Þjóðlagasveitin Þula vill út

Þjóðlagasveitin Þula stefnir á þjóðlagamót á Spáni í sumar. Átta ungmenni bjóða til tónleika svo af ferðalaginu megi verða.

Þjóðlagasveitin Þula er skipuð átta ungmennum á aldrinum 15 til 17 ára. Þau safna nú fyrir ferð til Spánar til að geta komið fram á þjóðlagahátíð.
Þjóðlagasveitin Þula er skipuð átta ungmennum á aldrinum 15 til 17 ára. Þau safna nú fyrir ferð til Spánar til að geta komið fram á þjóðlagahátíð.
Auglýsing

Átta ungmenni á aldrinum 15 til 17 ára skipa Þjóðlagasveitina Þulu undir handleiðslu Eydísar Franzdóttur og Pamelu De Sensi. Hópurinn stefnir á þjóðlagamót á Spáni í sumar. Öll ungmennin eru tónlistarnemendur í tónlistarskóla Kópavogs.

Þula býður þeim sem vilja styrkja þau til ferðarinnar á tónleika 27. mars næstkomandi.

Eydís er óbóleikari og tónlistarkennari við Tónlistarskóla Kópavogs. Eydís var búsett um tíma í Tékklandi og þaðan þekkir hún til tékkneskra þjóðlagahefðar.

Pamela er flautuleikari og einnig tónlistarkennari við Tónlistarskóla Kópavogs, auk þess að reka fyrirtækið Töfrahurð sem hefur staðið fyrir fjölda tónleika, tónlistarviðburða og gefið út vandaðar tónlistarbækur fyrir börn. Pamela er frá Ítalíu en hefur verið búsett á Íslandi til ára. Saman eru þær í forsvari fyrir Þjóðlagasveitina Þulu. Kjarninn hitti Eydísi.

Hvað er það sem heillar við þjóðlagatónlistina?

„Íslensk þjóðlagatónlist er arfur okkar og það eitt og sér heillar. Það er líka frábærlega gaman að leika og iðka þjóðlagatónlist þegar hún kemst á flug, nokkuð sem er fátítt meðal okkar en þekkt víða erlendis.“


Hafið þið í Þjóðlagasveitinni Þulu spilað lengi saman?

„Þjóðlagasveitin Þula hefur spilað íslenska þjóðlagatónlist um nokkurra ára skeið undir minni handleiðslu í Tónlistarskólanum í Kópavogi sér og öðrum til ánægju en einnig til vitundarvakningar á íslenskri þjóðlagatónlist og þeirri gleði sem hægt er að hafa af flutningi hennar.“

„Upprunalega stofnaði ég þjóðlagahóp til að spila á móti tékkneskum þjóðlagahópi frá Prag sem kom hingað tvisvar með nokkurra ára millibili og við héldum þjóðlagahátíðir á Árbæjarsafni með þeim hópi. Fyrirmynd mín var þessi tékkneski hópur og aðrir slíkir sem ég þekki þaðan. Víða í Evrópu eru þjóðlagahópar starfræktir og þykir besta skemmtun að spila í þeim bæði tónlistarlega og félagslega.“

Auglýsing

„Það má segja að starfið með þjóðlagasveitinni Þulu hafi verið ævintýri líkast. Sveitina skipa átta mjög fjölhæfir tónlistarnemendur á aldrinum 15 til 17 ára sem öll spila á hljóðfæri, syngja og jafnvel dansa. Þau eru alveg ótrúleg og gaman að fylgjast með hvernig gleðin tekur völd í flutningi þeirra. Þau smita hvert annað af leikgleði og þó einhver mæti þreyttur og illa upplagður til leiks þá hefur gleðin tekið öll völd innan stuttrar stundar.“

„Markmiðið; að mynda íslenskan þjóðlagahóp þar sem leikin er íslensk þjóðlagatónlist sér og öðrum til gleði hefur virkilega náð að blómstra í meðförum þeirra. Þula hefur komið fram víða og hefur hvarvetna vakt athygli fyrir fágaðan flutning, geislandi gleði og skemmtilega framkomu þar með talið á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði 2016, á Nótunni í Eldborg Hörpu 2016, í Hof á Akureyri, Barnamenningarhátíð, Ormadögum og víðar. Hópurinn kemur fram í þjóðbúningum 19. aldar. Enginn annar sambærilegur hópur er starfræktur á landinu.“


Fyrir hverju eru þið að safna?

„Í júlí er ferðinni heitið í fyrstu utanlandsferðina, á alþjóðlegu þjóðlagahátíðina Moonlight í Blanes, rétt fyrir sunnan Barcelona á Spáni, en sveitin verður fyrsti íslenski hópurinn til að taka þátt í þessari stóru hátíð.“

„Í tilefni af fjáröflun fyrir ferðina, hefur Þula efnt til söfnunar á Karolina Fund þar sem boðið er til tónleika í Kefas Fríkirkjunni í Fagraþingi 2a mánudagskvöldið 27. mars kl. 20.00. Einnig er hægt að bóka hópinn á sérstaka viðburði í 10-20 eða 30 mín.“

„Að sjálfsögðu er einnig hægt að styrkja hópinn um lítilræði þó fólk eigi ekki tök á að hlusta á hópinn að sinni. Á tónleikunum í Kefas lofum við bestu skemmtun. Þar mun Þula flytja allt að klukkutíma efnisskrá sem þau fluttu á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði í fyrra en hefur aldrei áður heyrst í heild á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin kom mjög á óvart á þjóðlagahátíðinni og hlaut mikil lof fyrir leik sinn.“

„Það eru ekki margir sem þekkja tónleikastaðinn: Kefas Fríkirkjuna. Kirkjan stendur á alveg frábærum stað með útsýni yfir Elliðavatn, Heiðmörk, Bláfjöll og allan fjallahringinn. Þarna er tónlistarskóli Kópavogs með kennslu aðstöðu og frábæra aðstöðu til tónleikahalds sem okkur langar líka að kynna fyrir tónleikagestum okkar.“

Söfnunina er að finna hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None