Kynferðisbrotum fjölgar og kærum fækkar

Fjöldi kynferðisbrotamála hjá Stígamótum jókst á milli síðustu tveggja ára. Einungis 41 mál var kært af 468 málum. Flest málin eru nauðganir og karlar eru gerendur í langflestum tilvikum.

Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, kynnti ársskýrslu samtakanna í morgun.
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, kynnti ársskýrslu samtakanna í morgun.
Auglýsing

Einungis 8,8 prósent kynferðisbrotamála sem bárust Stígamótum í fyrra voru kærð til lögreglu. Af 468 málum voru 41 kærð. Þetta er lægra hlutfall heldur en árið áður, en þá voru rúmlega 13 prósent mála kærð, eða 56 mál af 423. 

Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, sagði á kynningarfundi á ársskýrslu Stígamóta fyrir árið 2015 í morgun að ein möguleg ástæða þessa lága hlutfalls kærðra mála væri sú að léleg meðferð kynferðisbrota hjá lögreglu hafi verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið ár. En það sé þó ekkert nýtt að fá mál séu kærð. 

Ekki eins mörg viðtöl síðan í Karls Vignis-málunum

Fjöldi nýrra mála hjá Stígamótum 2015 var 330 og voru brotaþolar 302 og svo 28 í gegn um aðstandendur. Heildarfjöldi einstaklinga sem kom til Stígamóta var 677. Ofbeldismenn voru 507, þar af 30 konur. Árið 2014 var heildarfjöldi kynferðisbrotamála 306.

Auglýsing

Heildarfjöldi viðtala var 2.209 og er hvert viðtal klukkutími. Guðrún sagði að ekki hafi verið gerð svo mörg viðtöl síðan 2013 þegar málin sem voru tengd Karli Vigni Þorsteinssyni voru öll að koma upp á yfirborðið. 

Karlar nauðga í langflestum tilvikum

Flest málin hjá Stígamótum í fyrra voru nauðganir, eða 155 af 464. Sifjaspellsmál voru 125, kynferðisleg áreitni taldi 99 mál, nauðgunartilraunir voru 39, mál tengd klámi voru 19 og vændismál voru fimm. 

245 konur leituðu til Stígamóta vegna nauðgana og 37 karlar. Karlar voru ofbeldismenn í 95,5 prósent tilvika þegar kom að konum og í 76 prósent tilvika hjá körlum. 

Alltaf fá mál kærð

Séu ársskýrslur Stígamóta frá árunum 1992 til 2014 skoðaðar kemur fram að um fjögur prósent til 17 prósent mála ár hvert hafi verið kærð til lögreglu. Í ársskýrslunni segir að ástæður fyrir að mál eru ekki kærð eru margar, en oft eru mál fyrnd þegar þau berast Stígamótum. 

„Algengt er líka að fólk treystir sér ekki lengur í gegn um yfirheyrslur og hefur ekki trúa á að það nái fram rétti sínum fyrir dómstólum. Enn önnur skýring og ef til vill algengari en marga grunar er að þau sem beitt eru kynbundnu ofbeldi eru svo þjökuð af skömm, sektarkennd og lélegri sjálfsmyn að þau treysta sér ekki til þess að kæra og finnst þau jafnvel bera ábyrgð á ofbeldinu sjálf, annað hvort að hluta til eða alveg,” segir í ársskýrslunni. 

Þá kom fram í rannsókn sem gerð var af Hildigunni Magnúsdóttur og Katrínu Erlingsdóttur árið 2007 að um 85 prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta nefndu skömm sem ástæðu þess að kæra ekki og að 75 prósent kvenna litu svo á að nauðgunin hafi verið þeim sjálfum að kenna.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiInnlent
None