Kjósendur Verkamannaflokksins skiluðu sér ekki á kjörstað

ed_miliband.jpg
Auglýsing

Ástæða þess að kannanir í aðdraganda þingkosninganna í Bretlandi í maí voru svo á skjön við niðurstöður kosninganna sjálfra var kosningaþátttaka væntanlegra kjósenda Verkamannaflokksins. Þeir skiluðu sér illa á kjörstað.

Þetta er niðurstaða bresku kosningarannsóknarinnar sem birt var í gær. Þar er reynt að svara því hvers vegna kannanir sýndu fylgi Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins hnífjafnt síðustu mánuðina áður en talið var upp úr kjörkössunum. Verkamannaflokkurinn hafði jafnframt mælst stærstur nær allt kjörtímabilið frá 2010.

Íhaldsflokkurinn hlaut á endanum 36,1 prósent atkvæða en Verkamannaflokkurinn 29 prósent. David Cameron, formaður Íhaldsflokksins, gat jafnframt myndað stjórn eins flokks stjórn að kosningum loknum því flokkurinn hlaut meira en helming þingsæta. Ed Miliband, formaður Verkamannaflokksins, sagði af sér formennsku í flokknum í kjölfar kosninga.

Auglýsing

Bresku kosningarannsókninni svipar til þeirrar íslensku og er gerð í beinu framhaldi af þingkosningum í Bretlandi. Kosningarannsóknin hefur verið framkvæmd síðan 1964 og miðar að því að kortleggja stjórnmálahegðun þjóðarinnar á hverjum tíma.

Fimm líklegar skýringar


Bresku stjórnmálarannsakendurnir lögðu til fimm líklegar skýringar sem voru prófaðar. Líklegasta skýringin á þessu mikla fylgistapi Verkamannaflokksins er léleg kjörsókn væntanlegra kjósenda flokksins. Jafnvel þó kjörsókn hafi verið 66,4 prósent í kosningunum segjast 91,6 prósent þátttakenda í rannsókninni hafa kosið.

Jafnvel þó þessi mikli munur gefi til kynna að úrtak svarenda sé skekkt, þannig að þeir sem eru í úrtakinu séu áhugasamari um kosningar en hinn almenni kjósandi, gefur þetta vísbendingu um tilhneigingu svarenda í könnunum til að segjast hafa kosið eða ætla að kjósa. Aðrar rannsóknir hafa bent til samskonar tilhneiginga.

Til dæmis sögðust 3-6 prósent svarenda í fylgiskönnun þegar hafa póstlagt atkvæði sitt, jafnvel þó póstseðlar hefðu ekki verið gefnir út. Þá sögðust 46 prósent þátttakenda hafa kosið í Evrópuþingskosningunum í fyrra, jafnvel þó þeir hafi ekki getað sýnt fram á að hafa mátt kjósa. Í þessum dæmum eru væntanlegir kjósendur Verkamannaflokksins í miklum meirihluta.

BRITAIN ELECTION Stjórnmálafræðingar höfðu nokkrar tilgátur um hvað hafi valdið þessari skekkju milli fylgiskannana og niðurstaðna kosninga. Ástæðan var á endanum einföld: Fleiri sögðust ætla að kjósa en gerðu það. 

Aðrar skýringar, sem þó þykja ekki jafn líklegar og sú sem hefur verið rakin, voru lagðar fram. Tvær skýringar voru strax hraktar við frumskoðun; en verulega ólíklegt er talið að óákveðnir kjósendur hafi haft nógu mikil áhrif á fylgi flokkana til að skýra niðurstöðurnar. Auk þess jókst fylgi Íhaldsflokksins ekki í kosningarannsókninni miðað við kannanir fyrir kosningar svo mjög ólíklegt er að síðbúin fylgissveifla hafi orðið.

Þriðja kenningin var að íhaldsmenn væru einfaldlega feimnir við að gefa upp stjórnmálahneigð sína í könnum og rannsóknum. Þar ræður búseta fólks miklu enda ólíklegra að íhaldsmenn séu feimnir við að gefa upp afstöðu sína í íhaldskjördæmum. Það er hins vegar líklegra að þeir forðist það í verkamannaborgum á borð við Sunderland. Vísbendingarnar um að þessi kenning sé röng eru nokkuð sannfærandi því, þvert á við það sem fyrirfram var haldið, voru íhaldsmenn feimnastir í íhaldskjördæmunum.

Síðasta kenningin er hins vegar af tæknilegra tagi. Þar var lagt upp með að könnunaraðferðir og -úrtök hefðu falið raunverulega afstöðu þýðisins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None