Kafbáturinn reyndist 100 ára gamall og rússneskur

kafbatur_svithjod.jpg
Auglýsing

Kaf­bát­ur­inn sem sjáv­ar­könn­un­ar­hóp­ur­inn Ocean Explor­ers fundu á hafs­botni í skerja­garð­inum utan við Stokk­hólm í gær er af meira en 100 ára gam­alli rúss­neskri gerð og fórst að öllum lík­indum á fyrri­hluta 20. ald­ar­inn­ar.

Frá þessu er meðal ann­ars greint á vef Expressen en leiddar hafa veirð líkur að því að bát­ur­inn hafi farist með 18 manns um borð 10. maí 1916 eftir árekstur við sænskan gufu­bát. Per And­ers­son, fyrr­ver­andi yfir­maður í sjó­her Svía, greindi myndir af flak­inu fyrir Expressen í gær­kvöldi og bar kennsl á kýril­ískt letur á skrokki báts­ins, auk þess sem hann taldi hönn­un­ina vera meira en 100 ára gamla.

Kafbátur af sömu gerð og sá sem fannst í skerjagarðinum í gær. Kaf­bátur af sömu gerð og sá sem fannst í skerja­garð­inum í gær.

Auglýsing

Þess vegna er ómögu­legt að þetta sé kaf­bát­ur­inn sem Svíar leit­uðu log­andi ljósi að síð­asta haust. Þá höfðu meira en 100 vitni látið vita af furðu­legum hlut í skerja­garð­inum utan við Stokk­hólm sem sjó­her­inn bar síðan kennsl á sem kaf­bát, að öllum lík­indum rúss­nesk­an. Leitin skil­aði ekki árangri og var hætt rúmri viku eftir að bát­ur­inn sást.

Rússar báru af sér allar sakir og sögðu bát­inn hugs­an­lega belgísk­an. Vís­bend­ing­arnar bentu hins vegar allar að rússsum enda hafði borist dul­koðað neyð­ar­kall yfir neyð­ar­rás Rússa auk þess sem að rúss­neskt olíu­skip sil­gdi í hringi fyrir utan skerja­garð­inn á meðan rann­sóknin stóð. Annað rúss­neskt skip búið kaf­báta­kví var í nágren­inu og hafði slökkt á stað­setn­ing­ar­tækjum sín­um.

Eftir að sænskir fjöl­miðlar höfuð sagt fréttir af flaki kaf­báts­ins í gær­kvöldi sagði rúss­neska frétta­stofan Sputnik, sem er að öllu leyti í eigu rúss­neska rík­is­ins, frá því að Rússar hefðu engum kaf­bát tapað á þessu svæði.Kaf­bát­ur­inn hvarf undir skipið

Kaf­bát­ur­inn sem fannst á hafs­botni nú er tal­inn vera af Som-­gerð kaf­báta sem smíð­aðir voru árið 1904 til 1907 í Vla­di­vostok og þjón­uðu allir á Eystra­salti. Ástæður þess að talið er að kaf­bát­ur­inn þessi hafa verið listaðar víða á vefn­um, til dæmis á Reddit. Þar er bent á að kaf­bát­ur­inn líti út fyrir að vera í góðu ásig­komu­lagi, þó hann sé gam­all, en sjór­inn í Eystra­salti er súr­efn­is­lít­ill á meira en 40 metra dýpi og því ekki skrýtið að sjáv­ar­líf­verur hafi ekki gert bát­inn að heim­ili sínu. Á skrokki báts­ins má einnig sjá bók­staf­inn „ъ“ sem ekki er lengur not­aður í rúss­nesku eftir mál­breyt­ingar í rúss­nesku árið 1918. Nútíma kaf­bátar væru jafn­framt svartir og bæru engar áletr­anir á skrokki sín­um.

Skip­stjóri gufu­skips­ins sem lenti í árekstri við kaf­bát­inn árið 1916 lýsti því þannig að hann hafi séð sjón­pípu kaf­báts­ins upp úr sjáv­ar­yf­ir­borð­inu í um 150 metra fjar­lægð og sigla í sömu átt. Skyndi­lega hafi kaf­bát­ur­inn svo breytt um stefnu og stefnt í átt að gufu­skip­inu. Sjón­pípan hafi svo horfið undir gufu­skipið og aldrei sést aft­ur.

Not­endur Reddit hafa kom­ist að því að Peter Lind­berg, annar for­svars­manna Ocean Explor­ers sem fundu rúss­neska kaf­bát­inn, hafi spurst fyrir um slysið 1916 á vefnum uboat.­net og fengið þessa lýs­ingu af atburð­in­um, auk grófar stað­setn­ingar hans.

Ocean Explor­ers hefur áður nýtt sér fjöl­miðla til að vekja athygli á fundum sínum og á Reddit og þess vegna lík­legt að þeir hafi notað atvikið í fyrra til að fá umfjöllun um kaf­báta­fund­inn.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None