Harpa.20082011_Nic.Lehoux_1.jpg
Auglýsing

Ég var svo lánsöm að vera viðstödd þegar Yoko Ono veitti viðurkenningu úr sjóð sem hún stendur á bak við sem styður við baráttu fyrir réttlæti og friði í heiminum. Að þessu sinni var það listafólkið, Ólafur Elíasson, Anish Kapoor, Katalin Ladik og Ai Weiwei sem hlaut viðurkenningu. 

Þetta listafólk á það sameiginlegt að vera framúrskarandi í því sem þau taka sér fyrir hendur og túlka samtímann og berjast fyrir betri heimi með sinni listsköpun.  Listin er nefnilega ekki bara til prýðis. Hún hefur líka rödd.

Ólafur Elíasson er einn af okkar virtustu listamönnum.  Hann ljáði Hörpu ljós sem hefur ekki aðeins verið ljós í myrkri heldur hefur ljósadýrð hennar skipt litum í þeim tilgangi að vekja fólk til vitundar m.a þegar illvirki hafa verið framin. Harpa var t.d. sveipuð frönsku fánalitunum þegar ódæðisverkin voru framin í París fyrir tæpu ári. Ólafur ákvað að verðlaunafé sitt færi til dönsku mannréttindasamtakanna Maternity Foundation en þau vinna í löndum og á svæðum þar sem heilsugæslu er verulega ábótavant. Starfið felst í þvi að reyna að því að bjarga lífi um kvenna og barna þegar upp koma alvarleg vandamál tengd meðgöngu og fæðingu. 

Auglýsing

Tvær konur frá samtökunum veittu fénu viðtökur.  Í ræðu sinni sögðu þær meðal annars:  „Á hverjum degi deyja 800 konur af barnsburði eða af vandamálum tengdum meðgöngu.  Þar af deyja 500 konur á stríðshrjáðum svæðum“.

Þetta þýðir að um 300.000 konur deyja árlega vegna barnsburðar eða heilsufarsvandamálum á meðgöngu. 

Aðeins þessi sorglega staðreynd ætti að verða til þess að þróunaraðstoð Íslendinga sé aukin. Við eigum auðvitað að leggja meira af mörkum til að vernda mæður,  ófædd og nýfædd börn sem eru í svona viðkvæmri stöðu. 

Í vikunni sem leið var loksins stofnað friðarsetur sem er samstarf Reykavíkurborgar og Háskóla Íslands. Jón Gnarr lagði ríka áherslu á að slíkt setur yrði stofnað þegar hann var borgarstjóri. Þá var ég borgarfulltrúi Besta flokksins og studdi þessa hugmynd. 

Jón Gnarr og við öll í Besta flokknum töluðum mikið fyrir friði og fengum við stundum að heyra að þetta væri gæluverkefni, að við værum bara draumórafólk. 

Hvernig getur það verið gæluverkefni að vinna að friði? Að við vekjum athygli sem friðelskandi þjóð skiptir máli.  Ljóssúla sem minnir okkur á frið í hvert sinn sem hún ber fyrir augu skiptir líka máli.  Líka hluttekning í formi lita á Hörpu.  Líka Höfði friðarsetur sem var opnað í vikunni þegar 30 ár voru liðin frá sögulegu leiðtogafundi þar sem tekin voru mikilvæg skref í átt að friði og lokum kalda stríðsins.  Allt skiptir þetta máli.

Það er staðreynd að það eru til alltof margar bækur og heimildir um stríð og átök en alltof fáar um velgengni í friðarsamræðum og hvernig við breytum slæmum aðstæðum í góðar. Og svo ég tali nú ekki um að að sjaldan er minnst á allar þær konur sem hafa rutt veginn í þágu friðar. Smá útúrdúr en á rétt á sér.

Það skiptir miklu máli hverjir eru við stjórnvölinn.  Það skiptir miklu máli að þar sé fólk sem þorir. Fólk sem hefur skýra framtíðarsýn.  Friður og mannréttindi eru viðfangsefni sem ég mun alltaf setja í forgang. 

Höfundur er stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og í 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None