Ekki náttúrulögmál að viðhalda kerfinu

Auglýsing

Að und­an­förnu hefur átt sér stað umræða um stöðu ferða­þjón­ust­unnar á Íslandi í sam­hengi við gang efna­hags­mála í hag­kerf­inu. Ekki er það und­ar­legt í ljósi þessa mikla vaxtar sem ein­kennt hefur grein­ina.

Vaxt­ar­töl­urnar eru með ólík­ind­um. Árið 2010 komu ríf­lega 450 þús­und erlendir ferða­menn til lands­ins en á þessu ári er áætlað að þeir verið 2,3 millj­ón­ir. Fyrstu töl­urnar frá því byrjun árs, gera ráð fyrir miklum vexti, þrátt fyrir að verð­mið­inn á öllu sem fæst á land­inu hafi hækkað hratt, sökum styrk­ingar krón­unn­ar.

Stjórn­völd hafa komið þeim skila­boðum á fram­færi, end­ur­tekið upp á síðkast­ið, að verið sé að vinna gegn styrk­ingu krón­unnar með því að stöðva vöxt ferða­þjón­ust­unn­ar, eða í það minnsta að reyna að hægja á vext­in­um. Þar er einkum nefnt til sög­unnar að hækka þurfi skatta á grein­ina og hefja almenna gjald­töku, til að styrkja inn­viði grein­ar­inn­ar. 

Auglýsing

Hver er vand­inn?

Eitt er það sem gleym­ist oft, að mínu mati, þegar rætt er um ferða­þjón­ust­una og stöðu hennar á Íslandi almennt. 

Það er að kafa dýpra ofan í svarið við þessum spurn­ing­um: Eru erlendir ferða­menn á Íslandi of margir? Hvert er vanda­mál­ið?

Ég held að svarið við þessum spurn­ingum sé óþægi­legt fyrir eina stétt á Íslandi, og það er stjórn­mála­stétt­in. 

Vandi ferða­þjón­ust­unnar er sá sami og almenn­ingur glímir við alla daga, hvort sem það er í atvinnu­rekstri eða dag­legu lífi. Hann snýr beint að þeim tak­mörk­unum sem fylgja þeirri pen­inga­stefnu sem stjórn­mála­menn á Íslandi hafa kosið að not­ast við. Vand­inn felst í rús­sí­ban­areið krón­unn­ar. 

Gjald­eyr­is­á­hættan bara tekin út

Ef Banda­ríkja­dalur væri not­aður á Íslandi almennt (sleppi evr­unni, umræðan verður oft svo æst þegar hún er nefnd), þá myndi það ekki skipta öllu máli hvort það kæmu 2 eða 5 millj­ónir ferða­manna til lands­ins. Hag­kerfi lands­ins myndi ekki ofhitna, með við­líka hætti, vegna inn­streymis gjald­eyris ef við værum að not­ast við Banda­ríkja­dal. Svo dæmi sé tek­ið. Vext­irnir væru lægri, en bak­beinið í gjald­miðl­inum - sem 65 pró­sent gjald­eyr­is­vara­forða heims­ins er í - gerir það að verkum að hann myndi ekki sveifl­ast eins og lauf í vindi, t.d. ef Easy Jet myndi ákveða að hefja flug til lands­ins og ferja hingað fjölda erlendra ferða­manna.

Með góðum innviðum - sem stjórn­mála­stéttin hefur því miður ekki náð að byggja nægi­lega vel upp eins og hún á að gera - er vel hægt að taka á móti miklu fleiri ferða­mönn­um. Mörg dæmi eru um það að litlir áfanga­stað­ir, hvort sem er í nátt­úr­unni eða inn í borg­um, taki á móti millj­ónum ferða­manna á ári, án þess að það ógni stöð­ug­leika ein­hverra þjóð­ríkja. 

Tíu ára afmæli mestu bólu sög­unnar

Um þessar mund­ir, nán­ast upp á dag, er 10 ára afmæli mestu efna­hags­bólu sem mynd­ast hefur í mann­kyns­sög­unni hjá einu og sama þjóð­rík­inu. Það er þegar efna­hags­bólan á Íslandi var útþanin til hins ítrasta. Þá var Ísland eitt dýrasta land í heimi og inn­streymi gjald­eyris í algleym­ingi, meðal ann­ars vegna vaxta­mun­ar­við­skipta. Rík­is­sjóður var svo gott sem skuld­laus, og almenn staða var góð - einkum og sér í lagi að mati stjórn­mála­manna. Það sem við tók er þekkt: Stöðvun á inn­streymi fjár­muna til lands­ins, van­traust á fjár­mála­kerf­inu, neyð­ar­lög og fjár­magns­höft - stór­kost­lega mikil rík­is­inn­grip - björg­uðu land­inu frá altjón­i. 

Stundum er eins og stjórn­mála­menn gleymi þessum kafla í hinni árang­urs­ríku „hag­sögu“ Íslands.

Nú þegar framundan er aðlögun hag­kerf­is­ins af nýju raun­gengi krón­unnar - eftir að falska hafta gengið var tekið úr sam­bandi - þá ætti það að vekja stjórn­mála­stétt­ina til umhugs­unar um hvort það geti ver­ið, að það sé rétt hjá henni að bjóða íslensku hag­kerfi upp á þessa rús­sí­ban­areið, aftur og aft­ur, sem felst í pen­inga­stefn­unni.

Núna blasir það við - og stjórn­mála­menn bein­línis segja það - að það sem helst ógnar íslenska hag­kerf­inu, er að það er ekki hægt að fram­þróa fyr­ir­tæki og þjón­ustu í land­inu nægi­lega hratt. Ef það er gert hratt, þá ógnar það líf­væn­leika hag­kerf­is­ins sem er með aðeins 200 þús­und ein­stak­linga á vinnu­mark­aði.

Það dettur engum öðrum þetta í hug

Það er vissu­lega klisja að nefna það, að engri annarri þjóð, af þess­ari stærð­argráðu - sem reiðir jafn mikið á alþjóð­leg við­skipti - dettur í hug að halda úti sjálf­stæðri pen­inga­stefnu með örmynt. Ef stjórn­mála­menn treysta ekki íslensku hug­viti til að byggja upp alþjóð­leg við­skipti með alþjóð­legri mynt, þá er best að segja það berum orð­um, í stað þess að forð­ast að ræða hið aug­ljósa vanda­mál. Mynt­ráð og fast­geng­is­stefna er skamm­tíma­lækn­ing, og getur aðeins virkað ef mark­miðið er á end­anum að hætta að not­ast við kerfið sem er fyrir hendi. Ann­ars er sú leið bæði pen­inga- og tíma­eyðsla.

Von­andi hafa stjórn­völd, sem nú eru að end­ur­skoða pen­inga­stefnu lands­ins, hug­rekki til að taka á vanda­mál­in­u. Það er líka mik­il­vægt að þau horfi eftir við­horfum frá öðrum en elítu Íslands, sem að stóru leyti eru karlar yfir fimm­tugu, sem hafa mikla reynslu af því að vinna innan stjórn­mála­flokka eða hjá hinu opin­bera. Von­andi prófa þeir til dæmis að ræða við tækni­menntað fólk með alþjóð­lega reynslu, sem er aðeins yngra og með reynslu úr einka­geir­an­um. Þau við­horf skipta líka máli, ekki síst til fram­tíðar lit­ið.

Fór illa

Það má svo nefna, að Seðla­banki Íslands verður ekki sak­aður um að taka ekki þátt í umræðu um þessi mál, því ítar­leg skýrsla hans um val­kosti í pen­inga­málum gefur gott yfir­lit um kosti og galla þeirra leiða sem eru í boði. Hún dregur fram mik­il­vægan sann­leika um það, að það eru aðrar leiðir í boði en að halda í krón­una.

Það heyrir fyrst og fremst upp á stjórn­mála­stétt­ina að svara spurn­ingum um þessi mál, afdrátt­ar­laust með stefnu. Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráð­herra, þekkir vel raunir þeirra sem búa við ójafn­vægi vegna geng­is­falls og snöggra sveiflna. Það fór illa fyrir rekstr­inum sem hann stýrði sem stjórn­ar­for­maður fyrir hrun, eins og hjá mörgum öðr­um. Rús­sí­ban­areið krón­unnar kom þar við sögu. Millj­arða­gjald­þrot með til­heyr­andi tjóni fyrir kröfu­hafa og hlut­hafa. Mitt inn í þeirri stöðu skrif­aði Bjarni um mik­il­vægi þess að taka upp evru með hjálp Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins, sem eng­inn hefur gert, hvergi. Hugs­an­lega voru það eðli­leg við­brögð við því að horfa beint inn í miðju storms­ins, að miklu leyti í boði galla krónu­stefn­unn­ar.

Stjórn­mála­menn verða að opna aug­un.

Það er ekki nátt­úru­lög­mál að við­halda þessu kerfi, og von­andi dettur engum stjórn­mála­manni í hug að þannig eigi það að vera.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari