Dýravernd er umhverfisvernd

Sigursteinn Másson
Auglýsing

Það er nokkuð ljóst að eitt stærsta hags­muna­mál mann­kyns til skemmri og lengri tíma er umhverf­is­vernd. Þótt Don­ald Trump haldi öðru fram er þetta nokkuð óum­deilt. Áherslur í stjórn­málum end­ur­spegla þetta samt ekki. Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið er enn veiga­minnsta ráðu­neytið og mál­efnum umhverfis gef­inn lít­ill tími í umræðum í aðdrag­anda kosn­inga. 

Síð­ustu 13 ár hef ég starfað með alþjóð­legum dýra­vel­ferð­ar­sam­tökum á Íslandi og í Nor­egi. Á þessum tíma hafa óyggj­andi upp­lýs­ingar komið fram um að mesta magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í and­rúms­lofti verður til vegna verk­smiðju­fram­leiðslu á dýra­af­urð­um. Gríð­ar­stórir skógar hafa verið ruddir til að stunda naut­gripa­rækt og búfén­aður er fluttur langar vega­lengdir á risa­stórum flutn­inga­bílum til slátr­un­ar. Gasið sem naut­gripir heims­ins senda út í and­rúms­loftið er meiri­háttar vanda­mál. 

Auglýsing

Frá síð­ustu alda­mótum hefur kjúklinga­neysla á Vest­ur­löndum fimm­fald­ast. Undir lok tutt­ug­ustu aldar var kjúklingur að jafn­aði í mat­inn einu sinni í viku en nú er hann borð­aður að með­al­tali 5 sinnum í viku. Verðið hefur hlut­falls­lega lækkað en fyrir vikið er millj­örðum dýra boðið upp á algjör­lega óvið­un­andi aðstæður í miklum þrengslum þar sem þau sjá aldrei sól­ar­ljósið á sinni skamm­vinnu ævi. Allt til að skyndi­mat­ur­inn sé sem ódýrast­ur. Er  þetta raun­veru­lega hollt? Hvað með öll sýkla­lyf­in? 

Á þess­ari öld hafa líka komið fram áreið­an­legar upp­lýs­ingar um að hvalir séu mik­il­vægir líf­ríki sjávar en ekki afætur eins og sumir hér á landi hafa viljað meina. Þegar þeir deyja nátt­úru­legum dauð­daga þá verður til gríð­ar­legt magn nær­ing­ar­efna og einnig með dag­legum úrgangi þeirra. Þegar þeir kafa róta risa­stórir skrokkar hvala upp öðrum nær­ing­ar­efnum af botni sjávar og í neðri lögum haf­djúps­ins sem nýt­ast fiskum og öðrum líf­verum en sem ann­ars hreyfð­ust ekki.  

Dýra­vernd er umhverf­is­vernd og mikið hags­muna­mál alls mann­kyns. Brýnt er að Ísland setji sér háleit mark­mið um dýra­vel­ferð og umhverf­is­vernd. Með því að vinna mark­visst að því að öll mat­væla­fram­leiðsla sem hefur að gera með dýra­af­urðir verði vist­væn á Íslandi innan 15 ára, mundum við leggja okkar að mörkum og verða fyr­ir­mynd ann­arra ríkja. Á þessum sama tíma ættum við líka að vinna að því að alla­vega 75% bíla­flot­ans og fiski­skipa­flot­ans verði raf­vædd­ur. Ban Ki Moon, aðal­rit­ari Sam­ein­uðu þjóð­anna, sagði rétti­lega á Arctic Circle ráð­stefn­unni nýverið að margt hefði tek­ist vel á Íslandi en að við Íslend­ingar gætum gert bet­ur. Og við eigum að gera svo miklu betur þegar vel­ferð dýra, manna og umhverfis er ann­ars veg­ar.  

Höf­undur skipar 4. sæti á lista VG í Suð­vestur kjör­dæmi. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
Kjarninn 15. október 2019
Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra
Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.
Kjarninn 15. október 2019
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None