Árið 1967 – Mikilvægasta ár poppsins

Borgþór Arngrímsson skrifar um hið merka ár 1967, og sumar af þeim þekktu plötum sem eiga það sameiginlegt að hafa komið út þetta ár.

bítlarnir
Auglýsing

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, 1. júní, voru fimm­tíu ár síðan vín­yl­platan „Sgt Pepp­ers Lon­ely Hearts Club Band“ kom út. Þetta var átt­unda plata The Beat­les, Bítl­anna, sem voru, að öðrum ólöst­uð­um, lang­þekktasta popp­hljóm­sveit heims. En það gerð­ist fleira í tón­list­inni þetta sama ár sem sumir tón­list­ar­fræð­ingar segja mik­il­væg­asta ár í sögu dæg­ur­tón­list­ar. Hér verða nefnd nokkur lög frá árinu 1967 og rétt að taka fram að list­inn er ekki tæm­andi.

Popp­plata varð meira en popp, hún var list

Fjór­menn­ing­arnir frá Liver­pool, George Harri­son, John Lennon, Paul McCart­ney og Ringo Starr höfðu verið heims­þekktir í nokkur ár þegar „Sgt Pepp­er­s“, eins og platan er iðu­lega köll­uð, kom út. Heims­frægðin kom til þeirra árið 1963 og þótt lagið „She loves you“ væri ekki það fyrsta sem þeir sendu frá sér varð við­lagið „she loves you, yeah, yeah yeah“ eins­konar slag­orð bítla­kyn­slóð­ar­inn­ar. Eldra fólk kall­aði þetta gjarnan „bítl“.

„Sgt Pepp­ers“ var allt öðru­vísi en allt það sem Bítl­arnir höfðu áður gert. Vin­sæld­irnar sem þeir höfðu skapað sér gerðu þeim kleift að feta nýjar brautir í tón­list­inni. Upp­tök­urnar tóku sam­tals 700 klukku­tíma þar sem fjöl­margir tón­list­ar­menn komu við sögu. Til sam­an­burðar má nefna að fyrsta stóra plata Bítl­anna „Ple­ase Ple­ase me“ var tekin upp á einum sól­ar­hring. 

Text­arnir við lögin á „Sgt. Pepp­ers“ fylgdu með í albú­m­inu, sem var nýlunda, og umslagið sem Peter Blake gerði var öðru­vísi en flest það sem áður hafði sést og hefur margoft verið valið merki­leg­asta plötu­albúm sem gert hefur ver­ið. Lögin á „Sgt Pepp­ers“ eru mis­jöfn að gæðum og þótt fjór­menn­ing­arnir hefðu hugsað plöt­una sem eins­konar sam­hang­andi sögu (concept) varð sú ekki raun­in. Þótt flest lögin á plöt­unni væru ekki jafn gríp­andi og auð­lærð og það sem Bítl­arnir höfðu áður gert seld­ist platan í millj­ón­a­tali fyrstu mán­uð­ina eftir að hún kom út, og er ein mest selda hljóm­plata sög­unn­ar.

Mynd: EPA

Purple Haze og Hey Joe

Meðal þeirra sem kræktu sér í „Sgt Pepp­ers“ plöt­una dag­inn sem hún kom í búðir var banda­rískur gít­ar­leik­ari, sem þá var búsettur í London, Jimi Hendrix. Fyrsta lagið á tón­leikum hans í London, fjórum dögum eftir að hann keypti plötu Bítl­anna, var hans eigin útsetn­ing á upp­haf­slagi „Sgt Pepp­er­s“. Á fremsta bekk á þessum tón­leikum sat Paul McCart­n­ey. Bítl­arnir þekktu ágæt­lega til Jimi Hendrix en 17. mars þetta sama ár hafði hann sent frá sér lagið „Purple Haze“ og í byrjun árs­ins lagið „Hey Joe“. Gít­ar­leikur Jimi Hendrix var jafn langt frá hinum tæra hljómi Hank Marwin og The Shadows og hugs­ast gat og tón­arnir sem hann gat galdrað út úr gít­arnum voru öðru­vísi en áður hafði heyrst.

Auglýsing

Pink Floyd og „See Emily Play“

Árið 1967 var ár breyt­inga í upp­töku­tækni. Tveggja rása upp­tök­urnar sem not­ast hafði verið við heyrðu nú sög­unni til, fjög­urra og seinna átta rása hljóð­spor buðu upp á nýja og stór­aukna mögu­leika.

16. júní sendi breska hljóm­sveitin Pink Floyd frá sér lagið „See Emily Play“. Hljóm­sveitin hafði starfað frá árinu 1962 en ekki náð að slá almenni­lega í gegn. „See Emily Play“ braut ísinn ef svo má að orði kom­ast og hljóm­sveitin er ein sú þekktasta í sög­unni. Allt tón­list­ar­á­huga­fólk þekkir „Dark Side of the Moon“ og „The Wall“.

Monterey og blómin í hár­inu

16. – 18. júní 1967 var efnt til tón­list­ar­há­tíðar í bænum Monterey í Kali­forn­íu. Þótt ekki hafi hátíð þessi kannski verið sú fyrsta sinnar teg­undar er hún þó iðu­lega, á vissan hátt, talin marka upp­haf slíkra við­burða. Um 200 þús­und manns sóttu þessa hátíð og þótt Bítl­arn­ir, Roll­ing Sto­nes og Beach Boys hafi ekki tekið þátt voru þar margir fræg­ir. Grateful Dead, Jeffer­son Airpla­ne, John Phillips ásamt The Mamas & The Papas, The Who og The Animals voru meðal þeirra sem tróðu upp. John Phillips hafði nýlega samið lagið „San Francisco (Be sure to wear flowers in your hair) fyrir félaga sinn Scott McKenzie, þetta lag varð eins konar ein­kenn­islag Monterey hátíð­ar­innar og blóma­barna­kyn­slóð­ar­innar svo­nefndu.Á hátíð­inni kom líka fram hljóm­sveitin Big Brother and the hold­ing company ásamt söng­kon­unni Janis Joplin. Hún var ekki að byrja fer­il­inn en hátíðin í Monterey var upp­haf frægð­ar­fer­ils henn­ar, sem stóð stutt en hún lést 1970. Söngv­ar­inn Otis Redd­ing kom fram á Monterey hátíð­inni en hann lést síðar á árinu, hafði þá nýlokið við að semja og hljóð­rita „The Dock Of The Bay“. Loks er rétt að nefna Jimi Hendrix sem lauk flutn­ingi sínum með því að kveikja í gít­arn­um. Áhrifa­mikið atriði, sem jafn­framt kom í veg fyrir að hann gæti tekið fleiri auka­lög, var ekki með fleiri hljóð­færi með sér. 

The Doors, Ed Sulli­van og Roll­ing Sto­nes 

Ed Sulli­van var um ára­bil einn vin­sæl­asti sjón­varps­maður vest­an­hafs og þáttur hans „The Ed Sulli­van Show“ var á skjánum á hverju sunnu­dags­kvöldi í 23 ár, frá 1948 til 1971. Það þótti mjög eft­ir­sókn­ar­vert að fá að koma fram í þætti Ed Sulli­van og Roll­ing Sto­nes, sem þá voru orðnir frægir, létu sig hafa það að breyta text­anum „Let’s spend the night together“ í „Let’s spend some time together“ til að kom­ast í gegnum banda­ríska nál­ar­aug­að. Lagið höfðu þeir Mick Jag­ger og Keith Ric­hards samið skömmu áður en þeir komu fram í þætti Ed Sulli­van árið 1967. 17. sept­em­ber þetta sama ár bauð Ed Sulli­van ungri og upp­renn­nandi hljóm­sveit, The Doors, í þátt­inn. Sveitin hafði í árs­byrjun sent frá sér lagið „Ligh my fire“ sem varð geysi­vin­sælt. Sjón­varps­stöðin krafð­ist þess að setn­ing­unni „girl, we couldn’t get much hig­her“ yrði breytt í „girl, we couldn’t get much bett­er. Jim Morri­son lét þetta sem vind um eyru þjóta og var til­kynnt eftir á að hljóm­sveitin kæmi aldrei aftur fram í „The Ed Sulli­van Show“. 

Van Morri­son, Eric Clapton, Procol Harum, Leon­ard Cohen og Aretha Frank­lin

Í júní­mán­uði 1967 kom út lítil plata hjá banda­ríska útgáfu­fyr­ir­tæk­inu Bang Records. Höf­undur og flytj­andi lags­ins var lítt þekktur Íri, Van Morri­son að nafni. Lagið hét „Brown Eyed Girl“ og vakti athygli í Banda­ríkj­un­um. Van Morri­son hefur sjálfur sagt að þetta lag hafi verið það sem fyllti hann sjálfs­ör­yggi, sem tón­skáld og flytj­anda. Hann er einn afkasta­mesti og vin­sæl­asti tón­list­ar­maður síð­ustu ára­tuga, hefur sent frá sér 35 stórar plötur og er enn að. Sömu sögu er að segja af Eric Clapton, sem að margra dómi er einn allra besti gít­ar­leik­ari sög­unn­ar. Þótt hann hefði verið í „brans­an­um“ í nokkur ár var það vera hans í hljóm­sveit­inni Cream sem gerði hann fræg­an. Cream var tríó sem í voru, auk Claptons, trommar­inn Gin­ger Baker og bassa­leik­ar­inn Jack Bruce. Hljóm­sveitin starf­aði ein­ungis í tvö ár, þre­menn­ing­arnir voru ekki ein­ungis í fremstu röð sem tón­list­ar­menn, þeir voru líka umtal­aðir skap­hundar og end­an­lega sauð uppúr árið 1968. Ári fyrr sendu þeir frá sér plöt­una Disra­eli Gears, á henni er meðal ann­ars að finna lagið „Suns­hine of your love“ sem margir telja besta lag hljóm­sveit­ar­inn­ar. Orðið „súpergrúppa“ var fyrst notað um Cream. 

Eitt allra vin­sælasta lag popp­sög­unnar (mest spil­aða lag sög­unnar í Bret­landi) er „A Whiter Shade of Pale“ sem hljóm­sveitin Procol Harum hljóð­rit­aði vorið 1967 og kom út á lít­illi plötu 12. maí það ár.Tón­list­ar­fræð­ingar segja gjarna að það sé samið undir áhrifum frá Johanni Sebast­ian Bach. Ekki skal um það dæmt hér en org­el­leikur setur sterkan svip á það. Það hefur stundum verið sagt að Procol Harum sé eins lags hljóm­sveit. Ekki er það alls kostar rétt þótt vissu­lega sé „A Whiter Shade of Pale“ lang­þekktasta lag sveit­ar­innar sem er enn að undir styrkri stjórn Gary Brooker. 

Ekki er hægt að renna yfir tón­list­ar­árið 1967 án þess að minn­ast á Leon­ard Cohen. Þessi hæg­láti Kanada­maður hafði getið sér gott orð sem ljóð­skáld þegar hann, árið 1967, sendi frá sér plöt­una Songs of Leon­ard Cohen. Meðal laga á þess­ari plötu voru „Suzanne“ og „So Long Mari­anne“ sem voru í allt öðrum dúr en margt af því sem mest fór fyrir á þessum árum. Kanadíska ljóð­skáldið varð nán­ast á auga­bragði heims­frægur tón­list­ar­mað­ur.

Ein­hverra hluta vegna eru konur mun minna áber­andi þegar litið er yfir tón­list­ar­sög­una. Áður var minnst á Janis Joplin en hér er rétt að nefna Arethu Frank­lin. Árið 1967 hljóð­rit­aði hún lagið „Respect“ sem Otis Redd­ing samdi. Á lista tón­list­ar­tíma­rits­ins Roll­ing Stone yfir merk­ustu dæg­ur­lög allra tíma er „Respect“ númer fimm. Fjöl­margir hafa spreytt sig á þessu þekkta lagi sem Aretha Frank­lin gerði frægt.

Og er 1967 mik­il­væg­asta árið í sögu dæg­ur­tón­list­ar?   

Þess­ari spurn­ingu er ekki auðsvar­að. Það gerð­ist margt merki­legt í tón­list­inni árið 1967, margt fleira en hér hefur verið nefnt. Það gildir líka um mörg önnur ár. Eng­inn deilir hins­vegar um það að platan „Sgt Pepp­ers Lon­ely Hearts Club Band“ sem kom út 1. júní þetta ár, og var kveikja þessa pistils, er ein þekktasta plata í sögu dæg­ur­tón­list­ar­inn­ar.   

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...