Hlaðvarp Kjarnans: Borgarskipulag, Nintendo, fjármagnshöft og raunveruleg kaffihús

Hlaðvarp Kjarnans er stútfullt af fjölbreyttum þáttum – allt frá Nintendo-leikjatölvum og skoskum fótbolta, í fjármagnshöft og borgarskipulagsmál.

Halldór Armand, rithöfundur og bóhem, var gestur Grétars og Árna í Hisminu á fimmtudag.
Halldór Armand, rithöfundur og bóhem, var gestur Grétars og Árna í Hisminu á fimmtudag.
Auglýsing

Fjöl­breyttir þættir birt­ast í hlað­varp­straumi Kjarn­ans í hverri viku. Fimm þættir fóru í loftið í vik­unni. Hægt er að hlusta á alla þætt­ina hér á vefnum eða ger­ast áskrif­andi að hlað­varps­straumnum í öllum helstu podcast-öppum í snjall­tækj­um. Við heitum Hlað­varp Kjarn­ans á iTu­nes. Ann­ars er hægt að fylgja hlekknum hér.

Aðförin

Borg­ar­lína og svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins

Aðförin er nýr þáttur í hlað­varpi Kjarn­ans þar sem fjallað er um skipu­lags­mál og borg­ar­líf. Umsjón­ar­menn þátt­ar­ins eru Magnea Guð­munds­dóttir og Guð­mundur Krist­ján Jóns­son.

Í fyrstu tveimur þátt­unum fjalla þau um nýjan tón í svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og Borg­ar­lín­una. Þetta á að þjóna sem hryggjar­stykkið í skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til fram­tíð­ar.

Auglýsing

Í fyrsta þætt­inum útskýrði Hrafn­kell Proppé svæð­is­skipu­lags­stjóri þær áherslur sem hafðar eru í skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til árs­ins 2040. Í þætti tvö ræddu þau Magnea og Guð­mundur við Lilju G. Karls­dóttur sam­göngu­verk­fræð­ing um fram­kvæmd Borg­ar­lín­unn­ar.

Tækni­varpið

Frá­bær byrjun Nin­tendo Switch

Nýjasta leikja­­tölvan frá Nin­tendo var aðal­­at­riðið í Tækn­i­varp­inu þessa vik­una. Nin­tento Switch kom á markað um heim allan 3. mars síð­­ast­lið­inn. Um er að ræða leikja­­tölvu í svip­uðum stærð­­ar­­flokki og gömlu Game­­Boy-­­tölv­­urnar eða PSP-­­tölv­­urnar frá Sony.

Stóri mun­­ur­inn er hins vegar að Nin­tendo Switch er í raun bara svo­­lítið þykk spjald­­tölva sem þú getur tengt sjón­­varp­inu þínu og notað sem fjar­­stýr­ingu fyrir tölvu­­leik­ina þína.

Dan­íel Rós­in­krans, helsti Nin­tendo-­­sér­­fræð­ingur lands­ins, er gestur þátt­­ar­ins hjá þeim Atla Stef­áni Yngva­­syni, Gunn­laugi Reyni Sverris­­syni og Sverri Björg­vins­­syni.

Kvikan

Hver græðir hvað á afnámi hafta (sem er ekk­ert verið að afnema)?

Þrátt fyrir að til­­kynnt hafi verið um fullt afnám hafta er aug­­ljóst af nýjum reglum að enn séu margar hindr­­­anir á frjálsu flæði fjár­­­magns. Þá eru til staðar miklar hömlur á vaxta­muna- og afleið­u­við­­skiptum og hluti aflandskrón­u­eig­enda auð­vitað enn fastur innan hafta.

En hverjir hagn­­ast á afnámi hafta? Hver er hagur almenn­ings, fyr­ir­tækja, fjár­­­magns­eig­enda, rík­­is­ins og Ill­uga Gunn­­ar­s­­son­­ar? Þessum spurn­ingum og mörgum fleirum er svarað í Kviku vik­unn­­ar.

Hismið

Sund­laug­ar, sjoppur og sökn­uður eftir brös­uðum ham­borg­ara á góðu til­boði

Hall­­dór Arm­and Ásgeir­s­­son rit­höf­undur er gestur His­m­is­ins að þessu sinni. Farið er yfir sund­laug­­ar, dul­­ar­­fullu stúk­una við Laug­­ar­dals­laug sem stendur alltaf tóm og hvaða leiðir væru færar til að fá gesti þang­að, hvenær Kringlan verður nor­mcore og kaffi­­­húsin þar, hvort það sé raun­veru­­legra að sitja á Cafe Milano í Skeif­unni eða Kaffi­­tár í Banka­­stræti, sjoppur og menn­ing­una þar og hvort ekki sé far­inn að mynd­­ast sökn­uður eftir raun­veru­­leik­­anum og lin­o­­leum-­­dúk­unum auk þess sem frammi­­staða Árna í Silfr­inu un helg­ina er krufin.

Sparkvarpið

Trú­ar­ríg­ur­inn í Glas­gow – The Old Firm

Í Sparkvarpi vik­unnar var fjallað um fót­­bolt­ann í Glas­­gow og liðin Rangers og Celtic sem átt­ust við um helg­ina. Þeir Árni, Þór­hallur og Þor­­geir ræddu um liðin tvö sem og þá trú­­ar­­legu teng­ingu sem kyndir ríg­inn á milli þeirra. Celtic er lið kaþ­ólikka í Glas­­gow á meðan Rangers er lið þeirra sem eru mót­­mæl­enda­­trú­­ar.

Þessi lið eru einnig langstærstu liðin í Skotlandi en höfðu ekki mæst í deild­­ar­keppni í 4 ár áður en þau mætt­ust fyrr á þessu tíma­bili. Ríg­­ur­inn hefur gríð­­ar­­lega mikla þýð­ingu fyrir skoskan fót­­bolta enda hefur fót­­bolt­inn verið í lægð síðan Rangers voru dæmdir niður um deild.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiHlaðvarp
None