Þegar Sjóvá var talið of stórt til að falla og ríkið bjargaði því

Háar arðgreiðslur tryggingafélaga hafa verið mikið gagnrýndar. Einungis sex og hálft ár er síðan að íslenska ríkið þurfti að taka yfir tryggingafélag sem þótti of stórt til að falla. Eigendur þess höfðu þá greitt sér út 19,4 milljarða í arð á þremur árum.

Sjóvá var skráð á markað í apríl 2014. Tæpum fimm árum áður þurfti íslenskra ríkið að bjarga félaginu.
Sjóvá var skráð á markað í apríl 2014. Tæpum fimm árum áður þurfti íslenskra ríkið að bjarga félaginu.
Auglýsing

Til­lögur stjórna þriggja stærstu trygg­inga­fé­laga lands­ins, VÍS, Trygg­ing­ar­mið­stöð (TM) og Sjó­vá, um að greiða eig­endum sínum sam­an­lagt 9,6 millj­arða króna í arð og kaupa af þeim hluta­bréf upp á 3,5 millj­arða króna, hefur væg­ast sagt mælst illa fyr­ir. Sér­stak­lega þar sem hagn­aður tveggja þeirra, VÍS og Sjó­vár, er mun lægri en fyr­ir­huguð arð­greiðsla. VÍS hagn­að­ist ­nefni­lega um 2,1 millj­arð króna í fyrra en ætlar að greiða hlut­höfum sínum út fimm millj­arða króna í arð. Sjóvá hagn­að­ist um 657 millj­ónir króna en ætlar að greiða út 3,1 millj­arð króna í arð. TM hagn­að­ist hins vegar um 2,5 millj­arða króna og ætlar að greiða hlut­höfum sínum út 1,5 millj­arð króna.

Ástæða hinna miklu arð­greiðslna er að finna í breytt­u­m ­reikniskila­regl­um, sem lækka vátrygg­ing­ar­skuld félag­anna, hinn svo­kall­aða ­bóta­sjóð, en eykur eigið fé þeirra. Það fé sem „verður til“ vegna þess er því ekki raun­veru­legur hagn­aður heldur til­komið vegna talnakúnstna sem færa fé úr ­bóta­sjóðnum í eigið fé trygg­inga­fé­lag­anna, og þar af leið­andi til hlut­haf­anna. Í til­felli VÍS er vátrygg­inga­skuld­in/­bóta­sjóð­ur­inn til að mynda lækkuð um fimm millj­arða króna en eigið féð aukið um 3,7 millj­arða króna vegna þess­arra breyttu reikniskila­að­ferða.

Gagn­rýnin á þessa fyr­ir­högun stjórna trygg­inga­fé­lag­anna hefur verið gríð­ar­leg und­an­farna daga og mik­ill þrýst­ingur á að til­lög­urn­ar verði dregnar til baka. Mörgum sem gagn­rýna þykir eðli­legra að iðgjöld þeirra ­sem þurfa sam­kvæmt lögum að kaupa trygg­ingar af félög­unum verði lækk­uð, og við­skipta­vinum þeirra því skilað umræddri arð­semi, fremur en að hlut­hafar njót­i hennar ein­ir. FÍB, félag íslenskra bif­reiða­eig­enda, fór ­reyndar ekki svona fínt í hlut­ina. Í áskorun sem það sendi frá sér um liðn­a helgi sagði að trygg­inga­fé­lög stundi sjálftöku og grip­deildir úr sjóðum sem séu í raun í eigu við­skipta­vina þeirra. Félög­in, VÍS, TM og Sjó­vá, séu að fara að tæma bóta­sjóði til að greiða út arð til hlut­hafa sinna.

Auglýsing

Ljóst er að gagn­rýnin er farin að hafa áhrif. Ólafía B. Rafns­dótt­ir, ­for­maður VR, skrif­aði harð­orðan pistil á heima­síðu stétt­ar­fé­lags­ins þar sem hún­ ­sagði félags­mönnum vera mis­boðið vegna arð­greiðsln­anna. Líf­eyr­is­sjóð­ur­ verzl­un­ar­manna er stærsti eig­andi bæði TM og VÍS og sjö­undi stærsti eig­and­i ­Sjóvar. VR skipar fjóra af átta stjórn­ar­mönnum í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna á móti atvinnu­rek­end­um, sem skipa hina fjóra. Og í dag greindi Morg­un­blaðið frá því að stærstu hlut­hafar VÍS, stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, ætli ekki að styðja arð­greiðslu félagsins og muni kjósa gegn henni á aðal­fund­i ef hún verði ekki dregin til baka. Þá ætlar efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþing­is að ræða arð­greiðslur trygg­inga­fé­lag­anna á fundi sínum í dag.

En þau rök sem eru hvað sterk­ust fyrir því að fara var­lega í arð­greiðslum úr trygg­inga­fé­lögum er að finna í eft­ir­hruns­sög­unni. Það er ­nefni­lega ekki nema nokkur ár frá því að íslenska ríkið þurfti að stíga inn og ­bjarga trygg­inga­fé­lagi sem farið var á hlið­ina eftir að bóta­sjóður þess hafð­i verið tæmd­ur. Trygg­inga­fé­lag­ið, Sjó­vá, var talið „of stórt til að falla“. Þ.e. ­ríkið taldi það kerf­is­lega ekki for­svar­an­legt að láta það fara á hausinn, vegna þeirra afleið­inga sem það myndi hafa fyrir við­skipta­vin­ina sem greitt höfð­u ið­gjöld sam­visku­sam­lega og ætl­uð­ust til þess að fá þjón­ustu í sam­ræmi við þau.

Það félag sem lenti í hönd­unum á íslenska rík­inu árið 2009 var Sjó­vá. Og eig­endur þess höfðu greitt sér út 19,4 millj­arða króna í arð ­síð­ustu þrjú árin áður en það féll.

Greiddu sér 19,4 millj­arða króna í arð á þremur árum

Fyrir hrun vildu öll stærstu fjár­fest­inga­fé­lög lands­ins eiga hlut í trygg­inga­fé­lög­um. Ástæðan er ein­föld: Trygg­inga­fé­lög eiga gríð­ar­lega sjóði sem þau þurfa að fjár­festa úr. Þau skipta sam­fé­lagið afar ­miklu máli. Allt það fé sem venju­legt fólk borgar í iðgjöld fer ann­ars vegar í að borga út tjóna­greiðslur og hins vegar í fjár­fest­ingar til að gera félög­un­um kleift að mæta fram­tíð­ar­skuld­bind­ingum sín­um.

Ef tæk­ist að stýra fjár­fest­ingum þess­ara sjóða þá væri það ­mikið vopn í vopna­búri þeirrar sam­steypu sem hefði yfir­ráð yfir þeim. Þess ­vegna átti Milestone Sjó­vá, Exista átti VÍS og FL Group átti Trygg­inga­mið­stöð­ina.

Milesto­ne, fjár­fest­inga­fé­lag sem var að mestu leyti í eigu bræðr­anna Karls og Stein­gríms Wern­ers­sona, eign­að­ist ­Sjóvá að fullu í byrjun árs 2006. Á næstu tveimur árum voru færð­ar­ fjár­fest­inga­eignir inn á efna­hags­reikn­ing félags­ins sem bók­færðar voru sem 50 millj­arða króna virði. Eign­irnar voru færðar frá Milestone til Sjóvá til að ­gera upp við­skipta­skuld. Þessum eignum fylgdu vaxta­ber­andi skuldir upp á 40 millj­arða króna, að mestu leyti í erlendum gjald­miðl­um. Allar fjár­fest­ing­arn­ar og skuld­irnar voru geymdar í dótt­ur­fé­lögum Sjóva sem stýrt var af Milesto­ne. Á pappír voru þetta því ágætis við­skipti fyrir Sjó­vá. Það var þó ekki þannig í raun­veru­leik­an­um.

Eign­irnar voru nefni­lega að stóru ­leyti fast­eignir og fast­eigna­þró­un­ar­verk­efni erlendis sem keypt höfðu verið á háu verði þegar alþjóð­lega fast­eigna­bólan stóð sem hæst. Verk­efnin voru með­al­ ann­ars í Banda­ríkj­un­um, Ind­landi, Rúm­en­íu, Hong Kong og víð­ar, auk full­byggðra fast­eigna ­sem voru í útleigu í löndum á borð við Belg­íu, Frakk­land og Þýska­land. Flest þess­ara verk­efna voru þess eðlis að Sjóvá var látið leggja fé í þau. Þeg­ar fast­eigna­mark­að­ur­inn hrundi og íslenska krónan einnig lækk­uðu eign­irn­ar gríð­ar­lega í verði á sama tíma og skuld­irnar snar­hækk­uðu. Sjóvá varð á ör­skammri stundu nán­ast óstarf­hæft.

Auk þess lán­aði Sjóvá eig­anda sín­um Mi­lestone og félagi sem hét Föld­ung­ur, en hafði áður heitið Vafn­ing­ur, sam­tals um 20 millj­arða króna snemma árs 2008 þegar erlendir stór­bankar vildu ekki lána þeim lengur og gerðu veð­kall vegna ann­arra lána. Þessi við­skipti, sem eru oft­ast kölluð Vafn­ings­-við­skipt­in, voru mikið í umræð­unni á Íslandi fyr­ir­ nokkrum árum vegna aðkomu Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, að þeim. Faðir og föð­ur­bróðir Bjarna tóku þátt í við­skipt­unum og Bjarn­i veð­setti hluta­bréf í Vafn­ingi fyrir láni sem veitt var í þeim. End­ur­fjár­mögn­unin var vegna bréfa í Glitni sem urðu verð­laus í banka­hrun­in­u. Það sem gerði þessa stöðu enn súr­ari var sú stað­reynd að eig­endur Sjó­vár höfð­u greitt sér 19,4 millj­arða króna út í arð á árunum 2006-2008. Það voru pen­ing­ar ­sem sáust aldrei aft­ur.

Tæmdu bóta­sjóð­inn

Það komst þó ekki upp um stöð­u ­Sjó­vár strax eftir hrun­ið. Eft­ir­lits­að­ilar höfðu öðrum hnöppum að hneppa þar ­sem heilt banka­kerfi hafði fallið í fangið á þeim. Staða Sjó­vár í árs­lok 2008 var þó með þeim hætti að grípa hefði þurft inn í. Bóta­sjóður félags­ins, eða vá­trygg­ing­ar­skuld, á þeim tíma nam 22,7 millj­örðum króna. Lánin til Milesto­ne og Föld­ungs, sem öll voru töp­uð, voru um 85 pró­sent af þeirri upp­hæð. Þá átt­i eftir að taka inn í dæmið tapið vegna fast­eigna­verk­efn­anna, en tap vegna þeirra varð á end­anum um tíu millj­arðar króna. Aug­ljóst var að eignir voru mun minna virði en skuldir og Sjóvá því að minnsta kosti tækni­lega gjald­þrota og að öllu ­leyti komið í fangið á stærsta kröfu­hafa sín­um, þrota­búi Glitn­is.

Steingrímur J. Sigfússon, þá fjármálaráðherra, hefur lýst aðkomunni að Sjóvá sem „hryllingi“. Í mars 2009 var ákveðið að reyna að ­leysa úr vanda Sjó­vár með því að selja það nýjum eig­end­um. Fyr­ir­tækja­svið Ís­lands­banka var fengið til þess og átti meðal ann­ars í við­ræðum við fær­eyskt ­trygg­inga­fé­lag um kaup­in. Stærsta vanda­málið í þeim við­ræðum var að Sjóvá hafð­i ­geng­ist í ábyrgð vegna fjár­fest­inga­verk­efnis í Macau í Hong Kong upp á um 8,5 millj­arða króna sem voru á gjald­daga þá um haust­ið. Morg­un­ljóst var að Sjó­vá­ ­gat ekki staðið við þann gjald­daga. Fær­ey­ing­arnir og aðrir sem hnusuðu af ­fé­lag­inu höfðu á end­anum engan áhuga á að koma með pen­inga inn eins og þá var kom­ið. Skila­nefnd Glitnis gerði sér á þeim tíma grein fyrir því að ein­ung­is t­veir kostir voru í stöð­unni, að setja Sjóvá í þrot eða fá ríkið til að kom­a ­með fé inn í félag­ið.

Of stórt til að falla

Þegar leitað var til­ fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um að koma með pen­inga inn í Sjóvá blasti við að félag­ið var á hlið­inni. Staðan var mun verri en menn gerðu sér grein fyrir og ­Stein­grímur J. Sig­fús­son, þá fjár­mála­ráð­herra, hefur sjálfur lýst aðkom­unni að ­Sjóvá sem „hryll­ing­i“. Á þeim tíma var það hins vegar ein­dregið mat Fjár­mála­eft­ir­lits­ins að það væri mjög slæmt ef trygg­inga­fé­lag færi í þrot. Það væri í raun verra að mörgu leyti en að banki færi í þrot. Ekki þótt­i við­ráð­an­legt að setja Sjóvá inn í annað hinna stóru trygg­inga­fé­lag­anna, VÍS eða ­Trygg­inga­mið­stöð­ina, af mark­aðs- og sam­keppn­is­legum for­send­um. Hvor­ugt þeirra var í stakk búið að taka við Sjó­vá.

Ráðu­neyt­ið, Seðla­banki Íslands og Fjár­mála­eft­ir­litið réðu því ráðum sínum og urðu til að byrja með sam­mála um eitt: Að versti kost­ur­inn væri að gera ekki neitt. Þá hefði komið upp slæm ­staða, fólk hefði verið búið að greiða iðgjöld en trygg­inga­fé­lagið farið á haus­inn og fólkið þar af leið­andi í raun ekki tryggt leng­ur. Auk þess vor­u millj­arðar króna ógreiddir í slysa- og örorku­bæt­ur. Ljóst var að ríkið mynd­i lík­ast til þurfa að axla greiðslu þeirra bóta sem fólki hefðu verið dæmdar og það átti inni ógreidd­ar. Sam­kvæmt leyni­legu mati sem lagt var fram á þeim tíma ­gat kostn­aður rík­is­ins vegna þessa orðið á bil­inu 15 til 20 millj­arðar króna.

Ríkið ákvað því strax í byrjun maí 2009 að koma inn í félag­ið. Vátrygg­inga­rekstur Sjó­vár var svo „seld­ur“ inn í nýtt félag, Sjó­vá­-al­mennar trygg­ingar ehf., þann 30. sept­em­ber 2009 . Í raun var um kenni­tölu­flakk með vel­þóknun yfir­valda að ræða. Fram­lag rík­is­ins varð á end­anum 11,6 millj­arðar króna, sem voru greiddar með kröfum á aðra sem rík­ið átti. Auk þess lögðu Glitnir og Íslands­banki til um fimm millj­arða króna svo nýja félagið yrði starf­hæft. Í kjöl­farið var nýja Sjóvá sett í sölu­ferli til að ­reyna að ná með­gjöf­inni til baka.

Tap rík­is­ins um fjórir millj­arðar

Í lok júlí 2011 var síðan til­kynnt um að hópur fjár­festa hefði keypt rúm­lega helm­ings­hlut. Hóp­ur­inn hafði ver­ið ­settur saman af Stefni, eigna­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki í eigu Arion banka, og keypt­i hlut­inn í nafni félags sem heitir SF1 slhf. Stærstu eig­endur þess voru líf­eyr­is­sjóð­ir, ­fé­lag í eigu Síld­ar­vinnsl­unnar (sem er að hluta til í eigu Sam­herj­a), félag í eigu Stein­unnar Jóns­dótt­ur, félag í eigu Ernu Gísla­dótt­ur, félag í eigu Tómasar Krist­jáns­sonar og [DS1] Finns Reyrs Stef­áns­sonar (eig­in­manns Stein­unnar Jóns­dótt­ur) og félag í eigu Jóns Dið­riks Jóns­son­ar. Hóp­ur­inn fékk auk þess for­kaups­rétt á um 20 pró­senta hlut til við­bótar og nýtti sér hann skömmu síð­ar. Hann átti því 73 pró­senta hlut í Sjóvá í lok árs 2012. Afgang­ur­inn var í eigu rík­is­ins, þrota­bús Glitnis og Ís­lands­banka. Alls var tap rík­is­ins vegna aðkomu þess að Sjóvá rúm­lega fjór­ir millj­arðar króna.

Karl Wernersson var einn aðaleigenda Milestone, sem átti Sjóvá, fyrir hrun. Mynd: RÚV/SKjáskot.Sjóvá var síðan skráð á markað í a­príl 2014. Stærsti eig­andi félags­ins í dag er SAT Eign­ar­halds­fé­lag, sem er nú í eigu íslenska rík­is­ins.

Engir glæpir

Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hef­ur ­rann­sak­aði með­ferð Milestone og tengdra aðila á Sjóvá sem mögu­legt saka­mál frá­ því snemma árs 2009. Emb­ættið gerði meðal ann­ars hús­leit hjá Þór Sig­fús­syn­i, ­fyrrum for­stjóra Sjó­vár, Karli Wern­ers­syni, fyrrum stjórn­ar­for­manni og aðal­eig­anda Milesto­ne, og Guð­mundi Ólafs­syni, fyrrum for­stjóra Milestone á því ári. Þeir voru allir yfir­heyrðir og fengu stöðu grun­aðra á meðan yfir­heyrsl­ur stóðu yfir.

Í lok árs 2014 var rann­sókn ­sér­staks sak­sókn­ara á meintum umboðs­svikum fyrrum eig­enda og stjórn­enda Sjó­vár hætt og nið­ur­staðan var sú að ekki var talið efni til ákæru. Rann­sóknin hafði þá ­staðið yfir í fimm og hálft ár. Emb­ættið ákærði hins vegar Karl og bróðir hans ­Stein­grím, sem var einnig á meðal helstu eig­enda Milesto­ne, ásamt Guð­mund­i ­fyrir að hafa látið Milestone fjár­magna kaup bræðr­anna á hlutafé systur þeirra, Ing­unn­ar, í félag­inu. Auk þess voru end­ur­skoð­endur félags­ins ákærðir í mál­in­u. Sak­born­ingar voru sýkn­aðir í hér­aðs­dómi í des­em­ber 2014 en mál­inu var áfrýjað til­ Hæsta­rétt­ar. Það er á dag­skrá hans 7. apríl næst­kom­andi. Milestone var úr­skurðað gjald­þrota árið 2009 og heild­ar­kröfur sem gerðar voru í bú félags­ins ­námu tæpum 80 millj­örðum króna. Kröfu­hafar fengu undir eitt pró­sent af kröf­um sínum til baka.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None