Íslenskir feðgar seldu eldisleyfi í Noregi með miklum hagnaði

Árni Gunnarsson skrifar um gríðarlega fjármuni í laxeldi.

laxeldi
Auglýsing

Norska blað­ið VG sagði fyrir skömmu sögu af sér­leyfum til lax­eldis í sjó, sem áttu að gagn­ast litlum eld­is­fyr­ir­tækj­um, en komust í hendur hinna stóru. Það voru tveir nafn­greindir Íslend­ing­ar, feðgar, sem sér­leyfi fengu árið 2009 og seldu nýlega með gríð­ar­legum hagn­aði. Málið minnir nokkuð á íslenska kvóta­málið og sýnir ljós­lega þá miklu fjár­muni, sem verða til í lax­eldi við útgáfu lax­eld­is­leyfa.

Blaðið seg­ir, að það hafi verið stór dagur fyrir Nor­dland-­fylki, þegar það fékk tvö sér­leyfi til að hefja lax­eldi í sjó. VG birtir mynd úr Helgelands Blad, þar sem ráða­menn fylk­is­ins afhenda íslensku feðg­unum blóm og allir eru með bros á vör. Það hafði lengi verið barist fyrir þessum leyfum og nú myndi lax­inn færa sveit­ar­fé­lag­inu fé og störf. 

Auglýsing

Árið 2009 veittu stjórn­völd 65 leyfi til eldis á laxi, urriða og regn­boga­sil­ungi í Nor­eg­i.  VG gerði úttekt á fram­vindu mála í þeim byggð­ar­lög­um, sem leyfin fengu. 20 af 65 leyf­um, eða 30%, eru nú í eigu ann­arra félaga en leyfin fengu. Mik­ill meiri­hluti er kom­inn í eigu stóru eld­is­fyr­ir­tækj­anna. Sjö af leyf­unum voru þegar seld risa­fyr­ir­tækj­un­um Norway Royal Salmon og Sal­mar. Í dag eru 31 af þessum 65 leyfum komin í eigu eða hluta­eigu stóru eld­is­fyr­ir­tækj­anna. 

Fyrir leyfin 65 fékk norska ríkið 6,8 millj­arða ­ís­lenskra króna. Í dag er mats­verð leyf­anna 65 sam­tals um 30 millj­arð­ar­ ­ís­lenskra króna og hefur verð­mætið ríf­lega fjór­fald­ast. Þau leyfi, sem þegar hafa verið seld, hafa farið fyrir 7-800 millj­ónir króna hvert 1000 tonna leyfi. – Þegar þessi leyfi voru veitt var til­gang­ur­inn sá, að efla starf­semi minnstu fyr­ir­tækj­anna í grein­inni og til atvinnu­sköp­unar í strand­hér­uðum Nor­egs. Aðeins nokkur fyr­ir­tæki hafa upp­fyllt þessar vænt­ing­ar. 

Sam­kvæmt norskum eld­is­lögum er heim­ilt að kaupa og selja leyf­in. Þar eð leyfin 65, sem veitt voru 2009, fóru ekki til stóru eld­is­fyr­ir­tækj­anna, hafa þau ekki átt annan kost til vaxtar en að kaupa leyfi af minni fyr­ir­tækj­um. Verðið hefur oft verið him­in­hátt, enda margir um kaup­in. 

Fyr­ir­tæki Íslend­ing­anna tveggja, sem sér­leyfin fengu, hét Sal­mus Akva og var í Nor­dland. Hinn 12. mars 2013 var til­kynnt, að félagið hefði verið selt eld­is­fyr­ir­tæk­inu Nova Sea, sem er með þeim stærstu í Nor­egi. Söl­unni fylgdu tvö sér­leyfi. Sam­kvæmt frétt í hér­aðs­blað­inu Helgelands Blad, voru hluta­bréfin í  Sal­mus Akva seld fyrir 100 millj­ónir norskra króna eða 1,4 millj­arða ­ís­lenskra króna. Í sama mán­uði var móð­ur­fé­lag Sal­mus Akva, sem hét Leines Seafood í Leir­fjord, lagt nið­ur. Þar misstu 56 manns atvinn­una.

