Fer biðinni að ljúka?

Óstaðfest stjórnarskrá heldur áfram að vekja heimsathygli. Katrín Oddsdóttir og Jón Ólafsson skrifa grein um ráðstefnu sem haldin var við Berkeley um nýju íslensku stjórnarskrána og tilurð hennar.

Af ráðstefnunni sem haldið var við Lagadeild Berkeley háskólans í Kaliforníu um nýju íslensku stjórnarskrána í byrjun júní.
Af ráðstefnunni sem haldið var við Lagadeild Berkeley háskólans í Kaliforníu um nýju íslensku stjórnarskrána í byrjun júní.
Auglýsing

Það er óhætt að segja að drög að nýrri stjórn­ar­skrá sem Stjórn­laga­ráð sendi til Alþingis fyrir rétt tæpum sex árum hafi vakið heims­at­hygli. Athyglin hafði raunar vaknað áður en Stjórn­laga­ráð lauk sinni vinnu, en það hefur ekki dregið úr henni síð­an, nema síður sé, þrátt fyrir að Alþingi hafi svo gott sem hætt umfjöllun um frum­varpið vorið 2013 og aldrei lagt það fyrir þingið til atkvæða­greiðslu. Patt­staðan sem íslenska stjórn­ar­skrár­málið virð­ist komin í er sér­stak­lega baga­leg í ljósi þess að í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu árið 2012 lýstu 2/3 hlutar kjós­enda því yfir ný stjórn­ar­skrá skyldi sett sem grund­vall­að­ist á drögum Stjórn­laga­ráðs. 

Þann 3. júní síð­ast­lið­inn var hald­in ráð­stefna við Laga­deild Berkeley há­skóla í Kali­forníu þar sem fjallað var um stjórn­ar­skrána og til­urð henn­ar. Vig­dís Finn­boga­dóttir flutti ávarp sem sýnt var í upp­hafi ráð­stefn­unnar þar sem hún benti á að vilji þjóð­ar­innar væri skýr eins og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan hefði stað­fest. „Ég tel að íslenska þjóðin hafi beðið nógu leng­i,“ ­sagði Vig­dís meðal ann­ar­s. 

Óbreyttur áhugi í gras­rót og háskóla­sam­fé­lagi

Berkeley ráð­stefnan er enn einn vitn­is­burð­ur­inn um áhuga fræði­manna og aktí­vista í öðrum löndum á stjórn­ar­skránni. Þátt­tak­endur voru á annað hund­rað og eyddu þeir fyrri hluta dags­ins í umræður um hvernig mæta megi þörfum fram­tíð­ar­sam­fé­laga á grund­velli lýð­ræð­is, en í seinni hlut­anum var sjónum beint sér­stak­lega að stjórn­ar­skrár­frum­varp­inu sjálfu, styrk­leikum þess og veik­leik­um. 

Katrín Oddsdóttir.Jón Ólafsson.Þessi mikli alþjóð­legi áhugi á eflaust margar skýr­ingar en það má nefna tvær sér­stak­lega:

Í fyrsta lagi var aðferðin sem beitt var til að skrifa stjórn­ar­skrána nýstár­leg og ein­stök. Þjóð­fundur með 950 ein­stak­lingum völdum af handa­hófi lagði fyrst til þau gildi sem höfð skyldu að leið­ar­ljósi. Sér­fræði­nefnd tók að því loknu saman skýrslu með grein­ar­góðum upp­lýs­ingum sem var afhent Stjórn­laga­ráði. Í Stjórn­laga­ráði sátu 25 ólíkir ein­stak­lingar sem höfðu það eina mark­mið að skrifa nýja stjórn­ar­skrá fyrir Ísland á fjórum mán­uð­um. Stjórn­laga­ráðið beitti opn­ara ferli en þekkst hefur áður við gerð stjórn­ar­skráa. Almenn­ingur gat komið að vinnu ráðs­ins á öllum stigum og hafði aðgang að umræðum og ákvörð­unum ráðs­ins jafn­óð­um. Með til­lögum og athuga­semdum í gegn­um Face­book komu almennir borg­arar að vinn­unni og höfðu áhrif á það hvernig drög að nýrri stjórn­ar­skrá þró­uð­ust. Að lokum sam­þykktu allir 25 ein­stak­lingar Stjórn­laga­ráðs drög að nýrri stjórn­ar­skrá ein­róma. 

Í öðru lagi skil­aði þetta ferli stjórn­ar­skrár­drögum sem að mati fjöl­margra við­ur­kenndra sér­fræð­inga eru í senn nútíma­leg, fram­sæk­in, og fylli­lega traust stjórn­ar­skrá. Þannig sýndu Íslend­ingar í margra augum fram að stjórn­ar­skrá er mögu­legt að skapa í galopnu ferli með víð­tækri og stöðugri aðkomu almenn­ings.

Bein aðild almenn­ings og trú á lýð­ræði

Árangur Stjórn­laga­ráðs og umræð­urnar um eðli og hlut­verk stjórn­ar­skrár sem starf þess leiddi til varða grund­vall­ar­hug­myndir okkar um lýð­ræði. Sótt er að hinu hefð­bundna full­trúa­lýð­ræði úr mörgum áttum og trú fólks á flokka­kerfi og leið­toga­stjórn­mál hefur dvínað – ekki síst í kjöl­far fjár­málakrepp­unnar 2008. Árang­urs­ríkt starf Stjórn­laga­ráðs gaf ástæðu til að ætla að bein aðild almenn­ings að grunn­stefnu­mót­un ­sam­fé­lags­ins ­gæti aukið trú fólks á lýð­ræð­is­leg stjórn­mál, með öðrum orðum að besta leiðin til að bjarga lýð­ræð­inu sé meira lýð­ræði: Meiri bein aðild almenn­ings að ákvörð­un­um, meiri þátt­taka, meiri tak­mark­anir á völdum kjör­inna full­trúa.

Auglýsing

Í fyrri hluta ráð­stefn­unnar í Berkeley var reynt að beita þessu inn­sæi með því að láta þátt­tak­endur fjalla um þá spurn­ingu hvernig lýð­ræði þjóni best þörfum fram­tíð­ar­innar og með hvaða hætti stjórn­ar­skrá geti tryggt það. 12 hópar mót­uðu til­lögur eða hug­myndir um þetta sem svo voru ræddar sam­eig­in­lega. Rauði þráð­ur­inn í þeirri umræðu var sú spurn­ing hvernig hönnun stjórn­ar­skrár getur verið ráð­andi um aukið lýð­ræði í sam­fé­lag­inu. Margar hug­mynd­anna sner­ust því um hvers konar stjórn­ar­skrár­á­kvæði upp­fylli ann­ars vegar kröf­una um aukna aðkomu, hins vegar þörf­ina fyrir þekk­ingu eða visku fjöld­ans þegar stefna er mótuð eða lyk­ilá­kvarð­anir tekn­ar.

Þekk­ing sam­fé­lags­ins virkjuð

Það er algeng mót­bára við aðkomu almenn­ings að ákvörð­unum og stefnu­mótun að fólk sé upp til hópa ekki nægi­lega vel upp­lýst eða menntað til að geta myndað sér rök­réttar skoð­anir á stórum mál­um. En á sama tíma vitum við að úti í sam­fé­lag­inu er í flestum til­fellum að finna miklu fjöl­breyti­legri þekk­ingu og skiln­ing á öllum málum heldur en við er að búast í þröngum hópi emb­ætt­is­manna, sér­valdra sér­fræð­inga eða kjör­inna full­trúa. Almenn­ingur er því í senn fáfróð­ur, fjöl­fróður og sér­fróð­ur. Hvernig er best að takast á við þessa mót­sögn?

Jón Ólafsson á ráðstefnunni í Kaliforníu í byrjun mánaðar.MYND: Cyntia AndersonKrafan um aukna þátt­töku almenn­ings snýst um að virkja þekk­ingu almenn­ings frekar en að ótt­ast fáfræði fólks­ins. Þegar haldnar eru kosn­ingar þar sem flokkar og hags­muna­hópar beita öllum með­ulum til að hafa áhrif á almenn­ing sér í hag er eðli­legt að áhyggjur vakni af því að hlustað sé á lodd­ar­ana frekar en þá sem reyna að þjóna sann­leik­an­um. En þegar almenn­ingur er kall­aður til þátt­töku með skipu­lögðum hætti og áherslan bein­ist að rök­ræðum frekar en kapp­ræðum og mold­viðri, er lík­legra að þekk­ing fólks sé virkjuð en að nið­ur­stöður mót­ist af van­þekk­ingu.

Rekum af okkur slyðru­orðið

Við Íslend­ingar verðum seint talin miklir frum­kvöðlar á sviði lýð­ræð­is­þró­un­ar. Hvað lög­gjöf varðar er til að mynda algeng­ast að við tökum lög upp eftir frænd­ríkjum okkar og sil­umst þannig í humátt á eftir þeim sem braut­ina ryðja. Við eigum þó nokkrar stundir í sög­unni sem við getum verið stolt af því að hafa fremur rutt en elt. Við hreykjum okkur af elsta þjóð­þingi heims og við höfðum fyrst vit á því í heim­inum að gera konu að lýð­ræð­is­lega kjörnum for­seta. Þar sýndum við hug­rekki og fram­sýni. Með ferl­inu sem átti sér stað á árunum 2009-2012 sýndi Ísland, fyrst allra þjóða, að hægt væri að skapa stjórn­ar­skrá í gagn­sæju ferli með aðkomu almenn­ings. 

Það er kom­inn tími til þess að Alþingi sinni þeirri skyldu sinni að fara að þjóð­ar­vilja, taki frum­varpið sem byggt er á til­lögu stjórn­ar­skrár til umfjöll­unar að nýju og sam­þykki nýja stjórn­ar­skrá. Ekk­ert bendir til ann­ars en að slíkt skref væri gæfu­spor: Þótt sterkir hags­muna­að­ilar inn­an­lands hafi talað frum­varpið nið­ur, bendir mat hlut­lausra og sér­fróðra aðila um allan heim til þess að stjórn­ar­skrár­frum­varpið hafi alla helstu kosti sem prýtt geta nútíma­lega stjórn­ar­skrá. Með nýju stjórn­ar­skránni má sýna fram á að dýpkun lýð­ræðis sé ekki aðeins fag­ur­gali á Íslandi heldur leiðin fram á veg­inn. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB þrýstir á Biden til að setja tæknifyrirtækjunum þröngar skorður
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í gær innsetningu Joe Biden í embætti Bandaríkjaforseta, en hvatti til aukins samstarfs milli ríkjanna við að takmarka vald stóru tæknifyrirtækjanna.
Kjarninn 21. janúar 2021
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar