Mest lesnu aðsendu greinar ársins 2017

Hvað á tannlæknaþjónusta hælisleitenda, ömurlegt heimilisofbeldi og kerfi sem bregst þolendum, #metoo og húsnæðiskerfi sem er ekki rekið með hagnaðarsjónarmiði sameiginlegt? Þau eru viðfangsefni þeirra aðsendu greina sem mest voru lesnar á Kjarnanum í ár.

Aðsendar 2017 samsett
Auglýsing

5. Um meint lúx­uslíf hæl­is­leit­enda

Tann­lækna­þjón­usta sem hæl­­is­­leit­endur á Íslandi fá felst í tveimur val­­kost­­um. Ann­að­hvort taka verkja­lyf við tann­pínu eða láta draga úr sér tenn­­urn­­ar. Í und­an­­tekn­ing­­ar­til­vikum er gert við tennur í börnum þjá­ist þau af tann­pínu.

Leig­u­bíla­­þjón­usta hefur ekki staðið hæl­­is­­leit­endum til boða nema í neyð­­ar­til­vikum þar sem um alvar­­leg veik­indi hefur verið að ræða, en ekki svo alvar­­leg að sjúkra­bíl þyrfti til. Hluti hæl­­is­­leit­enda hefur fengið strætókort. Eftir að ný reglu­­gerð um útlend­inga tók gildi er óljóst hvernig það verður fram­­veg­­is.“

Bryn­hildur Bolla­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Rauða krossin á Íslandi, skrif­aði grein og kall­aði eftir vand­að­ari umræðu um flótta­fólk og hæl­is­leit­endur á Íslandi.

Auglýsing

Hægt er að lesa grein­ina í heild sinni hér.

4. Harm­leikur

Fyrir framan mig stóð unga, fal­­lega, góða dóttir mín - nið­­ur­brotin mann­eskja á lík­­ama og sál. Sítt hárið hékk í tætlum niður eftir bak­inu eftir að hann dró hana fram og til bak­a á hár­inu. Hár­svörð­­ur­inn var þak­inn kúl­­um. Hún var rispuð og marin í and­liti. Háls­inn var þak­inn mar­blettum beggja vegna eftir kyrk­ingstak fingra. Eyrun bólg­in, hvellrauð og brjóskið marið eftir að hann hélt í eyrun til að lemja höfð­inu niður í stól­inn og stein­­gólf­ið. Það blæddi úr eyrna­hlust­­inni öðru meg­in. Skafsár voru á herða­blöðum og mjó­baki eftir að hann dró hana á bak­inu eftir stein­­gólf­in­u. F­ingraför/mar­blettir voru á báðum fram­hand­­leggj­­um. Rispuð og marin á mjöðm og fót­um, helaum yfir brjóst­bein­i.“

Guð­rún Sverr­is­dóttir skrif­aði grein um ofbeldi sem dóttir hennar varð fyr­ir. Máli hennar var vísað frá vegna form­galla frá hendi ákæru­valds­ins.

Hægt er að lesa grein­ina í heild sinni hér.

3. Kerfið sem átti að vernda og verja systur okkar sem þol­anda heim­il­is­of­beldis brást

Þegar systur minni tókst með hetju­­skap og þraut­­seigju að enda ofbeld­is­­sam­­bandið hafði hún upp­­lifað í langan tíma að hún skipti engu máli og hún á allan hátt háð ákvörð­un­um X. Loks­ins þegar hún komst út úr þessu og í fang þeirra aðila sem áttu að vernda hana og verja, varð upp­­lifunin sú hin sama - að hún skipti ekki máli.“

Syst­urnar Erna, Ransý og Sól­veig Guð­munds­dæt­ur, dætur Guð­rúnar sem skrif­aði grein­ina hér að ofan, skrif­uðu saman um heim­il­is­of­beldi sem yngsta systir þeirra varð fyrir og hvernig þær töldu að kerfið hefði brugð­ist henni með margs­konar hætti.

Hægt er að lesa grein­ina í heild sinni hér.

2. Þögnin rofin

Ég hef álasað sjálfa mig fyrir að hafa þagað yfir mál­inu. Að hafa ekki sagt frá og þar með lagt mitt á vog­­ar­­skál­­arnar til að forða því að menn af þessu tagi kæmust í áhrifa­­stöð­­ur. Að hafa með þögn­inni stefnt öðrum konum í hættu. En ekki leng­­ur. Tím­inn þagn­­ar­innar er lið­inn. Við verð­um, sem þjóð­­fé­lag, að rísa upp gegn kúltúr sem lætur ein­stak­l­inga halda að þeir geti traðkað yfir annað fólk á skítugum skón­­um. Við verð­um, sem þjóð, að krefj­­ast þess að virð­ing sé borin fyrir öllum og standa vörð um þá hug­­sjón.“

Ragn­hildur Ágústs­dóttir varð ung for­stjóri hjá fyr­ir­tæki í tækni­geir­an­um. Hún var beitt kyn­bundnu ofbeldi af mönnum sem lok­uðu hana inni í fund­ar­her­bergi, neyddu Ragn­hildi, sem var barns­haf­andi, til að skrifa undir samn­ing og mein­uðu henni útgöngu.

Hægt er að lesa grein­ina í heild sinni hér.

1. Tabú á Íslandi: Leiga fyrir nfp íbúðir 61.000 á mán­uði

Núorðið er íslensk hús­næð­ispólítík samin af almanna­tenglum stuttu fyrir kosn­­ing­­ar. Glæru­­sýn­ing­­arn­ar eiga eitt ­sam­eig­in­­legt: Þær byggja allar á sömu kerf­is­villu og olli hrun­in­u. NFP er ekki til í orða­­bók­inn­i.

Nið­­ur­­staðan er olía á hækk­­un­­ar­eld fast­eigna­verðs. Og síhækk­­andi þrösk­uldur nýliða á íbúða­­mark­aði.

Stefna nýrrar rík­­is­­stjórnar í hús­næð­is­­málum er ekk­ert verri en fyr­ir­renn­­ara henn­­ar. Engin stefna þarf ekki að vera verri en vond eða heimsku­­­leg ­stefna. Sem er klastrað saman á aug­lýs­inga­­stofu. Korteri fyrir kosn­­ing­­ar.“

Guð­mundur Guð­munds­son á mest lesnu aðsendu grein árs­ins. Hún fjallar um hús­næð­is­stefnu sem rekin er án hagn­að­ar­sjón­ar­miða, eða NFP (e. Not for profit).

Hægt er að lesa grein­ina í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk