Pétur mikli og laumufarþegarnir

Danmörk hefur öldum saman verið hertekin af rottum, eins og fleiri evrópskar stórborgir. Baráttan snýr að mestu leyti við að halda henni í skefjum þar sem hún virðist sjá við öllum þeim brögðum sem gegn henni er beitt.

Rotta Wiki Commons
Auglýsing

Sum­arið 1716 kom Pétur mikli Rússa­keis­ari til Kaup­manna­hafn­ar.  Keis­ar­inn, sem kom sjó­leið­ina, var ekki einn á ferð því honum fylgdu um það bil 30 þús­und her­menn. Lík­lega hafa aldrei fleiri Rússar verið sam­an­komnir í borg­inni og þeir voru ekki í neinum ,„skreppit­úr“ því þeir stóðu við í næstum þrjá mán­uði. En í fylgd­ar­liði keis­ar­ans voru einnig óboðnir gest­ir.

Erindi keis­ar­ans var ekki fyrst og fremst að skoða sig um og hitta mann og ann­an. Keis­ar­inn og Frið­rik IV Dana­kon­ungur höfðu samið um að ráð­ast í sam­ein­ingu gegn Svíum, „þagga niður í Karli XII Svía­kóngi“ eins og Pétur mikli hafði kom­ist að orði. Keis­ar­inn gaf lítið fyrir hina fág­uðu siði dönsku hirð­ar­inn­ar, í klæða­burði barst hann lítt á en kunni vel að meta mat og drykk gest­gjaf­anna. Sama gilti um rúss­neska her­lið­ið. Þrátt fyrir allar bolla­legg­ingar keis­ar­ans og Dana­kon­ungs, og und­ir­bún­ing þess að lækka rostann í Svíum varð ekk­ert úr þeim fyr­ir­ætl­unum og Pétur mikli sigldi heim­leiðis seint i októ­ber 1716.

Eins og áður sagði voru í fylgd­ar­liði keis­ar­ans óboðnir gestir og þeir urðu eftir þegar Rússar sneru heim. Í dag lesa Danir um keis­ara­heim­sókn­ina í sagn­fræði­ritum en um afkom­endur hinna óboðnu gesta þarf ekki að lesa í neinum bók­um, þeir eru sprell­lif­andi og fleiri en nokkru sinni fyrr. Rott­ur.

Auglýsing

Komu frá Asíu

Mynd: Wiki CommonsLaumu­far­þeg­arnir sem komu með Rússa­keis­ara til Dan­merkur 1716 voru hinar svo­nefndu brún­rott­ur. Þær höfðu lengi þrif­ist í Aust­ur-Asíu en færð­ust smám saman norður á bóg­inn. Í Evr­ópu var fyrir svartrott­an, líka kölluð hús­rotta. Svartrottan kom upp­haf­lega frá Suð­aust­ur- Asíu og talið er að með henni hafi borist til Evr­ópu ein mann­skæð­asta plága sem herjað hefur á mann­kyn­ið, Svarti­dauði. Talið er að allt að 75 millj­ónir manna hafi lát­ist af völdum plág­unn­ar, á árunum 1348- 1352, þar af 25- 30 millj­ónir í Evr­ópu, meira en þriðj­ungur íbúa álf­unnar á þeim tíma. Plágan barst ekki til Íslands en um það bil fimm­tíu árum síðar gaus hún upp aftur og þá varð Ísland hart úti, talið er að Svarti­dauði hafi lagt þriðj­ung þjóð­ar­inn­ar, jafn­vel fleiri, að velli.

Brún­rottan hertók Dan­mörku

Óhætt er að segja að brún­rottan hafi breiðst út í Dan­mörku, eins og eldur í sinu. Á örfáum árum var hún komin um allt land og útrýmdi að mestu leyti svartrott­unni, sem er ekki jafn hörð af sér og getur til dæmis ekki lifað í vatni. Í skýrslu frá árinu 1778 var frá því greint að á Lálandi hafi brún­rottur etið allt að fjórð­ungi korns­ins. Það segir sitt.

Brún­rott­urnar fjölga sér ört og geta eign­ast á annað hund­rað afkvæma, og jafn­vel fleiri, á einu ári. Ein „rottu­hjón“ geta þannig hæg­lega eign­ast þús­und afkom­endur á einu ári.

Félag til að berj­ast gegn rott­unum

Árið 1898 var stofnað í Kaup­manna­höfn félag í þeim til­gangi að berj­ast gegn rottu­far­aldr­in­um, eins og það var orðað í frá­sögnum blað­anna “For­en­ingen til lovor­dnet udrydd­else af rott­er“. Starf­semin skyldi ekki bundin við Kaup­manna­höfn eina enda herj­aði rottu­plágan í öllum lands­hlut­um. Lög og vinnu­reglur þessa félags urðu fyr­ir­mynd sam­bæri­legra félaga í mörgum lönd­um. Sam­kvæmt hug­myndum félags­ins yrði barist gegn rott­unum um allt land „í sam­stilltu átaki“ eins og það hét, ríki og sveit­ar­fé­lög skyldu styrkja bar­átt­una meðal ann­ars með því að greiða sér­stakt gjald fyrir hvern rottu­hala sem skilað væri inni. Á fyrsta starfs­ár­inu drápu félags­menn rúm­lega eitt hund­rað þús­und rottur í Kaup­manna­höfn einni. Öllum var orðið ljóst að rottan var vágestur sem ekki yrði auð­veld­lega sigr­að­ur.

