Harmleikur

Guðrún Sverrisdóttir skrifar grein um ofbeldi sem dóttir hennar varð fyrir. Máli hennar var vísað frá vegna formgalla frá hendi ákæruvaldsins.

Auglýsing

Ég starf­aði sem hjúkr­un­ar­kona í 40 ár á sviði Slysa­deildar Borg­ar­spít­al­ans. Eftir ára­tuga vinnu á slíkum stað kynn­ist maður öllum hliðum og þáttum mann­lífs­ins, - sorgum og gleði - allt frá stór­slysum til minn­i á­verka.  Dauðs­föll á öldnum sem ungum var erf­ið­ast að vinna úr. Oft fór maður heim, miður sín og bug­aður eftir sumar spít­ala­vakt­irn­ar. Heim­il­is­of­beldi, mis­notkun á börnum og mis­þyrm­ingar á konum var einnig til­finn­inga­lega erf­ið­ast að vinna við og taka á móti. Mörg til­felli hafa fylgt mér alla ævi. Áfalla­hjálp fyrir starfs­fólk var ekki til á þessum ár­um.

Fyrir tveimur árum síðan stóð ég sjálf ber­skjölduð frammi fyrir ljót­leika heim­il­is­of­beld­is. Martröðin var rétt að byrja. Myndir um þau ljótu til­vik ofbeldis sem ég hafði séð og tekið á móti á Slysa­deild birt­ust skyndi­lega heima hjá mér. Yngsta dóttirin kom til mín, snemma að morgni dags, rétt sloppin úr klóm manns­ins sem hún bjó með. Hafði hann meira og minna mis­þyrmt henni alla nótt­ina og svipt hana frelsi til útgöngu úr hús­in­u. 

Fyrir framan mig stóð unga, fal­lega, góða dóttir mín - nið­ur­brotin mann­eskja á lík­ama og sál. Sítt hárið hékk í tætlum niður eftir bak­inu eftir að hann dró hana fram og til bak­a á hár­inu. Hár­svörð­ur­inn var þak­inn kúl­um. Hún var rispuð og marin í and­liti. Háls­inn var þak­inn mar­blettum beggja vegna eftir kyrk­ingstak fingra. Eyrun bólg­in, hvellrauð og brjóskið marið eftir að hann hélt í eyrun til að lemja höfð­inu niður í stól­inn og stein­gólf­ið. Það blæddi úr eyrna­hlust­inni öðru meg­in. Skafsár voru á herða­blöðum og mjó­baki eftir að hann dró hana á bak­inu eftir stein­gólf­in­u. F­ingraför/mar­blettir voru á báðum fram­hand­leggj­um. Rispuð og marin á mjöðm og fót­um, helaum yfir brjóst­bein­i.   

Auglýsing

Mitt í öllum stjórn­lausum ofstop­anum ógn­aði hann henn­i ­með raf­magns­bor­vél. Hann er sterkur mað­ur, ekk­ert mál fyrir hann að keyra hana ofaní stól­inn, lyfta henni upp­ á­samt stólnum og skella henni, baki og höfð­i, ít­rekað í gólf­ið.   

Mis­tök á mis­tök ofan ollu því að máli dóttur minn­ar, Guð­rúnar Guð­munds­dóttur (Rúnu) var vísað frá­ Hæsta­rétti vegna form­galla frá hendi ákæru­valds­ins. 

Að öðl­ast rétt­læti fyrir rang­læti – fór fyrir lít­ið. Hver ætlar að svara fyrir það? 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar