Köttur um kött frá ketti til kattar

Hvað er svona merkilegt við kisur? Borgþór Arngrímsson kannaði hætti katta.

Þessi kisi er eitthvað hræddur; er eflaust að horfa á bíómynd sem er bönnuð innan 12.
Þessi kisi er eitthvað hræddur; er eflaust að horfa á bíómynd sem er bönnuð innan 12.
Auglýsing

Brand­ur, Snúlla, Högni, Moli, Snælda, Rósa, Elvis, Simbi, Grá­mann, Stalín, Perla, Depla, Skotta, Kleópatra, Maó, Rómeó, Hamlet, Emil­ía, Ófel­ía, Nóra, Meg­as, Dimmalimm, Pjú­ska, Snúlli, Keli, Bjart­ur, Þor­steinn, Grá­mann, að ógleymdum Njáli (að­stoðar hjá póst­inum Páli).

Þetta eru aðeins örfá þeirra nafna sem millj­ónir katta­eig­enda um allan heim hafa gefið fer­fætta heim­il­is­vin­in­um, honum kisa eða henni kisu. Full­yrða má að hvert ein­asta manns­barn í ver­öld víðri þekki þetta dýr, kött­inn, sem kannski er ekki und­ar­legt því kettir eru lang algeng­asta gælu­dýrið á jarð­ar­kringl­unni. Marg­falt fleiri en hundar og páfa­gauk­ar.

Lengi vel voru elstu heim­ildir um til­vist katta frá Egypta­landi en fyrir nokkru síðan fund­ust á Kýpur heim­ildir sem eru mun eldri en þær egyp­sku, eða frá um 7500 f.Kr. Talið er að kettir hafi komið til Íslands á land­náms­öld.

Eng­inn veit með vissu hve margir kettir eru til í henni ver­öld en talið að þeir séu um það bil 700 millj­ón­ir, þar af 30 til 40 þús­und á Íslandi. Stór hluti þessa mikla fjölda er það sem kalla mætti heim­il­is­k­etti en villikatta­hóp­ur­inn er líka mjög stór.

Auglýsing

Af hverju vill fólk eiga kött?

Fyrir því eru margar ástæð­ur. Í nýlegri könnun í dönsku blaði (í Dan­mörku eru vel á aðra milljón katta) voru svör katta­eig­enda af ýmsum toga. Sumir sögð­ust vera aldir upp við að hafa kött á heim­il­inu og katt­ar­laust líf væri óhugs­andi, aðrir sögðu kött­inn skemmti­legan og vand­ræða­lít­inn.

Margir, sem sögð­ust búa ein­ir, nefndu félags­skap­inn, það væri hægt að tala við kött­inn sem iðu­lega horfi skiln­ings­ríkum augum á eig­and­ann og segði ekki frá því sem honum væri trúað fyr­ir. „Ná­granna sem heyrir mann tala við kött­inn þykir það full­kom­lega eðli­legt en væri maður að tala við sjálfan sig þætti maður skrýt­inn,“ sagði einn katt­ar­eig­andi.

Köttum finnst oft gott að slaka á í fangi eiganda. Og kattaeigendum finnst það ekki síður gott.

„Mýsnar kom­ast ekki upp með neitt þar sem köttur er í hús­in­u,“ sögðu nokkr­ir. „Það er róandi að sitja með kött­inn og strjúka hon­um, heyra malið og sjá hvernig hann lygnir aftur aug­un­um,“ var algengt svar. Og danskir katta­eig­endur eru ekki einir um þessa skoð­un.

Sér­fræð­ingar við háskól­ann í Minnesota í Banda­ríkj­unum hafa árum saman rann­sakað hvort það að eiga og umgang­ast kött hafi jákvæð áhrif á hjarta­sjúk­linga. Og nið­ur­stöður þeirra hafa leitt í ljós að svo sé.

Katta­orð

Mörg orð eru til í íslensku sem tengj­ast kött­um. Talað er um að hinn eða þessi sé katt­lið­ug­ur, eða jafn­vel köttur lið­ug­ur. Sumir eru katt­þrifn­ir, naumt skammtað er ekki upp í nös á ketti, það sem mis­tekst fer í hund og kött. Það að vera eins og grár köttur (ein­hvers stað­ar) er iðu­lega not­að, sama gildir um að vera katt­þrif­inn. Að „fara eins og köttur í kringum heitan graut“ skýrir sig sjálft, það gerir líka „ leikur katt­ar­ins að músinni“ og „ köttur í bóli bjarn­ar“.

Fá dýr eyða jafn miklum tíma í að snyrta sig eins og kettir.

Allt teng­ist þetta, og ýmis fleiri orða­til­tæki, hegðun og hæfi­leikum katt­ar­ins. Eng­inn vill „fara í jóla­kött­inn“. Eitt orð sem tals­vert er notað er all sér­stakt í þessu katta­sam­hengi. Það er þegar talað er um katt­ar­þvott; „ótta­legur katt­ar­þvott­ur“. Það orð hefur nei­kvæða merk­ingu því engir aðr­ir, hvorki dýr né menn eyða jafn löngum tíma á degi hverjum í að snyrta sig.

End­ur­skins­merki á reið­hjólum og bílum eru iðu­lega kölluð katt­ar­augu, sökum þess að þau end­ur­varpa ljós­inu, eins og augu katt­ar­ins. Lengi hefur verið til súkkulaði sem nefnt er katta­tung­ur, nafnið vænt­an­lega dregið af lög­un­inni. Kettir myndu aldrei líta við slíku, því þeir eru ekki fyrir sæt­indi.

Eru kettir gáf­að­ir?

