Hlaðvarp Kjarnans: Borgarskipulag, Nintendo, fjármagnshöft og raunveruleg kaffihús

Hlaðvarp Kjarnans er stútfullt af fjölbreyttum þáttum – allt frá Nintendo-leikjatölvum og skoskum fótbolta, í fjármagnshöft og borgarskipulagsmál.

Halldór Armand, rithöfundur og bóhem, var gestur Grétars og Árna í Hisminu á fimmtudag.
Halldór Armand, rithöfundur og bóhem, var gestur Grétars og Árna í Hisminu á fimmtudag.
Auglýsing

Fjöl­breyttir þættir birt­ast í hlað­varp­straumi Kjarn­ans í hverri viku. Fimm þættir fóru í loftið í vik­unni. Hægt er að hlusta á alla þætt­ina hér á vefnum eða ger­ast áskrif­andi að hlað­varps­straumnum í öllum helstu podcast-öppum í snjall­tækj­um. Við heitum Hlað­varp Kjarn­ans á iTu­nes. Ann­ars er hægt að fylgja hlekknum hér.

Aðförin

Borg­ar­lína og svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins

Aðförin er nýr þáttur í hlað­varpi Kjarn­ans þar sem fjallað er um skipu­lags­mál og borg­ar­líf. Umsjón­ar­menn þátt­ar­ins eru Magnea Guð­munds­dóttir og Guð­mundur Krist­ján Jóns­son.

Í fyrstu tveimur þátt­unum fjalla þau um nýjan tón í svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og Borg­ar­lín­una. Þetta á að þjóna sem hryggjar­stykkið í skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til fram­tíð­ar.

Auglýsing

Í fyrsta þætt­inum útskýrði Hrafn­kell Proppé svæð­is­skipu­lags­stjóri þær áherslur sem hafðar eru í skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til árs­ins 2040. Í þætti tvö ræddu þau Magnea og Guð­mundur við Lilju G. Karls­dóttur sam­göngu­verk­fræð­ing um fram­kvæmd Borg­ar­lín­unn­ar.

Tækni­varpið

Frá­bær byrjun Nin­tendo Switch

Nýjasta leikja­­tölvan frá Nin­tendo var aðal­­at­riðið í Tækn­i­varp­inu þessa vik­una. Nin­tento Switch kom á markað um heim allan 3. mars síð­­ast­lið­inn. Um er að ræða leikja­­tölvu í svip­uðum stærð­­ar­­flokki og gömlu Game­­Boy-­­tölv­­urnar eða PSP-­­tölv­­urnar frá Sony.

Stóri mun­­ur­inn er hins vegar að Nin­tendo Switch er í raun bara svo­­lítið þykk spjald­­tölva sem þú getur tengt sjón­­varp­inu þínu og notað sem fjar­­stýr­ingu fyrir tölvu­­leik­ina þína.

Dan­íel Rós­in­krans, helsti Nin­tendo-­­sér­­fræð­ingur lands­ins, er gestur þátt­­ar­ins hjá þeim Atla Stef­áni Yngva­­syni, Gunn­laugi Reyni Sverris­­syni og Sverri Björg­vins­­syni.

Kvikan

Hver græðir hvað á afnámi hafta (sem er ekk­ert verið að afnema)?

Þrátt fyrir að til­­kynnt hafi verið um fullt afnám hafta er aug­­ljóst af nýjum reglum að enn séu margar hindr­­­anir á frjálsu flæði fjár­­­magns. Þá eru til staðar miklar hömlur á vaxta­muna- og afleið­u­við­­skiptum og hluti aflandskrón­u­eig­enda auð­vitað enn fastur innan hafta.

En hverjir hagn­­ast á afnámi hafta? Hver er hagur almenn­ings, fyr­ir­tækja, fjár­­­magns­eig­enda, rík­­is­ins og Ill­uga Gunn­­ar­s­­son­­ar? Þessum spurn­ingum og mörgum fleirum er svarað í Kviku vik­unn­­ar.

Hismið

Sund­laug­ar, sjoppur og sökn­uður eftir brös­uðum ham­borg­ara á góðu til­boði

Hall­­dór Arm­and Ásgeir­s­­son rit­höf­undur er gestur His­m­is­ins að þessu sinni. Farið er yfir sund­laug­­ar, dul­­ar­­fullu stúk­una við Laug­­ar­dals­laug sem stendur alltaf tóm og hvaða leiðir væru færar til að fá gesti þang­að, hvenær Kringlan verður nor­mcore og kaffi­­­húsin þar, hvort það sé raun­veru­­legra að sitja á Cafe Milano í Skeif­unni eða Kaffi­­tár í Banka­­stræti, sjoppur og menn­ing­una þar og hvort ekki sé far­inn að mynd­­ast sökn­uður eftir raun­veru­­leik­­anum og lin­o­­leum-­­dúk­unum auk þess sem frammi­­staða Árna í Silfr­inu un helg­ina er krufin.

Sparkvarpið

Trú­ar­ríg­ur­inn í Glas­gow – The Old Firm

Í Sparkvarpi vik­unnar var fjallað um fót­­bolt­ann í Glas­­gow og liðin Rangers og Celtic sem átt­ust við um helg­ina. Þeir Árni, Þór­hallur og Þor­­geir ræddu um liðin tvö sem og þá trú­­ar­­legu teng­ingu sem kyndir ríg­inn á milli þeirra. Celtic er lið kaþ­ólikka í Glas­­gow á meðan Rangers er lið þeirra sem eru mót­­mæl­enda­­trú­­ar.

Þessi lið eru einnig langstærstu liðin í Skotlandi en höfðu ekki mæst í deild­­ar­keppni í 4 ár áður en þau mætt­ust fyrr á þessu tíma­bili. Ríg­­ur­inn hefur gríð­­ar­­lega mikla þýð­ingu fyrir skoskan fót­­bolta enda hefur fót­­bolt­inn verið í lægð síðan Rangers voru dæmdir niður um deild.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiHlaðvarp
None