Of snemmt að draga ályktanir um líf á öðrum hnetti

452b_artistconcept_beautyshot_minni.jpg
Auglýsing

Kepler-­sjón­auk­inn hefur komið auga á plánetu í fjar­lægu sól­kerfi sem er einna lík­ust Jörð­inni af þeim plánetum sem NASA hefur þegar kann­að. Plánetan sem kölluð er Kepler-452b er á spor­braut um sól í líf­belti þess sól­kerf­is, þar sem hvorki er of heitt né of kalt til þess að vatn sé á fljót­andi formi. Með öðrum orð­um, upp­fylli for­sendur lífs eins og þekk­ist á Jörð­inni.

Sævar Helgi Braga­son, for­maður Stjörnu­skoð­un­ar­fé­lags Sel­tjarn­ar­ness, segir of snemmt að draga álykt­anir um þennan fjar­læga heim og bendir á að það tekur ríf­lega 24 millj­ónir ára fyrir okkur að ferð­ast þangað á þeim hraða sem við ráðum við í dag.

Fjallað var um Kepler-­sjónauk­ann og uppgvöt­anir sem vís­inda­menn hafa gert í gegnum hann í Hlað­varpi Kjarn­ans í febr­ú­ar. Smelltu hér til að hlusta á spjall við Sævar Helga um fjar­læga líf­væn­lega heima.

Auglýsing

Kepler-452b svipar nokkuð til Jarð­ar­inn­ar. Fyrir það fyrsta eru ytri aðstæður þannig að þær svipa nokkuð til okkar heima­plánetu; Árið er 385 dagar og sólin þar svipar til okk­ar. Vís­inda­menn hafa getið sér til um að nýja plánetan sé líka úr grjóti, það er að hún hafi fast yfir­borð.

Það er hins vegar hættu­legt að draga of miklar álykt­anir um hvernig þessi heimur lítur út, enda eru lyk­il­stærðir um plánet­una ekki vit­að­ar, til dæmis eins og massi henn­ar. Vitum við ekki massan getum við ekki vitað úr hverju hnött­ur­inn er og þar fram eftir göt­un­um.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá NASA er Kepler-425b 60 pró­sent stærri og nokkuð eldri en Jörð­in. Áætlað er að hún hafi fimm sinnum meiri massa en Jörð­in. Stæði maður á yfir­borði Kepler-452b væri maður helm­ingi þyngri en á Jörð­inni. Samt sem áður er þetta minnsta plánetan sem fund­ist hefur í líf­beltum ann­arra sóla hingað til.

Sævar Helgi bendir á á Face­book að Kepler-452b geti allt eins verið lík­ari Nept­únusi en Jörð­inni. „Ann­ars er ég engan veg­inn sann­færður um að þessi pláneta lík­ist jörð­inni okkar jafn mikið og látið er í veðri vaka,“ skrifar hann.

Kepler-­sjón­auk­inn er á spor­braut um sól­ina okkar nærri Jörð­inni og er beint að ákveðnum bletti í Vetr­ar­braut­inni þar sem vís­inda­menn telja að hægt sé að koma auga á plánetur líkar Jörð­inni. Helsta verk­efni Kepler-­sjónaukans síðan hann var sendur á loft árið 2009 hefur einmitt verið að finna líf­væn­legar plánetur í fjar­lægum sól­kerf­um.

Á þeim hraða sem New Horizons-­geim­far­ið, sem nýverið kann­aði yfir­borð Plútó eftir níu ára ferða­lag frá jörðu, tæki það geim­far frá Jörð­inni 25,8 millj­ónir ára að kom­ast til Kepler-452b. „Pössum Jörð­ina okk­ar. Hún er ein­stök,“ skrifar Sævar Helgi.

Það tæki ríf­lega 24 millj­ónir ára fyrir okkur að ferð­ast til Kepler 452b á þeim hraða sem við ráðum við í dag. Pössum Jö...

Posted by Sævar Helgi Braga­son on 23. júlí 2015

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skúli í Subway ákærður ásamt samstarfsmönnum
Ákæran byggir á því að millifærslur af reikningum félags, í aðdraganda gjaldþrots þess, hafi rýrt virði félagsins og kröfuhafa þess.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Guðlaugur Þór: Ekki gott fyrir orðspor Íslands erlendis
Afhjúpandi umfjöllun Kveiks á RÚV, sem byggir á 30 þúsund skjölum sem Wikileaks hefur birt, hefur dregið mikinn dilk á eftir sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None