Ó Reykjavík mín Reykjavík

Nichole Leigh Mosty
Auglýsing

Ég er Breiðhyltingur segi ég fyrst og fremst, sem er kannski einkenni okkar sem hér búa. Ég hef þann heiður að vera formaður Hverfisráð Breiðholts og sinni því hlutverki með ástúð og metnaði. En nú er ég að bjóða mig fram fyrir hönd Bjartrar framtíðar í komandi Alþingiskosningum. Ég skipa fyrsta sæti í Reykjavík suður og býð mig fram sem fulltrúi Reykvíkinga. Ég er að bjóða mig fram til þess að gæta að hag Reykvíkinga og þar með íslensku þjóðarinnar almennt. Ég ætla að vera svo djörf að segja að þegar hlutir ganga vel í Reykjavíkurborg hefur það bein jákvæð áhrif á hversu vel hlutirnir ganga um landið allt. Samkvæmt þjóðskrá erum við í Reykjavíkurkjördæmum samanlagt 37.2% af kjósenda á landinu öllu. 

Hér í Reykjavík höfum við það almennt gott. Við erum höfuðborg Íslands og hér höfum við aðgang að alls konar þjónustu og afþreyingu. Við vitum samt að það eru hlutir sem mættu betur fara í okkar borg. Ýmislegt sem til dæmis ríkið ber ábyrgð á að taka afstöðu til og veita réttmætan stuðning við. Það er ekki nóg að forsætisráðherra sé með afskipti af hvað og hvernig við byggjum heldur miklu frekar að við fáum fjármagn, samstarf og svigrúm til þess að starfa með ríkisstjórninni svo hægt sé að halda áfram að þróa borgina okkar. Við þurfum að eiga okkar málsvara innan veggja þingsins. Nú sitja 22 fulltrúar úr Reykjavíkurkjördæmum á Alþingi en það þarf að standa betur að því að brúa bilið milli ríkis og borgar í ýmsum stórum málefnum sem skipta máli. Það er ekki skynsamleg afstaða þingmanna að stilla hagsmunum ríkis og borgar upp sem andstæðum pólnum, hvað þá borgar og landsbyggðar. 

Við þurfum ekki að líta lengra til baka en til 2011 þegar málefni fatlaðs fólks færðust frá hendi ríkis til til sveitarfélaga landsins. Hvers margar manneskjur, því við erum að tala um manneskjur hérna, lentu milli skips og bryggju, á milli kerfa þar sem allt of lítið  fjármagn fylgdi verkefninu. Eins og málum er háttað lendir langmestur þungi af þessu á höfuðborgarsvæðinu og landsvæði þar sem fólksfjöldi er minni eiga í stökustu vandræðum með að standa undir lögbundinni þjónustu. Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög hafa brúað bilið af sínum útsvarstekjum, en miklu eðlilegra hefði verið að ríkið stæði að þessari yfirfærslu með nauðsynlegu fjármagni, með hag notenda þjónustunnar að leiðarljósi.

Auglýsing

Þó svo að það sé ákveðið að sveitastjórnir landsins eigi að fara með umsjón og rekstur á ýmsum málefnum er það ábyrgð ríkisins að halda utan um hag landsmanna burt sé frá í hvaða sveitarfélagi þeir eru búsettir í. Það er ábyrgð fulltrúa frá hverju einasta kjördæmi að standa vörð um almenna hagsmuni í þeirra kjördæmum, líka Reykjavíkur.

Hvaða málefni ættu fulltrúar úr Reykjavík sem starfa á Alþingi að vinna betur að? Hér má til dæmis nefna húsnæðismálin sem eru ekki í nægjanlega góðum farvegi, þó rétt sé að hrósa fyrir það sem þó hefur verið gert. Það þarf að auka möguleika á að sækja stofnframlög til uppbyggingar leiguhúsnæðis Það er mikilvægur, hluti þess að leysa húsnæðisvanda ungs fólks, þeirra sem eru tekjulægri og þeirra sem ekki vilja binda allan sinn sparnað í húsnæði. Það er næstum því ógerlegt fyrir ungt fólk  að komast inn á húsnæðismarkaðinn, geta sum hver hvorki leigt né keypt húsnæði. Fjölbreytni á húsnæðismarkaði er gríðarlega mikilvæg. 

Aukning ferðamanna er að hafa gríðarleg áhrif á borgina okkar. Reykvíkingar, alla vega flestir sem ég hef rætt við, vilja hækka gistináttagjald umtalsvert. Meirihluti ferðamanna gista í Reykjavík einhvern hluta ferðalagsins og álag sem tengist því er farið að hafa neikvæð áhrif á  íbúa. Fólk vill sjá  tekjur renna til sveitarfélaga til þess að koma til móts við umhirðu, viðhald á gangséttum, viðhaldi gatnakerfis og fleiri þátta sem beinn kostnaðarauki hlýst af vegna stórkostlegra fjölgunar ferðamanna.  Af hverju ættum við ekki að innheimta slíkt  gjöld hér, það er mjög algengt að borga slíkan skatt erlendis. Ríkið fær miklar tekjur af komu ferðamanna til landsins í gegnum stóraukin virðisaukaskatt og olíugjald svo dæmi séu nefnd. Sveitarfélög, þar með talin Reykjavík, fá ekkert i sinn hlut nema það sem kemur inn í formi aukins útsvars. Það getur ekki talist skynsamlegt þegar litið er til þeirrar miklu uppbyggingar innviða og reksturs sem nauðsynleg er. 

Annað sem ég vil taka fram er ábyrgð þingmanna á umhverfinu ekki síður hér í höfuðborginni en úti á landi. Þar sem Alþingi samþykkti fullgildingu Parísarsáttmálans er það mikilvægt að ríkið hefji strax stóraukið samstarfi við Reykjavíkurborg um að byggja upp öflugri almenningssamgöngur. Þrátt fyrir að sífellt fleiri nýti sér almenningssamgöngur finnur fólk fyrir aukinni umferð. Það er fyrst og fremst á háannatíma sem fólk verður fyrir töfum í umferðinni. Einkabílinn er langalgengasta ferðamáti höfuðborgarbúa . Það er öllum ljóst að hið opinbera verður að taka höndum saman við að gera fleiri ferðamáta aðgengilega fyrir íbúa svæðisins. Tveir þriðju hlutar þjóðarinnar búa á höfuðborgarsvæðinu og það samræmist engan veginn markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, né lýðheilsumarkmiðum að hér ferðist fólk að mestu eitt í bíl. 

Lausnin er ekki að ausa fjármunum í hraðbrautir og mislæg gatnamót heldur að byggja upp öflugt almenningssamgangnakerfi, gera fólki í auknum mæli kleift að hjóla eða ganga til vinnu og svo líka að skoða möguleika á að dreifa umferðarálagi betur. Af hverju þurfa skólar að byrja á sama tíma, geta stofnanir ríkisins verið sveigjanlegri í opnunartíma? Það hefur líka sýnt sig að hjá fyrirtækjum og stofnunum sem taka upp samgöngusamninga sem hvetja til að fólk noti aðra ferðamáta en einkabílinn minnka veikindi umtalsvert. Ríkið á að vera leiðandi í þessari þróun, ekki hamlandi.

Núverandi Menntamálaráðherra er þingmaður fyrir Reykjavík norður. Það heyrðist ekki mikið um sýn ráðherra menntamála þegar hagræðingaraðgerðir í skólakerfinu í Reykjavík voru í hámæli í haust. Ég hef ekki orðið vör við neina framtíðarsýn á hvernig eigi að takast á við skort á leikskólakennurum og yfirvofandi skort á grunnskólakennurum. Reykjavíkurborg er að reka stærsta skólakerfi á landinu og ef við erum að glíma við skort á fjármagni til þess að mæta faglegum skilyrðum sem standa í lögum og námskrám (sem gefið er út af ráðuneytinu), og að við sjáum fyrir okkur að það þurfi verulegt átak til að efla kennara og kennarastéttina þá tel ég þörf á inngripi af hálfu ríkisins og góðu samstarfi við þann sem fer með yfirstjórn menntamála, ráðherrann sjálfan. Það er ekki nóg að setja fram læsisstefnu, ráða hóp sérfræðinga í ráðuneytið og ætla svo sveitarfélögum að innleiða þetta allt saman án þess að nálægt því viðunandi fjármagn fylgi. 

Við í Bjartri framtíð höfum alltaf talað fyrir auknu samráði og samstarfi þar sem við viljum stuðla að því að almannahagsmunir séu hafðir að leiðarljósi. Við köllum eftir auknu samtali milli ríkisstjórnar, Alþingis, sveitarfélaga, atvinnulífsins, launþega, fjármála geirans og annarra hagsmunaaðila í þjóðfélaginu,  með  langtímamarkmið og umbætur sem takmark á ýmsum sviðum. Við viljum gera störf Alþingis uppbyggilegri og við teljum að samstarf milli ríkis og sveitarfélög, þar meðal við Reykjavíkurborg, sé nauðsynlegt. Núverandi ríkisstjórn hefur því miður oft ákveðið að taka afstöðu á móti þróun í Reykjavík og þar með á  móti okkur sem hér búum og landsmönnum öllum. Ég hlakka til hins vegar að fara í það mikilvægt samráð  og samstarfi sem fulltrúi úr Reykjavík suður með huganum á þróun í okkar borg sem getur haft áhrif á þróun um landið allt.

Höf­undur situr í 1. sæti á fram­boðs­lista Bjartrar fram­tíðar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None