Fréttaskýring#Tónlist#Bretland

Adele og metin sem aldrei verða slegin

Tónlistarkonan Adele hefur sett hvert metið á fætur öðru frá því að nýjasta plata hennar, 25, kom út í nóvember síðastliðnum. Í heimi minnkandi tónlistarsölu er Adele í algjörum sérflokki.

Þórunn Elísabet Bogadóttir9. mars 2016

Adele er ein allra stærsta stjarna sam­tím­ans. Það er stað­reynd, frekar en hug­lægt mat. Frá því að nýjasta platan henn­ar, 25, kom út í lok síð­asta árs hefur hún slegið hvert metið á fætur öðru. Og hún virð­ist ekki geta slegið feil­nótu, í óeig­in­legum skiln­ing­i. 

Reyndar var hún byrjuð að slá met áður en platan kom út. Fyrsta smá­skífan af plöt­unni, lagið Hello, kom út 23. októ­ber síð­ast­lið­inn og byrj­aði að slá met strax á fyrsta degi. Þá var horft á mynd­bandið við lagið 27 milljón sinnum á Youtube. Það tók fimm daga að kom­ast yfir 100 millj­ón­ir, sem var líka met. Núna, 9. mars, er áhorfstalan komin yfir 1,3 millj­arða, sem sam­svarar því að næstum einn af hverjum fimm jarð­ar­búum hafi horft einu sinni á mynd­band­ið. 

Strax í fyrstu vik­unni varð smá­skífan mest selda lag árs­ins 2015 í Bret­landi. Í Banda­ríkj­unum var yfir milljón ein­tökum hlaðið niður fyrstu vik­una. Aldrei áður hafði lag náð yfir milljón á einni viku, og það sem meira er, þetta var hálfri milljón meira en lagið Right Round með Flo Rida, sem átti metið fram að því. Fyrir tíma nið­ur­hals hefur eitt lag náð meiri sölu sem smá­skífa en Hello, og það var end­ur­út­gáfan af Candle in the Wind, sem Elton John gaf út eftir að Díana prinsessa dó árið 1997. 

Og hún sem sagð­ist hafa haldið að eftir svona langan tíma án þess að gefa nokkuð út væri öllum orðið sama um hana. 

Lang­lífu orðróm­arn­ir 

Síð­asta plata Adele kom út í byrjun árs 2011, og ári síðar gaf hún út lag fyrir James Bond mynd­ina Sky­fall. Eftir það hafði hún sig mjög lítið í frammi. Áður en 25 kom svo út höfðu lengi verið orðrómar á kreiki um nýju plöt­una henn­ar, sem fólk þótt­ist alla tíð visst um að myndi heita 25. Hún hafði líka fram að þessu gefið út plöt­urnar 19 og 21, eftir aldri hennar þegar plöt­urnar voru gerð­ar­. Þegar hún átti 25 ára afmæli ýtti hún heldur betur undir orð­rómana í gegnum Twitt­er-­síðu sína, eins og sjá má hér að neð­an.

Árið 2014 kom þó og fór og ekk­ert heyrð­ist frá henni. Seinna kom í ljós að hún gerði fullt af tón­list sem henni þótti ekki nógu góð þegar á hólm­inn var kom­ið. Árið 2015 voru sögu­sagn­irnar orðnar hávær­ar, enda vitað að verið væri að vinna í plötu með aðstoð ýmissa tón­list­ar­manna, og talið var víst á seinni hluta árs­ins að nú myndi fara að draga til tíð­inda. Bill­bo­ard sagði frá því síð­ast­liðið haust að platan kæmi í nóv­em­ber, en það var ekki 100% stað­fest. 

Svo allt í einu og upp úr þurru birt­ist aug­lýs­ingin hér að neð­an­, í aug­lýs­inga­hléi á X-Factor þætti í breska sjón­varp­inu þann 18. októ­ber. 

Ekk­ert meira fylgdi aug­lýs­ing­unni, en það ætl­aði strax allt um koll að keyra. Var þetta í alvör­unni hún, var hún að til­kynna form­lega um útgáfu plöt­unnar og var þetta þá lag af nýju plöt­unni? Svarið var já. 

Nokkrum dögum seinna birti hún skila­boð til aðdá­enda sinna á Twitt­er, og sýndi svo plötu­umslagið og til­kynnti útgáfu­dag­inn 20. nóv­em­ber á Instagram. Í skila­boð­unum á Twitter útskýrði hún fjar­veru sína og það hversu langan tíma hefði tekið að koma plöt­unni út. Útskýr­ingin var reyndar ein­föld, lífið gerð­ist. Meðal þess sem gerð­ist í lífi hennar var að hún eign­að­ist son, sem er nú þriggja ára. Sló met 'NSYNC, Oasis og Susan Boyle

Það væri of löng upp­taln­ing að skrifa um öll metin sem Adele hefur slegið með útgáfu 25, en hér koma samt nokkur í við­bót. Fyrstu vik­una voru tæp­lega 3,4 millj­ónir ein­tök seld af plöt­unni í Banda­ríkj­un­um, ­sam­kvæmt mæl­ingum Niel­sen Music, sem hefur mælt plötu­sölu frá­ ár­inu 1991 og tekið inn í mæl­ingar sínar streymi og sölu á ein­staka lög­um. Ekki að ein­staka lög hafi skipt miklu máli hjá A­dele, næstum því hver einn og ein­asti keypti plöt­una í heild sinni.

25 er fyrsta platan í sög­u þess­ara mæl­inga til þess að selj­ast í yfir þremur millj­ón­um ein­taka á einni viku. Áður en platan kom út hafði því ver­ið velt upp í fjöl­miðlum hvort hún gæti mögu­lega jafnað sölu­met­ið, sem stráka­sveitin 'NSYNC átti þá. Þeir seldu 2,4 millj­ónir af No Strings Attached í vik­unni eftir að hún kom út árið 2000. Adele jafn­aði ekki bara metið heldur sló það svo ræki­lega að talið er ólík­legt að nokkur muni ná henn­i. 

Og í Bret­landi var sömu sögu að ­segja. 800 þús­und ein­tök og gott betur seld­ust í fyrstu vik­unn­i þar, yfir 100 þús­undum meira en sölu­hæsta platan þar í landi fram að því. Fyrsta dag­inn seld­ust 300 þús­und ein­tök. Be Here Now með Oas­is, hafði áður verið mest selda platan á einni viku, en hún seld­ist í 696 þús­und ein­tökum vik­una sem hún kom út árið 1997. 

Hún sló alls konar önnur met í öðrum lönd­um. Til að mynda setti hún sölu­met á Nýja-­Sjá­landi og sló þar út Susan Boy­le, sem hafði átt metið þar í land­i. 

25 fór í fyrsta sæti á iTu­nes list­anum í 106 af 119 löndum þessa fyrstu viku og seld­ist þar í 900 þús­und ein­tök­um. Nýj­ustu tölur segja að platan hafi selst í nítján milljón ein­tök­um um allan heim

Adele á Grammy-verðlaununum nýverið.
Mynd: EPA

Ekki platan sem bjargar tón­list­ar­heim­inum

Það er mjög vel þekkt að tón­list­ar­sala og neysla á tón­list hefur breyst gríð­ar­lega síð­ustu ár, og plötu­sala dregst veru­lega saman ár frá ári. Það gerir gríð­ar­lega vel­gengni plötu eins og 25 sér­staka, það að hún slái svona mörg met þrátt fyrir stöð­una á mark­aðn­um. Adele ákvað að setja plöt­una ekki á streym­is­síður eins og Spoti­fy, og hún kemst upp með slíka ákvörð­un, sem lík­lega jók bara söl­una. 

En það þýðir ekki neitt fyrir almenna plötu­sölu, segja sér­fræð­ing­ar. „Þetta er óvenju­legt. Þetta er ekki merki um það hvert iðn­að­ur­inn stefn­ir, og bara þótt við höfum eina stóra og far­sæla plötu­sölu þýðir það ekki að allir fari að kaupa plötur aft­ur,“ sagði tón­list­ar­grein­and­inn Mark Mulli­gan við Guar­dian þegar 25 var nýkomin út. Þetta væri ekki platan sem bjarg­aði tón­list­ar­heim­in­um,  miklu nær væri að líta aðeins neðar á listana til þess að finna raun­veru­lega stöðu iðn­að­ar­ins. Raunin er sú að efsta eina pró­sentið af tón­list­ar­mönnum fái 77% allra tekna. Með öðrum orð­um, súper­stjörn­urnar græða pen­inga og selja plöt­ur, en hin 99% tón­list­ar­mann­anna lenda í vand­ræð­u­m. 

Fleiri sem græða 

Það eru samt ekki bara Adele og plötu­fyr­ir­tækið hennar sem græða stór­kost­lega á þess­ari vel­gengni. Tón­list­ar­síðan djbooth hefur reynt að meta hvað aðrir sem unnu að plöt­unni, eins og upp­töku­stjórar og laga­höf­und­ar, hafi fengið í sinn hlut. Til að mynda er sagt að Greg Kur­stin, sem gerði Hello með Adele, hafi grætt meira en tvær millj­ónir doll­ara. Eins og síðan seg­ir: það þýðir að maður sem eng­inn veit hver er, er að græða meiri pen­inga en 90% þeirra tón­lista­manna sem gefa út plöt­ur. 

Áætlað er að auð­æfi Adele séu í kringum 75 millj­ónir doll­ara, tæp­lega 10 millj­arðar íslenskra króna. Það er bara af tón­list, vegna þess að þrátt fyrir fjöl­mörg boð þar um, hefur hún sagt nei við hverju ein­asta til­boði um að aug­lýsa eða ger­ast tals­kona hluta. Í við­tali við Guar­dian í haust sagði hún að henni hefði verið boðið að aug­lýsa allt mögu­legt. Bæk­ur, föt, drykki, mat, bíla, leik­föng, smá­forrit og kerti, tók hún sem dæmi. „Milljón pund fyrir að syngja í afmæl­is­veisl­unni þinnig? Ég myndi frekar gera það ókeypis ef ég geri það á annað borð, takk,“ sagði hún. 

Tón­leika­ferða­lagið heldur henni á toppnum áfram

Í síð­ustu viku hóf Adele svo fyrsta tón­leika­ferða­lagið sitt í fjögur ár. Hún neydd­ist til að hætta að koma fram árið 2011 vegna radd­vand­ræða, sem hún fór í aðgerð til að laga. Upp­haf­lega var því haldið fram að hún myndi ekki fara í neina tón­leika­ferð vegna nýju plöt­unn­ar, en svo not­aði hún sam­fé­lags­miðla enn á ný til þess að til­kynna að hún hygð­ist víst ætla að halda tón­leika. 

Hún byrj­aði í Belfast, og fer nú um Evr­ópu fram á sum­ar. Þá fer hún til Norð­ur­-Am­er­íku, þar sem hún heldur tón­leika fram til 15. nóv­em­ber, en síð­ustu tón­leik­arnir hennar verða í Mexík­ó­borg það kvöld. 105 tón­leikar eru áform­að­ir, 49 í Evr­ópu, 56 í Norð­ur­-Am­er­íku. Upp­selt er á alla tón­leik­ana, en það seld­ist upp á Evr­óput­úr­inn strax svo að fleiri tón­leikum var bætt við. 

Dæmi eru um að miðar á tón­leika með henni séu í end­ur­sölu fyrir meira en 290 sinnum upp­haf­legt verð. Sæti sem kost­uðu 85 pund á tón­leika í London eru í sölu fyrir tæp­lega 25 þús­und pund, sem eru rúm­lega 4,5 millj­ónir króna. 

Síð­asta plata Adele, 21, var í fyrsta sæti á Bill­bo­ard list­anum í 24 vik­ur, sem var met. Aldrei ­fyrr hafði kona náð við­líka árangri á list­an­um. Hún var í 23 vikur á toppi breska vin­sæld­ar­list­ans og fór á topp­inn í yfir 30 lönd­um. Allar líkur eru taldar á því að hún slái sitt eig­ið ­met með 25. Nú í upp­hafi tón­leika­ferða­lags­ins hefur platan þegar setið í topp­sæti Bill­bo­ard í 10 vikur og á breska vin­sæld­ar­list­anum í níu. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar