#samfélagsmál#tónlist#ísafjörður

Menningin þrífst líka á landsbyggðinni

Aldrei fór ég suður hefur virkað eins og milljón dollara markaðsátak fyrir Vestfirði, segir rokkstjóri Aldrei fór ég suður. Bæjarstjóri Ísafjarðar telur hátíðina skapa jákvæða ímynd fyrir samfélög á landsbyggðinni.

Í stað þess að undirrita samninga við samstarfsaðila hátíðarinnar á pappír eins og venja er þá húðflúruðu allir aðilar máls á sig merki hátíðarinnar. Það þykir meira „rokk“ í því. Flúrið var þó ekki varanlegt.
Í stað þess að undirrita samninga við samstarfsaðila hátíðarinnar á pappír eins og venja er þá húðflúruðu allir aðilar máls á sig merki hátíðarinnar. Það þykir meira „rokk“ í því. Flúrið var þó ekki varanlegt.

Tón­list­ar­há­tíðin Aldrei fór ég suður verður haldin í fjórt­ánda sinn á Ísa­firði yfir páskana, dag­ana 13.-16. apríl næst­kom­andi. Hátíðin er orðin að eins konar fasta í tón­list­ar­há­tíð­ar­flóru árs­ins á Íslandi og dregur jafnan marg­faldan íbúa­fjölda Ísa­fjarðar vestur á firði.

Dag­skrá hátíð­ar­innar í ár var kynnt á mið­viku­dag­inn, en margir af vin­sæl­ustu tón­list­ar­mönnum lands­ins munu troða upp. Má þar nefna Emm­sjé Gauta, Valdi­mar, KK Band, Vök og HAM. Hátíðin mun fara fram á sama stað og í fyrra, jafn­vel þó götu­heit­inu hafi verið breytt; Hátíðin í ár fer nefni­lega fram við Aldrei fór ég Suð­ur­götu á eyr­inni á Ísa­firði.

Í þau þrettán ár sem Aldrei fór ég suð­ur­-há­tíðin hefur verið haldin hefur stuðið drifið skipu­leggj­end­ur. Þau eru aldrei kölluð neitt annað en Aldrei fór ég suð­ur­-hóp­ur­inn, upp­haf­lega hópur vina að vestan sem hélt tón­leika í lok skíða­vik­unnar á Ísa­firði sem hefur verið haldin í tugi ára í dymbil­vik­unni.

Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, er einn forsprakka hátíðarinnar.„Þetta átti aldrei að vera neitt annað en grín,“ segir tón­list­ar­mað­ur­inn Örn Elías Guð­munds­son (betur þekktur sem Mug­i­son) í sam­tali við Kjarn­ann, en hann er einn þeirra sem stóðu fyrir fyrstu tón­leik­unum 2004. „Fyrstu árin vorum við að biðja fólk um að hafa opið, alla veit­inga­staði og þjón­ustu. Og svo núna, fjórtán skiptum seinna, er allt í gangi og mikið líf.“

Í hóp með Gránu­fé­lag­inu

Bæj­ar­stjór­inn, Gísli Hall­dór Hall­dórs­son, segir hátíð­ina hafa haft jákvæð áhrif fyrir sam­fé­lagið í bæn­um. Hún hafi orðið að sam­fé­lags­legu verk­efni bæj­ar­búa og geri starfið hans á margan hátt auð­veld­ara fyrir vik­ið.

„Ég mundi segja að mitt starf snú­ist að miklu leyti um að styrkja sjálfs­mynd íbú­anna og gera hluti sem fá okkur til að trúa á fram­tíð­ina og trúa á það sem við erum,“ segir Gísli. „Aldrei fór ég suður gerir starfið auð­veld­ara að því leyti. Fyrir utan það, jú, að þegar það þarf að fara í sam­stillt átak eða verk­efni þá kannski man fólk eftir þessu og finnur að þetta er hægt.“

„Það sem mér finnst vera dálítið magnað við Aldrei fór ég suður er að það er eins og hátíðin hafi búið til ein­hvers­konar jákvæða ímynd, ekki bara fyrir Ísa­fjörð, heldur Vest­firði og jafn­vel Ísland utan höf­uð­borg­ar­inn­ar. Ímynd þar sem hægt er að hugsa sér að það sé bara töff að eiga heima úti á landi og njóta þess að vera til,“ segir bæj­ar­stjór­inn sem afhjúpaði nýtt götu­skilti á mið­viku­dag þar sem Aldrei fór ég Suð­ur­gata er ræki­lega merkt.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, afhjúpaði nýja götumerkingu við Suðurgötu á Ísafirði. Það þurfti tvær tilraunir til, því kalla þurfti til lyftara af höfninni eftir að fyrsta tilraunin til afhjúpunar mistókst.

„Það er alveg geggj­að,“ segir Krist­ján Freyr Hall­dórs­son, rokk­stjóri hátíð­ar­innar í ár, um þann heiður sem hátíð­ar­höld­urum hefur verið sýnd­ur. „Nú erum við í hópi með Gránu­fé­lag­inu á Akur­eyri, og örugg­lega ein­hverjum fleir­um.“

Þrjár mýtur um Vest­firði hverfa með hátíð­inni

Allir þeir við­mæl­endur sem Kjarn­inn ræddi við á Ísa­firði voru sam­mála um að áhrif Aldrei fór ég suður hafi verið gríð­ar­lega mikil fyrir sam­fé­lagið á vest­fjörð­um. Um hafi verið að ræða mjög þakk­látan jákvæðan hvata fyrir íbúa, hvort sem þeir væru brott­fluttir eða ekki, til þess að koma saman og skemmta sér. Það hafi síðan undið upp á sig og hátíðin er nú orðin vin­sæl meðal tón­list­ar- og skemmta­naunn­enda af öllu land­inu.

Auglýsing


Krist­ján Freyr segir enga spurn­ingu leika á því að hátíðin hafi gert Vest­firði að meira spenn­andi áfanga­stað.

„Ég vil meina að Vest­firðir hafa alltaf þurft að bít­ast við þrjár asna­legar mýtur sem þarf að fara að eyða. Það er alltaf talað um það sé alltaf slæmt veður hérna. Það er ekki rétt. Mýta númer tvö er að veg­irnir séu svo ofboðs­lega slæm­ir. Það er heldur ekki rétt. Það eru komnir mjög fínir veg­ir. Svo er það þriðja: Það er hræði­legt að fljúga hing­að. Stundum er hrist­ingur hérna, en hann er líka í Eyja­firði og hann er líka yfir hálend­inu þegar þú ert að fara til Egils­staða.“

Krist­ján segir að rokkstemn­ingin á Aldrei fór ég suður hafi náð að breyta þessum hug­myndum um Vest­firði að ein­hverju leyti með því að draga fólk vestur um vet­ur.

Kristján Freyr Halldórsson er rokkstjóri Aldrei fór ég suður í ár.

Alltaf verið að leita að nýja þorsk­inum

Aldrei fór ég suður er fjarri því eina bæj­ar­há­tíðin sem haldin er árlega hér á landi. Þær skipta eflaust tugum en hafa yfir­leitt sömu stef að leið­ar­ljósi: und­ir­strikun sér­stöðu bæj­anna og sam­fé­lags­ins, jafn­vel með vís­unum í forna frægð eða sam­eig­in­lega sögu sveit­anna.

Krist­ján Freyr segir hátíð­ina á Ísa­firði vera mik­il­væga: „Þetta er á við milljón doll­ara mark­aðsá­tak fyrir sam­fé­lagið hérna. Hátíðin hefur haft gríð­ar­lega þýð­ingu fyrir bæj­ar­fé­lag­ið.“

„Ég vil meina það að eftir það sem hefur gengið á hérna fyrir vestan – það voru gríð­ar­leg högg sem komu á þessa byggð hérna fyrir vest­an, bæði snjó­flóðum 1995 og svo hlutir tengdum kvóta og svo­leiðis póli­tík sem verður til þess að það drabb­ast allt nið­ur. Það er alltaf verið að leita að nýja þorsk­inum í einu og öllu ein­hvern veg­inn.“

„Ástæða þess að þessi hátíð varð að veru­leika er að það var ákveðin jákvæðni í fólk­inu sjálfu sem varð til þess að fólk sagði: Þrátt fyrir kvóta­kerfi og þessi högg sem við höfum fengið á okk­ur, þá ætlum við að búa hér áfram. Þetta hefur gert það að verkum að við eigum kannski auð­veld­ara með að halda þessa hátíð og að draga fólk hingað vestur á Ísa­fjörð,“ segir Krist­ján Freyr.

Ekki und­ir­liggj­andi bylt­ing­ar­afl

Krist­ján Freyr segir að aldrei hafi verið gerð könnun á því hvort það séu frekar brott­fluttir eða ætt­ingjar íbúa vest­fjarða sem sæki hátíð­ina. Það hafi hins vegar alltaf verið þannig að á tylli­dögum þá sæki brott­fluttir aftur í heima­haga, eins og um páska. Í marga ára­tugi hafi skíða­vikan á Ísa­firði dregið að brott­flutta Ísfirð­inga vestur í dymbil­vik­unni.

