Dugma the button mynd

Varði mánuðum með sjálfsmorðssprengjumönnum

Í nýjustu mynd sinni fylgist Pål Refsdal, norskur kvikmyndagerðarmaður, með ungum mönnum sem bíða þess að fórna lífi sínu í sjálfsmorðssprengjuárásum Al-Kaída í Sýrlandi. Kjarninn spjallaði við Refsdal um myndina Dugma - The Button.

Pål Refs­dal er norskur kvik­mynda­gerð­ar­maður sem á nokkuð magn­aða sögu, og hefur meðal ann­ars upp­lifað að vera rænt af tali­bönum í Afganistan þegar hann vann að heim­ild­ar­mynd um þá. 

Þegar Osama bin-La­den var drep­inn fannst nafn Refs­dal í fórum hans, þar sem ein­hver Al-Kaída maður hafði sent bin-La­den bréf þar sem mælt var með Refs­dal, þessum norska blaða­manni sem hafði gert heim­ild­ar­mynd um tali­bana. Með­mælin not­aði hann til að kom­ast inn undir hjá Jabhat al-Nusra, sýr­lenska armi Al-Kaída á þeim tíma.

Hann varði mán­uðum með lágt settum bar­daga­mönnum þeirra í stríð­inu í Sýr­landi og afrakst­ur­inn er myndin Dugma - the Button, sem sýnd var á nor­rænu kvik­mynda­há­tíð­inni sem er nýlokið í Nor­ræna hús­inu.

Í mynd­inni er fylgst með fjórum mönnum sem bíða þess að sprengja sig í loft upp. Hvers vegna ákvað hann að gera slíka mynd? „Síð­ustu sextán ár hafa upp­reisn­ar­hóp­arnir verið óvinir okkar og ég hef tekið eftir því á hverju ósann­gjarnan hátt þeir eru mál­aðir upp í fjöl­miðl­um. Myndin er kannski um Al-Kaída menn í Sýr­landi, en fyrir mig er þetta meira spurn­ing um ímynd okkar af óvin­in­um.“

„Ég reyndi að gera mynd­ina eins og ég hefði gert hana um okkar her­lið. Sýna hvers­dags­líf­ið, ekki rit­skoða eða neitt slíkt og leyfa þeim bara að tala fyrir sig,“ seg­ir Refs­dal, en hann starf­aði líka eitt sinn fyrir norska her­inn. Hann segir að hann hafi ekki haft áhuga á spreng­ing­unum og æsingn­um, heldur bara hvers­deg­in­um. 

En hvernig komst hann í sam­band við hryðju­verka­sam­tök­in? 

„Þú getur ekki bara sent þeim tölvu­póst eða Whatsapp-skila­boð. Ég þurfti að fara til Sýr­lands og byrj­aði á því að verja tíma með öðrum upp­reisn­ar­hópum til að reyna að ná til Jabhat al-Nusra.“ Jabhat al-Nusra var þá sýr­lenskur armur Al-Kaída. „Það tók mig um fjóran og hálfan mánuð í þeim hluta Sýr­lands sem upp­reisn­ar­menn stjórn­uðu að fá leyfi til að vinna með þeim. Þeir sögðu við mig að ég ætti að skrifa umsókn, með fer­il­skrá og með­mæl­um, bara eins og starfs­um­sókn, og eftir nokkrar vikur sögðu þeir að ég gæti kom­ið.“ Og það var þarna sem með­mæla­bréfið til Osama bin-La­den kom að góðum not­u­m. 

„Ég fór í tvær ferð­ir, 2014 og 2015. Ég var ekki með neitt plan um það hvernig mynd ég vildi gera. Ég vissi að ég vildi fylgj­ast með lágt settum bar­daga­mönn­um, hafði ekki áhuga á hærra sett­um, og ég vissi að mig lang­aði að fylgj­ast með þeim eins lengi og mögu­legt var.“ 

Ein aðal­per­sónan í mynd­inni er sádi-­ar­ab­ískur maður að nafni Abu Qaswara, en hann átti alls ekki að vera í aðal­hlut­verki fyrst. „Þegar ég hitti hann fyrst átti hann að sprengja sig í loft upp nokkrum dögum seinna svo ég hugs­aði að hann yrði ekki í mynd­inni. En svo kom ég aftur seinna og hann var ennþá á líf­i.“

Önnur aðal­per­sóna er breskur maður sem heitir nú Al Basir al Brit­ani. Hann hét áður Lucas Kinney og hefur verið mikið fjallað um hann í fjöl­miðlum í Bret­landi eftir að upp komst að hann hefði gengið til liðs við Al-Kaída. Refs­dal fannst hann ekki sér­stak­lega áhuga­verður heldur fyrst þegar þeir hittu­st, en í mynd­inni kemur fram hvað það var sem breytti þeirri skoð­un. 

Al-Kaída sögðu við mig að ég ætti að skrifa umsókn, með ferilskrá og meðmælum.

Refs­dal hefur heyrt gagn­rýn­ina um að með því að gera mynd sem sýnir hryðju­verka­menn í jákvæðu ljósi sé hann að ýta undir hegðun af þessu tagi. Því er hann ekki sam­mála og hefur sagt að myndin hans muni ekki ýta við neinum sem langi að fremja voða­verk af þessu tagi. En hann gerir mik­inn grein­ar­mun á mönn­unum sem hann dvaldi með í Sýr­landi og öðrum hóp­um, til að mynda Íslamska rík­inu svo­kall­aða. „Al-Kaída og Íslamska ríkið eru í stríði. Ég hefði ekki gert mynd með Íslamska rík­in­u,“ segir hann.

Menn­irnir sem hann dvaldi með fremja bara sjálfs­morðs­sprengju­árásir gagn­vart öðrum stríð­andi fylk­ing­um, og þá sýr­lenska stjórn­ar­hernum helst. Hann segir að vissu­lega hafi óbreyttir borg­arar lát­ist, en það sé ekki ætl­un­in. Innan við 400 óbreyttir borg­arar hafi lát­ist í árásum þeirra, á meðan stjórn­ar­her­inn hafi drepið hund­ruði þús­unda. „Þeir eru að gera það sem upp­reisn­ar­hópar gera. Þeir eru að berj­ast við stjórn­ar­her­inn, í stríð­i.“ 

Refs­dal segir þetta allt annað en það sem Íslamska ríkið geri, það er að herja sér­stak­lega á óbreytta borg­ara. Hann skilur Al-Kaída menn­ina, en sam­þykkir samt ekki það sem þeir eru að gera, og ekki heldur trú­ar­legu rétt­læt­ing­una á bak við hana. Sjálfur gerð­ist hann múslimi þegar honum var haldið af tali­bönum í Afganist­an. „Sjálfs­morð eru bönnuð innan íslam, þótt þeir rétt­læti það með versi úr Kór­an­in­um.“ 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFólk