Hægt að streyma Bítlunum í fyrsta sinn á vefnum

Bítlarnir eru komnir á veraldarvefinn því nú er hægt að hlusta á hljómsveitina vinsælu á Spotify, Apple Music og öllum helstu tónlistarveitum netsins.

Bítlarnir eru löngu orðnir að goðsögnum og um hljómsveitina hafa verið gerð ýmis söfn og sýningar víða um heiminn.
Bítlarnir eru löngu orðnir að goðsögnum og um hljómsveitina hafa verið gerð ýmis söfn og sýningar víða um heiminn.
Auglýsing

Besta jóla­gjöf tón­list­arunn­enda er, eins og örugg­lega svo oft áður, Bítl­arn­ir. Nú má hlusta á Bítl­ana, vin­sæl­ustu hljóm­sveit 20. ald­ar­inn­ar, á streym­isveitum á vefn­um. Spoti­fy, Apple Music, Google Play Music, Tidal og hvar­vetna ann­ar­staðar má hlust á allt Bítla­safnið hafi maður áskrift. Þetta markar nokkur tíma­mót í sögu streym­isveitna þar sem Bítl­ana hefur ávalt vant­að.

Hér er lagið Tomor­row Never Knows sem kom út á plöt­unni Revol­ver árið 1966. Það er fram­úr­stefnu­legt og gæti vel átt heima á breskri rokk­plötu á 21. öld­inni enda voru Bítl­arnir löngu á undan sinni sam­tíð í mörgu.

Auglýsing


Upp­runa­legar plötur sveit­ar­innar eru allar í boði auk safn­platna á borð við Past Masters, 1962 - 1966 og 1967 - 1970. Þar utan má finna nýj­ustu Bítla­út­gáf­una, safn­plöt­una 1 sem geymir bestu lög sveit­ar­inn­ar. 1 var end­ur­hljóð­blönduð og útsett í hljóð­veri Bítl­ana, Abbey Road, og kom út í ár.

Bítla­safnið var gert aðgengi­legt í nótt. Af því til­efni hefur Spotify útbúið sér­staka Bítla­síðu þar sem fólk getur deilt upp­á­halds Bítla­lag­inu sínu. Harðir aðdá­endur og Bítla­fræð­ingar munu þó taka eftir að fáeina hluti vantar í Bítla­safn ver­ald­ar­vefs­ins. The Verge tók saman aðal­at­riðin sem enn á eftir að vígja á ver­ald­ar­vef­inn. Eru það allt útgáfur sem gerðar voru eftir að hljóm­sveitin lagði upp laupana árið 1970.

Útgáf­urnar eru: The Beat­les Ant­hology (1995) , Let It Be… Naked (2003), Live at the BBC (1994), Love (2006) og The Beat­les in Mono (2009).

Tveir af með­limum Bítl­ana eru enn á lífi, þeir Ringo Starr og Paul McCart­n­ey. George Harri­son og John Lennon eru fallnir frá. Spotify hefur allt frá stofnun staðið í samn­inga­við­ræðum við höf­und­ar­rétt­hafa efnis Bítl­ana um að fá að dreifa efn­inu en ekki haft erindi sem erf­iði nú. Má gera ráð fyrir að til­koma Apple á markað streym­isveitna á árinu hafi haft nokkuð að segja um þessi tíma­mót enda er það frægt að Steve Jobs, annar stofn­anda App­le, var gríð­ar­legur Bítlafan.

Síð­asta platan sem Bítl­arnir gáfu út var Let It Be árið 1970. Hér að neðan má hlusta á Spoti­fy.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None