Mest lesnu aðsendu greinar ársins 2017

Hvað á tannlæknaþjónusta hælisleitenda, ömurlegt heimilisofbeldi og kerfi sem bregst þolendum, #metoo og húsnæðiskerfi sem er ekki rekið með hagnaðarsjónarmiði sameiginlegt? Þau eru viðfangsefni þeirra aðsendu greina sem mest voru lesnar á Kjarnanum í ár.

Aðsendar 2017 samsett
Auglýsing

5. Um meint lúxuslíf hælisleitenda

Tannlæknaþjónusta sem hæl­is­leit­endur á Íslandi fá felst í tveimur val­kost­um. Ann­að­hvort taka verkja­lyf við tann­pínu eða láta draga úr sér tenn­urn­ar. Í und­an­tekn­ing­ar­til­vikum er gert við tennur í börnum þjá­ist þau af tann­pínu.

Leigu­bíla­þjón­usta hefur ekki staðið hæl­is­leit­endum til boða nema í neyð­ar­til­vikum þar sem um alvar­leg veik­indi hefur verið að ræða, en ekki svo alvar­leg að sjúkra­bíl þyrfti til. Hluti hæl­is­leit­enda hefur fengið strætókort. Eftir að ný reglu­gerð um útlend­inga tók gildi er óljóst hvernig það verður fram­veg­is.“

Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossin á Íslandi, skrifaði grein og kallaði eftir vandaðari umræðu um flóttafólk og hælisleitendur á Íslandi.

Auglýsing

Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér.

4. Harmleikur

Fyrir framan mig stóð unga, fal­lega, góða dóttir mín - nið­ur­brotin mann­eskja á lík­ama og sál. Sítt hárið hékk í tætlum niður eftir bak­inu eftir að hann dró hana fram og til bak­a á hár­inu. Hár­svörð­ur­inn var þak­inn kúl­um. Hún var rispuð og marin í and­liti. Háls­inn var þak­inn mar­blettum beggja vegna eftir kyrk­ingstak fingra. Eyrun bólg­in, hvellrauð og brjóskið marið eftir að hann hélt í eyrun til að lemja höfð­inu niður í stól­inn og stein­gólf­ið. Það blæddi úr eyrna­hlust­inni öðru meg­in. Skafsár voru á herða­blöðum og mjó­baki eftir að hann dró hana á bak­inu eftir stein­gólf­in­u. F­ingraför/mar­blettir voru á báðum fram­hand­leggj­um. Rispuð og marin á mjöðm og fót­um, helaum yfir brjóst­bein­i.“

Guðrún Sverrisdóttir skrifaði grein um ofbeldi sem dóttir hennar varð fyrir. Máli hennar var vísað frá vegna formgalla frá hendi ákæruvaldsins.

Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér.

3. Kerfið sem átti að vernda og verja systur okkar sem þolanda heimilisofbeldis brást

Þegar systur minni tókst með hetju­skap og þraut­seigju að enda ofbeld­is­sam­bandið hafði hún upp­lifað í langan tíma að hún skipti engu máli og hún á allan hátt háð ákvörð­un­um X. Loks­ins þegar hún komst út úr þessu og í fang þeirra aðila sem áttu að vernda hana og verja, varð upp­lifunin sú hin sama - að hún skipti ekki máli.“

Systurnar Erna, Ransý og Sólveig Guðmundsdætur, dætur Guðrúnar sem skrifaði greinina hér að ofan, skrifuðu saman um heimilisofbeldi sem yngsta systir þeirra varð fyrir og hvernig þær töldu að kerfið hefði brugðist henni með margskonar hætti.

Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér.

2. Þögnin rofin

Ég hef álasað sjálfa mig fyrir að hafa þagað yfir mál­inu. Að hafa ekki sagt frá og þar með lagt mitt á vog­ar­skál­arnar til að forða því að menn af þessu tagi kæmust í áhrifa­stöð­ur. Að hafa með þögn­inni stefnt öðrum konum í hættu. En ekki leng­ur. Tím­inn þagn­ar­innar er lið­inn. Við verð­um, sem þjóð­fé­lag, að rísa upp gegn kúltúr sem lætur ein­stak­linga halda að þeir geti traðkað yfir annað fólk á skítugum skón­um. Við verð­um, sem þjóð, að krefj­ast þess að virð­ing sé borin fyrir öllum og standa vörð um þá hug­sjón.“

Ragnhildur Ágústsdóttir varð ung forstjóri hjá fyrirtæki í tæknigeiranum. Hún var beitt kynbundnu ofbeldi af mönnum sem lokuðu hana inni í fundarherbergi, neyddu Ragnhildi, sem var barnshafandi, til að skrifa undir samning og meinuðu henni útgöngu.

Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér.

1. Tabú á Íslandi: Leiga fyrir nfp íbúðir 61.000 á mánuði

Núorðið er íslensk hús­næð­ispólítík samin af almanna­tenglum stuttu fyrir kosn­ing­ar. Glæru­sýn­ing­arn­ar eiga eitt ­sam­eig­in­legt: Þær byggja allar á sömu kerf­is­villu og olli hrun­in­u. NFP er ekki til í orða­bók­inn­i.

Nið­ur­staðan er olía á hækk­un­ar­eld fasteignaverðs. Og síhækk­andi þrösk­uldur nýliða á íbúða­mark­aði.

Stefna nýrrar rík­is­stjórnar í hús­næð­is­málum er ekk­ert verri en fyr­ir­renn­ara henn­ar. Engin stefna þarf ekki að vera verri en vond eða heimsku­leg ­stefna. Sem er klastrað saman á aug­lýs­inga­stofu. Korteri fyrir kosn­ing­ar.“

Guðmundur Guðmundsson á mest lesnu aðsendu grein ársins. Hún fjallar um húsnæðisstefnu sem rekin er án hagnaðarsjónarmiða, eða NFP (e. Not for profit).

Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk