Hver græðir hvað á afnámi hafta (sem er ekkert verið að afnema)?

Kvikan er í umsjá Þórðar Snæs Júlíussonar og Magnúsar Halldórssonar.

Þrátt fyrir að til­kynnt hafi verið um fullt afnám hafta er aug­ljóst af nýjum reglum að enn séu margar hindr­anir á frjálsu flæði fjár­magns. Þá eru til staðar miklar hömlur á vaxta­muna- og afleiðu­við­skiptum og hluti aflandskrónu­eig­enda auð­vitað enn fastur innan hafta. En hverjir hagn­ast á afnámi hafta? Hver er hagur almenn­ings, fyr­ir­tækja, fjár­magns­eig­enda, rík­is­ins og Ill­uga Gunn­ars­son­ar? Þessum spurn­ingum og mörgum fleirum er svarað í Kviku vik­unn­ar.

Þar er einnig farið yfir þá upp­stokkun sem er að eiga sér stað á fjöl­miðla- og fjar­skipta­mark­aði með kaupum Voda­fone á helsta inn­volsi 365 miðla og staðan tekin í Trumplandi. Þar er verið að draga veru­lega úr fram­lögum til alþjóða­stofn­ana og -sam­starfs, breyta lögum um heil­brigð­is­trygg­ingar með þeim gætti að 24 millj­ónir manna munu lík­ast til missa trygg­ingu sína fyrir árið 2026 og verið að ásaka fyrr­ver­andi for­seta um hler­arnir án þess að fram­vísa nokkrum gögn­um. Vegna þess að ásak­an­irnar eru ekki sann­ar.

Umsjón­ar­menn þessa vik­una eru Þórður Snær Júl­í­us­son og Magnús Hall­dórs­son.

Auglýsing