Vinsælustu hlaðvörp ársins á Kjarnanum

Hvað eiga hræðsla við smurstöðvar, Helgi Seljan, snapparinn Gæi á Tenerife, Erpur Eyvindarson og afnám hafta sameiginlegt? Allt voru þetta viðfangsefni þeirra hlaðvarpsþátta Kjarnans sem fengu mesta hlustun á árinu 2017.

hlaðvörp ársins
Auglýsing

5. Hismið - 12. maí: Markaðsdeildir landsins að vakna og hræðsla við smurstöðvar

Síð­asta Hismi fyrir verðskuldað sumarfrí Árna Helgasonar og Grétars Theodórssonar, umsjónarmanna þáttarins, var jafn­framt tíma­móta­þáttur þar sem mark­aðs­deildir lands­ins virtust vera að vakna og fyrsta eig­in­lega spons þátt­ar­ins frá upp­hafi var orðið að veru­leika. Árni og Grétar ræddu óvænt frumkvöðulsstarf, PR stunt vik­unnar hjá Bjarna Ben, trampólín og þá ótta­blöndnu virð­ingu sem þeir hafa fyrir starfs­mönnum smur­stöðva.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér.

4. Grettistak - 24. janúar: „Ég er í miklu betri stöðu til að bregðast við hótunum en fullt af öðru fólki“

Helgi Seljan var fyrsti gestur ­nýrrar seríu af Grettistaki í umsjón Grettis Gauta­son­ar. Herra Seljan fór um víðan völl og snerti meðal ann­ars á æsku­ár­unum á Reyð­ar­firði, hvort RÚV ætti að vera í rík­i­s­eigu og hvaða handrukkarar hafi brotið rúður heima hjá sér.

Auglýsing

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér.

3. Hismið - 30. mars - Hismið og Gæi á Tenerife

Hismið hringdi til Tene í heitasta snappara lands­ins sem var með Tenerife með fjöl­skyld­unni og tók stöð­una á honum þar. Gæi hafði þá á stuttum tíma orðið að einum vin­sælasta snappara lands­ins. Hægt er að fylgj­ast með snöppunum frá honum með því að leita að iceredneck í Snapchat.

Árni Helgason og Grétar Theodórsson, umsjónarmenn Hismisins, ræddu einnig pizzahvíslarann og stóra Hauck & Auf­häuser-­mál­ið.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér.

2. Grettistak - 15. apríl: Erpur Eyvindarson: „Ég hef ekki fengið neina frípassa“

Erpur Þórólfur Eyvind­ar­son, sem oft gengur undir nafn­inu Ali Höhler, var gestur Grettistaks. Þrátt fyrir að vera póli­tískur öfga­maður með víð­tæk tengsl við ógæfu og óreglu­menn gaf hann sér dágóðan tíma til þess að spjalla um hin ýmsu mál. Eftir að hafa rætt Havana Club, sem fyrir algjöra til­viljun var á boðstólunum, var farið yfir gamla tíma og allt það helsta.

Úr varð lengsti þáttur í sögu Grettistaks, og hlaðvarps Kjarnans.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér.

1. Kvikan - 15. mars: Hver græðir hvað á afnámi hafta (sem er ekkert verið að afnema)?

Þrátt fyrir að til­kynnt hefði verið um fullt afnám hafta var aug­ljóst af nýjum reglum að enn væru margar hindr­anir á frjálsu flæði fjár­magns. Þá væru enn til staðar miklar hömlur á vaxtamuna- og afleiðu­við­skiptum og hluti aflandskrónu­eig­enda auð­vitað enn fastur innan hafta. En hverjir hagn­ast á afnámi hafta? Hver er hagur almenn­ings, fyr­ir­tækja, fjár­magns­eig­enda, rík­is­ins og Ill­uga Gunn­ars­son­ar? Þessum spurn­ingum og mörgum fleirum var svarað í Kvikunni, sem reyndist ein sú síðasta sem gerð var, að minnsta kosti í bili. Ástæðan er sú að skömmu síðar hóf sjónvarpsþáttur Kjarnans göngu sína á Hringbraut, en hann er afbrigði af Kvikunni.

Í þessum mest áhlustaða hlaðvarpsþætti ársins var einnig farið yfir þá upp­stokkun sem var að eiga sér stað á fjöl­miðla- og fjar­skipta­mark­aði með kaupum Vodafone á helsta inn­volsi 365 miðla og staðan tekin í Trumplandi.

Umsjón­ar­menn þessarar Kviku voru Þórður Snær Júl­í­us­son og Magnús Hall­dórs­son.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk