Harmleikur

Guðrún Sverrisdóttir skrifar grein um ofbeldi sem dóttir hennar varð fyrir. Máli hennar var vísað frá vegna formgalla frá hendi ákæruvaldsins.

Auglýsing

Ég starf­aði sem hjúkr­un­ar­kona í 40 ár á sviði Slysa­deildar Borg­ar­spít­al­ans. Eftir ára­tuga vinnu á slíkum stað kynn­ist maður öllum hliðum og þáttum mann­lífs­ins, - sorgum og gleði - allt frá stór­slysum til minn­i á­verka.  Dauðs­föll á öldnum sem ungum var erf­ið­ast að vinna úr. Oft fór maður heim, miður sín og bug­aður eftir sumar spít­ala­vakt­irn­ar. Heim­il­is­of­beldi, mis­notkun á börnum og mis­þyrm­ingar á konum var einnig til­finn­inga­lega erf­ið­ast að vinna við og taka á móti. Mörg til­felli hafa fylgt mér alla ævi. Áfalla­hjálp fyrir starfs­fólk var ekki til á þessum ár­um.

Fyrir tveimur árum síðan stóð ég sjálf ber­skjölduð frammi fyrir ljót­leika heim­il­is­of­beld­is. Martröðin var rétt að byrja. Myndir um þau ljótu til­vik ofbeldis sem ég hafði séð og tekið á móti á Slysa­deild birt­ust skyndi­lega heima hjá mér. Yngsta dóttirin kom til mín, snemma að morgni dags, rétt sloppin úr klóm manns­ins sem hún bjó með. Hafði hann meira og minna mis­þyrmt henni alla nótt­ina og svipt hana frelsi til útgöngu úr hús­in­u. 

Fyrir framan mig stóð unga, fal­lega, góða dóttir mín - nið­ur­brotin mann­eskja á lík­ama og sál. Sítt hárið hékk í tætlum niður eftir bak­inu eftir að hann dró hana fram og til bak­a á hár­inu. Hár­svörð­ur­inn var þak­inn kúl­um. Hún var rispuð og marin í and­liti. Háls­inn var þak­inn mar­blettum beggja vegna eftir kyrk­ingstak fingra. Eyrun bólg­in, hvellrauð og brjóskið marið eftir að hann hélt í eyrun til að lemja höfð­inu niður í stól­inn og stein­gólf­ið. Það blæddi úr eyrna­hlust­inni öðru meg­in. Skafsár voru á herða­blöðum og mjó­baki eftir að hann dró hana á bak­inu eftir stein­gólf­in­u. F­ingraför/mar­blettir voru á báðum fram­hand­leggj­um. Rispuð og marin á mjöðm og fót­um, helaum yfir brjóst­bein­i.   

Auglýsing

Mitt í öllum stjórn­lausum ofstop­anum ógn­aði hann henn­i ­með raf­magns­bor­vél. Hann er sterkur mað­ur, ekk­ert mál fyrir hann að keyra hana ofaní stól­inn, lyfta henni upp­ á­samt stólnum og skella henni, baki og höfð­i, ít­rekað í gólf­ið.   

Mis­tök á mis­tök ofan ollu því að máli dóttur minn­ar, Guð­rúnar Guð­munds­dóttur (Rúnu) var vísað frá­ Hæsta­rétti vegna form­galla frá hendi ákæru­valds­ins. 

Að öðl­ast rétt­læti fyrir rang­læti – fór fyrir lít­ið. Hver ætlar að svara fyrir það? 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar