Í þá tíð… Innlimun Austurríkis: Fyrsta fórnarlamb Hitlers?

Þýskaland innlimaði Austurríki árið 1938. Í kjölfarið fylgdi innrás í Tékkóslóvakíu og Pólland.

Mikil fagnaðarlæti mættu Adolf Hitler og hans mönnum er þeir óku inn í Vín eftir innlimunina.
Mikil fagnaðarlæti mættu Adolf Hitler og hans mönnum er þeir óku inn í Vín eftir innlimunina.
Auglýsing

Á þessum degi fyrir réttum 79 árum, hinn 12. mars árið 1938 var Aust­ur­ríki inn­limað í Þýska­land án nokk­urrar telj­andi mót­spyrnu. Frétta­myndir þess tíma sýna mikil fagn­að­ar­læti almenn­ings þegar Adolf Hitler ekur sigri hrós­andi um götur Vín­ar­borgar eftir að hafa lagt undir sig fæð­ing­ar­land sitt. Eftir stríð var staða Aust­ur­rík­is­manna lævi bland­in. Voru þeir sann­ar­lega „fyrsta fórn­ar­lamb nas­ista“, eins og margir vildu vera láta?

Adolf Hitler fædd­ist í aust­ur­ríska bænum Braunau am Inn (sem þá til­heyrði Aust­ur­rísk-Ung­verska keis­ara­veld­inu) rétt við landa­mæri Þýska­lands. Hann flutti ungur til Vínar og svo til Munchen rétt áður en fyrri heims­styrj­öldin braust út og skráði sig í þýska her­inn.

Eftir ósigur í stríð­inu lið­að­ist Aust­ur­rík­i-Ung­verja­land sundur og Aust­ur­ríki var stofnað sem lýð­ræð­is­ríki. Þar tók­ust hins vegar á tvö öfl, ann­ars vegar íhalds­menn og hins vegar sós­í­alist­ar. Fylk­ing­arnar tók­ust á um ára­bil, en þeim átökum lauk með því að þeir fyrr­nefndu tóku öll völd í land­inu í febr­úar 1934 eftir nokk­urra daga rimmu sem kölluð er „Aust­ur­ríska borg­ara­styrj­öld­in“.

Auglýsing

Afar­kostir Hitlers

Kurt von Schuschnigg, kanslari Austurríkis, samþykkti kröfur Hitlers í von um að Austurríki fengi að halda sjálfstæði sínu.Stjórn­ar­tíð íhalds­manna fram að inn­limun­inni 1938 bar sterk merki fas­is­ma, en þeir höfðu þó bannað starf­semi nas­ista­flokks­ins þar í landi árið 1933. Nas­istar reyndu að steypa stjórn­völdum í Vín – með stuðn­ingi þýskra stjórn­valda – um sum­arið 1934, en höfðu ekki erindi sem erf­iði. Upp­reisn­inni var hrundið og þús­undir nas­ista voru hand­tekn­ir.

Þegar kom fram á árið 1938 hafði Hitler þegar tekið stjórn­ina í Saar­landi og Rín­ar­löndum og hafði hug á að bæta enn við land­svæði Þýska­lands. Hann kall­aði kansl­ara Aust­ur­rík­is, Kurt von Schuschnigg, því til fundar við sig í Arn­ar­hreiðr­inu svo­kall­aða, afdrepi sínu í Ber­echts­ga­den hinn 12. febr­úar það ár.

Þar beið Hitler ekki boð­anna og hellti sér yfir von Schuschnigg vegna meintra svika og ósam­vinnu­fýsi aust­ur­rískra stjórn­valda. Lagði hann þar fram kröfur um að allir nas­istar yrðu látnir lausir úr aust­ur­rískum fang­elsum, nas­ista­flokk­ur­inn yrði leyfður á ný og stækur nas­isti yrði settur í emb­ætti inn­an­rík­is­ráð­herra með fulla stjórn yfir lög­regl­unni. Auk þess skyldi stríðs­mála­ráðu­neytið og fjár­mála­ráðu­neytið verða sett undir stjórn nas­ista.

Landamæraverðir og þýskir hermenn taka niður vegatálma á landamærum Þýskalands og Austurríkis.Þessar kröfur voru óum­semj­an­legar og Hitler gaf skil­merki­lega í ljós að ef ekki yrði gengið að þeim myndi þýski her­inn þramma inn í Aust­ur­ríki og taka þar stjórn­ina.

Von Schuschnigg taldi sig ekki geta annað en skrifað undir skil­málana, en aðeins eftir að hafa fengið full­vissu um að full­veldi Aust­ur­ríkis yrði virt.

Inn­rásin fyr­ir­sjá­an­lega

Eftir að nas­istum hafði verið sleppt úr haldi hófu þeir umsvifa­laust að grafa undan stjórn­völdum og var mik­ill órói í land­inu. Von Schuschnigg brást við með því að boða til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hvort Aust­ur­ríki ætti að halda sjálf­stæði sínu. Það hvatti Hitler til þess að bregð­ast skjótt við og hinn 12. mars rúll­aði þýski her­inn yfir landa­mærin undir því yfir­skini að þýsk-ætt­aðir Aust­ur­rík­is­menn hefðu kallað eftir hjáp. Hitler kom við í fæð­ing­arbæ sínum og lagði blómsveig að leiði for­eldra sinna í Leond­ing á leið sinni til Vínar þar sem honum var fagnað eins og hetju tveimur dögum eftir inn­limun­ina.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um innlimunina fór fram í apríl 1938. Hún var samþykkt með 99% atkvæða.Hinn 10. apríl fór þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan svo fram og var inn­limunin sam­þykkt með 99% atkvæða.

Ekki leið á löngu þar til að ofsóknir gegn gyð­ingum hófust af fullum krafti og Aust­ur­ríki varð full­gildur hluti af Þriðja rík­inu. Sem dæmi um það má nefna að 800.000 Aust­ur­rík­is­menn börð­ust fyrir þýska her­inn í Seinni heims­styrj­öld­inni og þá varð Rapid Wien þýskur meist­ari í fót­bolta árið 1941.

Fram­haldið á veg­ferð Hitlers í Evr­ópu þarf ekki að fjöl­yrða um, enda brugð­ust Evr­ópu­ríki ekk­ert við útbreiðslu­stefnu hans, frekar en áður. Tékkóslóvakía var næst, og þá Pól­land áður en Seinni heims­styrj­öldin braust út.

Arf­leifð inn­limunar

Leið­togar Banda­manna skil­greindu Aust­ur­ríki árið 1943 sem „fyrsta fórn­ar­lamb útþenslu­stefnu Hitler­s“, en sama ár hófust loft­árásir á skot­mörk þar í landi. Aust­ur­ríki var svo her­tekið í apríl 1945, nokkrum dögum áður en Þýska­land gafst upp. Eftir stríð lýstu stjórn­völd í Aust­ur­ríki því yfir að aðeins lít­ill hópur Aust­ur­rík­is­manna hafi sann­ar­lega unnið með nas­ist­um, en aðrir höfðu þjáðst og jafn­vel veitt mót­spyrnu.

Þjóðverjar fengu hlýjar móttökur í Austurríki, en deilt hefur verið um hvort hugur hafi fylgt máli, eða hvort Austurríkismenn hafi verið kúgaðir til undirgefni.Allar götur síðan hefur við­horf almenn­ings í Aust­ur­ríkis á árunum undir stjórn nas­ista verið umdeilt. Sann­ar­lega var mann­fagn­aður á götum úti, en það voru að sjálf­sögðu áróð­urs­myndir sem voru ekki að skjal­festa und­ir­liggj­andi kergju, og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan var sömu­leiðis lítt mark­tæk vegna hót­ana og ann­ars konar mis­ferl­is.

Mál þessi komu upp á yfir­borðið með miklum krafti þegar Kurt Wald­heim, fyrr­ver­andi aðal­rit­ari Sam­ein­uðu þjóð­anna, bauð sig fram til for­seta Aust­ur­ríkis árið 1986. Þá kom í ljós að hafði ekki ein­ungis verið í þýska hernum á stríðs­ár­un­um, heldur tekið virkan þátt í aðgerðum þar sem fjöldamorð voru framin á skæru­liðum á Balkanskaga sem og þar sem gyð­ingar voru fluttir í útrým­ing­ar­búð­ir.

Ekk­ert bendir til þess að Wald­heim hafi sjálfur framið stríðs­glæpi, en eftir að hann var kjör­inn for­seti lok­aði alþjóða­sam­fé­lagið á öll sam­skipti við hann.

Síðan þá hefur margt gerst í aust­ur­rískum stjórn­málum sem hefur orðið til þess að rifja upp þessa óþægi­legu for­tíð, ekki síst ákvarð­anir almennra kjós­enda sem hafa kosið flokka og fólk yst af hægri jaðri stjórn­mál­anna. Þar ber hæst Frels­is­flokk­inn sem var meðal ann­ars í rík­is­stjórn á árunum 2000 til 2007 og er enn þann dag í dag þriðji stærsti flokk­ur­inn á þingi og hefur mælst stærstur í skoð­ana­könn­unum í tæp tvö ár. Að ógleymdum full­trúa flokks­ins, Nor­bert Hofer, sem tap­aði for­seta­kosn­ingum í fyrra með örlitlum mun.

Fleiri mark­verðir atburðir 12. mars

1894

Coca Cola kemur á mark­að­inn í flöskum í fyrsta sinn.

1933

Frank­lin D. Roos­evelt Banda­ríkja­for­seti ávarpar þjóð sína í fyrsta sinn í útvarpi. Hann átti eftir að gera þetta að reglu­legum sið og voru þessi ávörp jafnan kölluð „fires­ide chats“.

1947

Harry Truman Banda­ríkja­for­seti leggur fram stefnu sína „The Truman Doct­rine“ sem lýtur að því að stöðva fram­gang komm­ún­isma um heim all­an.

1969

Paul og Linda McCart­ney ganga í hjóna­band. Sama dag voru George Harri­son og Patti kona hans hand­tekin fyrir að hafa kanna­bis­efni undir hönd­um.

1994

Enska bisk­upa­kirkjan vígir kven­presta í fyrsta sinn.

2003

Zoran Dindjic, for­sæt­is­ráð­herra Serbíu, skot­inn til bana af útsend­ara glæpa­sam­taka þar í landi.

2009

Fjár­glæframað­ur­inn Bernie Madoff lýsir sig sek­an, fyrir rétti, um að hafa svikið 18 millj­arða dala út úr við­skipta­vinum sín­um.

2011

Kjarna­ofn í kjarn­orku­ver­inu í Fukus­hima í Japan bræðir úr sér og springur dag­inn eftir öfl­ugan jarð­skjálfta. Ekki sér enn fyrir end­ann á aðgerðum til að koma í veg fyrir frek­ari mengun af völdum slyss­ins.

Afmæl­is­börn dags­ins:

Ratko Mla­d­ic, stríðs­glæpa­maður (75), Mitt Rom­ney, auð­jöfur (70), Steve Harris, bassa­leik­ari (61), Court­ney B. Vance, leik­ari (57), Pete Doher­ty, tón­list­ar­maður (38).

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...
None