#grettistak

Erpur Eyvindarson: „Ég hef ekki fengið neina frípassa“

Erpur Þórólfur Eyvind­ar­son, sem oft gengur undir nafn­inu Ali Höhler, er gestur Grettistaks. Þrátt fyrir að vera póli­tískur öfga­maður með víð­tæk tengsl við ógæfu og óreglu­menn gaf hann sér dágóðan tíma til þess að spjalla um hin ýmsu mál. Eftir að hafa rætt Havana Club, sem fyrir algjöra til­viljun var á boðstóln­um, var farið yfir gamla tíma og hvernig hann heill­að­ist að rappi til að byrja með.

Það er oft fylgi­fiskur rapps­ins að lenda í erjum eða „beefa“ við aðra innan rapp­heims­ins sem og utan hans. Erpur sagði sög­una af því hvernig og af hverju Sjálf­stæð­is­mað­ur­inn og fyrrum þing­mað­ur­inn sem sat inni, Árni Johnsen, slökkti á tón­list­inni þegar að XXX Rottweiler spil­uðu á Þjóð­há­tíð í Eyjum á sínum tíma. Árni hafði ekki tekið vel í það að vera nefndur á nafn í lag­inu „Þér er ekki boð­ið“.

Árni er ekki eini mað­ur­inn sem Erpur hefur lent í erjum við. Þekkt er þegar að rapp­ar­inn Móri réðst að Erpi í hljóð­veri 365 í Skafta­hlíð með hníf og raf­byssu. Einnig hafði Móri komið með hund sér til aðstoðar en hann var meira fyrir svefn heldur en ofbeldi. Bens­ín­sprengju­árásir á banda­ríska sendi­ráðið voru einnig ræddar en Erpur er einn af fáum sem hafa verið kærðir fyrir að smána annað land.

Eftir um það bil hálfa Havana-flösku barst talið að texta­smíð, en Erpur hefur ásamt fleiri röpp­urum oft fengið skammir fyrir texta sína. Þeir eiga að vera of gróf­ir, langt frá því að vera femínískir eða ein­fald­lega hvetja til vímu­efna­notk­un­ar. Farið varið í gegnum þrjú texta­brot sem Erpur sjálfur hefur samið, mis­gróf.

Þetta eru ein­göngu brot af því sem var rætt í þessum lengsta þætti í sögu Grettistaks.

Auglýsing
Þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja ekki hafa fund með Ólafi opinn
Brynjar Níelsson víkur úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins í Búnaðarbankamálinu, en tjáir sig um það við Fréttablaðið í dag. Hann er þeirrar skoðunar að fundur með Ólafi Ólafssyni ætti ekki að vera opinn almenningi og fjölmiðlum.
28. apríl 2017 kl. 15:01
Gunnar Smári Egilsson
Ingi Freyr: Gunnar Smári gaf starfsfólki ranga mynd af stöðu Fréttatímans
Gunnar Smári Egilsson sannfærði starfsfólk um það í febrúar síðastliðnum að rekstur Fréttatímans væri tryggður, og talaði fólk ofan af því að taka öðrum starfstilboðum. Á þeim tíma hafði ekki verið greitt í lífeyrissjóði fyrir starfsfólk í nokkra mánuði.
28. apríl 2017 kl. 13:45
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Manndráp í beinni á Facebook Live
28. apríl 2017 kl. 13:00
Óttarr Proppé er heilbrigðisráðherra.
Þyrftum að útskrifa tvöfalt fleiri heimilislækna
Síðustu ár hafa að meðaltali átta heimilislæknar útskrifast á Íslandi. Þeir þyrftu að vera tæplega tvöfalt fleiri. Stjórnvöld þurfa að grípa inn í til að ekki verði skortur á næstu árum. Skortur er í fleiri sérgreinum, til dæmis geðlæknisfræðum.
28. apríl 2017 kl. 11:37
Ari Trausti Guðmundsson
Ríkisfjármálaáætlun fellur á loftslagsprófi
28. apríl 2017 kl. 10:07
Hópur íslenskra fjárfesta hefur keypt hlut Glitnis í Stoðum.
Ekkert gefið upp um sölu á hlut Glitnis í Stoðum
Forstjóri Glitnis HoldCo var ekki tilbúinn að svara spurningum um sölu á hlut félagsins í Stoðum.
28. apríl 2017 kl. 9:00
Verðmiðinn á stoðtækjafyrirtækinu Össuri er nú tæplega 220 milljarðar króna. Össur er, ásamt Marel, langsamlega vinsælasta fyrirtækið á íslenska markaðinum.
Rekstur Össurar heldur áfram að vaxa og dafna
Forstjóri Össurar segir reksturinn á fyrstu þremur mánuðum ársins hafa gengið vel.
28. apríl 2017 kl. 8:00
Ármann Þorvaldsson tekur við af Sigurði Atla Jónssyni sem forstjóri Kviku.
Ármann sagður taka við stjórnartaumunum hjá Kviku
Sigurður Atli Jónsson er hættur störfum hjá Kviku banka og Ármann Þorvaldsson, hefur verið stjórnandi hjá Virðingu, er sagður vera að taka við sem forstjóri, samkvæmt fréttum Vísis og Viðskiptablaðsins.
27. apríl 2017 kl. 23:04