Dýravernd er umhverfisvernd

Sigursteinn Másson
Auglýsing

Það er nokkuð ljóst að eitt stærsta hags­muna­mál mann­kyns til skemmri og lengri tíma er umhverf­is­vernd. Þótt Don­ald Trump haldi öðru fram er þetta nokkuð óum­deilt. Áherslur í stjórn­málum end­ur­spegla þetta samt ekki. Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið er enn veiga­minnsta ráðu­neytið og mál­efnum umhverfis gef­inn lít­ill tími í umræðum í aðdrag­anda kosn­inga. 

Síð­ustu 13 ár hef ég starfað með alþjóð­legum dýra­vel­ferð­ar­sam­tökum á Íslandi og í Nor­egi. Á þessum tíma hafa óyggj­andi upp­lýs­ingar komið fram um að mesta magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í and­rúms­lofti verður til vegna verk­smiðju­fram­leiðslu á dýra­af­urð­um. Gríð­ar­stórir skógar hafa verið ruddir til að stunda naut­gripa­rækt og búfén­aður er fluttur langar vega­lengdir á risa­stórum flutn­inga­bílum til slátr­un­ar. Gasið sem naut­gripir heims­ins senda út í and­rúms­loftið er meiri­háttar vanda­mál. 

Auglýsing

Frá síð­ustu alda­mótum hefur kjúklinga­neysla á Vest­ur­löndum fimm­fald­ast. Undir lok tutt­ug­ustu aldar var kjúklingur að jafn­aði í mat­inn einu sinni í viku en nú er hann borð­aður að með­al­tali 5 sinnum í viku. Verðið hefur hlut­falls­lega lækkað en fyrir vikið er millj­örðum dýra boðið upp á algjör­lega óvið­un­andi aðstæður í miklum þrengslum þar sem þau sjá aldrei sól­ar­ljósið á sinni skamm­vinnu ævi. Allt til að skyndi­mat­ur­inn sé sem ódýrast­ur. Er  þetta raun­veru­lega hollt? Hvað með öll sýkla­lyf­in? 

Á þess­ari öld hafa líka komið fram áreið­an­legar upp­lýs­ingar um að hvalir séu mik­il­vægir líf­ríki sjávar en ekki afætur eins og sumir hér á landi hafa viljað meina. Þegar þeir deyja nátt­úru­legum dauð­daga þá verður til gríð­ar­legt magn nær­ing­ar­efna og einnig með dag­legum úrgangi þeirra. Þegar þeir kafa róta risa­stórir skrokkar hvala upp öðrum nær­ing­ar­efnum af botni sjávar og í neðri lögum haf­djúps­ins sem nýt­ast fiskum og öðrum líf­verum en sem ann­ars hreyfð­ust ekki.  

Dýra­vernd er umhverf­is­vernd og mikið hags­muna­mál alls mann­kyns. Brýnt er að Ísland setji sér háleit mark­mið um dýra­vel­ferð og umhverf­is­vernd. Með því að vinna mark­visst að því að öll mat­væla­fram­leiðsla sem hefur að gera með dýra­af­urðir verði vist­væn á Íslandi innan 15 ára, mundum við leggja okkar að mörkum og verða fyr­ir­mynd ann­arra ríkja. Á þessum sama tíma ættum við líka að vinna að því að alla­vega 75% bíla­flot­ans og fiski­skipa­flot­ans verði raf­vædd­ur. Ban Ki Moon, aðal­rit­ari Sam­ein­uðu þjóð­anna, sagði rétti­lega á Arctic Circle ráð­stefn­unni nýverið að margt hefði tek­ist vel á Íslandi en að við Íslend­ingar gætum gert bet­ur. Og við eigum að gera svo miklu betur þegar vel­ferð dýra, manna og umhverfis er ann­ars veg­ar.  

Höf­undur skipar 4. sæti á lista VG í Suð­vestur kjör­dæmi. 

Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None