Í þá tíð… Fyrsti raðmorðinginn eða fórnarlamb samsæris

Aðalsmaðurinn Gilles de Rais var stríðshetja í Hundrað ára stríðinu og barðist meðal annars við hlið Jóhönnu af Örk. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir morð á 140 börnum, en á seinni tímum hefur örlað á nokkrum vafa á sekt hans.

Auglýsing
de rais í þátíð 13.10.2017

Af einhverri ástæðu vekja frásagnir af illsku upp einkennilegar kenndir í fólki – illvirki eru á einhvern illskýranlegan hátt heillandi og forvitnileg. Þetta er ekki alfarið seinni tíma fyrirbæri, heldur hafa óþokkar og níðingar fangað hugi manna í margar aldir.

Ein slík frásögn er sagan af franska aðalsmanninum Gilles de Rais, sem fæddist árið 1405 inn í auðuga ætt á Bretagneskaga. Eftir að hafa gegnt lykilhlutverki í liði Frakka í hundrað ára stríðinu voru bornar á hann sakir um að hafa rænt, misnotað og myrt tugum barna. Fyrir það var hann sakfelldur og tekinn af lífi, síðan þá hefur nafn hans verið samtvinnað glæpunum sem hann var sakfelldur fyrir, en síðustu áratugi hafa margir gengið fram fyrir skjöldu til að hreinsa mannorð de Rais.

Ættarlaukur á framabraut

Gilles de Rais missti foreldra sína ungur að aldri, en var fóstraður af afa sínum. Fimmtán ára gamall gekk de Rais að eiga aðalsmey eina af enn betri og ríkari ættum, sem var níu árum eldri.

Auglýsing

Þetta voru annars sérstaklega viðsjárverðir tímar í sögu Bretagne og Frakklands alls. Hið svokallaða Hundrað ára stríð hafði staðið linnulítið milli Englands og Frakklands frá árinu 1337, í fyrstu vegna deilna um tilkall til frönsku krúnunnar.

Piltur gat sér snemma gott orð fyrir herkænsku og vígfimi, en stökk fram í sviðsljósið aðeins sextán ára að aldri þegar hann lék lykilhlutverk í að frelsa Greifann af Bretagne úr haldi óvildarmanns í héraðinu. Upp úr því fékk hann boð um sæti við hirð ríkisarfans (síðar Karls VII) og frá árinu 1427 var hann stjórnandi við her konungs. Þar vann hann sér ýmislegt til frægðar, en hann þótti fífldjarfur og óttalaus á velli – sem telst jafnan til kosta allt fram að því augnabliki að það gerir það bara alls ekki.

Á vígvelli með Jóhönnu af Örk

Allt virtist hins vegar ætla að ganga upp hjá de Rais, meira að segja þegar ríkisarfinn skipaði hann árið 1429 tilsjónarmann með táningsstúlku frá Orléans sem hafði fengið mannaforráð í hernum, Jóhönnu nokkurri, síðar kenndri við Örk, og var við hlið hennar þegar lið undir forystu Jóhönnu vann merka sigra gegn Englendingum, meðal annars við Orléans.

De Rais var gerður að Marskálki í franska hernum, sem var mesti heiður sem hægt var að ná innan hersins. 

Eftir herþjónustu

Eftir að Jóhanna af Örk og var brennd á báli fyrir villutrú árið 1431 fór de Rais að draga sig í hlé í hernaði og hann varði mestum tíma heima í kastala sínum, Chateau Tiffauges, við að sólunda ættarauðnum í alls kyns prjál, uppákomur, tónlist og ritverk. Meðal annars lét hann reisa stærðarinnar kapellu, en leiddist líka út í fikt við dulspeki, gullgerð og fjölkynngi.

Um þetta leyti fór að bera á sögum um brotthvörf tuga barna í héraðinu í kring. De Rais var hins vegar ekki tekinn höndum fyrr en árið 1440 eftir að hann hafði rænt presti nokkrum, í ótengdu máli. 

Dómurinn var ekki að taka á honum með neinum silkihönskum heldur ákærði hann í fjölmörgum liðum, meðal annars fyrir villutrú, barnaníð og morð á 140 börnum. 

De Rais játaði svo á sig þá glæpi sem hann var sakaður um en á bak við játninguna lá hótun um svívirðilegar pyntingar, og, það sem de Rais kveið ekki síður, bannfæringu.

Skemmst frá að segja var de Rais sakfelldur og tekinn af lífi – hann var hengdur og brenndur samtímis – í október það sama ár í borginni Nantes, og við tóku 550 ár þar sem fáir voru til að bera brigður á dóminn, þrátt fyrir að svo hafi viljað til að dómararnir sem kváðu upp dóminn hafi verið svo vel í sveit settir að eftir dauða de Rais féllu allar hans eignir þeim í skaut. 

Aukinheldur voru engin sönnunargögn í málinu sem hönd á festi, engin alvöru vitni, engin lík og ekki neitt. 

Þegar komið var fram á tíunda áratug síðustu aldar var nokkur ferðamannaiðnaður tengdur kastala de Rais og meintum glæpum hans. Ferðamálayfirvöld í Bretagne vildu koma sögu hans á prent til að vekja enn frekari athygli, en rak í rogastans þegar höfundurinn sem þau réðu skilaði af sér bók þar sem sakleysi de Rais var haldið fram.

Upp úr því spratt nokkur umræða og í framhaldinu var skipaður eins konar gerðardómur, sem komst árið 1992 að þeirri niðurstöðu að de Rais hafi ekki verið sekur – eða alltjent að þær sannanir sem fyrir lágu hafi ekki átt að nægja til að sakfella hann. Þarna hafi annað og fleira legið að baki, einna helst andúð kirkjunnar manna á honum og uppátækjum hans, og ekki síst græðgi dómaranna í að komast yfir eignir hans. 

Í þessu samhengi er oft vísað í „játningarnar“ sem rannsóknarrétturinn fékk upp úr fólki og hversu áreiðanlegar þær þykja í dag.

Vangaveltur af þessu tagi gagnast de Rais sjálfum vitanlega ekki nokkuð og hann á enga afkomendur sem tala máli hans, en það er með þetta eins og mörg önnur óhugguleg mál. Það liggur svo skrambi áhugaverð saga þarna að baki.

Greinin birtist fyrst í Mannlífi 12. október 2017.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...