Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður og fæðingarorlof lengt

Í stjórnarsáttmála verðandi ríkisstjórnar kemur fram að það eigi að stofna stöðugleikasjóð og gera hvítbók um endurskipulagningu fjármálakerfisins. Málefni Seðlabankans verða áfram í forsætisráðuneytinu og nefnd skipuð um endurskoðun stjórnarskrár.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verður næsti forsætisráðherra þjóðarinnar ef stjórnarsáttmálinn verður samþykktur á morgun.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verður næsti forsætisráðherra þjóðarinnar ef stjórnarsáttmálinn verður samþykktur á morgun.
Auglýsing

Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður, hvítbók verður skrifuð um endurskipulagningu fjármálakerfisins, fæðingarorlof lengt og greiðslur til þeirra sem það taka hækkaðar, komu- og brottfarargjöld verða lögð á og gistináttagjald mun renna óskert til sveitarfélaga. Stofnaður verður stöðugleikasjóður, sem kallaður verður Þjóðarsjóður, og skipaðar þverpólitískar nefndir um endurskoðun á stjórnarskrá og um hvort þurfi að endurskoða útlendingalögin. Þetta eru á meðal þeirra atriða sem er að finna í stjórnarsáttmála verðandi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, samkvæmt heimildum Kjarnans.

Það vekur athygli að í þeim sáttmála sem kynntur hefur verið þingmönnum verðandi stjórnarflokka er ekkert minnst á rammaáætlun, sem var deilumál milli formanna flokkanna þriggja sem standa að ríkisstjórninni á meðan að viðræður þeirra stóðu yfir. Þar er heldur ekkert fjallað um hvort og þá hvernig eigi að ráðstafa því fé sem nú liggur í bönkum í eigu ríkisins og sumir viðmælendur Kjarnans sem hafa séð sáttmálann telja að það vanti mjög upp á að þær tekjuöflunarleiðir sem rötuðu í hann dugi fyrir þeirri útgjaldaaukningu sem stefnt er að.

Seðlabankamál verða hjá Katrínu

Sáttmálinn verður lagður fyrir flokksstofnanir Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna á morgun. Vinstri græn munu svo halda þingflokksfund á fimmtudagsmorgun verði hann samþykktur þar sem gerð verður nánari grein fyrir ráðherraskipan flokksins og annarri verkaskiptingu ríkisstjórnarinnar. Síðan er gert ráð fyrir að ríkisráðsfundur verði haldinn síðdegis á fimmtudag og nýja ríkisstjórnin taki þá við.

Auglýsing

Enn liggur ekki niðurneglt fyrir hvaða flokkur fær hvaða ráðuneyti en samkomulag ríkir um að Sjálfstæðisflokkurinn fái fimm ráðuneyti, Framsóknarflokkurinn þrjú og Vinstri græn þrjú auk þess sem búist er við því að Steingrímur J. Sigfússon verði forseti Alþingis.

Katrín verður forsætisráðherra og nær öruggt er að Bjarni Benediktsson verði fjármálaráðherra. Eitt af þeim málum sem tekist var á um í viðræðum flokkanna þriggja var hvar málefni Seðlabanka Íslands ættu að vera en nú liggur fyrir að þau verða áfram í forsætisráðuneytinu. Katrín mun því skipa næsta seðlabankastjóra, en skipunartími Más Guðmundssonar rennur út á kjörtímabilinu.

Þjóðarsjóður verður til

Þær tekjuöflunarleiðir sem m.a. er minnst á í sáttmálanum eru hækkun fjármagnstekjuskatts sem á að skila 2,5 milljörðum króna á ári í ríkiskassann. Þá á að leggja á komu- og brottfarargjöld í stað þess að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu, líkt og síðasta ríkisstjórn ætlaði að gera. Gistináttagjald á að renna óskipt til sveitarfélaga og vera ákveðið hlutfall af kostnaði við gistingu. Þannig greiði þeir sem vilji lúxusgistingu fleiri krónur í gjaldið en þeir sem kjósi að gista í tjaldi á tjaldsvæði.

Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson hafa lokið viðræðum við Katrínu Jakobsdóttur um myndun ríkisstjórnar. MYND: Birgir Þór HarðarsonFjallað er um vaxta- og húsnæðisbætur og breytingar á greiðslum til þeirra sem taka fæðingarorlof. Þá á einnig að lengja orlofið en Vinstri græn lögðu til að mynda fram frumvarp fyrr á þessu ári um að lengja það úr níu mánuðum í tólf í tveimur þrepum. Sú lenging átti þá að vera að fullu komin til framkvæmda 2019.

Til stendur að stofna stöðugleikasjóðs, sem mun kallast þjóðarsjóður. Inn í hann eiga að renna til dæmis arðgreiðslur úr orkufyrirtækjum. Þá á að skrifa hvítbók um endurskipulagningu fjármálakerfisins og stuðla að gagnsæi í eignarhaldi fjármálafyrirtækja. Ekkert er hins vegar sértækt, samkvæmt heimildum Kjarnans, um hvað eigi að gera með það fé sem liggur inni í bönkum í eigu ríkisins.

Þverpólitískar nefndir skipaðar

Aðgerðir í loftlagsmálum eru sagðar vera mjög í anda þeirra sem þegar liggja fyrir. Athygli vekur að ekkert var fjallað um rammaáætlun, sem segir til um hvaða virkjunarkosti eigi að vernda og hverja eigi að nýta, í þeim sáttmála sem viðmælendur Kjarnans sáu.

Þá sé lítið fjallað um hvernig rekstrarform þyki æskilegust í heilbrigðiskerfinu og almennt orðalag um Borgarlínu, sem er samgönguframkvæmd sem öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu leggja mikinn þunga á.

Enginn flokkanna þriggja sem nú taka við völdum hefur verið yfir sig áhugasamur um að ráðast í stórfelldar stjórnarskrárbreytingar. Niðurstaða þeirra mála, samkvæmt heimildum Kjarnans, í sáttmálanum er að skipa þverpólitíska nefnd um endurskoðun stjórnarskrár. Önnur þverpólitísk nefnd verður einnig skipuð til að fara yfir lög um útlendingamál til að kanna hvort að þeim þurfi að breyta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar