Er hnattvæðingin að breyta stjórnmálunum og auka lýðræði?

Althingi.framan.jpg
Auglýsing

Aukin hnatt­væð­ing reynir á full­veldi ríkja en hún skapar um leið ákveðið reglu­verk sem ríkin vilja gjarnan virða og laga sig að. Það áhuga­verða er síðan hvernig fólk getur nýtt sér hnatt­væð­ing­una til að skapa sér nýjan grund­völl félags- og borg­ara­legra rétt­inda sem ekki eru bundin við þjóð­ríkið sjálft heldur eiga sér óstað­bundna upp­sprettu. Þessar breyttu for­sendur gætu hugs­an­lega átt sinn þátt í að breyta stjórn­mál­unum var­an­lega.

Ekki er víst að fólk átti sig alveg á hvað verið er að tala um með hnatt­væð­ingu enda hug­takið gríð­ar­lega marg­brotið og teygj­an­legt – og hlutir eins og óheft heims­við­skipti og útbreiðsla inter­nets­ins segja ekki nema hálfa sög­una. Í ein­föld­uðu máli má segja að hnatt­væð­ing sé það þegar ákveðið fyr­ir­komu­lag breið­ist um heim allan og fer að stjórna því hvernig ég og þú högum okkar málum — hvort sem okkur líkar það betur eða verr —  með beinum hætti eða í gegnum það þjóð­ríki sem við til­heyr­um.

Auglýsing

Áhrif hnatt­væð­ingar

Alþjóða­lög um grund­vallar mann­rétt­indi, sem hin full­valda ríki hafa all­flest sam­þykkt og inn­leitt, verða að telj­ast gott dæmi um jákvæðar hliðar hnatt­væð­ing­ar. Þar hafa ein­stak­lingar öðl­ast æ meiri alþjóð­legan lög­form­legan rétt. M.a. eru nú til yfir­þjóð­legir dóm­stólar eins og Mann­rétt­inda­dóm­stóll ­Evr­ópu þar sem venju­legt fólk getur leitað réttar síns gagn­vart sínu heima­ríki telji það á sér brot­ið. Að sama skapi er grannt fylgst með því að ríki upp­fylli þá mann­rétt­inda­sátt­mála sem þau hafa gerst aðilar að.Jafn­framt geta ríki blandað sér í inn­an­rík­is­mál ann­ars ríkis og ber jafn­vel að gera svo ef gróf­lega er farið gegn þeim skyldum að vernda borg­ar­ana, t.a.m. með þjóð­ar­morðum og stríðs­glæp­um. Í slíkum til­fellum dugar full­veldið ekki sem vörn gegn utan­að­kom­andi afskiptum enda er það í raun ekki ein­hliða og ber einnig í sér til­teknar skyld­ur.Eðli hnatt­væð­ingar er þó þannig að hún finnur sér gjarnan leið inn í sam­fé­lagið utan form­legra leiða, án þess að fram hafi farið mikil umræða um það. Stundum er það vegna ríkra við­skipta­hags­muna en einnig ýmiss konar þrýst­ings og áhrifa frá alþjóð­legri starf­semi á öllum sviðum mann­lífs­ins. Má nefna alþjóð­lega staðla um háskóla­mennt­un, sam­starf dóm­ara á heims­vísu sem hefur áhrif á dóm­stóla eða við­mið um aðbúnað starfs­fólks alþjóð­legra fyr­ir­tækja.Ákveðnar hliðar hnatt­væð­ingar verða að telj­ast nei­kvæðar því fjöl­þjóða­fyr­ir­tæki, auð­hringir og fjár­mála­veldi steypa gjarnan hlut­ina í sama mótið í krafti auð­magns. Stað­bundin atvinnu­starf­semi stenst ekki flóð ódýrrar fram­leiðslu og gam­al­gróin þjóð­leg ein­kenni þurrkast út.Jafn­framt er ljóst að þarna er sótt að hinu full­valda ríki sem sér sig knúið til að gefa eftir full­veldið til að geta tekið þátt í hinu alþjóð­lega kerf­i—­stundum með þeim afleið­ingum að ein­stak­lingar glata grund­vallar mann­rétt­indum og lýð­ræðið fer veg allrar ver­ald­ar. Dæmi um þetta er ríki sem sér í gegnum fingur sér með brot á lögum um aðbúnað og kjör verka­fólks, til að tryggja starf­semi alþjóð­legs stór­fyr­ir­tækis í land­inu.

Democracy9926239476_o Mynd: Flickr.com

Afteng­ing rík­is­ins – ný upp­spretta lýð­ræðis og mann­rétt­inda?Alþjóða­kerfið hefur lengst af mið­ast við hið full­valda ríki og sam­skipti þeirra á milli – og rétt­indi og skyldur fólks hafa þá að mestu verið bundin við það þjóð­ríki sem það til­heyr­ir. Þar er víða pottur brot­inn eins og geng­ur, lýð­ræðið jafn­vel fótum troð­ið. En ekki fer hver sem er með mál fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn og Banda­ríkin ráð­ast ekki inn í landið þitt, til að koma spilltum stjórn­völdum frá, nema það þjóni brýnum hags­munum þeirra.Þá komum við aftur að hnatt­væð­ing­unni því hún hefur einnig fært ein­stak­lingum (og hóp­um) ýmsar aðrar leiðir til að tryggja lýð­ræð­is- og borg­ara­legan rétt sinn og til­veru, með því aðskilja póli­tíska aðild sína frá hinu full­valda ríki sem það ætti að til­heyra sam­kvæmt öllum kokka­bók­um.Þannig má segja að þegar fólk metur það svo að ríkið full­nægi ekki þeim kröfum sem gera má til þess, geti það nú orðið ein­hvers konar nútíma­heims­borg­arar með aðild að ýmiss konar félags­skap á heims­vísu án nokk­urrar mið­lægrar stjórn­un­ar. Sótt jákvæð áhrif og haft áhrif, þvert á landa­mæri, aðsetur og rík­is­borg­ara­rétt út um allan heim.Alter Globalisation Movem­ent, er ekki nein ákveðin hreyf­ing heldur sam­nefn­ari fyrir fjölda ólíkra hreyf­inga þar sem grunn­tónn­inn gæti þó verið and­staða við hina efna­hags­legu hnatt­væð­ingu. Þar kemur meðal ann­ars fram hug­takið translocal cit­izens­hip sem gengur út á íbúa­lýð­ræði á heims­vísu, fram­hjá hinu full­valda ríki, því það er talið vera und­ir­okað af hinu alþjóð­lega auð­magn­i—­sem valdi því að lýð­ræði sé í raun bara að nafn­inu til.Hugs­an­lega má skoða síð­ustu atburði á Grikk­landi í þessu ljósi því sumir hafa jafn­vel gefið í skyn að Íslend­ingar hafi gefið Grikkjum tón­inn eftir fjár­mála­hrunið hér árið 2008. Þá er gjarnan vísað til þess að gríska þjóðin geri eins og Íslend­ing­ar, sem buðu hinu alþjóð­lega banka­valdi birg­inn, þjóðin hafi neitað að borga skuldir bank­anna, keyrt þá í þrot og fang­elsað „bankster­ana“ og jafn­vel stjórn­mála­menn­ina.Mik­il­vægt er þó að þarna skiptir engu máli hvað er satt og rétt, orðróm­ur­inn eða mýtan lifir góðu lífi sem nægir fólki alveg til að blása því and­ann í brjóst.

McDonalds_bdd4d788b0_o Mynd: Flickr.com

Þjóð­ríkið varið - en hvers virði er það ef lýð­ræði þrífst þar ekki?Af hverju skiptir þetta máli? – Jú, trú fólks á virkni hefð­bund­inna stjórn­mála hefur farið minnk­andi sam­fara því að traust til stjórn­mála­manna og alþingis hefur dalað veru­lega. Þó vissu­lega hafi fylgi flokka sveifl­ast í gegnum tíð­ina og ný fram­boð skotið upp koll­in­um, sem sópað hafa til sín tíma­bundnu fylgi, má full­yrða að breyt­ing sé að verða á.Und­an­farið hefur orðið mikil fylg­is­sveifla til Pírata – og án þess að hér sé verið að spyrða þá við ein­hverja sér­staka alheims­hreyf­ingu má segja að þeir séu ein­hverju leyti ful­trúar þess­arar alþjóð­legu þró­unar sem nefnd hefur ver­ið. Þetta er hreyf­ing sem kallar eftir opinni og gegn­særri stjórn­sýslu, með virkri þátt­töku fólks, en ekki ein­hverju „punt-lýð­ræði“ á fjög­urra ára fresti.Þær (bylt­ing­ar­kenndu) hug­myndir sem hér hafa verið nefndar geta auð­vitað verið ógn­andi gagn­vart þjóð­rík­inu. Má því búast við and­stöðu sem upp­hefur þjóð­leg ein­kenni, trú eða hvað það er sem styrkir hin þjóð­legu gildi og þá hugs­an­lega þjóð­ríkið um leið. Gjarnan er vísað til valda­mik­illa óvina og óþekktra afla og fólk leit­ast þannig við að byggja upp sína eigin sál­ar- menn­ing­ar- og sögu­legu sjálfs­mynd, sam­fé­lag þar sem sam­staða ríkir um hvað sé gott líf.Í því sam­hengi er áhuga­vert að skoða við­brögð Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra sem hefur gjarnan vísað til mik­il­vægis almennrar sáttar í sam­fé­lag­inu. Það eru að ein­hverju leyti skilj­an­leg við­brögð og vissu­lega er það ekk­ert góð til­hugsun fyrir marga að þjóðin missi á ein­hvern hátt þá eig­in­leika sem halda henni sam­an.Sam­heldni þjóð­ar­innar er þarna stillt upp sem vörn gagn­vart hættu­legum hug­myndum Pírata – sem taldar eru ógna góðum gildum sem fólk á að hafa sam­mælst um, jafn­vel lýð­ræð­inu er ógn­að. Þarna vakna ótal spurn­ing­ar, hver eru þessi gildi, hvers vegna eru breyt­ingar eða bylt­ingar slæmar, hvers vegna ættu þær að ógna lýð­ræð­inu?Þarna er tek­ist á um grund­vall­ar­at­riði því hvers virði er þjóð­ríki þar sem lýð­ræði þrífst ekki? Hér getur verið erfitt að átta sig – sem er kannski einmitt lyk­il­at­riðið – að hnatt­væð­ingin geri okkur erf­ið­ara með að draga póli­tískar átaka­línur en áður og hún riðli því valda­skipu­lagi sem hefur við­geng­ist.Þannig getur hin hug­mynda­lega hnatt­væð­ing einmitt gefið fólki hug­mynd­ir, rödd og far­veg til að hrinda þeim í fram­kvæmd en jafn­framt veitt þeirri við­skipta­legu hnatt­væð­ingu sem sækir að þjóð­rík­inu – og lýð­ræð­inu – aðhald.Gott er að muna að lýð­ræði er ekki ein­hver fasti, nafn á ein­hverju hátíð­legu fyr­ir­bæri, heldur eitt­hvað sem þarf að ástunda. Að lýð­ræði má ekki bara vera skraut­fjöður í hatt hins ríkj­andi kerfis heldur ætti það að vera lif­andi far­vegur fyrir nýjar hug­mynd­ir.

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Andri Thorsson., þingmaður Samfylkingarinnar.
Ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokki
Þingmaður Samfylkingar segir að sameiginlegir strengir séu milli hans flokks, Pírata og Viðreisnar. Það sé hins vegar ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokknum vegna þess að engir sameiginlegir strengir séu til staðar.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabankann skorti þekkingu á hættumerkjum við peningaþvætti
Mikil áhætta á peningaþvætti fylgdi fjármagnshöftum á Íslandi og þeim leiðum sem valdar voru til að losa um þau. Seðlabanki Íslands þarf að grípa til margháttaðra aðgerða til að draga úr þeirri áhættu, nú nokkrum árum eftir að höftum var að mestu aflétt.
Kjarninn 19. september 2019
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og ein af flutningsmönnum tillögunnar.
Vilja gera jarðakaup leyfisskyld
Þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að jarðakaup verði gerð leyfisskyld hér á landi í nýrri þingsályktunartillögu. Markmið tillögunnar er að tryggja eignarhald landsmanna á jörðum á Íslandi og skapa þannig tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli.
Kjarninn 19. september 2019
Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None