Björgólfur Thor á áfram hlut í móðurfélagi Actavis - Hagnast mjög á hækkun bréfa

Bjorgolfur_Thor_Bjorgolfsson_til_debatarrangenmentet_Thors_Saga_._hvordan_kommer_Island_videre.jpg
Auglýsing

Björgólfur Thor Björg­ólfs­son á áfram hlut í All­ergan, móð­ur­fé­lagi Act­a­vis, og nýtur góðs af hækkun bréfa í félag­inu í kjöl­far sölu þess á sam­heita­lyfja­starf­semi félags­ins sem til­kynnt var um í dag. Þetta stað­festir Ragn­hildur Sverr­is­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Novators, við Kjarn­ann. Hún segir enn­fremur að Björgólfi Thor lít­ist vel á söl­una.

Gengi bréfa í All­ergan hækk­aði um 4,7 pró­sent í dag eftir að kaup ísra­elska sam­heita­lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Teva Pharmaceut­ical Industries á sam­heita­lyfja­starf­semi All­ergan fyrir 40,5 millj­arða króna, rúm­lega 5.400 millj­arða íslenskra króna, voru til­kynnt og er nú 329,65 dalir á hlut. Þegar lyfja­fyr­ir­tækið Watson tók yfir Act­a­vis í apríl 2012, og Björgólfur Thor eign­að­ist hlut í því félagi, var gengi bréfa þess tæp­lega 60 dalir á hlut. Þá átti Björgólfur Thor um tveggja pró­senta hlut í félag­inu en sá hlutur er í dag kom­inn niður fyrir eitt pró­sent.

Sápu­ópera í lyfja­geir­anumÍsra­elski sam­heita­lyfj­aris­inn Teva Pharmaceut­ical Industries  til­kynnti í morg­un­ um kaup á sam­heita­lyfja­armi All­ergan, sem er móð­ur­fé­lag Act­a­vis á Íslandi. Teva mun greiða 33,75 millj­arða dala í pen­ingum og 6,75 millj­arða dali með hluta­bréfum í Teva fyrir hlut­inn. Sam­hliða þessum kaupum hefur Teva hætt við kaup á keppi­nautnum Myl­an.

Kaupin eru þau síð­ustu í röð margra stórra sam­runa í heil­brigð­is­geir­an­um, en mikil sam­þjöppun hefur orðið í grein­inni, einkum vegna breyttrar heil­brigð­is­lög­gjafar í Banda­ríkj­un­um. Til­raun Teva til að kaupa Mylan hafði verið óvin­veitt og mikið hafði gengið á í sam­skiptum stjórn­enda fyr­ir­tækj­anna áður en að hætt var við kaup­in. Ástæðan var sú að All­ergan bauð Teva að kaupa sinn sam­heita­lyfja­arm frekar en að taka yfir Myl­an. Blaða­maður Bloomberg, Drew Arm­strong, segir svipt­ing­arnar lík­astar sápu­óp­eru.

Auglýsing

Sam­ein­ing eftir sam­ein­ingu eftir sam­ein­inguÞessi risa­kaup skipta máli á Íslandi. Sam­heita­lyfja­arm­ur­inn sem verið er að selja var áður hluti af Act­a­vis, fyr­ir­tækis sem var búið til hér­lendis í gegnum ýmsa sam­runa og var með höf­uð­stöðvar sínar á Íslandi fram til árs­ins 2011. Auk þess á fjár­festir­inn Björgólfur Thor Björg­ólfs­son, í gegnum fjár­fest­inga­fé­lag sitt og við­skipta­fé­laga sína Novator, hlut í All­erg­an.

For­saga þeirrar eignar er sú að þegar Björgólfur Thor samdi um upp­gjör við kröfu­hafa sína þá var hluti þess að hann héldi hlut í Act­a­v­is. Í apríl 2012 keypti lyfja­fyr­ir­tækið Watson, sem var skráð á markað í Banda­ríkj­un­um, Act­a­v­is. Sam­tals voru greiddar um 700 millj­arðar króna fyrir en til við­bótar áttu að koma greiðslur sem tóku mið af því hvernig rekstur Act­a­vis var árið 2012 sam­kvæmt upp­gjöri. Hagur Björg­ólfs Thors og Novator vænk­að­ist við þetta en í þeirra hlut komu fimm millj­ónir hluta í hinu nýja félagi á grund­velli samn­ings við Deutsche Bank, áður stærsta kröfu­hafa Novators, sem gerður var sam­hliða kaupum Watson. Eftir að til­kynnt var um kaup Watson á Act­a­vis, og þar með sam­ein­ingu þess­ara félaga, hefur mark­aðsvirði þess hækkað hratt. Gengi bréfa á hlut hækk­aði úr tæp­lega 60 dölum frá því til­kynnt var um kaupin í 127,2 dali þann 22. maí 2013, ríf­lega ári síð­ar. Þetta þýddi að hlutur Björgólfs í Act­a­vis í gegnum Novator var á milli 70 og 80 millj­arða króna virði á þeim tíma.

