Kerfið sem átti að vernda og verja systur okkar sem þolanda heimilisofbeldis brást

Þrjár systur skrifa um heimilisofbeldi sem yngsta systir þeirra varð fyrir og hvernig þær telja að kerfið hafi brugðist henni með margskonar hætti.

Auglýsing

Árið 2015 varð yngsta systir okkar fyrir alvar­legu heim­il­is­of­beldi af hálfu þáver­andi sam­býl­is­manns síns (X) sem hún hafði kynnst einu og hálfu ári áður. Ástæðan fyrir þessum skrifum okkar er sú að benda á hvað það var í kerf­inu sem brást. Biðin eftir að málið væri tekið fyrir var rúm tvö ár. Þann 1. júní 2017 vís­aði Hæsti­réttur máli ákæru­valds­ins S-162/2017, gegn X frá Hæsta­rétti en hér­aðs­dómur hafði áður vísað máli á hendur honum frá­. Of­beld­is­mað­ur­inn X getur fagnað og haldið áfram að snúa sér að næstu fórn­ar­lömbum þar sem „­kerf­ið" sem átti að vernda og verja systur okkar sem þol­anda alvar­legs heim­il­is­of­beldis brást henni gjör­sam­lega. 

Sólveig Guðmundsdóttir leikkona. Ransý Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingurErna Guðmundsdóttir lögfræðingurÍ úrskurði hér­aðs­dóms er ofbeld­inu lýst en X hafði „...ýtt höfði hennar á hurð­ar­karm, rifið í hár hennar og dregið hana á hár­inu inn á skrif­stofu þar sem hann sagði henni að setj­ast í stól, ýtt stólnum þannig að A féll á gólf­ið, hrækt ítrekað í and­lit henn­ar, slegið hana í and­lit, tekið um eyru hennar og lamið höfði hennar ítrekað í stól­bak­ið, potað fingrum fast í bringu og háls henn­ar, allt með þeim afleið­ingum að A hlaut eymsli víða í hár­sverði, eymsli aftan á hálsi beggja vegna, fimm litla mar­bletti hægra megin ofar­lega á hálsi og tvo mar­bletti vinstra megin á hálsi sem voru 1-1,5 cm í þver­mál, mar á hægri eyrna­snepli og blæð­ingu í vinstri hljóð­himnu, grunna rispu á vinstra kinn­beini og mar þar í kring, mar­bletti á hand­leggi, eymsli í brjóst­kassa og um bæði herða­blöð, mar yfir brún vinstra herða­blaðs, rispu aft­an­vert yfir spjald­bein, rispu og mar hlið­lægt á hægri mjöðm og eymsli þar." 

Þetta er ekki tæm­andi lýs­ing á þeim atvikum sem gerð­ust en þessa sömu nótt ógn­aði hann systur okkar með bor­vél, tók í fót­legg hennar og hót­aði að bora í fót­inn á henni. Leit­aði að vopni því hann lang­aði svo að gera eitt­hvað - „..eitt­hvað til að hún hyrf­i".  Þetta er hluti lýs­ingar systur okkar á lík­ams­árásinni um kvöld­ið: „Þegar ég fékk að fara á kló­settið um 2 klukku­stundum eftir að atburð­ur­inn byrj­aði tók hann sér pásu og fékk sér að reykja í and­dyr­inu sem var við hlið kló­sett­hurð­ar­inn­ar. Þegar ég reyndi að hlaupa í burtu af kló­sett­inu og von­ast til að kom­ast út um dyrnar í enda húss­ins þreif hann í hár mitt og henti mér í hornið á and­dyr­inu. Ég setti hendur yfir höfuð mér og sett­ist á hækjur mér en hann dró þá fram regn­hlíf sem var í and­dyr­inu og reisti hana upp, skip­aði mér að standa upp en ég gat mig ekki hreyft. Þegar ég hlýddi ekki sagði hann að ef ég stæði ekki upp eins og skot myndi hann sýna mér hvað hann geti gert við mig með regn­hlíf­inni. Ég stóð upp og þá tók hann um hár mitt og dró mig aftur í stól­inn inn á skrif­stof­unni, hélt um eyru mín og öskr­aði eitt­hvað að mér sem ég heyrði ekki þar sem hann hélt svo fast um eyr­un. Þegar öllu var lok­ið, þar sem ég sat í rifnum nær­föt­um, hló hann framan í mig og spurði hvort ég hafi í alvöru trúað því að hann hafi ætlað að drepa mig".

Allt þetta átti sér stað meðan að börnin hans af fyrri sam­böndum og synir systur okkar voru inni í svefn­her­bergi þeirra en ofbeldið átti sér stað langt inn í nótt­ina.  

En hvað er það í kerf­inu sem brást?

1. Ofbeld­is­mann­in­um X til­kynnt að rann­sókn máls­ins sé form­lega hætt

Þegar systir okkar varð fyrir lík­ams­árásinni af hálfu sam­býl­is­manns síns þurftum við og fjöl­skylda okkar að horfast  í augu við eigin for­dóma og van­þekk­ingu á þessum mála­flokki. Hvernig gat systir okkar sem er vel mennt­uð, reglu­söm, á sínar eign­ir, með allt sitt á hreinu, ynd­is­leg mamma, systir og dóttir og á stóran og góðan vina­hóp, látið bjóða sér svona? Þegar maður les sér til um mál­efnið þá kemur fram að heim­il­is­of­beldi er óháð stétt og stöðu en rann­sóknir greina samt frá því  að konur sem búi við minni mennt­un, ­fá­tækt, atvinnu­leysi og veik ­fé­lags­leg ­tengsl eru lík­legri en aðrar að verða fyrir heim­il­is­of­beldi. Það eru hins vegar meiri líkur á því að kona með sterkt félags­legt net og fjár­hags­legt sjálf­stæði geti komið sér út úr ofbeld­is­sam­bandi.

Auglýsing

Mál systur okkar er skóla­bók­ar­dæmi um það sem ger­ist oft í kjöl­far ofbeldis og er það nefnt þriðja stig ofbeld­is­hrings­ins. Þegar við­kom­andi hefur lokið sér af með ofbeldi tekur við tíma­bil sem ein­kenn­ist af friði, elsku og iðr­un. Strax um morg­un­inn reyndi X að hafa sam­band og biðj­ast fyr­ir­gefn­ingar og hét því að ofbeldið end­ur­tæki sig ekki. Á þessu stigi þjáð­ist systir mín af lík­am­legum og and­legum ein­kennum áfalls.  Vegna sívax­andi ofbeldis í sam­band­inu hafði hún misst örygg­is­til­finn­ingu sína og um leið færni sína til að setja mörk. Hún tap­aði sjálfs­mynd sinni og missti til­finn­ingu fyr­ir­ því að hafa stjórn­ á́ eigin líf­i því að stjórn X yf­ir­tók allt. Hún hafði gengið í gegnum alvar­lega lík­ams­árás, flúið heim­ili sitt með börn sín, skoðun og mat á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og skýrslu­töku hjá lög­regl­unni þar sem hún kærði X. 

Nokkrum dögum síðar óskaði lög­reglan eftir því að hún kæmi og stað­festi kæruna því að lög­reglan hafði gleymt að kveikja á upp­töku­tæk­inu við skýrslu­tök­una. Á þessum tíma­punkti treysti hún sér ekki til að stað­festa kæruna aftur og leit lög­reglan svo á að hún hefði dregið kæruna til baka.  Í fram­haldi af þessu fékk systir okkar bréf frá lög­regl­unni þar sem  henni var gef­inn nokk­urra vikna tímara­mmi til að end­ur­skoða þá ákvörð­un. Áður en sá tímara­mmi var lið­inn sendi lög­reglan X bréf um að rann­sókn máls­ins væri hætt. 

Þetta er óskilj­an­leg ákvörðun en úrskurður hér­aðs­dóms byggir aðal­lega á þess­ari ákvörðun lög­reglu. Systir okk­ar, sem á þessum tíma­punkti var ekki kunn­ugt um að rann­sókn máls­ins hefði verið hætt, mætti fyrir lok tímara­mmans til lög­regl­unnar til þess að stað­festa kæruna. Þegar það kom í ljós hvað lög­reglan hafði gert og hver staðan var á mál­inu, sagði rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur­inn sem tók á móti henni að það myndi hvort eð er vera „svo erfitt og óþægi­legt fyrir fram­tíðar kærasta systur minnar að ganga í gegnum það að kærasta hans væri í mála­ferlu­m“. Þegar hún hringdi nokkrum dögum síðar til að spyrj­ast aftur fyrir um stöð­una fékk hún þær skýr­ingar að það væri erfitt að eiga við þessi mál, sér í lagi þar sem „það eru svo fáir sem hafa áhuga á þessum mála­flokki". 

Það er með ólík­indum að lög­reglan, sem á að vita nákvæm­lega í hvaða stöðu þolendur heim­il­is­of­beldis eru, hafi lokað mál­inu með þessu hætti. Þetta er jafn­framt þvert á verk­lags­reglur rík­is­lög­reglu­stjóra um með­ferð og skrán­ingu heim­il­is­of­beldis frá 2. des­em­ber 2014. Þar kem­ur m.a fram að ofbeld­is­brot séu rann­sökuð óháð því hvort þol­andi leggi fram kæru og að ákæra kunni að vera gefin út án þess að þol­andi leggi fram kæru sjálf­ur. Þá kemur fram að lög­regla haldi rann­sókn áfram ef fyrir liggja skýrar vís­bend­ingar um að heim­il­is­of­beldi, þrátt fyrir að þol­andi vilji ekki aðstoða við rann­sókn­ina eða hann hafi aft­ur­kallað kæru sína. Að okkar mati eru þessi atriði grund­vall­ar­at­riði fyrir þolendur heim­il­is­of­beldis þar sem það á ekki vera á þeirra ábyrgð hvort ofbeld­is­mað­ur­inn er kærður eða ekki. Á þetta treysti systir okkar meðan hún var að reyna að koma sér út úr ofbeld­is­sam­band­inu og reyndi að fá X til að greiða sér til baka amk hluta af þeim fjár­hæðum sem hann hafði fengið lán­aðar hjá henni vegna fram­kvæmda á hús­næði hans, vinnu­stofu, rekstri á fyr­ir­tæki og uppi­haldi. 

Innan lög­regl­unnar eru sterkir aðilar sem leggja mik­inn metnað í að breyta við­horfum til heim­il­is­of­beld­is. Þurfa þeir að fá stuðn­ing frá öllum aðilum sem að þessum málum koma. Mik­il­vægt er að heim­il­is­of­beld­is­mál séu tekin föstum tökum og verk­lags­reglum fylgt. 

2. Ný gögn í mál­inu ekki talin vera grund­völlur end­ur­upp­töku máls­ins að mati hér­aðs­dóm­ara 

Ný sak­ar­gögn komu til sög­unnar í mál­inu,  sem lög­regla taldi að væri grund­völlur fyrir end­ur­upp­töku máls­ins og  þess vegna var rann­sókn máls­ins tekin upp að nýju. En hvað úrskurðar dóm­ari hér­aðs­dóms? Hann úrskurðar að það hafi hvorki komið fram ný gögn sem geti verið grund­völlur end­ur­upp­töku máls­ins né að lög­reglan hafi sýnt fram á það að senni­legt sé að þau komi fram. Þetta mat dóm­ar­ans á hvort um hafi verið að ræða ný gögn eða ekki er enn eitt dæmi um hvernig kerfið bregst systur okk­ar.

3. Kæra ákæru­valds­ins barst ekki hér­aðs­dómi innan kæru­frests 

Ákæru­vald­inu bar lögum sam­kvæmt að kæra úrskurð­inn innan þriggja sól­ar­hringa frá því að það fékk vit­neskju um úrskurð­inn. Ákæru­valdið gerði mis­tök og sendi ekki inn full­nægj­andi kæru innan tíma­marka. Sam­kvæmt end­ur­riti úr þing­bók hér­aðs­dóms var því lýst yfir af hálfu ákæru­valds­ins í kjöl­far upp­kvaðn­ingar úrskurð­ar­ins að hann „verði“ kærður til Hæsta­réttar í því skyni að fá úrskurð­inn felldan úr gildi þannig að málið hljóti efn­is­með­ferð. Ákæru­valdið taldi lík­lega að þessi yfir­lýs­ing sak­sókn­ara í þing­haldi hafi verið nóg, en Hæsti­réttur vísar mál­inu frá á þeim grund­velli að fyrr­greind yfir­lýs­ing sókn­ar­að­ila hafi ekki falið í sér kæru heldur aðeins fyr­ir­ætlan um hana.  Þar sem kæran barst ekki hér­aðs­dómi innan þess­ara þriggja sól­ar­hringa var mál­inu vísað frá Hæsta­rétti.

4. Að upp­lifa að þú skiptir ekki máli

Saga systur okkar og reynsla hennar og okkar fjöl­skyld­unnar af kerf­inu sýnir að gera þarf mik­il­vægar breyt­ingar á því, hvort sem það er í lög­gjöf eða innan þeirra emb­ætta sem að mál­unum koma.

Hér að ofan eru talin upp nokkur atriði sem dæmi um það hvernig kerfið sem átti að vernda systur okkar brást. Í tvö ár hefur systir okkar verið að vinna mark­visst að því að  byggja upp sjálfs­mynd sína og ná aftur stjórn á lífi sínu. Afglöp og við­horf aðila sem að mál­inu hafa komið eru alvar­leg og valda því að ofbeld­is­mað­ur X gengur laus og þarf ekki að svara fyrir þau alvar­legu brot sem hér hefur verið lýst.  Hvernig eiga þolendur heim­il­is­of­beldis að treysta á kerfið þegar það bregst svona? 

Þegar systur minni tókst með hetju­skap og þraut­seigju að enda ofbeld­is­sam­bandið hafði hún upp­lifað í langan tíma að hún skipti engu máli og hún á allan hátt háð ákvörð­un­um X. Loks­ins þegar hún komst út úr þessu og í fang þeirra aðila sem áttu að vernda hana og verja, varð upp­lifunin sú hin sama - að hún skipti ekki máli.

Höf­undar eru systur þol­anda.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar