is­ráð­herra Hollandes þar til fyrir skemmst­u, Arnaud Mont­bo­urg, fyrrum iðn­að­ar­ráð­herra, og sá þriðji er Ben­oit Hamon, fyrrum mennta­mála­ráð­herra. Þá tvo síð­ar­nefndu rak Valls á sínum tíma úr rík­is­stjórn­inni fyrir að and­mæla efna­hags­stefnu henn­ar. 

Auglýsing

Valls hefur verið sak­aður um að hafa ýtt for­set­anum til hliðar með þeim rökum að hann hafi verið kom­inn í von­lausa stöðu vegna óvin­sælda sinna.  ­Reyndar hefur for­set­inn hækkað um átta pró­sentu­stig í vin­sælda­kosn­ingum eftir yfir­lýs­ingu sína um að hann sæk­ist ekki eft­ir end­ur­kjöri. Valls virð­ist hins vegar eiga dálítið erfitt með að spila sig upp sem einu von vinstri­manna, rík­is­stjórn hans varð sífellt óvin­sælli og hann getur ekki hlaup­ist undan því að hafa setið að völdum síð­ustu ár og fram­fylgt stefnu for­set­ans. Hann er einnig sak­aður um að hafa klofið vinstri­menn og að vera bæði ónær­gæt­inn og ráð­rík­ur. Manuel Valls var lengi vel efstur í skoð­ana­könn­un­um, ef taka má mark á þeim, en hefur heldur lækkað og stendur nú í stað meðan hinir tveir sem eru lengra til vinstri flokknum hafa verið að sækja í sig veðr­ið. 

Það virð­ist einnig vera lenska í for­kosn­ingum fyrir vænt­an­legar for­seta­kosn­ingar að almenn­ingur kýs ekki eins og áætlað er. Hjá hægri­mönnum duttu þeir sig­ur­strang­leg­ustu út. Sar­kozy, fyrrum for­seti, strax í fyrri umferð­inni og Alain Juppé, fyrrum for­sæt­is- og utan­rík­is­ráð­herra, sem hafði í tvö ár verið efstur í öllum könn­un­um, í þeirri seinni. For­set­inn er hættur við og hvers vegna skyld­i ­for­sæt­is­ráð­herra hans ekki fjúka líka? Eng­inn virð­ist eiga sitt á þurru hjá kjós­end­um. 

Arnaud Mont­bo­urg var fyrir síð­ustu for­seta­kosn­ingar hinn svo­kall­aði „þriðji mað­ur“ í próf­kjöri Sós­í­alista og studdi svo Hollande þegar hann vann útnefn­ingu sína. Hann hefur mikið gagn­rýnt Hollande og Valls fyrir sós­í­al-lí­ber­al­isma sem rek­inn hefur verið síð­ustu þrjú ár og vill iðn­væða landið að nýju og setja franska fram­leiðslu í for­gang.  ­Fylgja eins konar vernd­ar­stefnu sem virð­ist mjög eiga upp á pall­borð­ið víða um heim um þessar mund­ir, til dæmis hjá Don­ald Trump í Banda­ríkj­unum og Ther­esu May í Bret­land­i. Mont­bo­urg hefur hingað til verið annar í könn­unum á eft­ir Manuel Valls en síð­ustu tvær vikur hefur „þriðji mað­ur­inn“, Ben­oit Hamon, kom­ist á flug og er stundum annar í könn­un­um. Hann þótti standa sig best í öðrum sjón­varp­s­kapp­ræðum fram­bjóð­end­anna á sunnu­dag­inn var. Hamon er lík­lega sá fram­bjóð­andi Sós­í­alista sem hvað ferskastur þyk­ir, hefur ýmsar nýjar hug­mynd­ir, til dæmis að lög­leiða lág­marks­fram­færslu fyrir alla, óháð vinnu, eins og nýlega hefur verið rætt í Finn­land­i. 

Þessar kosn­ingar eru því að opn­ast og erfitt að spá um úrslit á sunnu­dags­kvöld. Fari svo að Manuel Valls, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, verði efstur þá á hann eftir að eiga í erf­ið­leikum með að safna saman fylgi hinna sem falla úr leik. Hinir tveir sem lík­lega keppa hvað harð­ast um sæti í annarri umferð, Mont­bo­urg og Hamon, eru á svip­aðri póli­tískri línu og því lík­legra að þeir geti safnað saman fylgi hins, falli annar hvor þeirra út, og þá er Valls í vondum mál­um.

Á fimmtu­dags­kvöld í síð­ustu viku fóru fram þriðju kapp­ræður milli fram­bjóð­end­anna sjö, á besta tíma rík­is­sjón­varps­ins France2 og voru heldur líf­legri en þær fyrri. Sig­ur­veg­ara seinni umferð­ar­inn­ar, sem fram fer 29. jan­úar bíður svo ekki létt hlut­verk. Eins og stendur er verð­andi fram­bjóð­andi Sós­í­alista­flokks­ins fimmti í könn­unum á lands­vís­u. François Fillon er efstur en hefur tapað frá því að hann vann próf­kjör Lýð­ræð­is­flokks­ins. Mar­ine Le Pen úr Þjóð­ern­is­fylk­ing­unni er önnur og nú fyrrum efna­hags­ráð­herra, Emmanuel Macron, þriðji en hann neit­aði að taka þátt í for­kosn­ingum Sós­í­alista. Macron er rétt fyrir ofan Jean-Luc Mélenchon sem er fjórði en hann er enn lengra til vinstri við Sós­í­alista­flokk­inn. 

Sterkur orðrómur er um að Ségolène Royal umhverf­is­ráð­herra, sem tap­aði á móti Sar­kozy í for­seta­kosn­ing­unum 2007 og er reyndar fyrr­ver­andi sam­býl­is­kona Hollandes for­seta, sé orðin ráð­gjafi Macrons og muni fljót­lega lýsa yfir stuðn­ingi við hann. Einnig heyrð­ist í síð­ustu viku að Hollande sjálfur muni jafn­vel gera slíkt hið sama og þannig veita Sósalisa­flokknum náð­ar­högg­ið. Macron gæti því orðið eina von þeirra sem telj­ast til vinstri við öfga hægri­menn og hið klass­íska hægri í Frakk­landi.

Pistill­inn birt­ist einnig á vef­svæði Berg­þórs.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiFólk
None