Þjóðlagasveitin Þula vill út

Þjóðlagasveitin Þula stefnir á þjóðlagamót á Spáni í sumar. Átta ungmenni bjóða til tónleika svo af ferðalaginu megi verða.

Þjóðlagasveitin Þula er skipuð átta ungmennum á aldrinum 15 til 17 ára. Þau safna nú fyrir ferð til Spánar til að geta komið fram á þjóðlagahátíð.
Þjóðlagasveitin Þula er skipuð átta ungmennum á aldrinum 15 til 17 ára. Þau safna nú fyrir ferð til Spánar til að geta komið fram á þjóðlagahátíð.
Auglýsing

Átta ung­menni á aldr­inum 15 til 17 ára skipa Þjóð­laga­sveit­ina Þulu undir hand­leiðslu Eydísar Franz­dóttur og Pamelu De Sensi. Hóp­ur­inn stefnir á þjóð­laga­mót á Spáni í sum­ar. Öll ung­mennin eru tón­list­ar­nem­endur í tón­list­ar­skóla Kópa­vogs.

Þula býður þeim sem vilja styrkja þau til ferð­ar­innar á tón­leika 27. mars næst­kom­andi.

Eydís er óbó­leik­ari og tón­list­ar­kenn­ari við Tón­list­ar­skóla Kópa­vogs. Eydís var búsett um tíma í Tékk­landi og þaðan þekkir hún til tékk­neskra þjóð­laga­hefð­ar.

Pamela er flautuleik­ari og einnig tón­list­ar­kenn­ari við Tón­list­ar­skóla Kópa­vogs, auk þess að reka fyr­ir­tækið Töfra­hurð sem hefur staðið fyrir fjölda tón­leika, tón­list­ar­við­burða og gefið út vand­aðar tón­list­ar­bækur fyrir börn. Pamela er frá Ítalíu en hefur verið búsett á Íslandi til ára. Saman eru þær í for­svari fyrir Þjóð­laga­sveit­ina Þulu. Kjarn­inn hitti Eydísi.

Hvað er það sem heillar við þjóð­lagatón­list­ina?

„Ís­lensk þjóð­lagatón­list er arfur okkar og það eitt og sér heill­ar. Það er líka frá­bær­lega gaman að leika og iðka þjóð­lagatón­list þegar hún kemst á flug, nokkuð sem er fátítt meðal okkar en þekkt víða erlend­is.“Hafið þið í Þjóð­laga­sveit­inni Þulu spilað lengi sam­an?

„Þjóð­laga­sveitin Þula hefur spilað íslenska þjóð­lagatón­list um nokk­urra ára skeið undir minni hand­leiðslu í Tón­list­ar­skól­anum í Kópa­vogi sér og öðrum til ánægju en einnig til vit­und­ar­vakn­ingar á íslenskri þjóð­lagatón­list og þeirri gleði sem hægt er að hafa af flutn­ingi henn­ar.“

„Upp­runa­lega stofn­aði ég þjóð­laga­hóp til að spila á móti tékk­neskum þjóð­laga­hópi frá Prag sem kom hingað tvisvar með nokk­urra ára milli­bili og við héldum þjóð­laga­há­tíðir á Árbæj­ar­safni með þeim hópi. Fyr­ir­mynd mín var þessi tékk­neski hópur og aðrir slíkir sem ég þekki það­an. Víða í Evr­ópu eru þjóð­laga­hópar starf­ræktir og þykir besta skemmtun að spila í þeim bæði tón­list­ar­lega og félags­lega.“

Auglýsing

„Það má segja að starfið með þjóð­laga­sveit­inni Þulu hafi verið ævin­týri lík­ast. Sveit­ina skipa átta mjög fjöl­hæfir tón­list­ar­nem­endur á aldr­inum 15 til 17 ára sem öll spila á hljóð­færi, syngja og jafn­vel dansa. Þau eru alveg ótrú­leg og gaman að fylgj­ast með hvernig gleðin tekur völd í flutn­ingi þeirra. Þau smita hvert annað af leik­gleði og þó ein­hver mæti þreyttur og illa upp­lagður til leiks þá hefur gleðin tekið öll völd innan stuttrar stund­ar.“

„Mark­mið­ið; að mynda íslenskan þjóð­laga­hóp þar sem leikin er íslensk þjóð­lagatón­list sér og öðrum til gleði hefur virki­lega náð að blómstra í með­förum þeirra. Þula hefur komið fram víða og hefur hvar­vetna vakt athygli fyrir fág­aðan flutn­ing, geislandi gleði og skemmti­lega fram­komu þar með talið á Þjóð­laga­há­tíð­inni á Siglu­firði 2016, á Nót­unni í Eld­borg Hörpu 2016, í Hof á Akur­eyri, Barna­menn­ing­ar­há­tíð, Orma­dögum og víð­ar. Hóp­ur­inn kemur fram í þjóð­bún­ingum 19. ald­ar. Eng­inn annar sam­bæri­legur hópur er starf­ræktur á land­in­u.“Fyrir hverju eru þið að safna?

„Í júlí er ferð­inni heitið í fyrstu utan­lands­ferð­ina, á alþjóð­legu þjóð­laga­há­tíð­ina Moon­light í Bla­nes, rétt fyrir sunnan Barcelona á Spáni, en sveitin verður fyrsti íslenski hóp­ur­inn til að taka þátt í þess­ari stóru hátíð.“

„Í til­efni af fjár­öflun fyrir ferð­ina, hefur Þula efnt til söfn­unar á Karol­ina Fund þar sem boðið er til tón­leika í Kefas Frí­kirkj­unni í Fagra­þingi 2a mánu­dags­kvöldið 27. mars kl. 20.00. Einnig er hægt að bóka hóp­inn á sér­staka við­burði í 10-20 eða 30 mín.“

„Að sjálf­sögðu er einnig hægt að styrkja hóp­inn um lít­il­ræði þó fólk eigi ekki tök á að hlusta á hóp­inn að sinni. Á tón­leik­unum í Kefas lofum við bestu skemmt­un. Þar mun Þula flytja allt að klukku­tíma efn­is­skrá sem þau fluttu á Þjóð­laga­há­tíð­inni á Siglu­firði í fyrra en hefur aldrei áður heyrst í heild á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Sveitin kom mjög á óvart á þjóð­laga­há­tíð­inni og hlaut mikil lof fyrir leik sinn.“

„Það eru ekki margir sem þekkja tón­leika­stað­inn: Kefas Frí­kirkj­una. Kirkjan stendur á alveg frá­bærum stað með útsýni yfir Elliða­vatn, Heið­mörk, Blá­fjöll og allan fjalla­hring­inn. Þarna er tón­list­ar­skóli Kópa­vogs með kennslu aðstöðu og frá­bæra aðstöðu til tón­leika­halds sem okkur langar líka að kynna fyrir tón­leika­gestum okk­ar.“

Söfn­un­ina er að finna hér

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFólk
None