Blað­ið VG seg­ir, að Íslend­ing­ur­inn, sem ann­að­ist dag­legan rekst­ur Sal­mus Akva, hafi verið ófeim­inn við að ræða söl­una, en ekki viljað skýra frá sölu­verð­inu. Hins vegar neit­aði hann því, að hann og aðrir eig­endur hefðu lifað ein­hverju lúx­us­lífi eftir söl­una. „Við borð­um ennþá hrökk­brauð og sultu“ sagði Íslend­ing­ur­inn. „Pen­ing­arnir voru not­aðir til að end­ur­fjár­magna eld­is­fyr­ir­tæk­ið Sal­mus og til að stofna eld­is­fyr­ir­tæki á Ísland­i.“

Hans Lövmo, stjórn­mála­maður í Leir­fjord og Alsta­haug, var einn af þeim, sem barð­ist fyrir því, að Íslend­ing­arnir og fyr­ir­tæki þeirra Sal­mus Akva fengi tvö sér­leyfi til lax­eld­is. „Við vorum ánægð með árang­ur­inn þegar fyr­ir­tæk­ið, það eina í Nor­dlan, fékk tvö sér­leyf­i“, seg­ir Lövmo í við­tali við VG. Það hefðu því verið mikil von­brigði, þegar fyr­ir­tækið var selt. Hann telur mik­il­vægt, að heim­ilt verði að fram­leigja eld­is­leyfin svo eitt­hvað af tekj­unum verði eftir í sveit­ar­fé­lög­un­um. Þetta sjón­ar­mið ætti að vera umhugs­un­ar­efn­i  ­ís­lenskum sveit­ar­fé­lög­um, sem vilja heim­ila lax­eldi í sjó. 

Þessi frétt í norska blað­inu útskýrir að hluta hvers vegna Norð­menn sækja nú mjög í íslensk fyr­ir­tæki, sem fengið hafa eða sótt um, leyfi til lax­eldis í sjó í fjörðum við Ísland. Norska ríkið mun ekki veita fleiri eld­is­leyfi í náinni fram­tíð og fátt er af leyfum á mark­aði, þótt verðið hafi marg­fald­ast á nokkrum árum. – Þá fjölgar nú gagn­rýn­is­röddum í Nor­egi, sem vara við vax­andi mengun í sjó, ill­við­ráð­an­legum lúsafar­aldri, vírus­sýk­ingum í eld­iskvíum og alvar­legri gena­mengun í norskum laxa­stofnum vegna stroku­lax úr kví­um. 

Ljóst er, að íslensk eld­is­leyfi eru mjög verð­mæt, þótt lítið sem ekk­ert sé fyrir þau greitt. Það er því veru­leg arðs­von að sækja um eld­is­leyfi, sem síðan er hægt að selja útlend­ingum fyrir stór­fé. Það er mjög tíma­bært, að setja ákvæði í lög um sjáv­ar­eldi, sem heim­ila ein­göngu eldi á landi og geld­fiski í sjó. Einnig gjald­skrá fyrir leyfi og banni við fram­sali þeirra og sölu til útlend­inga eins og Fær­ey­ingar hafa gert. 

Með lax­eldi í sjó er hafin nýt­ing á íslenskum haf­svæð­um, sem eru í eigu íslenskrar þjóð­ar. Slík afnot hafs­ins utan net­laga eru ólög­mæt sam­kvæmt 40. Gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar.  Ef af verður í stórum stíl, þá ber rík­inu að taka gjald fyr­ir. Verð­mætin eru mik­il. Eins og fram kemur í frétt VG, fékk norska ríkið 6,8 milj­arða fyrir 65 leyf­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None