Kafbáturinn reyndist 100 ára gamall og rússneskur

kafbatur_svithjod.jpg
Auglýsing

Kaf­bát­ur­inn sem sjáv­ar­könn­un­ar­hóp­ur­inn Ocean Explor­ers fundu á hafs­botni í skerja­garð­inum utan við Stokk­hólm í gær er af meira en 100 ára gam­alli rúss­neskri gerð og fórst að öllum lík­indum á fyrri­hluta 20. ald­ar­inn­ar.

Frá þessu er meðal ann­ars greint á vef Expressen en leiddar hafa veirð líkur að því að bát­ur­inn hafi farist með 18 manns um borð 10. maí 1916 eftir árekstur við sænskan gufu­bát. Per And­ers­son, fyrr­ver­andi yfir­maður í sjó­her Svía, greindi myndir af flak­inu fyrir Expressen í gær­kvöldi og bar kennsl á kýril­ískt letur á skrokki báts­ins, auk þess sem hann taldi hönn­un­ina vera meira en 100 ára gamla.

Kafbátur af sömu gerð og sá sem fannst í skerjagarðinum í gær. Kaf­bátur af sömu gerð og sá sem fannst í skerja­garð­inum í gær.

Auglýsing

Þess vegna er ómögu­legt að þetta sé kaf­bát­ur­inn sem Svíar leit­uðu log­andi ljósi að síð­asta haust. Þá höfðu meira en 100 vitni látið vita af furðu­legum hlut í skerja­garð­inum utan við Stokk­hólm sem sjó­her­inn bar síðan kennsl á sem kaf­bát, að öllum lík­indum rúss­nesk­an. Leitin skil­aði ekki árangri og var hætt rúmri viku eftir að bát­ur­inn sást.

Rússar báru af sér allar sakir og sögðu bát­inn hugs­an­lega belgísk­an. Vís­bend­ing­arnar bentu hins vegar allar að rússsum enda hafði borist dul­koðað neyð­ar­kall yfir neyð­ar­rás Rússa auk þess sem að rúss­neskt olíu­skip sil­gdi í hringi fyrir utan skerja­garð­inn á meðan rann­sóknin stóð. Annað rúss­neskt skip búið kaf­báta­kví var í nágren­inu og hafði slökkt á stað­setn­ing­ar­tækjum sín­um.

Eftir að sænskir fjöl­miðlar höfuð sagt fréttir af flaki kaf­báts­ins í gær­kvöldi sagði rúss­neska frétta­stofan Sputnik, sem er að öllu leyti í eigu rúss­neska rík­is­ins, frá því að Rússar hefðu engum kaf­bát tapað á þessu svæði.Kaf­bát­ur­inn hvarf undir skipið

Kaf­bát­ur­inn sem fannst á hafs­botni nú er tal­inn vera af Som-­gerð kaf­báta sem smíð­aðir voru árið 1904 til 1907 í Vla­di­vostok og þjón­uðu allir á Eystra­salti. Ástæður þess að talið er að kaf­bát­ur­inn þessi hafa verið listaðar víða á vefn­um, til dæmis á Reddit. Þar er bent á að kaf­bát­ur­inn líti út fyrir að vera í góðu ásig­komu­lagi, þó hann sé gam­all, en sjór­inn í Eystra­salti er súr­efn­is­lít­ill á meira en 40 metra dýpi og því ekki skrýtið að sjáv­ar­líf­verur hafi ekki gert bát­inn að heim­ili sínu. Á skrokki báts­ins má einnig sjá bók­staf­inn „ъ“ sem ekki er lengur not­aður í rúss­nesku eftir mál­breyt­ingar í rúss­nesku árið 1918. Nútíma kaf­bátar væru jafn­framt svartir og bæru engar áletr­anir á skrokki sín­um.

Skip­stjóri gufu­skips­ins sem lenti í árekstri við kaf­bát­inn árið 1916 lýsti því þannig að hann hafi séð sjón­pípu kaf­báts­ins upp úr sjáv­ar­yf­ir­borð­inu í um 150 metra fjar­lægð og sigla í sömu átt. Skyndi­lega hafi kaf­bát­ur­inn svo breytt um stefnu og stefnt í átt að gufu­skip­inu. Sjón­pípan hafi svo horfið undir gufu­skipið og aldrei sést aft­ur.

Not­endur Reddit hafa kom­ist að því að Peter Lind­berg, annar for­svars­manna Ocean Explor­ers sem fundu rúss­neska kaf­bát­inn, hafi spurst fyrir um slysið 1916 á vefnum uboat.­net og fengið þessa lýs­ingu af atburð­in­um, auk grófar stað­setn­ingar hans.

Ocean Explor­ers hefur áður nýtt sér fjöl­miðla til að vekja athygli á fundum sínum og á Reddit og þess vegna lík­legt að þeir hafi notað atvikið í fyrra til að fá umfjöllun um kaf­báta­fund­inn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None