Lög­gjöf

Í mars­mán­uði 1907 voru sam­þykkt í Dan­mörku lög um bar­áttu gegn rott­um. Þar var kveðið á um skipu­lagða bar­áttu gegn þessu mein­dýri, greitt skyldi gjald fyrir hvern afhöggv­inn hala. Þremur árum eftir gild­is­töku lag­anna hafði verið greitt fyrir 4 millj­ónir hala, og virt­ist ekki sjá högg á vatni, sagði eitt blað­anna. Árið 1924 var inn­leidd svo­nefnd rottu­eit­urs­lög­gjöf, í henni fólst að við allar opin­berar bygg­ingar og versl­anir og fyr­ir­tæki, hverju nafni sem nefnd­ist, skyldi með skipu­lögðum hætti lagt út rottu­eit­ur. Þessi laga­setn­ing hefur margoft verið end­ur­nýj­uð, síð­ast í byrjun þessa árs. Skemmst er frá því að segja að allar aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu og fjölgun rott­anna hafa lít­inn sem engan árangur bor­ið. Fyrir hverja rottu sem drepst koma tvær, eða fleiri, nýj­ar.

2.júlí árið 2011 varð ský­fall í Kaup­manna­höfn, mörg þús­und kjall­arar í mið­borg­inni og víðar fóru á flot, aldrei í sög­unni höfðu borg­ar­búar orðið vitni að öðru eins. Ekk­ert mann­tjón varð í þessu úrhelli en sama verður ekki sagt um rott­urn­ar. Talið er að milljón rottur hafi drep­ist, lang flestar í yfir­fullum hol­ræsarörum, sem að jafn­aði eru þeirra eft­ir­lætis veru­stað­ir. Þetta skarð sem þarna var höggvið í stofn­inn virt­ist litlu breyta, á undra­skömmum tíma voru rott­urn­ar, töldu sér­fróð­ir, orðnar jafn­margar og áður og síðan hefur þeim fjölgað mik­ið, alls staðar í land­inu. Eng­inn veit með vissu hve stór rottu­stofn­inn í Dan­mörku er, en talið að sam­tals séu rott­urnar í land­inu vel á fjórðu millj­ón, hugs­an­lega tals­vert fleiri. Flestar í höf­uð­borg­inni.

Hvernig stendur á öllum þessum fjölda?

Svarið við þess­ari spurn­ingu er ekki ein­falt. Áður var nefnt að rott­urnar tímg­ast hratt. Lífs­skil­yrði þeirra hafa batnað mikið á und­an­förnum árum, skólplagna- og frá­veitu­kerfi borg­ar­innar er að stórum hluta gam­alt og gisið, það auð­veldar rott­unum líf­ið. Síð­ast en ekki síst eru rott­urnar klók kvik­indi sem sjá við flestum þeim brögðum sem reynt er að beita gegn þeim.

Rott­urnar valda miklu tjóni, þær naga auð­veld­lega í sundur plast­rör og sömu­leiðis stein­steypu sem farin er að morkna. Danskir bændur standa margir hverjir ráð­þrota, kettir og hundar mega sín lít­ils í bar­átt­unni, og það virð­ist sama hvað gert er, rott­urnar sjá við öllu.

Smit­berar

Mynd: Wiki CommonsEngin leið er að meta til fjár tjónið sem rott­urnar valda en það er mikið og fer vax­andi með hverju ári. Alvar­legra er þó að rott­urnar eru smit­ber­ar, á síð­asta ári veikt­ust að minnsta kosti tutt­ugu ein­stak­lingar í Dan­mörku, af rottu­sýki (lept­ospiros­e). Ef hland- eða skítur úr rottu kemst í t.d skeinu á fæti, getur það leitt til rottu­sýki. Byrj­un­ar­ein­kennin líkj­ast inflú­ensu, hægt er að ráða nið­ur­lögum sjúk­dóms­ins á byrj­un­ar­stigi með sýkla­lyfj­um. Talið er að á síð­asta ári hafi um það bil hálf milljón manna veikst af rottu­sýki, lang flestir í Asíu.

Verður ekki útrýmt

Í grein­ar­gerð með áður­nefndum dönskum lögum um bar­átt­una gegn rott­unum var sér­stak­lega tekið fram að úti­lokað væri að útrýma þeim í Dan­mörku. Bar­áttan skuli mið­ast við að halda þessum ófögn­uði í skefjum og reyna með öllum ráðum að sjá til þess að rott­unum fjölgi ekki enn frek­ar.

Í lokin má geta þess að rott­urnar eru plága í mörgum stór­borg­um, meðal ann­ars í Par­ís, New York og London. Af og til ber­ast líka rottu­fréttir frá Kína, fyrir nokkrum árum eyðilögðu rottur stóran kornakur í hér­að­inu Hun­an. Og það var eng­inn smá flokk­ur, talið að fjöld­inn hafi verið tveir millj­arð­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar