Nýir frumbyggjar Ameríku finnast í Alaska

Nýjar upplýsingar, byggðar á fornleifum, benda til þess að dreifing mannskepnunnar um heiminn sé öðruvísi en áður var haldið.

fornleifafræði
Auglýsing

Sú mynd sem við höfum af dreifingu mannskepnunnar um jörðina er að hluta til gloppótt. Það er margt sem við vitum en að sama skapi er margt sem við vitum ekki, þó með fleiri og fleiri rannsóknum reynum við að fylla upp í götin og fá þannig heildstæða mynd. Stundum vill svo skemmtilega til að við vitum ekki betur en að sagan heil, þegar nýjar vísbendingar koma svo til sögunnar sem benda til að myndin er kannski ekki eins og við höfum teiknað hana upp í fyrstu.

Það er einmitt raunin með niðurstöður erfðagreininga á fornleifasýnum sem unnin voru við University of Alaska Fairbanks. Rannsóknin sem leidd er að Ben Potter, prófessor við háskólann hefur staðið yfir í nokkur ár þar sem unnið hefur verið að rannsóknum á fornleifum sem fundust við Upward Sun River í Alaska í kringum 2006. Þessi fornleifastaður er staðsettur nálægt þeim stað þar sem íshella myndaði brú yfir Beringshaf á ísöld og tengdi saman Síberíu og Alaska.

Talið er líklegt að upprunalegir íbúar Ameríku hafi komið frá Asíu, yfir Bering-sbrúnna svonefndu. Þessi hópur fólks settist þó ekki að svo norðarlega heldur ferðaðist sunnar og hefur verið kallaður Native Americans eða frumbyggjar Ameríku. Fornleifarannsóknirnar við Upward Sun River gefa þó nýja mynd á þetta ferðalag.

Auglýsing

Hluti af fornleifunum eru líkamsleifar tveggja ungra stúlkna sem náðist að einangra erfðaefni úr til raðgreiningarRaðgreining erfðaefnisins leiddi í ljós að sennilega er ekki um að ræða skyldmenni þeirra frumbyggja sem hingað til hefur verið talið að hafi einir byggt Ameríku. Þar sem erfðaefnið gefur til kynna að um algjörlega óskyldan flokk hafi verið að ræða þá hefur rannsóknarhópurinn gefið fólkinu sem þarna bjó nafnið Ancient Beringians.

Rannsóknarhópur Ben Potters telur að um tvær sviðsmyndir gæti verið að ræða. Önnur er sú að tveir hópar fólks hafi ferðast yfir Bering-sbrúnna á mismunandi tímapunktum. Annar hópanna hefur sest að norðarlega meðan hinn hefur ferðast lengra suður. Hinn möguleikinn er að einn hópur hafi komið frá Asíu en síðan skipst í tvennt, þar sem hluti hópsins settist að á svæðinu við Upward Sun River meðan aðrir ferðuðust lengra suður.

Hvort sem hefur gerst þarna í upphafi er líklegt að sá hópur sem áður var talinn eini frumbyggjahópur Ameríku hefur svo ferðast aftur norður eftir álfunni og þar hafa hóparnir hist á ný. Þannig hefur að öllum líkindum aftur orðið blöndun á hópnum sem gerir það að verkum að erfðaefni Ancient Beringans er ekki hægt að finna sem slíkt í neinum núlifandi þjóðarhópum.

Þessar niðurstöður breyta óneitanlega sýn okkar á ferðalag mannsins um heiminn og dreifingu hans um jörðina. Það verður spennandi að sjá hvaða fleiri upplýsingar verður hægt að finna í Upward Sun River fornleifauppgreftrinum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk