Björgólfur Thor á áfram hlut í móðurfélagi Actavis - Hagnast mjög á hækkun bréfa

Bjorgolfur_Thor_Bjorgolfsson_til_debatarrangenmentet_Thors_Saga_._hvordan_kommer_Island_videre.jpg
Auglýsing

Björgólfur Thor Björg­ólfs­son á áfram hlut í All­ergan, móð­ur­fé­lagi Act­a­vis, og nýtur góðs af hækkun bréfa í félag­inu í kjöl­far sölu þess á sam­heita­lyfja­starf­semi félags­ins sem til­kynnt var um í dag. Þetta stað­festir Ragn­hildur Sverr­is­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Novators, við Kjarn­ann. Hún segir enn­fremur að Björgólfi Thor lít­ist vel á söl­una.

Gengi bréfa í All­ergan hækk­aði um 4,7 pró­sent í dag eftir að kaup ísra­elska sam­heita­lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Teva Pharmaceut­ical Industries á sam­heita­lyfja­starf­semi All­ergan fyrir 40,5 millj­arða króna, rúm­lega 5.400 millj­arða íslenskra króna, voru til­kynnt og er nú 329,65 dalir á hlut. Þegar lyfja­fyr­ir­tækið Watson tók yfir Act­a­vis í apríl 2012, og Björgólfur Thor eign­að­ist hlut í því félagi, var gengi bréfa þess tæp­lega 60 dalir á hlut. Þá átti Björgólfur Thor um tveggja pró­senta hlut í félag­inu en sá hlutur er í dag kom­inn niður fyrir eitt pró­sent.

Sápu­ópera í lyfja­geir­anumÍsra­elski sam­heita­lyfj­aris­inn Teva Pharmaceut­ical Industries  til­kynnti í morg­un­ um kaup á sam­heita­lyfja­armi All­ergan, sem er móð­ur­fé­lag Act­a­vis á Íslandi. Teva mun greiða 33,75 millj­arða dala í pen­ingum og 6,75 millj­arða dali með hluta­bréfum í Teva fyrir hlut­inn. Sam­hliða þessum kaupum hefur Teva hætt við kaup á keppi­nautnum Myl­an.

Kaupin eru þau síð­ustu í röð margra stórra sam­runa í heil­brigð­is­geir­an­um, en mikil sam­þjöppun hefur orðið í grein­inni, einkum vegna breyttrar heil­brigð­is­lög­gjafar í Banda­ríkj­un­um. Til­raun Teva til að kaupa Mylan hafði verið óvin­veitt og mikið hafði gengið á í sam­skiptum stjórn­enda fyr­ir­tækj­anna áður en að hætt var við kaup­in. Ástæðan var sú að All­ergan bauð Teva að kaupa sinn sam­heita­lyfja­arm frekar en að taka yfir Myl­an. Blaða­maður Bloomberg, Drew Arm­strong, segir svipt­ing­arnar lík­astar sápu­óp­eru.

Auglýsing

Sam­ein­ing eftir sam­ein­ingu eftir sam­ein­inguÞessi risa­kaup skipta máli á Íslandi. Sam­heita­lyfja­arm­ur­inn sem verið er að selja var áður hluti af Act­a­vis, fyr­ir­tækis sem var búið til hér­lendis í gegnum ýmsa sam­runa og var með höf­uð­stöðvar sínar á Íslandi fram til árs­ins 2011. Auk þess á fjár­festir­inn Björgólfur Thor Björg­ólfs­son, í gegnum fjár­fest­inga­fé­lag sitt og við­skipta­fé­laga sína Novator, hlut í All­erg­an.

For­saga þeirrar eignar er sú að þegar Björgólfur Thor samdi um upp­gjör við kröfu­hafa sína þá var hluti þess að hann héldi hlut í Act­a­v­is. Í apríl 2012 keypti lyfja­fyr­ir­tækið Watson, sem var skráð á markað í Banda­ríkj­un­um, Act­a­v­is. Sam­tals voru greiddar um 700 millj­arðar króna fyrir en til við­bótar áttu að koma greiðslur sem tóku mið af því hvernig rekstur Act­a­vis var árið 2012 sam­kvæmt upp­gjöri. Hagur Björg­ólfs Thors og Novator vænk­að­ist við þetta en í þeirra hlut komu fimm millj­ónir hluta í hinu nýja félagi á grund­velli samn­ings við Deutsche Bank, áður stærsta kröfu­hafa Novators, sem gerður var sam­hliða kaupum Watson. Eftir að til­kynnt var um kaup Watson á Act­a­vis, og þar með sam­ein­ingu þess­ara félaga, hefur mark­aðsvirði þess hækkað hratt. Gengi bréfa á hlut hækk­aði úr tæp­lega 60 dölum frá því til­kynnt var um kaupin í 127,2 dali þann 22. maí 2013, ríf­lega ári síð­ar. Þetta þýddi að hlutur Björgólfs í Act­a­vis í gegnum Novator var á milli 70 og 80 millj­arða króna virði á þeim tíma.

