Köttur um kött frá ketti til kattar

Hvað er svona merkilegt við kisur? Borgþór Arngrímsson kannaði hætti katta.

Þessi kisi er eitthvað hræddur; er eflaust að horfa á bíómynd sem er bönnuð innan 12.
Þessi kisi er eitthvað hræddur; er eflaust að horfa á bíómynd sem er bönnuð innan 12.
Auglýsing

Brand­ur, Snúlla, Högni, Moli, Snælda, Rósa, Elvis, Simbi, Grá­mann, Stalín, Perla, Depla, Skotta, Kleópatra, Maó, Rómeó, Hamlet, Emil­ía, Ófel­ía, Nóra, Meg­as, Dimmalimm, Pjú­ska, Snúlli, Keli, Bjart­ur, Þor­steinn, Grá­mann, að ógleymdum Njáli (að­stoðar hjá póst­inum Páli).

Þetta eru aðeins örfá þeirra nafna sem millj­ónir katta­eig­enda um allan heim hafa gefið fer­fætta heim­il­is­vin­in­um, honum kisa eða henni kisu. Full­yrða má að hvert ein­asta manns­barn í ver­öld víðri þekki þetta dýr, kött­inn, sem kannski er ekki und­ar­legt því kettir eru lang algeng­asta gælu­dýrið á jarð­ar­kringl­unni. Marg­falt fleiri en hundar og páfa­gauk­ar.

Lengi vel voru elstu heim­ildir um til­vist katta frá Egypta­landi en fyrir nokkru síðan fund­ust á Kýpur heim­ildir sem eru mun eldri en þær egyp­sku, eða frá um 7500 f.Kr. Talið er að kettir hafi komið til Íslands á land­náms­öld.

Eng­inn veit með vissu hve margir kettir eru til í henni ver­öld en talið að þeir séu um það bil 700 millj­ón­ir, þar af 30 til 40 þús­und á Íslandi. Stór hluti þessa mikla fjölda er það sem kalla mætti heim­il­is­k­etti en villikatta­hóp­ur­inn er líka mjög stór.

Auglýsing

Af hverju vill fólk eiga kött?

Fyrir því eru margar ástæð­ur. Í nýlegri könnun í dönsku blaði (í Dan­mörku eru vel á aðra milljón katta) voru svör katta­eig­enda af ýmsum toga. Sumir sögð­ust vera aldir upp við að hafa kött á heim­il­inu og katt­ar­laust líf væri óhugs­andi, aðrir sögðu kött­inn skemmti­legan og vand­ræða­lít­inn.

Margir, sem sögð­ust búa ein­ir, nefndu félags­skap­inn, það væri hægt að tala við kött­inn sem iðu­lega horfi skiln­ings­ríkum augum á eig­and­ann og segði ekki frá því sem honum væri trúað fyr­ir. „Ná­granna sem heyrir mann tala við kött­inn þykir það full­kom­lega eðli­legt en væri maður að tala við sjálfan sig þætti maður skrýt­inn,“ sagði einn katt­ar­eig­andi.

Köttum finnst oft gott að slaka á í fangi eiganda. Og kattaeigendum finnst það ekki síður gott.

„Mýsnar kom­ast ekki upp með neitt þar sem köttur er í hús­in­u,“ sögðu nokkr­ir. „Það er róandi að sitja með kött­inn og strjúka hon­um, heyra malið og sjá hvernig hann lygnir aftur aug­un­um,“ var algengt svar. Og danskir katta­eig­endur eru ekki einir um þessa skoð­un.

Sér­fræð­ingar við háskól­ann í Minnesota í Banda­ríkj­unum hafa árum saman rann­sakað hvort það að eiga og umgang­ast kött hafi jákvæð áhrif á hjarta­sjúk­linga. Og nið­ur­stöður þeirra hafa leitt í ljós að svo sé.

Katta­orð

Mörg orð eru til í íslensku sem tengj­ast kött­um. Talað er um að hinn eða þessi sé katt­lið­ug­ur, eða jafn­vel köttur lið­ug­ur. Sumir eru katt­þrifn­ir, naumt skammtað er ekki upp í nös á ketti, það sem mis­tekst fer í hund og kött. Það að vera eins og grár köttur (ein­hvers stað­ar) er iðu­lega not­að, sama gildir um að vera katt­þrif­inn. Að „fara eins og köttur í kringum heitan graut“ skýrir sig sjálft, það gerir líka „ leikur katt­ar­ins að músinni“ og „ köttur í bóli bjarn­ar“.

Fá dýr eyða jafn miklum tíma í að snyrta sig eins og kettir.

Allt teng­ist þetta, og ýmis fleiri orða­til­tæki, hegðun og hæfi­leikum katt­ar­ins. Eng­inn vill „fara í jóla­kött­inn“. Eitt orð sem tals­vert er notað er all sér­stakt í þessu katta­sam­hengi. Það er þegar talað er um katt­ar­þvott; „ótta­legur katt­ar­þvott­ur“. Það orð hefur nei­kvæða merk­ingu því engir aðr­ir, hvorki dýr né menn eyða jafn löngum tíma á degi hverjum í að snyrta sig.

End­ur­skins­merki á reið­hjólum og bílum eru iðu­lega kölluð katt­ar­augu, sökum þess að þau end­ur­varpa ljós­inu, eins og augu katt­ar­ins. Lengi hefur verið til súkkulaði sem nefnt er katta­tung­ur, nafnið vænt­an­lega dregið af lög­un­inni. Kettir myndu aldrei líta við slíku, því þeir eru ekki fyrir sæt­indi.

Eru kettir gáf­að­ir?

Humphrey, húsköttur í Downingstræti 10.Svarið við þess­ari spurn­ingu fer nokkuð eftir því við hvað er mið­að, og kannski hver svar­ar. Mörgum katta­eig­endum þykir sinn köttur gáf­að­ur, oft­ast gáf­aðri en aðrir kett­ir. Eins og flest dýr býr kött­ur­inn yfir mörgum hæfi­leik­um. Þeir eru ann­ars eðlis en hjá mann­inum þótt vís­inda­menn segi heila katt­ar­ins ekki ólíkan manns­heil­an­um.

Kettir geta lært marga hluti, oft­ast praktíska en eitt er það sem þeir neita algjör­lega að taka mark á, sama hvernig eig­and­inn skamm­ast og brýnir raustina. Það er að leggja af veiði­skap. Þeir eru alltaf á útkikki. Ef allt gengur upp koma þeir stoltir með bráð­ina, t.d. mús eða fugl, og leggja fyrir fætur eig­and­ans og skilja ekk­ert í upp­námi eig­and­ans sem ekki fagnar þess­ari björg í bú.

Kettir eru tæki­fær­is­sinn­ar, einkum þegar kemur að nær­ing­ar­hlið­inni. Margir katta­eig­endur þekkja það að kött­ur­inn er kannski kom­inn í fæði hjá nágrann­anum og ástæðan auð­vitað sú að þar er betra í boði en í eld­hús­inu heima.

Fræg er sagan af Hump­hrey, ketti breska for­sæt­is­ráð­herr­ans. Hump­hrey, sem sett­ist að í bústað for­sæt­is­ráð­herr­ans árið 1989, var orð­inn alltof þungur og auk þess nýrna­veikur og var því settur á sér­stakt heilsu­fæði. Hump­hrey fýldi grön við þessum nýja lífs­stíl sem eig­and­inn ætl­aði honum að laga sig að og þegar heilsu­fæðið hafði mætt sjónum hans í mat­ar­skál­inni í nokkra daga hvarf hann.

Forsíða bæklingsins The Charles Mingus CAT-alog for Toilet Training Your Cat.For­sæt­is­ráð­herra­hjónin höfðu áhyggjur af Hump­hrey, héldu kannski að hann hefði orðið fyrir slysi. En nei, eftir nokkurn tíma kom í ljós að hann var kom­inn í fæði í húsi í nágrenn­inu. Á þeim bæ var ekk­ert heilsu­jukk í boði (eins og Hump­hrey hefði örugg­lega orðað það hefði hann mátt mæla), bara almenni­legt katta­fæði.

Hug­myndir um heilsu­á­tak Hump­hreys voru að mestu lagðar á hill­una og hann gaf upp önd­ina (vænt­an­lega saddur og sæll) í mars 2006. Þá hafði hann um ára­bil búið á katta­elli­heim­ili í Suð­ur­-London. Fjöl­miðlar víða um heim greindu frá því að Hump­hrey hefði kvatt þetta jarð­líf og haldið á hinar eilífu veiði­lend­ur, kannski fræg­asti köttur allra tíma, ef frá er tal­inn teikni­mynda­kött­ur­inn Tommi.

Um ketti hafa verið skrif­aðar margar bæk­ur. Ein sú óvenju­leg­asta er lík­lega sú sem banda­ríski tón­list­ar­mað­ur­inn Charles Mingus, sem var mik­ill áhuga­maður um ketti, skrif­aði. Þessi bók, eða bæk­ling­ur, heitir „The Charles Mingus CAT-a­log for Toi­let Tra­in­ing Your Cat“. Hún fjallar um það sem nafnið gefur til kynna, kló­sett­þjálfun fyrir ketti.

Engin kattatrýni eru eins, ekki ósvipað fingraförum mannfólks.

Merkileg skepna

Þegar rýnt er í katta­fræði­bækur má sjá margt merki­legt. Hér er fátt eitt nefnt.

 • Í eyra katt­ar­ins eru 32 vöðvar og hann getur snúið því um 180 gráð­ur. Í manns­eyr­anu eru 6 vöðv­ar.
 • Kött­ur­inn sefur að jafn­aði 70% ævinn­ar, og eyðir mjög drjúgum tíma í snyrti­störf.
 • Köttur getur hlaupið stuttan sprett á uppundir 50 kíló­metra hraða.
 • Köttur getur gefið frá sér fleiri en 100 mis­mun­andi hljóð. Hundar geta gefið frá sér 10 hljóð.
 • Köttur heyrir hátíðni­hljóð sem manns­eyrað greinir ekki.
 • Köttur getur hoppað sex sinnum lengd sína.
 • Kött­ur­inn hefur fimm tær á fram­löpp­unum (lopp­un­um) en fjórar á aft­ur­lopp­un­um.
 • Kött­ur­inn svitnar aðeins á þóf­un­um.
 • Læður er yfir­leitt rétt­fættar en högnar örv­fætt­ir.
 • Kettir mjálma mjög sjaldan hver að öðrum, þann sam­skipta­máta nota þeir við mann­fólk­ið.
 • Kött­ur­inn hefur 230 bein, í manns­lík­ama eru beinin 206.
 • Kött­ur­inn getur fundið jarð­skjálfta 10 -15 mín­útum fyrr en mað­ur­inn.
 • Kött­ur­inn hefur yfir­leitt 24 veiði­hár (kampa) þau notar hann til að meta hæð og breidd, hárin segja til dæmis til um hvort búk­ur­inn kemst í gegnum göt og rif­ur.
 • Engin tvö katt­ar­trýni eru nákvæm­lega eins (frekar en fingraför fólks).
 • Titr­ing­ur­inn sem fram­kallar mal katt­ar­ins end­ur­tekur sig 26 sinnum á sek­úndu, það er svipað og og snún­ings­hraði á dísel­bíl­vél í lausa­gangi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiFólk
None