Tabú á Íslandi : Leiga fyrir NFP íbúðir 61.000 á mánuði

Auglýsing

Ný 34 fer­metra ­leigu­í­búð (ein­stak­lings­í­búð) í hús­inu hér til hliðar kostar 61.000 kr á mán­uði. Trygg­ingar er ekki kraf­ist. Fyr­ir­fram­greiðsla er einn mán­uð­ur. Leigu­tím­i er ótak­mark­að­ur. Þetta eru ekki „fé­lags­leg­ar“ íbúð­ir. Að eðli­legum skil­yrðum upp­fylltum getur hver sem er búið í blokk­inn­i. 

Húsið er 15 hæðir og inni­heldur 84 íbúð­ir. Þær stærstu eru 3ja her­bergja og 79 ­fer­metr­ar­. Þær kosta frá 111.000 krón­ur á mán­uði. Lengd á leigu­tíma er ótak­mörk­uð. Blokkin er hönnuð eftir búsetumunstri líð­andi stund­ar. Hún verð­ur­ til­búin síðar á þessu ári. Sveit­ar­fé­lagið á og rekur íbúð­irn­ar. Eins og hverja aðra lífs­nauð­syn­lega þjón­ustu við íbúa svæð­is­ins.

Kajalen.Bygg­ingin er birt­ing­ar­mynd NFP (Not for profit) hús­næð­is­stefn­u. NFP íbúðir eru í nágranna­löndum víða um og yfir helm­ingur af fjöl­býl­is­hús­næði við­kom­andi svæð­is. Sögu NFP í Evr­ópu má rekja allt aftur að iðn­bylt­ingu. Hug­mynda­fræðin bak við NFP er að mynda kjöl­festu á leigu­mark­aði. Og öruggan val­kost í hús­næð­is­málum almenn­ings.

Utan stór­borga Skand­in­av­íu ­mynda NFP íbúðir víð­ast gólf og þak á leigu­mark­að­i. Þar er fram­boð og eft­ir­spurn á leigu­hús­næði að mestu í jafn­væg­i. NFP leigu­fé­lög eru reist með stofn­styrkj­um. Sveit­ar­fé­lög leggja þeim til lóðir og aðrar íviln­anir í upp­hafi. 

Rekst­ur­inn verður með tím­anum sjálf­bær, og stendur undir við­haldi og fjölgun íbúða eftir þörf­um. En eins og nafnið bendir til er hagn­aður ekki tek­inn út úr rekstr­in­um. 

Auglýsing

Ágóð­inn er hins vegar marg­þættur sam­fé­lags­legur ávinn­ing­ur. Hús­næðis og leigu­mark­aður er í eðli sínu fákeppn­is­mark­að­ur. NFP heldur hús­næð­is­braski í skefj­um. Og tak­markar að einka­að­il­ar ­nái háls­taki á leigu­mark­aði. Í krafti stærð­ar­innar halda opin­ber NFP fé­lög eigu­verði innan hóf­legra marka. Á við­kom­andi svæðum sér NFP al­menn­ingi fyrir grunn­fram­boði af hús­næði á hverjum tíma. Margir byrja og enda búsetu­feril sinn í þannig íbúð­um.

Þum­al­putta­reglan er að leigan sé ekki mik­ið ­yfir fjórð­ungi ráð­stöf­un­ar­tekna. Við hlið NFP þríf­ast engu að síður einka­rek­in leigu­fé­lög með stór eigna­söfn. NFP myndar einnig aðhald við sér­eigna­mark­að. Sem er víð­ast bróð­ur­partur við­kom­andi fast­eigna­mark­að­ar. Hvor­ugur val­kost­ur­inn úti­lokar hinn. Það sanna dæmi frá Allri Evr­ópu og víð­ar. 

Annar ávinn­ingur fylgja virkri NFP hús­næð­ispólítík. Félögin fjölga gjarnan íbúðum þegar bygg­ing­ar­mark­aður er í lægð. Þannig jafn­ar NFP út efna­hags­sveiflur á hús­næð­is­mark­aði.

Blokkin á mynd­inni stendur í Kal­mar á aust­ur­strönd Sví­þjóð­ar. Þar búa um 66.000 manns, eða rúm­lega helm­ingur af íbúa­fjölda Reykja­vík­ur­borg­ar. Í Kal­mar á og rekur sveit­ar­fé­lag­ið ­upp und­ir­ 5000 NFP leigu­í­búð­ir. Mán­að­ar­leiga eldri íbúða er lægri en í umræddri nýbygg­ing­u. 

Ef hús­næð­ispólítík Reykja­víkur væri á svip­uðu plani og dæmið frá Kal­mar, ræki Reykja­vík­ur­borg um það bil 10.000 NFP íbúð­ir. Sam­an­burð­ur­inn sýn­ir hugs­ana­vill­una í hús­næð­is­málum Íslands.

Íslensk hús­næð­ispólítík er full­komin and­hverfa NFP. Stefn­una, (eða stefnu­leysið) má yfir heild­ina ­kalla OFP (Only For Profit). Fast­eigna­mark­aður lands­ins er eitt stórt OFP hlað­borð. Í boði stjórn­valda. Fyr­ir­ ­Banka, bygg­ing­ar­verk­taka, fjár­mála­fyr­ir­tæki og aðra hags­muna­að­ila. Almenn­ingur borg­ar ­veislu­borðið með ýktu fast­eigna­eigna­verði og ónýtum leigu­mark­aði.

Kerf­is­villan opin­ber­aði sig í hrun­inu. Fjár­mála­kerfið tók þá með sér OFP íbúða­mark­að­inn í fall­inu eins og sam­vax­inn Síam­st­ví­bura. Eftir á var lexía hruns­ins vit­an­lega allt of hátt sér­eign­ar­hlut­fall . Með öðrum orð­um: Skortur á NFP hús­næð­is­stefnu, eftir fyr­ir­myndum og reynslu allt í kring um okk­ur. 

Eftir hrunið æpir opin­ber þögn Verka­lýðs­sam­taka um NFP á Íslandi . Það er eitt algeng­asta búsetu­formið í fjöl­býli Skand­in­avíu og meg­in­landi Evr­ópu. NFP er alda­gömul aðferð sem virkar vel hjá öðr­um. Af hverju ekki á íslandi ?

NFP er full­komið Tabú í íslenskri um­ræðu um hús­næð­is­mál. Þótt ótrú­legt megi virð­ast er íslensk hús­næð­ispólítík í raun óbreytt eftir hrun. Mis­vitr­ir pólítíkusar finna á fjög­urra ára fresti upp fer­kantað hjól í hús­næð­is­mál­um. Sem snýst um ýkta útgáfu af ­sér­eign­ar­stefn­u. ­Sama með­virkn­is­mók al­þýðu­sam­taka. Sömu egg í sömu körfu. ­Sama ommel­etta.

Fyrir upp­hæð „leið­rétt­ing­ar­inn­ar“ hefði t.d. mátt byggja eins og eitt Breið­holts­hverfi af NFP íbúð­um. Sem sár­vantar víða um land. Þannig aðgerð hefði getað komið leigu­mark­aði lands­ins á réttan kjöl. 

Sam­kvæmt (ó)­form­legri hefð hafði síð­asti vel­ferða­ráð­herra leigu­mark­að­inn sem gælu­verk­efni á kjör­tíma­bil­inu. Útkoman verður ef til vill nokkrir stiga­gangar af „fé­lags­leg­um“ íbúðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Sem verða kannski byggð­ar. Ein­hvern tím­ann. Á svæði sem þörfin á NFP íbúðum telur í raun tugi þús­unda íbúða.

Í íslenskri hús­næð­isum­ræðu bland­ast yfir­leitt saman tvö hug­tök : Félags­legt hús­næði ann­ars veg­ar, sem er gild­is­hlaðið hug­tak á Íslandi. Það á við hús­næði handa fólki undir vissum tekju­mörk­um, eða öðrum skil­yrð­um. Og hins veg­ar NFP hús­næði, sem er fyrir alla, óháð tekju­mörk­um. Í dag reisa nágranna­löndin ekki „fé­lags­legt“ hús­næði. Þess þarf ekki þar sem NFP póli­tík­ er virk. Einn kost­ur NFP er einmitt eðli­leg félags­leg íbúa­blönd­un. 

Á hin­um ­borð­send­an­um ­seldu sömu stjórn­völd einka­rekn­um leigu­fé­lögum þús­undir íbúða í eigu rík­is­ins. Á Íslandi er NFP for­múl­unni snúið á hvolf. Ríkið og líf­eyr­is­sjóð­irn­ir ­leiða hákarla­væð­ing­una á skort­stöðu leigu­mark­að­ar­ins. Með þegj­andi sam­komu­lag­i verka­lýðs­for­yst­u lands­ins . Full­trúar almenn­ings í líf­eyr­is­sjóðum fjár­festa í fyr­ir­tækjum með hækk­andi hús­næð­is­verð (fast­eigna­brask) sem við­skipta­mód­el. 

Núorðið er íslensk hús­næð­ispólítík samin af almanna­tenglum stuttu fyrir kosn­ing­ar. Glæru­sýn­ing­arn­ar eiga eitt ­sam­eig­in­legt: Þær byggja allar á sömu kerf­is­villu og olli hrun­in­u. NFP er ekki til í orða­bók­inn­i. 

Nið­ur­staðan er olía á hækk­un­ar­eld fast­eigna­verðs. Og síhækk­andi þrösk­uldur nýliða á íbúða­mark­aði.

Stefna nýrrar rík­is­stjórnar í hús­næð­is­málum er ekk­ert verri en fyr­ir­renn­ara henn­ar. Engin stefna þarf ekki að vera verri en vond eða heimsku­leg ­stefna. Sem er klastrað saman á aug­lýs­inga­stofu. Korteri fyrir kosn­ing­ar. 

Íslenska sér­eigna­for­múlan (OFP) er nafla­streng­ur­inn milli fjár­mála­fyr­ir­tækja og alþýðu lands­ins. Eng­ey­ingar klippa ekki á hann.

Bank­arnir þurfa sína bit­haga. Hákarla­væð­ingin í hús­næð­is­málum lands­ins heldur áfram. Hægt og örugg­lega. 

Eitt er þó óbreytt : Hús­næði er lífs­nauð­syn. Á Íslandi er öruggt húsa­skjól orðið að ­for­rétt­ind­um.

Fyrir suma.

Skiptar skoðanir um uppátæki Hatara
Það vakti mikla athygli þegar meðlimir Hatara veifuðu fána Palestínu í beinni útsendingu frá úrslitum Eurovison í Tel Aviv í gær. Uppátækið hefur bæði verið lofað og gagnrýnt.
Kjarninn 19. maí 2019
Vala Yates
Karolina Fund: Vala Yates – Fyrsta plata
Vala Yates, söngkona og tónskáld, vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu. Lög og texti eru samin af Völu, en platan mun innihalda fimm lög á íslensku og fimm á ensku.
Kjarninn 19. maí 2019
Björn Gunar Ólafsson
Innstæðutryggingar
Kjarninn 19. maí 2019
Enn sannfærðari en áður um að það hafi verið rétt að mynda ríkisstjórnina
Svandís Svavarsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sé „fantagóð“ í því að stýra ríkisstjórn þeirra þriggja ólíku flokka sem nú sitja að völdum á Íslandi. Stundum þurfi að takast á við ríkisstjórnarborðið.
Kjarninn 19. maí 2019
Halfdan Rasmussen, eitt vinsælasta skáld Dana.
Hvað gera Kasper, Jesper og Jónatan nú
Danska forlagið Gyldendal ákvað að sleppa átta ljóðum úr safni ljóða eftir skáldið Halfdan Rasmussen, þau eiga það sameiginlegt að í þeim koma fyrir orðin negri og hottintotti. Sú ákvörðun forlagsins hefur vakið mikla athygli í Danmörku.
Kjarninn 19. maí 2019
Áhætta á fasteignamarkaði
Nýjasta spá Hagstofu Íslands um þróun mála í efnahagslífinu bendir til þess að fasteignamarkaðurinn gæti átt erfitt uppdráttar á næstu misserum.
Kjarninn 19. maí 2019
Hatari veifaði Palestínufánum
Liðsmenn Hatara héldu á fána Palestínu þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í Eurovison í kvöld. Hatari hafnaði í 10. sæti í keppninni.
Kjarninn 19. maí 2019
Fjárhagslegur ávinningur er af sameiginlegum lyfjainnkaupum
Svandís Svavarsdóttir segir að það bæði ríkissjóður og notendur lyfja muni njóta góðs af samstarfi við hin Danmörk og Noreg um innkaup á lyfjum. Innkaup verði hagstæðari og öryggi í afhendingu meira.
Kjarninn 18. maí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None