Hlaðvarp Kjarnans: Borgarskipulag, Nintendo, fjármagnshöft og raunveruleg kaffihús

Hlaðvarp Kjarnans er stútfullt af fjölbreyttum þáttum – allt frá Nintendo-leikjatölvum og skoskum fótbolta, í fjármagnshöft og borgarskipulagsmál.

Halldór Armand, rithöfundur og bóhem, var gestur Grétars og Árna í Hisminu á fimmtudag.
Halldór Armand, rithöfundur og bóhem, var gestur Grétars og Árna í Hisminu á fimmtudag.
Auglýsing

Fjöl­breyttir þættir birt­ast í hlað­varp­straumi Kjarn­ans í hverri viku. Fimm þættir fóru í loftið í vik­unni. Hægt er að hlusta á alla þætt­ina hér á vefnum eða ger­ast áskrif­andi að hlað­varps­straumnum í öllum helstu podcast-öppum í snjall­tækj­um. Við heitum Hlað­varp Kjarn­ans á iTu­nes. Ann­ars er hægt að fylgja hlekknum hér.

Aðförin

Borg­ar­lína og svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins

Aðförin er nýr þáttur í hlað­varpi Kjarn­ans þar sem fjallað er um skipu­lags­mál og borg­ar­líf. Umsjón­ar­menn þátt­ar­ins eru Magnea Guð­munds­dóttir og Guð­mundur Krist­ján Jóns­son.

Í fyrstu tveimur þátt­unum fjalla þau um nýjan tón í svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og Borg­ar­lín­una. Þetta á að þjóna sem hryggjar­stykkið í skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til fram­tíð­ar.

Auglýsing

Í fyrsta þætt­inum útskýrði Hrafn­kell Proppé svæð­is­skipu­lags­stjóri þær áherslur sem hafðar eru í skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til árs­ins 2040. Í þætti tvö ræddu þau Magnea og Guð­mundur við Lilju G. Karls­dóttur sam­göngu­verk­fræð­ing um fram­kvæmd Borg­ar­lín­unn­ar.

Tækni­varpið

Frá­bær byrjun Nin­tendo Switch

Nýjasta leikja­­tölvan frá Nin­tendo var aðal­­at­riðið í Tækn­i­varp­inu þessa vik­una. Nin­tento Switch kom á markað um heim allan 3. mars síð­­ast­lið­inn. Um er að ræða leikja­­tölvu í svip­uðum stærð­­ar­­flokki og gömlu Game­­Boy-­­tölv­­urnar eða PSP-­­tölv­­urnar frá Sony.

Stóri mun­­ur­inn er hins vegar að Nin­tendo Switch er í raun bara svo­­lítið þykk spjald­­tölva sem þú getur tengt sjón­­varp­inu þínu og notað sem fjar­­stýr­ingu fyrir tölvu­­leik­ina þína.

Dan­íel Rós­in­krans, helsti Nin­tendo-­­sér­­fræð­ingur lands­ins, er gestur þátt­­ar­ins hjá þeim Atla Stef­áni Yngva­­syni, Gunn­laugi Reyni Sverris­­syni og Sverri Björg­vins­­syni.

Kvikan

Hver græðir hvað á afnámi hafta (sem er ekk­ert verið að afnema)?

Þrátt fyrir að til­­kynnt hafi verið um fullt afnám hafta er aug­­ljóst af nýjum reglum að enn séu margar hindr­­­anir á frjálsu flæði fjár­­­magns. Þá eru til staðar miklar hömlur á vaxta­muna- og afleið­u­við­­skiptum og hluti aflandskrón­u­eig­enda auð­vitað enn fastur innan hafta.

En hverjir hagn­­ast á afnámi hafta? Hver er hagur almenn­ings, fyr­ir­tækja, fjár­­­magns­eig­enda, rík­­is­ins og Ill­uga Gunn­­ar­s­­son­­ar? Þessum spurn­ingum og mörgum fleirum er svarað í Kviku vik­unn­­ar.

Hismið

Sund­laug­ar, sjoppur og sökn­uður eftir brös­uðum ham­borg­ara á góðu til­boði

Hall­­dór Arm­and Ásgeir­s­­son rit­höf­undur er gestur His­m­is­ins að þessu sinni. Farið er yfir sund­laug­­ar, dul­­ar­­fullu stúk­una við Laug­­ar­dals­laug sem stendur alltaf tóm og hvaða leiðir væru færar til að fá gesti þang­að, hvenær Kringlan verður nor­mcore og kaffi­­­húsin þar, hvort það sé raun­veru­­legra að sitja á Cafe Milano í Skeif­unni eða Kaffi­­tár í Banka­­stræti, sjoppur og menn­ing­una þar og hvort ekki sé far­inn að mynd­­ast sökn­uður eftir raun­veru­­leik­­anum og lin­o­­leum-­­dúk­unum auk þess sem frammi­­staða Árna í Silfr­inu un helg­ina er krufin.

Sparkvarpið

Trú­ar­ríg­ur­inn í Glas­gow – The Old Firm

Í Sparkvarpi vik­unnar var fjallað um fót­­bolt­ann í Glas­­gow og liðin Rangers og Celtic sem átt­ust við um helg­ina. Þeir Árni, Þór­hallur og Þor­­geir ræddu um liðin tvö sem og þá trú­­ar­­legu teng­ingu sem kyndir ríg­inn á milli þeirra. Celtic er lið kaþ­ólikka í Glas­­gow á meðan Rangers er lið þeirra sem eru mót­­mæl­enda­­trú­­ar.

Þessi lið eru einnig langstærstu liðin í Skotlandi en höfðu ekki mæst í deild­­ar­keppni í 4 ár áður en þau mætt­ust fyrr á þessu tíma­bili. Ríg­­ur­inn hefur gríð­­ar­­lega mikla þýð­ingu fyrir skoskan fót­­bolta enda hefur fót­­bolt­inn verið í lægð síðan Rangers voru dæmdir niður um deild.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiHlaðvarp
None