Um miðjan maí 2013 var síðan til­kynnt um enn meiri stækkun á efna­hags­reikn­ingi Act­a­vis þegar greint var frá kaupum félags­ins á írska lyfja­fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­inu Warner Chilcott. Sam­kvæmt fyrstu fréttum AFP-frétta­veit­unnar var kaup­verðið áætlað um 8,5 millj­arða dala, sem jafn­gilti um 1.100 millj­örðum króna, miðað við gengi krónu gagn­vart Banda­ríkja­dal dag­inn sem til­kynnt var um við­skipt­in.

Í nóv­em­ber 2014 var svo til­kynnt um fyr­ir­hug­aða sam­ein­ingu Act­a­vis og All­erg­an. Eftir að hún gekk í gegn tók sam­einað fyr­ir­tæki upp síð­ar­nefnda nafnið í júní 2015, þótt starf­semin á Íslandi hafi haldið Act­a­vis-­nafn­inu.

Í dag er gengi bréfa 329,65 dalir á hlut, eða rúm­lega fimm sinnum hærra en það var þegar Watson tók yfir Act­a­vis og Björgólfur Thor eign­að­ist hlut í sam­ein­uðu félagi.

Þessi við­skipti hafa gert Björgólf Thor ævin­týra­lega ríkan á ný. Í mars var greint frá því að hann væri kom­inn aftur á lista For­bes yfir þá sem eiga meira en einn millj­arð dali, yfir 134 millj­arða króna, í eign­um. Fimm ár eru síðan að Björgólfur Thor komst síð­ast á list­ann.Það þarf varla að taka það fram að Björgólfur Thor er eini Íslend­ing­ur­inn á list­an­um, og reyndar eini Íslend­ing­ur­inn sem hefur nokkru sinni kom­ist á hann. Hann sat í 1.415 sæti á list­an­um.

Íslands­starf­semin fer til TevaÍ til­kynn­ing­u ­sem Act­a­vis á Íslandi sendi frá sér vegna kaupa Teva segir að Teva muni taka yfir alla alþjóð­lega sam­heita­lyfja­starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins sem áður var Act­a­vis, þar á meðal sölu­ein­ingar fyr­ir­tæk­is­ins á sam­heita­lyfja­sviði í Banda­ríkj­unum og alþjóð­lega, alla þró­un­ar- og fram­leiðslu­starf­semi sem snýr að sam­heita­lyfj­um, sölu­starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins á sviði lausa­sölu­lyfja, sem og Med­is, dótt­ur­fé­lag All­ergan sem selur lyf og lyfja­hug­vit til ann­arra lyfja­fyr­ir­tækja. Þar segir enn­frem­ur: „Um er að ræða stefnu­breyt­ingu hjá móð­ur­fé­lag­inu en eftir nýlegan sam­runa Act­a­vis og All­ergan varð fyr­ir­tækið leið­andi alhliða lyfja­fyr­ir­tæki sem sinnir jöfnum höndum þró­un, fram­leiðslu og mark­aðs­setn­ingu frum­lyfja og sam­heita­lyfja. All­ergan hyggst hins vegar nú ein­beita sér að upp­bygg­ingu fyr­ir­tæk­is­ins á sviði frum­lyfja.“

Ekk­ert kemur fram um hvort sú starf­semi Act­a­vis sem verið hefur hér­lendis verði það áfram, en fyrir skemmstu ákvað All­ergan að loka lyfja­verk­smiðju í Hafn­ar­firði árið 2017. Við það á starfs­mönnum Act­a­vis á Íslandi úr um 700 í um 400. Þá var því heitið að önnur starf­semi á Íslandi yrði óbreytt.

Sig­urður Óli Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Act­a­vis á Íslandi, er nú for­stjóri sam­heita­lyfja­sviðs Teva. Teva er stærsti fram­leið­andi sam­heita­lyfja í heim­inum og er fyr­ir­tækið metið á um sex­tíu millj­arða dala.

Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Jafnframt vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða alls 18 prósent landsmanna.
Kjarninn 19. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None