Humphrey, húsköttur í Downingstræti 10.Svarið við þess­ari spurn­ingu fer nokkuð eftir því við hvað er mið­að, og kannski hver svar­ar. Mörgum katta­eig­endum þykir sinn köttur gáf­að­ur, oft­ast gáf­aðri en aðrir kett­ir. Eins og flest dýr býr kött­ur­inn yfir mörgum hæfi­leik­um. Þeir eru ann­ars eðlis en hjá mann­inum þótt vís­inda­menn segi heila katt­ar­ins ekki ólíkan manns­heil­an­um.

Kettir geta lært marga hluti, oft­ast praktíska en eitt er það sem þeir neita algjör­lega að taka mark á, sama hvernig eig­and­inn skamm­ast og brýnir raustina. Það er að leggja af veiði­skap. Þeir eru alltaf á útkikki. Ef allt gengur upp koma þeir stoltir með bráð­ina, t.d. mús eða fugl, og leggja fyrir fætur eig­and­ans og skilja ekk­ert í upp­námi eig­and­ans sem ekki fagnar þess­ari björg í bú.

Kettir eru tæki­fær­is­sinn­ar, einkum þegar kemur að nær­ing­ar­hlið­inni. Margir katta­eig­endur þekkja það að kött­ur­inn er kannski kom­inn í fæði hjá nágrann­anum og ástæðan auð­vitað sú að þar er betra í boði en í eld­hús­inu heima.

Fræg er sagan af Hump­hrey, ketti breska for­sæt­is­ráð­herr­ans. Hump­hrey, sem sett­ist að í bústað for­sæt­is­ráð­herr­ans árið 1989, var orð­inn alltof þungur og auk þess nýrna­veikur og var því settur á sér­stakt heilsu­fæði. Hump­hrey fýldi grön við þessum nýja lífs­stíl sem eig­and­inn ætl­aði honum að laga sig að og þegar heilsu­fæðið hafði mætt sjónum hans í mat­ar­skál­inni í nokkra daga hvarf hann.

Forsíða bæklingsins The Charles Mingus CAT-alog for Toilet Training Your Cat.For­sæt­is­ráð­herra­hjónin höfðu áhyggjur af Hump­hrey, héldu kannski að hann hefði orðið fyrir slysi. En nei, eftir nokkurn tíma kom í ljós að hann var kom­inn í fæði í húsi í nágrenn­inu. Á þeim bæ var ekk­ert heilsu­jukk í boði (eins og Hump­hrey hefði örugg­lega orðað það hefði hann mátt mæla), bara almenni­legt katta­fæði.

Hug­myndir um heilsu­á­tak Hump­hreys voru að mestu lagðar á hill­una og hann gaf upp önd­ina (vænt­an­lega saddur og sæll) í mars 2006. Þá hafði hann um ára­bil búið á katta­elli­heim­ili í Suð­ur­-London. Fjöl­miðlar víða um heim greindu frá því að Hump­hrey hefði kvatt þetta jarð­líf og haldið á hinar eilífu veiði­lend­ur, kannski fræg­asti köttur allra tíma, ef frá er tal­inn teikni­mynda­kött­ur­inn Tommi.

Um ketti hafa verið skrif­aðar margar bæk­ur. Ein sú óvenju­leg­asta er lík­lega sú sem banda­ríski tón­list­ar­mað­ur­inn Charles Mingus, sem var mik­ill áhuga­maður um ketti, skrif­aði. Þessi bók, eða bæk­ling­ur, heitir „The Charles Mingus CAT-a­log for Toi­let Tra­in­ing Your Cat“. Hún fjallar um það sem nafnið gefur til kynna, kló­sett­þjálfun fyrir ketti.

Engin kattatrýni eru eins, ekki ósvipað fingraförum mannfólks.

Merkileg skepna

Þegar rýnt er í katta­fræði­bækur má sjá margt merki­legt. Hér er fátt eitt nefnt.

 • Í eyra katt­ar­ins eru 32 vöðvar og hann getur snúið því um 180 gráð­ur. Í manns­eyr­anu eru 6 vöðv­ar.
 • Kött­ur­inn sefur að jafn­aði 70% ævinn­ar, og eyðir mjög drjúgum tíma í snyrti­störf.
 • Köttur getur hlaupið stuttan sprett á uppundir 50 kíló­metra hraða.
 • Köttur getur gefið frá sér fleiri en 100 mis­mun­andi hljóð. Hundar geta gefið frá sér 10 hljóð.
 • Köttur heyrir hátíðni­hljóð sem manns­eyrað greinir ekki.
 • Köttur getur hoppað sex sinnum lengd sína.
 • Kött­ur­inn hefur fimm tær á fram­löpp­unum (lopp­un­um) en fjórar á aft­ur­lopp­un­um.
 • Kött­ur­inn svitnar aðeins á þóf­un­um.
 • Læður er yfir­leitt rétt­fættar en högnar örv­fætt­ir.
 • Kettir mjálma mjög sjaldan hver að öðrum, þann sam­skipta­máta nota þeir við mann­fólk­ið.
 • Kött­ur­inn hefur 230 bein, í manns­lík­ama eru beinin 206.
 • Kött­ur­inn getur fundið jarð­skjálfta 10 -15 mín­útum fyrr en mað­ur­inn.
 • Kött­ur­inn hefur yfir­leitt 24 veiði­hár (kampa) þau notar hann til að meta hæð og breidd, hárin segja til dæmis til um hvort búk­ur­inn kemst í gegnum göt og rif­ur.
 • Engin tvö katt­ar­trýni eru nákvæm­lega eins (frekar en fingraför fólks).
 • Titr­ing­ur­inn sem fram­kallar mal katt­ar­ins end­ur­tekur sig 26 sinnum á sek­úndu, það er svipað og og snún­ings­hraði á dísel­bíl­vél í lausa­gangi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFólk
None