Of snemmt að draga ályktanir um líf á öðrum hnetti

452b_artistconcept_beautyshot_minni.jpg
Auglýsing

Kepler-­sjón­auk­inn hefur komið auga á plánetu í fjar­lægu sól­kerfi sem er einna lík­ust Jörð­inni af þeim plánetum sem NASA hefur þegar kann­að. Plánetan sem kölluð er Kepler-452b er á spor­braut um sól í líf­belti þess sól­kerf­is, þar sem hvorki er of heitt né of kalt til þess að vatn sé á fljót­andi formi. Með öðrum orð­um, upp­fylli for­sendur lífs eins og þekk­ist á Jörð­inni.

Sævar Helgi Braga­son, for­maður Stjörnu­skoð­un­ar­fé­lags Sel­tjarn­ar­ness, segir of snemmt að draga álykt­anir um þennan fjar­læga heim og bendir á að það tekur ríf­lega 24 millj­ónir ára fyrir okkur að ferð­ast þangað á þeim hraða sem við ráðum við í dag.

Fjallað var um Kepler-­sjónauk­ann og uppgvöt­anir sem vís­inda­menn hafa gert í gegnum hann í Hlað­varpi Kjarn­ans í febr­ú­ar. Smelltu hér til að hlusta á spjall við Sævar Helga um fjar­læga líf­væn­lega heima.

Auglýsing

Kepler-452b svipar nokkuð til Jarð­ar­inn­ar. Fyrir það fyrsta eru ytri aðstæður þannig að þær svipa nokkuð til okkar heima­plánetu; Árið er 385 dagar og sólin þar svipar til okk­ar. Vís­inda­menn hafa getið sér til um að nýja plánetan sé líka úr grjóti, það er að hún hafi fast yfir­borð.

Það er hins vegar hættu­legt að draga of miklar álykt­anir um hvernig þessi heimur lítur út, enda eru lyk­il­stærðir um plánet­una ekki vit­að­ar, til dæmis eins og massi henn­ar. Vitum við ekki massan getum við ekki vitað úr hverju hnött­ur­inn er og þar fram eftir göt­un­um.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá NASA er Kepler-425b 60 pró­sent stærri og nokkuð eldri en Jörð­in. Áætlað er að hún hafi fimm sinnum meiri massa en Jörð­in. Stæði maður á yfir­borði Kepler-452b væri maður helm­ingi þyngri en á Jörð­inni. Samt sem áður er þetta minnsta plánetan sem fund­ist hefur í líf­beltum ann­arra sóla hingað til.

Sævar Helgi bendir á á Face­book að Kepler-452b geti allt eins verið lík­ari Nept­únusi en Jörð­inni. „Ann­ars er ég engan veg­inn sann­færður um að þessi pláneta lík­ist jörð­inni okkar jafn mikið og látið er í veðri vaka,“ skrifar hann.

Kepler-­sjón­auk­inn er á spor­braut um sól­ina okkar nærri Jörð­inni og er beint að ákveðnum bletti í Vetr­ar­braut­inni þar sem vís­inda­menn telja að hægt sé að koma auga á plánetur líkar Jörð­inni. Helsta verk­efni Kepler-­sjónaukans síðan hann var sendur á loft árið 2009 hefur einmitt verið að finna líf­væn­legar plánetur í fjar­lægum sól­kerf­um.

Á þeim hraða sem New Horizons-­geim­far­ið, sem nýverið kann­aði yfir­borð Plútó eftir níu ára ferða­lag frá jörðu, tæki það geim­far frá Jörð­inni 25,8 millj­ónir ára að kom­ast til Kepler-452b. „Pössum Jörð­ina okk­ar. Hún er ein­stök,“ skrifar Sævar Helgi.

Það tæki ríf­lega 24 millj­ónir ára fyrir okkur að ferð­ast til Kepler 452b á þeim hraða sem við ráðum við í dag. Pössum Jö...

Posted by Sævar Helgi Braga­son on 23. júlí 2015

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None