Um miðjan maí 2013 var síðan til­kynnt um enn meiri stækkun á efna­hags­reikn­ingi Act­a­vis þegar greint var frá kaupum félags­ins á írska lyfja­fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­inu Warner Chilcott. Sam­kvæmt fyrstu fréttum AFP-frétta­veit­unnar var kaup­verðið áætlað um 8,5 millj­arða dala, sem jafn­gilti um 1.100 millj­örðum króna, miðað við gengi krónu gagn­vart Banda­ríkja­dal dag­inn sem til­kynnt var um við­skipt­in.

Í nóv­em­ber 2014 var svo til­kynnt um fyr­ir­hug­aða sam­ein­ingu Act­a­vis og All­erg­an. Eftir að hún gekk í gegn tók sam­einað fyr­ir­tæki upp síð­ar­nefnda nafnið í júní 2015, þótt starf­semin á Íslandi hafi haldið Act­a­vis-­nafn­inu.

Í dag er gengi bréfa 329,65 dalir á hlut, eða rúm­lega fimm sinnum hærra en það var þegar Watson tók yfir Act­a­vis og Björgólfur Thor eign­að­ist hlut í sam­ein­uðu félagi.

Þessi við­skipti hafa gert Björgólf Thor ævin­týra­lega ríkan á ný. Í mars var greint frá því að hann væri kom­inn aftur á lista For­bes yfir þá sem eiga meira en einn millj­arð dali, yfir 134 millj­arða króna, í eign­um. Fimm ár eru síðan að Björgólfur Thor komst síð­ast á list­ann.Það þarf varla að taka það fram að Björgólfur Thor er eini Íslend­ing­ur­inn á list­an­um, og reyndar eini Íslend­ing­ur­inn sem hefur nokkru sinni kom­ist á hann. Hann sat í 1.415 sæti á list­an­um.

Íslands­starf­semin fer til TevaÍ til­kynn­ing­u ­sem Act­a­vis á Íslandi sendi frá sér vegna kaupa Teva segir að Teva muni taka yfir alla alþjóð­lega sam­heita­lyfja­starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins sem áður var Act­a­vis, þar á meðal sölu­ein­ingar fyr­ir­tæk­is­ins á sam­heita­lyfja­sviði í Banda­ríkj­unum og alþjóð­lega, alla þró­un­ar- og fram­leiðslu­starf­semi sem snýr að sam­heita­lyfj­um, sölu­starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins á sviði lausa­sölu­lyfja, sem og Med­is, dótt­ur­fé­lag All­ergan sem selur lyf og lyfja­hug­vit til ann­arra lyfja­fyr­ir­tækja. Þar segir enn­frem­ur: „Um er að ræða stefnu­breyt­ingu hjá móð­ur­fé­lag­inu en eftir nýlegan sam­runa Act­a­vis og All­ergan varð fyr­ir­tækið leið­andi alhliða lyfja­fyr­ir­tæki sem sinnir jöfnum höndum þró­un, fram­leiðslu og mark­aðs­setn­ingu frum­lyfja og sam­heita­lyfja. All­ergan hyggst hins vegar nú ein­beita sér að upp­bygg­ingu fyr­ir­tæk­is­ins á sviði frum­lyfja.“

Ekk­ert kemur fram um hvort sú starf­semi Act­a­vis sem verið hefur hér­lendis verði það áfram, en fyrir skemmstu ákvað All­ergan að loka lyfja­verk­smiðju í Hafn­ar­firði árið 2017. Við það á starfs­mönnum Act­a­vis á Íslandi úr um 700 í um 400. Þá var því heitið að önnur starf­semi á Íslandi yrði óbreytt.

Sig­urður Óli Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Act­a­vis á Íslandi, er nú for­stjóri sam­heita­lyfja­sviðs Teva. Teva er stærsti fram­leið­andi sam­heita­lyfja í heim­inum og er fyr­ir­tækið metið á um sex­tíu millj­arða dala.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Plata sem undirstrikar tengsl hugleiðslu og bænar
Hugarró er fyrsta sólóplata Margrétar Árnadóttur söngkonu og söngkennara. Hún safnar fyrir útgáfu hennar á Karolina Fund.
Kjarninn 5. desember 2020
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar
Svíar búast við að bólusetja fimmtung þjóðarinnar á næsta ársfjórðungi
Þrátt fyrir að íslenska ríkisstjórnin, sem fær bóluefni frá Svíþjóð, voni að hjarðónæmi gegn COVID-19 náist á fyrsta ársfjórðungi 2021, búast sænsk yfirvöld ekki við því að bólusetja nema fimmtung af þjóðinni gegn veirunni á sama tíma.
Kjarninn 5. desember 2020
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None