Loforð stjórnmálamanna

Helga Brekkan leiðsögumaður segir umræðuna um loforð ferðamanna um að kúka ekki í íslenskri náttúru svo kjánalega að hrollurinn sveiflist á milli aulahrollar og skammar.

Auglýsing

„Ís­lenska lof­orð­ið“ (e. The Icelandic pled­ge) er átak þar sem ferða­menn er hvattir til að sam­þykkja átta lof­orð, þar á meðal að kúka ekki í íslenskri nátt­úru.

Kúkaum­ræðan er svo kjána­leg að hroll­ur­inn við þessa frétt sveifl­að­ist á milli­ aula- og skamm­ar. Eins og það sé ferða­mönnum að kenna að íslensk stjórn­völd hafi látið hjá líða að byggja kló­sett. Önnur nýleg frétt fjall­aði um það að Ís­lend­ing­ar væru að berja hús­bíla að utan sem stæðu utan tjald­svæða.

Betra væri að tala við þing­mann­inn sem við­kom­andi kaus. Spyrja t.d. hvernig hann/hún ynni að fram­tíð­ar­sýn og skipu­lagi í ferða­þjón­ustu.

Auglýsing

Ekki bara að lemja eins og þurs á rúðu ferða­manna í dýrasta landi Evr­ópu.

Ég hef unnið sem leið­sögu­maður á Íslandi í meira en 30 ár og hef ekki enn orðið vör við ábyrga fram­tíð­ar­sýn (hegð­un), og hvað þá stefnu, í ferða­mál­um. Kannski vantar stjórn­völd lof­orð? Átta lof­orð eins og ætl­ast er til að ferða­menn skrifi undir og Inspired by Iceland kallar „ábyrga ferða­hegð­un“ .  

Ábyrg stjórn ferða­mála væri kannski bara góð hug­mynd.

Ef stjórn­völd skortir til­lögur eru hér slíkar að átta lof­orðum fyrir rík­is­stjórn­ina:

  1. Ég lofa að láta byggja kló­sett (mörg)

  2. Ég lofa að láta laga vegi

  3. Ég lofa að láta breikka brýr

  4. Ég lofa að láta búa til bíla­stæði og útskot ­með fram ­vegum

  5. Ég lofa að láta mal­bika hjóla­stíga ­með fram hring­veg­inum

  6. Ég lofa að láta nýta rann­sóknir til að SKIPU­LEGGJA FRAM Í TÍM­ANN

  7. Ég lofa að láta fjölga land­vörð­u­m/­stækka þjóð­garða

  8. Ég lofa að láta banna gömlum leigu­bíl­stjórum að aka rútum

  9. Ég lofa að hætta að hygla fyr­ir­tækjum vina og vanda­manna

  10. Ég lofa að láta taka upp Evru

Höf­undur er leið­sögu­mað­ur.Meira úr sama flokkiAðsendar greinar