#grettistak

Erpur Eyvindarson: „Ég hef ekki fengið neina frípassa“

Erpur Þórólfur Eyvind­ar­son, sem oft gengur undir nafn­inu Ali Höhler, er gestur Grettistaks. Þrátt fyrir að vera póli­tískur öfga­maður með víð­tæk tengsl við ógæfu og óreglu­menn gaf hann sér dágóðan tíma til þess að spjalla um hin ýmsu mál. Eftir að hafa rætt Havana Club, sem fyrir algjöra til­viljun var á boðstóln­um, var farið yfir gamla tíma og hvernig hann heill­að­ist að rappi til að byrja með.

Það er oft fylgi­fiskur rapps­ins að lenda í erjum eða „beefa“ við aðra innan rapp­heims­ins sem og utan hans. Erpur sagði sög­una af því hvernig og af hverju Sjálf­stæð­is­mað­ur­inn og fyrrum þing­mað­ur­inn sem sat inni, Árni Johnsen, slökkti á tón­list­inni þegar að XXX Rottweiler spil­uðu á Þjóð­há­tíð í Eyjum á sínum tíma. Árni hafði ekki tekið vel í það að vera nefndur á nafn í lag­inu „Þér er ekki boð­ið“.

Árni er ekki eini mað­ur­inn sem Erpur hefur lent í erjum við. Þekkt er þegar að rapp­ar­inn Móri réðst að Erpi í hljóð­veri 365 í Skafta­hlíð með hníf og raf­byssu. Einnig hafði Móri komið með hund sér til aðstoðar en hann var meira fyrir svefn heldur en ofbeldi. Bens­ín­sprengju­árásir á banda­ríska sendi­ráðið voru einnig ræddar en Erpur er einn af fáum sem hafa verið kærðir fyrir að smána annað land.

Eftir um það bil hálfa Havana-flösku barst talið að texta­smíð, en Erpur hefur ásamt fleiri röpp­urum oft fengið skammir fyrir texta sína. Þeir eiga að vera of gróf­ir, langt frá því að vera femínískir eða ein­fald­lega hvetja til vímu­efna­notk­un­ar. Farið varið í gegnum þrjú texta­brot sem Erpur sjálfur hefur samið, mis­gróf.

Þetta eru ein­göngu brot af því sem var rætt í þessum lengsta þætti í sögu Grettistaks.

Auglýsing