Í þá tíð… Forsetaraunir fyrri tíðar

Talsvert hefur hitnað undir Bandaríkjaforseta upp á síðkastið, en þrátt fyrir umræðu um að hann muni jafnvel ekki ljúka kjörtímabilinu er óvíst hvernig fer. Sögubækur geyma tvö tilfelli um ákæru gegn forseta vegna brota í starfi, en hvorugt gekk í gegn.

Það er fátt gott að frétta af Donald Trump þessa dagana. Óvíst er þó hvort hann verði ákærður af þinginu.
Það er fátt gott að frétta af Donald Trump þessa dagana. Óvíst er þó hvort hann verði ákærður af þinginu.
Auglýsing

Það er ekki ofsögum sagt að for­seta­tíð Don­alds Trump hafi verið tals­vert brokk­geng það sem af er. Þrátt fyrir fögur (og all­nokkur veru­lega ófög­ur) fyr­ir­heit hefur honum orðið fátt úr verki nema að und­ir­byggja þær efa­semdir sem flestir höfðu um hæfi hans í emb­ætti.

Fyrir utan að hafa verið gerður aft­ur­reka með bann við komum fólks frá sér­völdum löndum þar sem múslimar eru í meiri­hluta og áætl­anir sínar um að byggja tröll­vax­inn múr við suð­ur­mæri lands­ins, hlað­ast upp grun­semdir um hvort Trump og hans fólk hafi mögu­lega brotið lög í aðdrag­anda for­seta­kosn­ing­anna í fyrra.

Nú þykir ljóst að nokkrir af hans helstu trún­að­ar­mönnum voru í sam­bandi við rúss­neska aðila, og er jafn­vel talið að ein­hverjir þeirra hafi lagt á ráðin með Rússum til að koma höggi á Hill­ary Clinton, mót­fram­bjóð­anda Trumps.

Auglýsing

And­stæð­ing­ar Trumps hafa verið ósparir á yfir­lýs­ingar um svik, lygar, vald­níðslu og land­ráð og á þingi hafa sumir demókratar kallað eftir því að hann verði ákærður fyrir brot í emb­ætti og settur af  (impeach­ment) eins og stjórn­ar­skráin leyf­ir.

Enn sem komið er þykir það harla ólík­legt að slíkt fari í gang á næst­unni og for­ysta demókrata vill bíða og sjá hvað kemur út úr rann­sókn­unum á afskiptum Rússa af kosn­ing­un­um, en kann­an­ir sína að fleiri Banda­ríkja­menn eru fylgj­andi því að ákæra verði lögð fram á hendur honum en eru mót­fallnir. Þá eru uppi fréttir um að lög­fræð­ingar í Hvíta hús­inu séu farnir að kynna sér hvernig ferlið virkar og hvernig sé best að verj­ast. Hverju sem fram vind­ur, má vitna í Keith E. Whitt­ington, stjórn­mála­fræði­pró­fessor við Princeton:Tvisvar reynt en hvorug til­raunin tókst – Nixon „slapp“Í sögu banda­rískra stjórn­mála  hefur tvisvar verið reynt að koma for­seta frá með því að ákæra fyrir brot í emb­ætti.

Síð­ast var það Bill Clinton sem mátti standa fyrir máli sínu frammi fyrir þing­inu árið 1998 fyrir mein­særi og að hindra fram­gang rétt­vís­innar í Lewin­ski-­mál­inu sem tröll­reið banda­rísku þjóð­lífi um ára­bil, (og Trump var svo vænn að end­ur­lífga í kosn­inga­bar­átt­unn­i). Bill Clinton stóð af sér orrahríð Repúblikana árið 1998.

Clinton sagð­ist, fyrir rétti, aldrei hafa átt í kyn­ferð­is­legu sam­bandi við Lewinski, en sú full­yrð­ing reynd­ist síðar vera röng eins og allir vita. Repúblikanar á þingi þótt­ust þar hafa höndlað gullið tæki­færi til að bola for­set­anum í burtu, en þrátt fyrir ákafa og harða bar­áttu náðu þeir ekki að safna saman þeim 2/3 atkvæða sem til þarf til að setja for­set­ann af.

Fyrsti for­set­inn sem mátti bera af sér sakir í ákæru til emb­ætt­is­missis var Andrew John­son, árið 1868. John­son var vara­for­seti Abra­hams Lincoln en sett­ist í for­seta­stól eftir að Lincoln var ráð­inn af dög­um. 

Bak­grunn­ur John­sons var sér­stakur því að hann var ein­i öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur­ ­upp­reisn­ar­ríkj­anna í suðri, sem sögðu sig úr ríkja­sam­band­inu árið 1861, sem hélt tryggð við sam­band­ið.

Andrew Johnson, eftirmaður Lincolns, var hársbreidd frá því að tapa máli sínu fyrir þinginu, en var hafnað af kjósendum síðar saman ár.Eftir að John­son tók við, gerði hann samn­ing við Suð­ur­ríkin um end­ur­reisn, sem þótti þeim afar hag­stæð­ur. Þau fengu með honum full ríkja­rétt­indi á meðan þau fengu að setja sér lög um rétt­indi svartra sem afmnámu þræla­hald aðeins að nafni til.

Af þessum ástæð­um, og öðrum, tróð John­son illsakir við rót­tæk­ari öfl, sem voru fylgj­andi afnámi þræla­halds, bæði á þingi og í hans eigin rík­is­stjórn. Til að tempra völd hans setti þingið lög sem áttu að koma í veg fyrir að for­seti gæti rekið emb­ætt­is­menn sem öld­unga­deildin hafði stað­fest, án sam­þykkis deild­ar­inn­ar.

---- Hæ @Pallih! ----

John­son fór þvert á þessi nýju lög með því að reka Edward Standon her­mála­ráð­herra, sem var stækur and­stæð­ingur þræla­halds. Stanton tók því ekki þegj­andi og læsti sig inni á skrif­stofu sinni á meðan þing­heimur hóf mála­rekstur gegn John­son. For­set­inn var ákærður í febr­úar 1868, en, líkt og með Clinton síð­ar, fékkst ekki nægur meiri­hluti til að sak­fella hann, þótt það hafi staðið ansi tæpt. Sumir lyk­il­menn kusu gegn sak­fell­ingu, ekki til að verja John­son, heldur til að standa vörð um skipt­ingu rík­is­valds­ins og rétt for­set­ans til að vera ósam­mála þing­inu.

John­son lauk ­kjör­tíma­bil­inu, en hlaut ekki til­nefn­ingu demókrata til að verða for­seta­efni þeirra síðar sama ár.Richard Nixon sagðist ekki vera neinn bófi, en þrátt fyrir meint sakleysi sagði hann samt af sér, sigri hrósandi. Skrítin afstaða þar.

Alræmd­asti for­set­inn í sögu Banda­ríkj­anna, og sá eini sem hefur horfið úr stóli fyrir lok kjör­tíma­bils lif­andi lífs, er Ric­hard Nixon. Eins og alkunna er, braut Nixon gróf­lega af sér í emb­ætti þar sem hann reyndi að hylma yfir með glæp sem und­ir­menn hans frömd­u. 

Ákæru­ferlið var hafið og Nixon hugð­ist standa fyrir máli sínu, en eftir að upp­tökur af fundi hans með aðstoð­ar­manni, þar sem fram kom að hann hafði sann­ar­lega lagt á ráðin um að stöðva rann­sókn­ina, var ljóst að hann hafði ekki stuðn­ing á þingi. Áður en til þess kom að hann væri settur af, sagði hann af sér og Ger­ald Ford vara­for­seti tók við.

Hvað ger­ist ef for­seti er settur af?

Allt of snemmt er að spá fyrir um hvort Trump verði ákærð­ur, enda er alls óvíst að nægur fjöldi repúblik­ana muni kjósa gegn sínum manni, jafn­vel þó að yfir­stand­andi rann­sókn muni koma illa út fyrir for­set­ann.

Ef svo færi, myndi Mike Pence vara­for­seti taka við völd­um, en næstir í gogg­un­ar­röð­inni eru for­seti full­trúa­deild­ar­inn­ar, Paul Ryan, þar á eftir vara­for­seti öld­unga­deild­ar­innar (Vara­for­set­inn Pence er for­seti öld­unga­deild­ar­inn­ar), en Orrin Hatch gegnir því emb­ætti. Rex Tiller­son ut­an­rík­is­ráð­herra kemur honum næst.Hvaða forsetar hafa dáið eða hætt í embætti?

Níu Banda­ríkja­for­setar hafa ekki náð að klára kjör­tíma­bil sín. Átta þeirra lét­ust í emb­ætti; fjórir voru ráðnir af dög­um, en fjórir lét­ust úr veik­ind­um. Og svo var það Nixon.

1841: William Hen­ry Harri­son (v: Van Buren)

1850Zachary Taylor (vFill­more)

1865: Abra­ham Lincoln (vJohn­son)

1881: James AGarfi­eld (v: Arthur )

1901: Willi­am McK­inley (vRoos­evelt)

1923War­ren GHarding (vCoolidge)

1945Frank­lin D. Roos­evelt (v: Truman)

1963: John F. Kenn­edy (Lyndon BJohn­son)

1974: Ric­hard Nixon (v: Ger­ald Ford)

Vara­for­setar þeirra tóku við og reynd­ust mis­far­sæl­ir. Fjórir fyrstu þeirra kláraði aðeins kjör­tíma­bil for­vera síns en fjórir voru end­ur­kjörn­ir. 

Ger­ald Ford, var hins vegar sér á báti þar sem hann tók við af Nixon, ver­andi vara­for­seti, en hann var ekki kjör­inn sem slík­ur, heldur var hann settur í emb­ætt­ið eft­ir að Spiro Agnew hrakt­ist brott vegna spill­ing­ar­mála. Ford er því eini mað­ur­inn sem hefur orðið for­seti án þess að hafa til þess umboð banda­rísku þjóð­ar­innar úr kosn­ing­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...