Tilraunir Íslendinga til að auðga fánuna

Það hefur gengið misjafnalega að flytja nýjar dýrategundir til Íslands, eins og Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur sannreyndi.

Kristinn Haukur Guðnason
Sæljón
Auglýsing

Hér á Íslandi lifa meira en 1500 ­dýra­teg­undir en mik­ill meiri­hluti þeirra eru pödd­ur. Þá hafa um 360 teg­und­ir­ ­fiska fund­ist í lög­sög­unni. Varp­fugla­teg­undir eru um 80, villt spen­dýr ein­ung­is 8 og engin skrið­dýr eða frosk­dýr. Lands­menn hafa reynt að gera brag­ar­bót á þessum skorti í gegnum tíð­ina með mis­jöfnum árangri. Hér eru helstu dæm­in.

Fótspor ­manns­ins

Ein­angrun og lofts­lag gera það að verkum að ­dýra­líf á Íslandi er heldur fábrotið ef undan eru skildir fugl­ar. Þegar fyrst­u land­nem­arnir komu hingað var eina land­spen­dýrið á eyj­unni heim­skauta­refur sem barst hingað með hafís frá Græn­landi á ísöld. Þó er vert að minn­ast á það að t­vær sela­teg­undir (út­selur og land­sel­ur) kæpa hér við land og ein­staka flökku­dýr frá Græn­landi s.s. ísbjörn og rost­ungur hafa komið hingað án þess þó að festa ræt­ur. Land­nem­arnir fluttu með sér búfé, gælu­dýr og mein­dýr en eftir það hél­st ­teg­unda­fjöld­inn nokkurn veg­inn sá sami þangað til á 18. öld þegar menn hófu að ­gera til­raunir með að flytja inn nýjar teg­und­ir. Sumar voru fluttar inn til­ ­rækt­unar en öðrum var sleppt út í nátt­úr­una til þess að freista þess að þær yrðu hér land­læg­ar. Til­gang­ur­inn með því að flytja inn nýjar dýra­teg­undir til­ að sleppa út í nátt­úr­una er mis­mun­andi, t.d. til veiða, til að auðga náttúruna eða til að reyna að breyta henni á ein­hvern hátt. Í seinni tíð hafa fræði­menn og dýra­læknar lagst gegn inn­flutn­ingi nýrra teg­unda þar sem þær gætu raskað ­nátt­úr­unni of mikið og jafn­vel ógnað teg­undum sem fyrir eru. Nýjar dýra­teg­und­ir­ ­geta borið með sér sjúk­dóma, étið aðrar teg­undir eða étið fæð­una frá þeim. Ís­lend­ingar inn­leiddu lög­gjöf á tíunda ára­tugnum sem gerir það erfitt að fá ­leyfi til rækt­unnar nýrra teg­unda þar sem dýrin gætu hæg­lega sloppið frá­ ­eig­endum sínum eins og dæmin sanna. En auð­vitað fylgja ekki allir reglum og fjöldi dýra hefur verið fluttur inn í leyf­is­leysi. Áður fyrr var þó afstaða stjórn­valda allt önnur til nátt­úr­unnar og ­menn mun viljugri til þess að hrófla við henni og prófa eitt­hvað nýtt.

Hrein­dýr

Fyrsta til­raun Íslend­inga til að flytja inn­ er­lendar dýra­teg­undir síðan á land­náms­öld var að und­ir­lagi fimm íslenskra ­sýslu­manna um miðja 18. öld­ina. Þeir sóttu um leyfi til danskra stjórn­valda að fá að flytja inn nokkur hrein­dýr og fengu jákvætt svar en ekk­ert varð úr þeirri fram­kvæmd. Tutt­ugu árum síð­ar, árið 1771 flutti Lauritz Thodal, hinn norski stift­amt­mað­ur­ Ís­lands, inn 13 hrein­dýr frá Norð­ur­-Nor­egi. Ein­ungis 3 lifðu ferð­ina af og var ­sleppt í Rang­ár­valla­sýslu þar sem þau döfn­uðu fyrst um sinn. Árið 1777 var um 30 norskum dýrum sleppt í Hafn­ar­firði og dreifð­ust þau um Reykja­nesskaga. Inn­flutn­ing­ur­inn gekk það vel að árið 1783 var nokkrum dýrum sleppt í Eyja­firð­i og fjórum árum síðan 30 dýrum við Vopna­fjörð. Rætt var um að flytja inn nokkrar ­fjöl­skyldur Sama til að kenna Íslend­ingum að halda dýrin sem hús­dýr. Hrein­dýr­in döfn­uðu svo vel hér að árið 1817 var í fyrsta sinn leyft að veiða þau. Árið 1880 byrj­uðu stofn­arnir hins vegar að dala veru­lega og voru hrein­dýr loks frið­uð. Það dugði þó ekki til því að um 1930 var ein­ungis Aust­ur­lands-­stofn­inn eft­ir. Talið er að kóln­andi veð­ur­far og ofbeit hafi orðið hinum stofn­unum að ald­urtila. Þó að til­raunin hafi ekki gengið klakk­laust fyrir sig þá er stofn­inn mjög stöð­ugur í dag og veitt er úr honum á hverju ári. Hrein­dýr eru í dag stór hluti af menn­ingu og sjálfs­mynd fólks á Aust­ur­landi og því verð­ur­ inn­flutn­ing­ur­inn að telj­ast mjög vel heppn­að­ur. Svo vel að rætt hefur verið um að flytja hrein­dýr á önnur lands­svæði s.s. Vest­firði.

AuglýsingHérar

Fyrsta til­raunin til að gera héra að land­lægum spen­dýrum á Íslandi var árið 1784. Lítið er vitað um inn­flutn­ing­inn annað en það að hér­unum var sleppt í ein­hvern skóg og sáust svo ekki meir. Lík­legt þykir að ref­ur­inn hafi útrýmt þeim. Aftur var reynt árið 1861 þegar nokkrum hérum frá Fær­eyjum var sleppt í Við­ey. Hérar höfðu verið fluttir inn til Fær­eyja frá Nor­egi skömmu áður og eru þeir nú land­lægir í eyj­unum og vin­sælir til veiða. Hér­arnir ollu hins vegar óskunda í Viðey og styggðu æðar­varpið þar. Var því gripið til þess ráðs að skjóta þá alla. Nokkrar óstað­festar frá­sagnir eru til af inn­flutn­ingi héra síðan þá en Ár­sæll Árna­son, bók­bind­ari og dýra­lífs­á­huga­mað­ur, stóð að sein­ustu alvar­leg­u til­raun­inni til hér­a­inn­flutn­ings hér á landi árið 1932. Það voru þá snæ­hér­ar frá Græn­landi og Ársæll hafði meira að segja fengið leyfi frá Alþingi fyr­ir­ inn­flutn­ingn­um. En þá hafði hann misst sam­böndin til þess að útvega þá

Froskar

Árið 1895 kom hingað til lands danskur læknir að nafni Edvard Ehlers auk nokk­urra evr­ópskra kollega. Þeir komu hing­að ­fyrst og fremst til þess að gera úttekt á holds­veiki og heil­brigð­is­að­stöð­u Ís­lend­inga. En það var ekki eina gagnið sem þeir hugð­ist gera hér, því að und­ir­lag­i ensks læknis tóku þeir með sér froska. Ehlers hugð­ist sleppa frosk­unum við ­Þing­valla­vatn og áttu þeir að aðlag­ast og fjölga sér í íslenskri nátt­úru. Til­ hvers? Jú, til að halda niðri mývarg. 40 froskar voru veiddir í Kaup­manna­höfn og 100 í Berlín. Dönsku frosk­arnir drápust allir sam­stundis fyrstu nótt­ina í skip­inu til Íslands en þeir þýsku, sem sagt er að hafi verið stórir og ­sterk­byggð­ir, þoldu ferð­ina vel. Þegar dr. Ehlers og félagar komu til Íslands­ lá leið þeirra ekki hjá Þing­valla­vatni og því brugðu þeir á það ráð að sleppa ­frosk­unum við Þvotta­laug­arnar í Reykja­vík. Ehlers segir að “þessir land­náms froskar hafi hlaupið burt­u kátir og fjörugir”. Þó að þýsku frosk­arnir hafi verið hraustir þoldu þeir ekki hinar nýju aðstæð­ur­ og dóu fljót­lega út. Froskar eru nokkuð vin­sæl gælu­dýr í dag en ekki er vit­að til að þeir lifi hér villt­ir.

Sauð­naut

Sauð­naut líta út eins og smá­vaxnir vís­und­ar ­með þykkan feld en þau eru í raun mun skild­ari sauðfé en naut­grip­um. Þau lifa á norð­ur­slóðum við strendur Grænd­lands og Norður Amer­íku og eru vin­sæl til veiða. Einn helsti áhuga­maður um inn­flutn­ing sauð­nauta til Íslands var Ársæll Árna­son. Hann, ásamt Vig­fúsi Sig­urðs­syni og fleiri áhuga­söm­um, stofn­uðu félag og fengu leyf­i og styrk frá íslenskum stjórn­völdum árið 1928 til að gera út bát til að sækja nokkur sauð­naut til Græn­lands. Bát­ur­inn Gotta sigldi vestur árið 1929 og sneri til baka með 7 kálfa en þeir drápust allir úr ­sjúk­dóm­um, sá sein­asti árið 1931. Skömmu seinna voru keypt­ir 7 kálfar til við­bótar frá Nor­egi en þeir drápust einnig innan árs úr sjúk­dóm­um og vos­búð. Við kom­una hér voru dýrin geymd á Aust­ur­velli í Reykja­vík og þar safn­að­ist fólk saman til að bera þau augum en fljót­lega voru þau flutt til­ G­unn­ars­holts í Rang­ár­valla­sýslu. Tvö dýr úr seinni hópnum voru send um stund til Litlu-Drageyrarí Skorra­dal. Þeim dýrum var sleppt á fjall með öðru sauð­fé en komu illa undan vetri. Eftir þessar mis­heppn­uðu til­raunir voru engin fleiri sauð­naut flutt hingað til­ lands en áhugi Íslend­inga er þó ekki alveg dauður því rætt hefur verið um að flytja þau inn á Aust-og Vest­fjörð­um.

Kan­ínur

Ekki er nákvæm­lega vitað hvenær kan­ín­ur voru fyrst fluttar inn hingað til lands en það var senni­lega í kringum árið 1930. Kan­ín­ur eru vin­sæl gælu­dýr og algengt er að þær annað hvort sleppi frá eig­endum sín­um eða sé ein­fald­lega sleppt út í nátt­úr­una af eig­endum sem geta ekki haldið þær ­leng­ur. Vitað er að villtar kan­ínur voru í Hval­firði á fjórða ára­tugnum en í dag eru fjöl­margar byggðir kan­ína víðs vegar um land. Má þar nefna Öskju­hlíð­ina og Elliða­ár­dal­inn í Reykja­vík, Heið­mörk, Vest­manna­eyjar og Kjarna­skóg í Eyja­firði. Kan­ínur dafna ágæt­lega í skóg­lendi þegar kuldi er ekki of mik­ill og þær fjölga sér hratt. En þó að dýrin séu hvers manns hug­ljúfi þá geta þær haft slæm áhrif á vist­kerf­ið, sér­stak­lega í Vest­manna­eyjum þar sem þær hafa lag­t undir sig lunda­hol­ur.Minkar

Ársæll Árna­son flutti inn til lands­ins amer­íska m­inka frá Nor­egi árið 1931 og hafa margir hugsað honum þegj­andi þörf­ina fyr­ir­ þar sem dýrið er almennt talið með þeim óþarfari í íslenskri nátt­úru. Ársæll taldi að þeir yrðu ágætis við­bót við íslenska villi­fánu en upp­runa­lega vor­u þeir ein­ungis hugs­aðir fyrir loð­dýrabú sem fór fjölg­andi um alla Norður Evr­ópu á þeim tíma. Þrjú fyrstu dýrin voru send að Fossi í Gríms­nesi en skömmu seinna var 75 dýrum komið fyrir á búi í Sel­fossi. Minkabú spruttu upp eins og gorkúl­ur en rekstur þeirra gekk mis­jafn­lega í gegnum tíð­ina. Á sjö­unda ára­tugnum lagð­ist m­inka­eldi nán­ast af á Íslandi. Síðan þá hefur verið stíg­andi í grein­inni og í dag eru minkabú vel á þriðja tug á land­inu. En það er ekki vegna rækt­un­ar­inn­ar ­sem mink­ur­inn er svo fyr­ir­lit­inn heldur vegna áhrifa hans á íslenska nátt­úru. Strax árið 1932 sluppu fyrstu mink­arnir úr búrum sínum á Suð­ur­landi og árið 1937 fannst greni í Reykja­vík. Þá var ljóst að mink­ur­inn gat vel lifað villt­ur hér á landi og erfitt yrði að útrýma hon­um. Hægt og bít­andi breidd­ist hann út um allt land en íslensk stjórn­völd gerðu til­raunir til að stoppa hann, veitt­u ­jafn­vel verð­laun fyrir dráp. Ekki er nákvæm­lega vitað hversu mikil áhrif mink­ur­inn hefur haft á vist­kerf­ið en ljóst er að hann hefur áhrif á t.d. stærð stofna sil­unga og æðar­fugla.

Þvotta­birnir

Árið 1932 flutti Ársæll Árna­son hingað til­ lands sjö þvotta­birni frá Þýska­landi. Hann hreifst mjög að dýr­unum og hugð­ist halda þau sem gælu­dýr á heim­ili sínu í Reykja­vík. Þar döfn­uðu þeir og fjölg­uð­u ­sér fyrst um sinn en snemma voru þeir flestir sendir á loð­dýra­búið Hof­staði í Garða­bæ. Ársæll var þó ennþá eig­and­inn og dýrin frekar til skemmt­unar en ­nytja. Þar virð­ast þeir hafa dafnað í a.m.k. ára­tug. Þrír af upp­runa­leg­u þvotta­björn­unum  voru þó sendir til­ Vest­manna­eyja til systur Ársæls en þar gekk illa að halda þá. Þeir sluppu oft og drápust loks. Þvotta­birnir birt­ust aftur hér á landi árið 1975 þegar þrjú dýr voru keypt ­fyrir Sædýra­safnið í Hafn­ar­firði. Einn björn­inn slapp og var skot­inn í bænum en hin voru í safn­inu a.m.k. fram á n­í­unda ára­tug­inn.

Fas­hanar

Fas­hanar eru stórir hænsn­fuglar sem lifa víða villtir og er vin­sælt að veiða þá. Árið 1998 stofn­uðu hjónin Skúli ­Magn­ús­son og Anna Ein­ars­dóttir á Tóka­stöðum í Fljóts­dals­hér­aði fyrsta fas­hana­búið á Íslandi. Eftir mikla skriffin­sku fengu þau leyfi til að flytja inn 100 egg sem þau sóttu til Sví­þjóð­ar. Skúli, sem lést árið 2002, var mik­ill á­huga­maður um skot­veiði og hugð­ist í tíð og tíma fá leyfi til þess að sleppa fas­hönum út í nátt­úr­una. Leyf­is­veit­ingin gekk hins vegar illa og eftir and­lát S­kúla lagð­ist rækt­unin fljót­lega af. Íslend­ingar virð­ast þó ekki alfarið hafa ­gef­ist upp á fas­hönum og þeir hafa sést hálf­villtir á Suð­ur­landi, aðal­lega í kringum sum­ar­húsa­hverfi

Fram­tíð­ar­fána

List­inn er ekki tæm­andi þar sem t.d. hafa ver­ið ­gerðar til­raunir með þýskt karakúl-sauðfé og nag­dýr sem nefn­ast nút­rí­ur (­skildar bjórum). Með auk­inni þekk­ingu á vist­fræði og búfjár­sjúk­dómum og strang­ari lög­gjöf er þó ekki lík­legt að til­raunir sem þessar hljót­i braut­ar­gengi í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð. Aftur á móti er áhugi lands­manna á gælu­dýrum alltaf að aukast og þá sér­stak­lega á fram­andi gælu­dýr­um. Gildir þá einu hvort leyfi hafi feng­ist fyrir inn­flutn­ingnum eður ei. Má nefna að hægt er að kaupa fóður og búr fyrir skrið­dýr í íslenskum gælu­dýra­versl­unum þó að skrið­dýr séu ekki lög­leg hér á landi. Land­nám kan­ín­unnar sýnir svo ekki verð­ur­ um villst að nýjar dýra­teg­undir gætu fest rætur í íslenskri nátt­úru, ­sér­stak­lega með hlýn­andi veð­ur­fari. Hver veit, kannski verða hér­ar, þvotta­birnir og froskar ein­hvern tím­ann hluti af íslenskri fánu. Eða þá ein­hverjar allt aðrar teg­und­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None