Í þá tíð… Grunnurinn að réttindahreyfingu lagður eftir hræðilega árás

Recy Taylor var nauðgað af hópi manna í Alabama á fimmta áratug síðustu aldar. Þrátt fyrir játningar voru nauðgararnir ekki sóttir til saka. Recy lést fyrir skömmu í hárri elli, en Oprah Winfrey rifjaði upp mál hennar og hugrekki nýverið í magnaðri ræðu.

Recy Taylor var numinn á brott og nauðgað af hópi manna í Alabama árið 1944.
Recy Taylor var numinn á brott og nauðgað af hópi manna í Alabama árið 1944.
Auglýsing

Sjaldan hefur verið eins áhuga­vert (les. frústrer­andi og sorg­legt, en um leið hug­hreystandi) að fylgj­ast með þjóð­fé­lags­um­ræð­unni í Banda­ríkj­unum eins og einmitt núna. Á meðan hat­urs­orð­ræða grass­erar allt upp í efstu lög sam­fé­lags­ins og almennt óþol fólks fyrir skoð­unum sem eru á skjön við þeirra eigin heims­mynd virð­ist vera að aukast, er ekki laust við að örli á skímu við sjón­deild­ar­hring.

Síð­ustu miss­eri hafa komið fram fjöl­mörg sorg­leg og erfið mál sem tengj­ast kerf­is­bundnu ofbeldi og mis­rétti sem hafa sært fram lang­þráða og nauð­syn­lega, en jafn­framt erf­iða, umræðu og upp­gjör. Fremst má ann­ars vegar telja hreyf­ing­una sem kennd er við #BlackLi­vesMatter sem tók á kerf­is­lægum for­dómum og ofbeldi lög­reglu gagn­vart blökku­fólki, og hins vegar #MeeToo bylt­ing­una gegn kúg­un, mis­rétti og ofbeldi gegn konum og stúlk­um, sem stendur enn sem hæst. 

#MeeToo á upp­tök sín í afhjúp­unum innan kvik­mynda­geirans og það var einmitt á þeim vett­vangi sem við­fangs­efni þessa pistils kom fram, í brenni­punkti milli þessa tveggja mála­flokka.

Auglýsing

Í inn­blás­inni þakk­ar­ræðu sinni á Golden Globe há­tíð­inni um síð­ustu helgi minnt­ist Oprah Win­frey á mál Recy Taylor, blökku­konu frá Ala­bama sem var rænt og nauðgað af hópi hvítra manna árið 1944. Þrátt fyrir hót­anir lét hún ekki þagga niður í sér heldur barð­ist fyrir því að menn­irnir sem brutu á henni skyldu fá að svara til saka.

Sam­fé­lag skil­greint af mis­rétti og for­dómum

Oft er talað um þræla­hald, og tregð­una við að afnema þann hryll­ing, sem erfða­synd Banda­ríkj­anna. Þræla­hald var ekki afnumið með lögum fyrr en árið 1865, langt á eftir ríkjum Evr­ópu. Í nokkur ár eftir að borg­ara­stríð­inu lauk var lögum um borg­ara­rétt­indi þeldökkra, til jafns við hvíta, fram­fylgt með her­valdi í Suð­ur­ríkj­un­um. 

Árið 1877 urðu hins vegar vatna­skil þar sem Suð­ur­ríkin fengu svo gott sem frítt spil til að reka hrein­rækt­aða aðskiln­að­ar­stefnu með lög­um. 

Upp frá þessu og fram til árs­ins 1954 er talað um tíma „Jim Crow-laga“ í Suð­ur­ríkj­un­um. Þá var fært í lög að mis­muna mætti gegn blökku­fólki, meðal ann­ars með því að tak­marka kosn­inga­rétt þeirra, og aðgang að ýmis­konar aðstöðu og þjón­ustu. Frægt er að þeldökkir máttu ekki sitja fremst í stræt­is­vögnum og mis­mun­andi sal­erni og drykkj­ar­brunnar voru fyrir hvíta og dökka. 

Fyrir utan lögin sem stað­festu mis­rétt­ið, voru ýmis konar sam­fé­lags­legar hömlur til staðar til að halda yfir­burðum hvítra í horf­inu. Sam­tök eins og KKK óðu uppi með ógn­un­um, ofbeldi og aftökum án dóms og laga, sem voru til þess fallin að troða niður vonir þeldökkra um að sækja sér tæki­færi í atvinnu­lífi, menntun eða sam­fé­lag­inu almennt. 

Eins og oft vill verða í aðstæðum sem þessum, voru það komur og stúlkur sem máttu þola hvað mest órétt­læti og mis­mun­un. Kyn­ferð­is­of­beldi er ákveð­inn fasti þegar kemur að kúgun á þjóð­fé­lags­hópum og það gilti sann­ar­lega um blökku­konur á Jim Crow-ár­unum þegar kom að því að und­ir­strika yfir­ráð hvítra karla. 

Numin á brott á leið heim úr kirkju

Þetta var veru­leik­inn sem Recy Taylor fædd­ist inn í og lifði við í Abbeville í Ala­bama­ríki. Hún var kjarna­kona sem gekk sex systk­inum sínum í móð­ur­stað aðeins sautján ára göm­ul, eftir að móðir þeirra lést. Dag einn í sept­em­ber árið 1944, þeg­ar Recy var 24 ára göm­ul, var hún gang­andi á leið heim úr kirkju sam­ferða vin­konu sinni og syni henn­ar. Eig­in­mað­ur Recy og ung dóttir þeirra biðu heima.

Þá er bíl ekið upp að hlið göngu­fólks­ins. Í bílnum voru sjö ungir menn, allir vopn­að­ir, og fyrir þeim fór Her­bert nokk­ur Lovett. Pilt­arnir sök­uðu Recy um að hafa ráð­ist á til­tek­inn mann með hnífi, ásökun sem var hreinn þvætt­ing­ur, ógn­uðu henni með byssu og neyddu hana inn í bíl­inn til þeirra.

Þeir óku henni á afvik­inn stað í nágrenn­inu þar sem þeir skip­uðu henni að afklæð­ast. Recy neit­aði og grát­bað um að fá að fara heim til dóttur sinnar og eig­in­manns. Pilt­arnir urðu ekki við því, heldur neyddu hana úr föt­unum og komu fram vilja sínum við hana. „Láttu eins og þú sért með mann­inum þínum eða ég sker þig á háls!“ skip­aði Lovett. Sex þeirra nauðg­uðu Recy, fyrr­nefnd­ur Lovett, Hugo Wil­son, Dill­ard YorkLuther Lee, Joe Culpepper og Robert Gamble. Aðeins hinn 14 ára Billy Howerton, sem þekkti til Recy, tók ekki þátt. 

Eftir ódæðið bundu þeir fyrir augun á Recy og köst­uðu henni út úr bílnum skammt frá. Hún hafði svarið og sárt við lagt að hún myndi ekki segja neinum frá því sem átti sér stað, en um leið og hún kom heim sagði hún manni sínum og fjöl­skyldu alla sög­una. 

Lög­regla og dóm­stólar brugð­ust þrátt fyrir játn­ingar

Í sam­tali við lög­reglu gat Recy ekki sagt hverjir höfðu verið að verki, en hún lýsti bílnum svo vel að það fór ekki á milli mála um hvern var að ræða. Í kjöl­farið gat hún bent á nauð­gar­ana, en þeir sögðu að þó sam­ræði hafi átt sér stað hafi þau verið með hennar vilja og þeir hafi greitt henni fyr­ir.

Lög­reglu­stjór­inn fór ekki lengra með málið og yfir­heyrði menn­ina ekki einu sinni. Hins vegar vakti kæran mikil við­brögð í sveit­inni og fjöl­skyldan sætti árásum og öðrum ofsókn­um.  Meðal ann­ars var reynt að skemma mann­orð hannar og henni úthúðað sem laus­læt­is­drós. 

Recy var gift og átti þriggja ára dóttur. Öryggi fjölskyldunnar var sífellt ógnað á meðan hún leitaði réttlætis og í mörg ár á eftir.Fréttir af mál­inu bár­ust víð­ar, meðal ann­ars til skrif­stofu NCAAP, rétt­inda­sam­taka þeldökkra, þar sem Rosa nokkur Parks var send af stað til að gæta hags­muna Recy. Parks varð síðar fræg fyrir að storka lögum þegar hún sett­ist fremst í stræt­is­vagn rúmum ára­tug síð­ar.

Lög­reglan brást ókvæða við aðkomu Parks að mál­inu. Þeir vildu enga „vand­ræða­gemsa“ í sveit­ina.

Mál var reyfað fyrir kvið­dómi (Grand Jury), en þá lá ekk­ert fyrir nema vitn­is­burð­ur Recy. Kvið­dóm­ur­inn, sem var skip­aður ein­tómum hvítum körlum var fljótur að úrskurða að ekki skyldi ákært í mál­inu.

Í kjöl­farið lögðu Parks og félagar hennar í her­ferð til að þrýsta á um að eitt­hvað yrði gert í mál­inu. Hópar aðgerða­sinna, kven­rétt­inda­fé­lög, frægir lista­menn og fleiri lögð­ust á eitt og fengu það í gegn að árið eftir var annar kvið­dómur kall­aður til – sem fyrr, bara skip­aður hvítum körl­um.

Að þessu sinni lágu fyrir vitn­is­burðir frá mönn­unum sem og þrugl og lygar frá lög­reglu­stjór­an­um, sem voru bornar til baka af fjöl­mörgum íbú­um Abbeville. Flestir pilt­arnir geng­ust, líkt og áður, við því að hafa haft sam­ræði við Recy, en það hafi verið með hennar sam­þykki… það er að segja þar til einn þeirra lét undan og ját­aði allt. Lýs­ingar hans voru í öllu í sam­ræmi við það sem Recy sagði hafa ger­st, en eins frá­leitt og það hljóm­ar, þrátt fyrir það taldi kvið­dóm­ur­inn að ekki lægju fyrir nægi­lega sterkar sann­anir til að hægt væri að ákæra og senda málið til dóm­ara.

Menn­irnir sjö sem numu Recy Taylor á brott, sví­virtu hana og nauðg­uðu, sluppu því allir og eng­inn þeirra þurfti nokkru sinni að svara til saka.

Fyrsti vísir að skipu­lagðri rétt­inda­bar­áttu

Þrátt fyrir að svona hafi far­ið. Að rétt­lætið hafi verið fótum troðið í máli Recy Taylor, mark­aði málið ákveðin tíma­mót. Þarna var í fyrsta sinn komin skipu­lögð hreyf­ing á lands­vísu til að vinna að rétt­inda­málum þeldökkra, sem varð svo grunn­ur­inn að mann­rétt­inda­hreyf­ing­unni sem reis upp á sjötta ára­tugnum undir for­ystu fólks á borð við Rosu Parks og Mart­ins Luther King. 

Hvað Recy sjálfa áhrær­ir, þá bjó hún áfram í Abbeville í um tutt­ugu ár og mátti sífellt lifa í ótta um að henni eða hennar nán­ustu yrði gert mein. Hún flutti svo til Florida og þar sem hún bjó allt fram á efri ár þegar hana tók að bresta heilsu. Þá flutti hún aftur heim til að ætt­ingjar hennar gætu hugsað um hana í ell­inni. 

Mannréttindafrömuðurinn Rosa Parks skipulagði átak á landsvísu til að kalla eftir réttlæti fyrir Recy, en árangurslaust. Þessi hreyfing varð þó vísir að öflugra starfi sem keyrði áfram umbætur í réttindamálum þeldökkra. Recy lést nýlega í hárri elli. HúnÞað var ekki fyrr en árið 2011 – eftir að gerð hafði verið heim­ild­ar­mynd um málið – sem yfir­völd í Ala­bama geng­ust við því að ákvörð­unin um að sækja nauð­gar­ana ekki til saka hafi verið „and­styggi­leg og ógeð­felld“. 

Hún lést svo hinn 28. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, rétt fyrir 98 ára afmælið sitt, og tíu dögum áður en Oprah hélt nafni hennar og hug­rekki á lofti í fyrr­nefndri ræðu. 

Mál Recy var alls ekk­ert eins­dæmi á Jim Crowe-ár­unum í Suð­ur­ríkj­un­um, og jafn­vel eftir að lögum var breytt til að tryggja jafn­rétti kyn­þátta fyrir lögum héldu ofsóknir og ofbeldi, ekki síst gegn kon­um, áfram. 

„Mörgum konum var nauðg­að,“ sagði Recy í við­tali í fyrr­nefndri mynd. „En fólkið þarna, það var eins og þeim væri sama um hvað kom fyrir mig, og þeir gerðu ekk­ert í því. En ég gat ekki gert annað en segja sann­leik­ann um hvað þeir gerðu mér.“

Allt fram til okkar daga eru hópar sem vinna kerf­is­bundið að því að draga úr áhrifum þeldökkra og ann­arra minni­hluta­hópa, með laga­klækjum og stofn­ana­bundið mis­rétti er enn við lýði. Það sem vekur hins vegar von er að nú er unnið gegn þögg­un, geng­ist við stað­reynd­um, sem er grund­völl­ur­inn að fram­þróun í átt að jafn­rétti og rétt­læt­i. Recy og aðrar konur sem buðu vald­höfum og sam­fé­lag­inu byrg­inn til að standa fyrir sínu vörð­uðu þessa leið sem við erum á.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiFólk