Köttur um kött frá ketti til kattar

Hvað er svona merkilegt við kisur? Borgþór Arngrímsson kannaði hætti katta.

Þessi kisi er eitthvað hræddur; er eflaust að horfa á bíómynd sem er bönnuð innan 12.
Þessi kisi er eitthvað hræddur; er eflaust að horfa á bíómynd sem er bönnuð innan 12.
Auglýsing

Kjarn­inn end­­­ur­birtir nú valda pistla Borg­þórs Arn­gríms­­­sonar sem sam­hliða eru gefnir út sem hlað­varps­þætt­­­ir. Frétta­­­skýr­ingar Borg­þórs njóta mik­illa vin­­­sælda og sú sem er end­­­ur­birt hér að neðan var upp­­­haf­­­lega birt þann 19. mars 2017.

Brand­­ur, Snúlla, Högni, Moli, Snælda, Rósa, Elvis, Simbi, Grá­­mann, Stalín, Perla, Depla, Skotta, Kleópatra, Maó, Rómeó, Hamlet, Emil­ía, Ófel­ía, Nóra, Meg­as, Dimmalimm, Pjú­ska, Snúlli, Keli, Bjart­­ur, Þor­­steinn, Grá­­mann, að ógleymdum Njáli (að­­stoðar hjá póst­­inum Páli).

Þetta eru aðeins örfá þeirra nafna sem millj­­ónir katta­eig­enda um allan heim hafa gefið fer­­fætta heim­il­is­vin­in­um, honum kisa eða henni kisu. Full­yrða má að hvert ein­asta manns­­barn í ver­öld víðri þekki þetta dýr, kött­inn, sem kannski er ekki und­­ar­­legt því kettir eru lang algeng­asta gælu­­dýrið á jarð­­ar­kringl­unni. Marg­falt fleiri en hundar og páfa­gauk­­ar.

Lengi vel voru elstu heim­ildir um til­­vist katta frá Egypta­landi en fyrir nokkru síðan fund­ust á Kýpur heim­ildir sem eru mun eldri en þær egyp­sku, eða frá um 7500 f.Kr. Talið er að kettir hafi komið til Íslands á land­­náms­öld.

Eng­inn veit með vissu hve margir kettir eru til í henni ver­öld en talið að þeir séu um það bil 700 millj­­ón­ir, þar af 30 til 40 þús­und á Íslandi. Stór hluti þessa mikla fjölda er það sem kalla mætti heim­il­is­k­etti en villikatta­hóp­­ur­inn er líka mjög stór.

Af hverju vill fólk eiga kött?

Fyrir því eru margar ástæð­­ur. Í nýlegri könnun í dönsku blaði (í Dan­­mörku eru vel á aðra milljón katta) voru svör katta­eig­enda af ýmsum toga. Sumir sögð­ust vera aldir upp við að hafa kött á heim­il­inu og katt­­ar­­laust líf væri óhugs­andi, aðrir sögðu kött­inn skemmti­­legan og vand­ræða­lít­inn.

Auglýsing
Margir, sem sögð­ust búa ein­ir, nefndu félags­­­skap­inn, það væri hægt að tala við kött­inn sem iðu­­lega horfi skiln­ings­­ríkum augum á eig­and­ann og segði ekki frá því sem honum væri trúað fyr­­ir. „Ná­gr­anna sem heyrir mann tala við kött­inn þykir það full­kom­­lega eðli­­legt en væri maður að tala við sjálfan sig þætti maður skrýt­inn,“ sagði einn katt­­ar­eig­andi.

Köttum finnst oft gott að slaka á í fangi eig­anda. Og katta­eig­endum finnst það ekki síður gott.

„Mýsnar kom­­ast ekki upp með neitt þar sem köttur er í hús­in­u,“ sögðu nokkr­­ir. „Það er róandi að sitja með kött­inn og strjúka hon­um, heyra malið og sjá hvernig hann lygnir aftur aug­un­um,“ var algengt svar. Og danskir katta­eig­endur eru ekki einir um þessa skoð­un.

Sér­­fræð­ingar við háskól­ann í Minnesota í Banda­­ríkj­unum hafa árum saman rann­sakað hvort það að eiga og umgang­­ast kött hafi jákvæð áhrif á hjarta­­sjúk­l­inga. Og nið­­ur­­stöður þeirra hafa leitt í ljós að svo sé.

Katta­orð

Mörg orð eru til í íslensku sem tengj­­ast kött­­um. Talað er um að hinn eða þessi sé katt­lið­ug­­ur, eða jafn­­vel köttur lið­ug­­ur. Sumir eru katt­­þrifn­ir, naumt skammtað er ekki upp í nös á ketti, það sem mis­­­tekst fer í hund og kött. Það að vera eins og grár köttur (ein­hvers stað­­ar) er iðu­­lega not­að, sama gildir um að vera katt­­þrif­inn. Að „fara eins og köttur í kringum heitan graut“ skýrir sig sjálft, það gerir líka „ leikur katt­­ar­ins að músinni“ og „ köttur í bóli bjarn­­ar“.

Köttur í fangi eiganda.

Fá dýr eyða jafn miklum tíma í að snyrta sig eins og kett­ir.Allt teng­ist þetta, og ýmis fleiri orða­til­tæki, hegðun og hæfi­­leikum katt­­ar­ins. Eng­inn vill „fara í jóla­kött­inn“. Eitt orð sem tals­vert er notað er all sér­­stakt í þessu katta­­sam­hengi. Það er þegar talað er um katt­­ar­þvott; „ótta­­legur katt­­ar­þvott­­ur“. Það orð hefur nei­­kvæða merk­ingu því engir aðr­ir, hvorki dýr né menn eyða jafn löngum tíma á degi hverjum í að snyrta sig.

End­­ur­skins­­merki á reið­hjólum og bílum eru iðu­­lega kölluð katt­­ar­augu, sökum þess að þau end­­ur­varpa ljós­inu, eins og augu katt­­ar­ins. Lengi hefur verið til súkkulaði sem nefnt er katta­tung­­ur, nafnið vænt­an­­lega dregið af lög­­un­inni. Kettir myndu aldrei líta við slíku, því þeir eru ekki fyrir sæt­indi.

Eru kettir gáf­að­ir?

Svarið við þess­­ari spurn­ingu fer nokkuð eftir því við hvað er mið­að, og kannski hver svar­­ar. Mörgum katta­eig­endum þykir sinn köttur gáf­að­­ur, oft­­ast gáf­aðri en aðrir kett­­ir. Eins og flest dýr býr kött­­ur­inn yfir mörgum hæfi­­leik­­um. Þeir eru ann­­ars eðlis en hjá mann­inum þótt vís­inda­­menn segi heila katt­­ar­ins ekki ólíkan manns­heil­an­­um.

Humphrey, húsköttur í Downingstræti 10

Kettir geta lært marga hluti, oft­­ast praktíska en eitt er það sem þeir neita algjör­­lega að taka mark á, sama hvernig eig­and­inn skamm­­ast og brýnir raustina. Það er að leggja af veið­i­­­skap. Þeir eru alltaf á útkikki. Ef allt gengur upp koma þeir stoltir með bráð­ina, t.d. mús eða fugl, og leggja fyrir fætur eig­and­ans og skilja ekk­ert í upp­­­námi eig­and­ans sem ekki fagnar þess­­ari björg í bú.

Kettir eru tæki­­fær­is­sinn­­ar, einkum þegar kemur að nær­ing­­ar­hlið­inni. Margir katta­eig­endur þekkja það að kött­­ur­inn er kannski kom­inn í fæði hjá nágrann­­anum og ástæðan auð­vitað sú að þar er betra í boði en í eld­hús­inu heima.

Fræg er sagan af Hump­hrey, ketti breska for­­sæt­is­ráð­herr­ans. Hump­hrey, sem sett­ist að í bústað for­­sæt­is­ráð­herr­ans árið 1989, var orð­inn alltof þungur og auk þess nýrna­veikur og var því settur á sér­­stakt heilsu­­fæði. Hump­hrey fýldi grön við þessum nýja lífs­stíl sem eig­and­inn ætl­­aði honum að laga sig að og þegar heilsu­­fæðið hafði mætt sjónum hans í mat­­ar­­skál­inni í nokkra daga hvarf hann.

Klósettkisa

For­síða bæk­lings­ins The Charles Mingus CAT-a­log for Toi­let Tra­in­ing Your Cat. For­­sæt­is­ráð­herra­hjónin höfðu áhyggjur af Hump­hrey, héldu kannski að hann hefði orðið fyrir slysi. En nei, eftir nokkurn tíma kom í ljós að hann var kom­inn í fæði í húsi í nágrenn­inu. Á þeim bæ var ekk­ert heilsu­jukk í boði (eins og Hump­hrey hefði örugg­­lega orðað það hefði hann mátt mæla), bara almenn­i­­legt katta­­fæði.

Hug­­myndir um heilsu­á­­tak Hump­hreys voru að mestu lagðar á hill­una og hann gaf upp önd­ina (vænt­an­­lega saddur og sæll) í mars 2006. Þá hafði hann um ára­bil búið á katta­elli­heim­ili í Suð­­ur­-London. Fjöl­miðlar víða um heim greindu frá því að Hump­hrey hefði kvatt þetta jarð­líf og haldið á hinar eilífu veið­i­­­lend­­ur, kannski fræg­­asti köttur allra tíma, ef frá er tal­inn teikn­i­­mynda­kött­­ur­inn Tommi.

Um ketti hafa verið skrif­aðar margar bæk­­ur. Ein sú óvenju­­leg­asta er lík­­­lega sú sem banda­ríski tón­list­­ar­­mað­­ur­inn Charles Mingus, sem var mik­ill áhuga­­maður um ketti, skrif­aði. Þessi bók, eða bæk­l­ing­­ur, heitir „The Charles Mingus CAT-a­log for Toi­­let Tra­in­ing Your Cat“. Hún fjallar um það sem nafnið gefur til kynna, kló­­sett­­þjálfun fyrir ketti.

Merkileg skepna

Þegar rýnt er í katta­fræði­bækur má sjá margt merki­legt. Hér er fátt eitt nefnt.

 • Í eyra katt­ar­ins eru 32 vöðvar og hann getur snúið því um 180 gráð­ur. Í manns­eyr­anu eru 6 vöðv­ar.
 • Kött­ur­inn sefur að jafn­aði 70% ævinn­ar, og eyðir mjög drjúgum tíma í snyrti­störf.
 • Köttur getur hlaupið stuttan sprett á uppundir 50 kíló­metra hraða.
 • Köttur getur gefið frá sér fleiri en 100 mis­mun­andi hljóð. Hundar geta gefið frá sér 10 hljóð.
 • Köttur heyrir hátíðni­hljóð sem manns­eyrað greinir ekki.
 • Köttur getur hoppað sex sinnum lengd sína.
 • Kött­ur­inn hefur fimm tær á fram­löpp­unum (lopp­un­um) en fjórar á aft­ur­lopp­un­um.
 • Kött­ur­inn svitnar aðeins á þóf­un­um.
 • Læður er yfir­leitt rétt­fættar en högnar örv­fætt­ir.
 • Kettir mjálma mjög sjaldan hver að öðrum, þann sam­skipta­máta nota þeir við mann­fólk­ið.
 • Kött­ur­inn hefur 230 bein, í manns­lík­ama eru beinin 206.
 • Kött­ur­inn getur fundið jarð­skjálfta 10 -15 mín­útum fyrr en mað­ur­inn.
 • Kött­ur­inn hefur yfir­leitt 24 veiði­hár (kampa) þau notar hann til að meta hæð og breidd, hárin segja til dæmis til um hvort búk­ur­inn kemst í gegnum göt og rif­ur.
 • Engin tvö katt­ar­trýni eru nákvæm­lega eins (frekar en fingraför fólks).
 • Titr­ing­ur­inn sem fram­kallar mal katt­ar­ins end­ur­tekur sig 26 sinnum á sek­úndu, það er svipað og og snún­ings­hraði á dísel­bíl­vél í lausa­gangi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFólk