Fer biðinni að ljúka?

Óstaðfest stjórnarskrá heldur áfram að vekja heimsathygli. Katrín Oddsdóttir og Jón Ólafsson skrifa grein um ráðstefnu sem haldin var við Berkeley um nýju íslensku stjórnarskrána og tilurð hennar.

Af ráðstefnunni sem haldið var við Lagadeild Berkeley háskólans í Kaliforníu um nýju íslensku stjórnarskrána í byrjun júní.
Af ráðstefnunni sem haldið var við Lagadeild Berkeley háskólans í Kaliforníu um nýju íslensku stjórnarskrána í byrjun júní.
Auglýsing

Það er óhætt að segja að drög að nýrri stjórnarskrá sem Stjórnlagaráð sendi til Alþingis fyrir rétt tæpum sex árum hafi vakið heimsathygli. Athyglin hafði raunar vaknað áður en Stjórnlagaráð lauk sinni vinnu, en það hefur ekki dregið úr henni síðan, nema síður sé, þrátt fyrir að Alþingi hafi svo gott sem hætt umfjöllun um frumvarpið vorið 2013 og aldrei lagt það fyrir þingið til atkvæðagreiðslu. Pattstaðan sem íslenska stjórnarskrármálið virðist komin í er sérstaklega bagaleg í ljósi þess að í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 lýstu 2/3 hlutar kjósenda því yfir ný stjórnarskrá skyldi sett sem grundvallaðist á drögum Stjórnlagaráðs. 

Þann 3. júní síðastliðinn var haldin ráðstefna við Lagadeild Berkeley háskóla í Kaliforníu þar sem fjallað var um stjórnarskrána og tilurð hennar. Vigdís Finnbogadóttir flutti ávarp sem sýnt var í upphafi ráðstefnunnar þar sem hún benti á að vilji þjóðarinnar væri skýr eins og þjóðaratkvæðagreiðslan hefði staðfest. „Ég tel að íslenska þjóðin hafi beðið nógu lengi,“ sagði Vigdís meðal annars. 

Óbreyttur áhugi í grasrót og háskólasamfélagi

Berkeley ráðstefnan er enn einn vitnisburðurinn um áhuga fræðimanna og aktívista í öðrum löndum á stjórnarskránni. Þátttakendur voru á annað hundrað og eyddu þeir fyrri hluta dagsins í umræður um hvernig mæta megi þörfum framtíðarsamfélaga á grundvelli lýðræðis, en í seinni hlutanum var sjónum beint sérstaklega að stjórnarskrárfrumvarpinu sjálfu, styrkleikum þess og veikleikum. 

Katrín Oddsdóttir.Jón Ólafsson.Þessi mikli alþjóðlegi áhugi á eflaust margar skýringar en það má nefna tvær sérstaklega:

Í fyrsta lagi var aðferðin sem beitt var til að skrifa stjórnarskrána nýstárleg og einstök. Þjóðfundur með 950 einstaklingum völdum af handahófi lagði fyrst til þau gildi sem höfð skyldu að leiðarljósi. Sérfræðinefnd tók að því loknu saman skýrslu með greinargóðum upplýsingum sem var afhent Stjórnlagaráði. Í Stjórnlagaráði sátu 25 ólíkir einstaklingar sem höfðu það eina markmið að skrifa nýja stjórnarskrá fyrir Ísland á fjórum mánuðum. Stjórnlagaráðið beitti opnara ferli en þekkst hefur áður við gerð stjórnarskráa. Almenningur gat komið að vinnu ráðsins á öllum stigum og hafði aðgang að umræðum og ákvörðunum ráðsins jafnóðum. Með tillögum og athugasemdum í gegnum Facebook komu almennir borgarar að vinnunni og höfðu áhrif á það hvernig drög að nýrri stjórnarskrá þróuðust. Að lokum samþykktu allir 25 einstaklingar Stjórnlagaráðs drög að nýrri stjórnarskrá einróma. 

Í öðru lagi skilaði þetta ferli stjórnarskrárdrögum sem að mati fjölmargra viðurkenndra sérfræðinga eru í senn nútímaleg, framsækin, og fyllilega traust stjórnarskrá. Þannig sýndu Íslendingar í margra augum fram að stjórnarskrá er mögulegt að skapa í galopnu ferli með víðtækri og stöðugri aðkomu almennings.

Bein aðild almennings og trú á lýðræði

Árangur Stjórnlagaráðs og umræðurnar um eðli og hlutverk stjórnarskrár sem starf þess leiddi til varða grundvallarhugmyndir okkar um lýðræði. Sótt er að hinu hefðbundna fulltrúalýðræði úr mörgum áttum og trú fólks á flokkakerfi og leiðtogastjórnmál hefur dvínað – ekki síst í kjölfar fjármálakreppunnar 2008. Árangursríkt starf Stjórnlagaráðs gaf ástæðu til að ætla að bein aðild almennings að grunnstefnumótun samfélagsins gæti aukið trú fólks á lýðræðisleg stjórnmál, með öðrum orðum að besta leiðin til að bjarga lýðræðinu sé meira lýðræði: Meiri bein aðild almennings að ákvörðunum, meiri þátttaka, meiri takmarkanir á völdum kjörinna fulltrúa.

Auglýsing

Í fyrri hluta ráðstefnunnar í Berkeley var reynt að beita þessu innsæi með því að láta þátttakendur fjalla um þá spurningu hvernig lýðræði þjóni best þörfum framtíðarinnar og með hvaða hætti stjórnarskrá geti tryggt það. 12 hópar mótuðu tillögur eða hugmyndir um þetta sem svo voru ræddar sameiginlega. Rauði þráðurinn í þeirri umræðu var sú spurning hvernig hönnun stjórnarskrár getur verið ráðandi um aukið lýðræði í samfélaginu. Margar hugmyndanna snerust því um hvers konar stjórnarskrárákvæði uppfylli annars vegar kröfuna um aukna aðkomu, hins vegar þörfina fyrir þekkingu eða visku fjöldans þegar stefna er mótuð eða lykilákvarðanir teknar.

Þekking samfélagsins virkjuð

Það er algeng mótbára við aðkomu almennings að ákvörðunum og stefnumótun að fólk sé upp til hópa ekki nægilega vel upplýst eða menntað til að geta myndað sér rökréttar skoðanir á stórum málum. En á sama tíma vitum við að úti í samfélaginu er í flestum tilfellum að finna miklu fjölbreytilegri þekkingu og skilning á öllum málum heldur en við er að búast í þröngum hópi embættismanna, sérvaldra sérfræðinga eða kjörinna fulltrúa. Almenningur er því í senn fáfróður, fjölfróður og sérfróður. Hvernig er best að takast á við þessa mótsögn?

Jón Ólafsson á ráðstefnunni í Kaliforníu í byrjun mánaðar.MYND: Cyntia AndersonKrafan um aukna þátttöku almennings snýst um að virkja þekkingu almennings frekar en að óttast fáfræði fólksins. Þegar haldnar eru kosningar þar sem flokkar og hagsmunahópar beita öllum meðulum til að hafa áhrif á almenning sér í hag er eðlilegt að áhyggjur vakni af því að hlustað sé á loddarana frekar en þá sem reyna að þjóna sannleikanum. En þegar almenningur er kallaður til þátttöku með skipulögðum hætti og áherslan beinist að rökræðum frekar en kappræðum og moldviðri, er líklegra að þekking fólks sé virkjuð en að niðurstöður mótist af vanþekkingu.

Rekum af okkur slyðruorðið

Við Íslendingar verðum seint talin miklir frumkvöðlar á sviði lýðræðisþróunar. Hvað löggjöf varðar er til að mynda algengast að við tökum lög upp eftir frændríkjum okkar og silumst þannig í humátt á eftir þeim sem brautina ryðja. Við eigum þó nokkrar stundir í sögunni sem við getum verið stolt af því að hafa fremur rutt en elt. Við hreykjum okkur af elsta þjóðþingi heims og við höfðum fyrst vit á því í heiminum að gera konu að lýðræðislega kjörnum forseta. Þar sýndum við hugrekki og framsýni. Með ferlinu sem átti sér stað á árunum 2009-2012 sýndi Ísland, fyrst allra þjóða, að hægt væri að skapa stjórnarskrá í gagnsæju ferli með aðkomu almennings. 

Það er kominn tími til þess að Alþingi sinni þeirri skyldu sinni að fara að þjóðarvilja, taki frumvarpið sem byggt er á tillögu stjórnarskrár til umfjöllunar að nýju og samþykki nýja stjórnarskrá. Ekkert bendir til annars en að slíkt skref væri gæfuspor: Þótt sterkir hagsmunaaðilar innanlands hafi talað frumvarpið niður, bendir mat hlutlausra og sérfróðra aðila um allan heim til þess að stjórnarskrárfrumvarpið hafi alla helstu kosti sem prýtt geta nútímalega stjórnarskrá. Með nýju stjórnarskránni má sýna fram á að dýpkun lýðræðis sé ekki aðeins fagurgali á Íslandi heldur leiðin fram á veginn. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar