Of snemmt að draga ályktanir um líf á öðrum hnetti

452b_artistconcept_beautyshot_minni.jpg
Auglýsing

Kepler-­sjón­auk­inn hefur komið auga á plánetu í fjar­lægu sól­kerfi sem er einna lík­ust Jörð­inni af þeim plánetum sem NASA hefur þegar kann­að. Plánetan sem kölluð er Kepler-452b er á spor­braut um sól í líf­belti þess sól­kerf­is, þar sem hvorki er of heitt né of kalt til þess að vatn sé á fljót­andi formi. Með öðrum orð­um, upp­fylli for­sendur lífs eins og þekk­ist á Jörð­inni.

Sævar Helgi Braga­son, for­maður Stjörnu­skoð­un­ar­fé­lags Sel­tjarn­ar­ness, segir of snemmt að draga álykt­anir um þennan fjar­læga heim og bendir á að það tekur ríf­lega 24 millj­ónir ára fyrir okkur að ferð­ast þangað á þeim hraða sem við ráðum við í dag.

Fjallað var um Kepler-­sjónauk­ann og uppgvöt­anir sem vís­inda­menn hafa gert í gegnum hann í Hlað­varpi Kjarn­ans í febr­ú­ar. Smelltu hér til að hlusta á spjall við Sævar Helga um fjar­læga líf­væn­lega heima.

Auglýsing

Kepler-452b svipar nokkuð til Jarð­ar­inn­ar. Fyrir það fyrsta eru ytri aðstæður þannig að þær svipa nokkuð til okkar heima­plánetu; Árið er 385 dagar og sólin þar svipar til okk­ar. Vís­inda­menn hafa getið sér til um að nýja plánetan sé líka úr grjóti, það er að hún hafi fast yfir­borð.

Það er hins vegar hættu­legt að draga of miklar álykt­anir um hvernig þessi heimur lítur út, enda eru lyk­il­stærðir um plánet­una ekki vit­að­ar, til dæmis eins og massi henn­ar. Vitum við ekki massan getum við ekki vitað úr hverju hnött­ur­inn er og þar fram eftir göt­un­um.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá NASA er Kepler-425b 60 pró­sent stærri og nokkuð eldri en Jörð­in. Áætlað er að hún hafi fimm sinnum meiri massa en Jörð­in. Stæði maður á yfir­borði Kepler-452b væri maður helm­ingi þyngri en á Jörð­inni. Samt sem áður er þetta minnsta plánetan sem fund­ist hefur í líf­beltum ann­arra sóla hingað til.

Sævar Helgi bendir á á Face­book að Kepler-452b geti allt eins verið lík­ari Nept­únusi en Jörð­inni. „Ann­ars er ég engan veg­inn sann­færður um að þessi pláneta lík­ist jörð­inni okkar jafn mikið og látið er í veðri vaka,“ skrifar hann.

Kepler-­sjón­auk­inn er á spor­braut um sól­ina okkar nærri Jörð­inni og er beint að ákveðnum bletti í Vetr­ar­braut­inni þar sem vís­inda­menn telja að hægt sé að koma auga á plánetur líkar Jörð­inni. Helsta verk­efni Kepler-­sjónaukans síðan hann var sendur á loft árið 2009 hefur einmitt verið að finna líf­væn­legar plánetur í fjar­lægum sól­kerf­um.

Á þeim hraða sem New Horizons-­geim­far­ið, sem nýverið kann­aði yfir­borð Plútó eftir níu ára ferða­lag frá jörðu, tæki það geim­far frá Jörð­inni 25,8 millj­ónir ára að kom­ast til Kepler-452b. „Pössum Jörð­ina okk­ar. Hún er ein­stök,“ skrifar Sævar Helgi.

Það tæki ríf­lega 24 millj­ónir ára fyrir okkur að ferð­ast til Kepler 452b á þeim hraða sem við ráðum við í dag. Pössum Jö...

Posted by Sævar Helgi Braga­son on 23. júlí 2015

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None