Er Adam Sandler að gera grín að okkur?

adamsandler.jpg
Auglýsing

Í júlí var frum­sýnd gam­an­myndin Pix­els, sem kemur úr smiðju fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins Happy Mad­i­son. Það er svo sem ekki í frá­sögur fær­andi, enda gefur fyr­ir­tækið út margar myndir á hverju ári. Þær eiga það flestar sam­eig­in­legt að njóta tölu­verðra vin­sælda á meðal áhorf­enda en fá skelfi­lega dóma hjá gagn­rýnend­um. Happy Mad­i­son er enda kallað drasl-fram­leiðslu­fyr­ir­tæki (e. slop-s­hop) í mörgum banda­rískum miðl­um.

Í þetta skiptið var hins vegar eins og mörgum hafi hrein­lega ofboð­ið. Umsagn­irnar voru nán­ast allar á einn veg: þessi mynd er hræði­leg og eig­in­lega móðgun við viti borna áhorf­end­ur.

Föstu­dag­inn 11. des­em­ber var fyrsta myndin af fjórum sem Sandler og Happy Mad­i­son gerðu fyrir Net­flix frum­sýnd á veit­unni. Hún heitir The Ridiculous 6 og hefur ekki síður fengið hræði­lega dóma og verið gagn­rýnd fyrir að vera rasísk. Í einum dómnum um hana á Rotten Tom­atoes-­síð­unni segir að myndin sé ekk­ert verri en aðrar Adam Sandler-­mynd­ir. Hún væri bara jafnslæm og allar hin­ar. 

Auglýsing

En er það eitt­hvað nýtt? Hefur þetta fram­leiðslu­fyr­ir­tæki Adam Sandler og vina hans ekki verið að bjóða upp á slíkar móðg­anir árum sam­an?Ekki kvik­mynd heldur vett­vangur glæps

Pix­els var leik­stýrt af Chris Col­umbus, sem hefur átt nokkuð far­sælan feril und­an­farin 30 ár. Hann skrif­aði hand­ritið af költ-­mynd­unum The Goon­ies og Greml­ins um miðjan níunda ára­tug­inn, leik­stýrði síðan Home Alone-­mynd­un­um, skelfi­legu pen­inga­vél­inni Mrs. Dou­bt­fire og tveimur af Harry Pott­er-­mynd­un­um. Pix­els var fyrsta myndin sem hann vann með Happy Mad­i­son-­geng­inu og því áttu sumir von á bæt­ingu frá þeim myndum sem fyr­ir­tækið hafði sent frá sér árin á und­an. Þá þótti hug­myndin sem myndin hverf­ist um, bar­átta tölvu­leikja­hetja frá níunda ára­tugnum við geim­verur sem mistúlka mynd­bands­upp­tökur úr spila­kössum sem stríðs­yf­ir­lýs­ingu, þess eðlis að hún gæti vakið for­tíð­ar­þrá hjá þeirri kyn­slóð sem spil­aði Pack­man og Space Invaders til við­bótar við að höfða til ung­menna nútím­ans sem sækja í áreynslu­lausa afþr­ey­ingu.

Þær vonir hurfu fljótt þegar dómar gagn­rýnenda um mynd­ina hófu að birt­ast eftir að hún var frum­sýnd fyrir um viku síð­an. Vox-vef­ur­inn segir í fyr­ir­sögn að myndin sé ein­fald­lega algjört drasl. Dóm­ur­inn hefst síðan á eft­ir­far­andi orð­um: „Pix­els er kvik­mynd. Það er það besta sem ég get sagt um hana.“

Movie­Bob gekk lengra og sagði Pix­els vera svo vonda að myndin láti áhorf­endur hata hluti sem þeir áður elsk­uðu. Pix­els væri ekki kvik­mynd, hún væri vett­vangur glæps.

Sýn gagn­rýnenda virð­ist vera að end­ur­spegla skoðun áhorf­enda. Á Rotten Tom­atoes-vefnum mælist Pix­els ein­ungis með 18 pró­sent í ein­kunn.

Þrjú orð: Adam F#%&ing SandlerÞað er margt sem truflar gagn­rýnend­urna. Það truflar þá að Kevin James (sem varð frægur fyrir að leika feita og óþol­andi sendil­inn sem átti fal­legu kon­una í upp­runa­legu útgáfu þeirrar síðan marg­fram­leiddu mýtu, þátt­unum King of Queens) leiki for­seta Banda­ríkj­anna. Það sé ein­fald­lega aldrei trú­verð­ugt að nokkur muni nokkru sinni kjósa hann í nokk­urt emb­ætti né fela honum ábyrgð. Karllægn­in, sem birt­ist meðal ann­ars í því að allar kon­urnar sem leika í mynd­inni hafa aðal­lega það hlut­verk að vera verð­launa­gripir sem karl­hetj­urnar vinna eða sem inni­hald blautra drauma þeirra, fer líka mjög fyrir brjóstið á mörg­um. Svo er hand­ritið nátt­úru­lega algjör þvæla og leik­ar­arnir standa sig flestir illa, þótt þeir hafi ekki haft úr miklu að moða.

En flestir eru sam­mála um hver stærsti vandi mynd­ar­innar er. Gagn­rýn­andi Mars­hable-vefs­ins náði að fanga það vanda­mál ágæt­lega með upp­hafs­orðum sinnar rýni. Hún hefst á eft­ir­far­andi orð­um: „Pix­els er for­múla sem á ekki að geta klikk­að. Takið grund­vallar for­sendur Galaxy Quest en skiptið út Star Trek fyrir retro-­tölvu­leiki, hendið inn nokkrum skemmti­legum tækni­brellum og hvað gæti mögu­lega klikk­að? Þrjú orð: Adam F#%&ing Sandler“.

The Verge gengur skref­inu lengra og segir í fyr­ir­sögn á rýni sinni: „Það þarf að stöðva Adam Sandler“.

En Las Vegas Weekly gengur lík­lega lengst allra. Í dómi blaðs­ins segir að það að kalla Pix­els eina af verri myndum Adam Sandler sé „eins og að segja einn stofn ebólu minna þján­ing­ar­fullan en ann­an; hvernig sem er þá er upp­lifunin ekki not­ar­leg“.

Lít­il­mennið sem stendur uppi sem sig­ur­veg­ariHvað er svona hræði­legt við Adam Sandler? Hann hef­ur, með örfáum und­an­tekn­ing­um,  gert fremur ein­faldar og heimsku­legar myndir alla tíð. Eftir að hafa orðið þekktur í Sat­ur­day Night Live-þátt­unum snemma á tíunda ára­tugnum lék hann aðal­hlut­verk í tveimur költ-­mynd­um, Billy Mad­i­son og Happy Gilmore, og þótti leið­andi fyrir ferska teg­und gam­an­leiks sem ein­kennd­ist af ofsa og óvið­eig­andi aðstæð­um. Leið­andi þema, sem hefur verið end­ur­tekið ítrekað í síð­ari mynd­um, var að lít­il­mennið geti kom­ist yfir stór­kost­legar hindr­anir og staðið uppi sem ólík­legur sig­ur­veg­ari. Það lætur áhorf­endum líða vel í lok mynd­ar.

Árið 1998 breytt­ist allt hjá Sandler og félögum hans. Þá leik­stýrði Frank Coraci, sem ásamt Dennis Dugan hefur leik­stýrt flestum myndum Happy Mad­i­son, honum í tveimur myndum sem slógu báðar ævin­týra­lega í gegn.

Önnur hét The Wedd­ing Sin­ger. Þar lék Sandler brúð­kaups­söngv­ara á níunda ára­tugnum sem þráði að finna ást­ina. Hún er að mörgum talin á meðal skárstu myndum sem Sandler hefur komið að í gegnum tíð­ina. Hagn­aður mynd­ar­innar reynd­ist á end­anum vera meira en 100 millj­ónir dala, eða um 13,4 millj­arðar króna.Hin hét The Water­boy og fjall­aði um greind­ar­skertan vatns­bera sem gat nýtt ofsareiði sína til að verða yfir­burð­ar­leik­maður í amer­ískum fót­bolta.­Myndin skil­aði fram­leið­endum hennar alls um 163 millj­ónum dala, um 22 millj­örðum króna, í hagn­að.

Það fé sem féll Sandler og félögum hans í skaut var notað til að setja á fót hið nú alræmda fram­leiðslu­fyr­ir­tæki Happy Mad­i­son, nefnt eftir Billy Mad­i­son og Happy Gilmore, sem hefur fram­leitt allar kvik­myndir sem Sandler hefur leikið í síðan utan tveggja.

Drasl­fram­leiðsla á sterum

Frá árinu 1999 hefur Happy Mad­i­son fram­leitt 36 kvik­mynd­ir. Þær fá, nán­ast án und­an­tekn­inga, hræði­lega dóma. Á meðal mynda fyr­ir­tæk­is­ins eru Deuce Biga­low: Male Giga­lo, Paul Blart: Mall Cop, Joe Dirt og Bucky Larson: Born to Be a Star.

Þá eru auð­vitað ótaldar allar þær myndir sem Adam Sandler leikur sjálfur í. List­inn yfir þær er lang­ur. Til að nefna fáeinar er vert að minn­ast á Little Nicky, Anger Mana­gement, The Longest Yard, I Now Pronounce You Chuck and Larry, You Don´t Mess with the Zohan, Funny People og Grown Ups.

Lík­ast til hefur engin verið til­nefndur jafn oft til Gullna hind­bers­ins, verð­launa sem veitt eru fyrir verstu kvik­mynd hvers ár, og aðstand­endur Happy Mad­i­son. Alls hafa fimm myndir fyr­ir­tæk­is­ins (Big Daddy, Little Nicky, Deuce Biga­low: European Giga­lo, Bucky Larson: Born to Be a Star og Grown Ups 2) verið til­nefndar sem versta kvik­mynd árs­ins. Eng­inn þeirra hefur reyndar unnið en stöð­ug­leik­inn í til­nefn­ingum er aðdá­un­ar­verð­ur.

Þá eru ótaldar þær tvær myndir Sandler sem hafa fengið versta útreið gagn­rýnenda: Grown Ups 2 (er með sjö pró­sent á Rotten Tom­atoes) og hin súr­eall­íska Jack and Jill (með þrjú pró­sent á Rotten Tom­atoes) þar sem Sandler leikur tví­bura af sitt­hvoru kyn­inu. Í alvöru.

Í þessum tveimur myndum krist­all­ast hins vegar „vanda­mál­ið“ við þær myndir sem Happy Mad­i­son fram­leiðir og Adam Sandler leikur í. Sama hversu vonda dóma þær fá þá græða þær pen­inga. Fullt af pen­ing­um.Adam Sandler hlær að okkur

Þannig skil­aði Grown Ups 2 hagn­aði upp á 167 millj­ónir dali, um 22,4 millj­arða króna. Jack and Jill, ein versta mynd heims­sög­unnar að mati áhorf­enda og gagn­rýnenda, skil­aði tæp­lega helm­ingi meiru í kass­ann en fram­leiðsla hennar kost­aði, alls um 71 millj­óna dala, eða 9,5 millj­örðum króna.

Alls hafa þær 35 myndir sem Happy Mad­i­son fram­leidd­i áður en kom að Pix­els skilað tæp­lega fjórum millj­örðum dala í tekj­ur, eða um 536 millj­arða króna. Það er ekki fjarri öllum útgjöldum íslenska rík­is­ins á einu ári. Flestar mynd­irnar eiga það sam­eig­in­legt að vera frekar ódýrar í fram­leiðslu og heild­ar­fram­leiðslu­kostn­aður mynd­anna 35 er áætl­aður um 1,7 millj­arður dala. Ávöxtun Happy Mad­i­son frá árinu 1999 og fram til dags­ins í dag er því um 135 pró­sent. Það slepp­ur.

Fyrir vikið er Adam Sandler orð­inn svíns­lega ríkur og hefur verið einn hæst­laun­að­asti leik­ari í Hollywood árum sam­an.  Auður hans er met­inn á um 350 millj­ónir dala, um 47 millj­arða króna.

Það er því ljóst að þótt gagn­rýnend­ur, og jafn­vel grun­lausir áhorf­end­ur, séu ekki að hlægja mikið af steyp­unni sem Sandler og sam­starfs­menn hans bera reglu­lega á borð fyrir þá, og láta metn­að­ar- og takt­leysið sem ein­kennir mynd­irnar fara mjög í taug­arnar á sér, að Sandler sjálfur getur hlegið alla leið­ina í bank­ann. Fólk flykk­ist áfram á mynd­irnar hans. Hann er að mok­græða á þessu öllu saman og er þar með nokk­urs konar raun­veru­leg útgáfa af upp­á­halds­sögu­þræð­inum hans, um lít­il­mennið sem sigr­ast á hindr­un­unum og stendur uppi sem algjör sig­ur­veg­ari.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None