Í stað þess að undirrita samninga við samstarfsaðila hátíðarinnar á pappír eins og venja er þá húðflúruðu allir aðilar máls á sig merki hátíðarinnar. Það þykir meira „rokk“ í því. Flúrið var þó ekki varanlegt.„Með til­komu Aldrei fór ég suður þá vil ég meina að við séum að fá hingað krakka sem búa í Reykja­vík og eru að koma hingað á hátíð­ina. Þeim hefði kannski aldrei dottið það í hug ann­ars, haf­andi enga teng­ingu hingað vest­ur.“

„Það er svo mik­il­vægt að við heim­sækjum landið okkar og þekkjum það. Ég ætla að segja að við séum und­ir­liggj­andi bylt­ing­ar­afl. Þetta er bara tón­list­ar­há­tíð. En þetta skiptir miklu máli fyrir okk­ur. Það er mik­il­vægt að fólk viti að það þrífst menn­ing víðs vegar um land­ið,“ segir Krist­ján Freyr.

Örn Elí­as, einn for­sprakka hátíð­ar­inn­ar, segir hátíð­ina vera nærri því full­mót­aða. „Þetta getur ekki orðið stærra,“ segir hann. Og hann er alveg búinn að gera upp við sig hver sjarm­inn sé við tón­list­ar­há­tíð um vetur á vest­fjörð­um: „Aðal­at­riðið er að vera fastur hérna á norð­ur­hjara ver­aldar – þar sem eng­inn á að vera – og það er bara ógeðs­lega næs.“

„Aðalatriðið er að vera fastur hérna á norðurhjara veraldar – þar sem enginn á að vera – og það er bara ógeðslega næs.“

Það þurfti svið undir bæjarstjórann þegar hann átti að svipta hulunni af breyttu götuskilti við Suðurgötu á Ísafirði. Örn Elías og Ásgeir Höskuldsson, hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Vesturferðum, voru fljótir til og sóttu fiskikar í nærliggjandi vinnslustöð.

Flytjendur á Aldrei fór ég suður 2017

Markmið skipuleggjenda er, að þeirra eign sögn, ekki að bjóða upp á það vinsælasta hverju sinni, heldur fjölbreytta flytjendur sem spila allskonar tónlist. Dagskráin í ár ber þess merki.

 • Emmsjé Gauti
 • Valdimar
 • Rythmatik
 • Sigurvegarar Músíktilrauna
 • Börn
 • Lúðrasveit Ísafjarðar
 • Vök
 • Hildur
 • Kött Grá Pje
 • KK Band
 • Karó
 • Soffía
 • HAM
 • Mugison
Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Siri talar ekki enn íslensku.
Viltu vinna við íslensku hjá Amazon?
Amazon leitar að íslenskufræðingi með forritunarkunnáttu til að búa til íslenskt raddstýringarkerfi.
30. mars 2017 kl. 11:30
Margrét Erla Maack
Haltu kjafti, vertu sæt og skemmtu okkur
30. mars 2017 kl. 10:00
Látum hann hafa boltann
Gylfi Þór Sigurðsson, 27 ára gamall Hafnfirðingur, er kominn í hóp allra bestu leikmanna sem Ísland hefur átt. Líklega hefur enginn leikmaður í sögunni spilað jafn vel með landsliðinu.
30. mars 2017 kl. 9:00
Segja að mistök hafi átt sér stað við mengunarmælingar í Helguvík
Orkurannsóknir ehf. sem annast umhverfisvöktun við verksmiðju United Silicon í Helguvík segja að fyrri mælingar sem gefnar hafa verið út um innihald efna í ryksýnum í nágrenni við verksmiðjuna sé úr öllu samhengi við raunverulega losun frá United Silicon.
30. mars 2017 kl. 8:06
Höfuðstöðvar Arion Banka í Borgartúni í Reykjavík.
Hlutur í Arion banka sagður seldur á undirverði
Verðmat sem unnið var fyrir lífeyrissjóði sýnir að Arion banki gæti staði undir hærra verði.
30. mars 2017 kl. 8:00
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, undirritar bréf sitt til Donalds Tusk, forseta Evrópuráðsins, í Downingstræti 10 á þriðjudag.
May sótti um skilnað fyrir hönd Breta
„Takk fyrir og bless,“ sagði Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, þegar hann tók við bréfi frá forsætisráðherra Bretlands í Brussel. Frá og með deginum í dag eru tvö ár þar til Bretland yfirgefur Evrópusambandið.
29. mars 2017 kl. 21:00
Ágúst og Lýður nefndir í drögunum
Viðskiptaflétturnar sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur nú svipt hulunni af teygðu anga sína til aflandseyja.
29. mars 2017 kl. 19:43
Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson: Hvorki ríkissjóður né almenningur verr settir
ÓIafur Ólafsson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu rannsóknarnefndar um blekkingar við kaup á Búnaðarbankanum. Hann hafnar því að hagnaður hans hafi verið vegna blekkinga.
29. mars 2017 kl. 17:11
Meira úr sama flokkiFólk