Mest lesnu fréttaskýringar ársins 2017

Hvað eiga stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar, Júlíus Vífill Ingvarsson, Bakkavararbræður, aflandseignir Íslendinga og Wintris Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sameiginlegt? Allt voru þetta viðfangsefni mest lesnu fréttaskýringa ársins á Kjarnanum.

samsett úr fréttaskýringum ársins 2017
Auglýsing

5. Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður og fæðingarorlof lengt

Kjarninn greindi fyrstur fjölmiðla frá því helstu atriðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Í umfjöllun hans kom m.a. fram að það ætti að stofna stöðugleikasjóð og gera hvítbók um endurskipulagningu fjármálakerfisins. Málefni Seðlabankans yrðu áfram í forsætisráðuneytinu og nefnd skipuð um endurskoðun stjórnarskrár.

Hægt er að lesa fréttaskýringuna í heild sinni hér.

4. Hljóðupptakan sem er ástæða þess að Sigurður G. má ekki verja Júlíus Vífil

Það sem kemur fram á hljóðupptöku frá 6. apríl 2016 er ástæða þess að Sigurður G. Guðjónsson mátti ekki verja Júlíus Vífil Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúa sem grunaður er um stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Sigurður gæti fengið stöðu sakbornings í málinu. Kjarninn birti upptökuna í september.

Auglýsing

Hægt er að lesa fréttaskýringuna í heild sinni hér.

3. Bakkavararbræður á meðal ríkustu manna Bretlands

Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir voru á nýjum lista yfir ríkustu menn Bretlands. Viðskiptablokk bræðranna var sú sem olli íslenska lífeyriskerfinu mestu tjóni. Þeir áttu fjölmörg félög á aflandseyjum og komu með háar fjárhæðir til Íslands í gegnum fjárfestingarleiðina.

Hægt er að lesa fréttaskýringuna í heild sinni hér.

2. Gríðarlegt umfang skattaskjólseigna Íslendinga

„Þeir Íslendingar sem hafa verið í aðstöðu til þess hafa frá fornu fari sumir hverjir leitað leiða til þess að flytja fé úr landi, ýmist til þess að forðast skattgreiðslur, leyna auðlegð sinni eða firra sig þeirri gengisáhættu sem fylgir íslensku krónunni.“ Þetta segir í skýrslu starfshóps um umfang skattaskjólseigna, sem var birt var 6. janúar og varpaði ljósi á skattaskjólseignir Íslendinga.

Hægt er að lesa fréttaskýringuna í heild sinni hér.

1. Wintris greiddi ekki skatta í samræmi við lög og reglur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og eiginkona hans sóttust eftir því að fá breyta skattframtölum sínum eftir að Wintris-málið kom upp. Í bréfi til skattyfirvalda sögðu þau að ekki væri „útilokað að réttara hefði verið að haga skattskilum“ með öðrum hætti en gert var. Þau sömdu við ríkisskattstjóra um endurákvarðanir á skattgreiðslum sínum.

Hægt er að lesa fréttaskýringuna í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk