Í þá tíð… Ópið endurheimt

Ópið, hið ódauðlega listaverk Edvards Munch, var endurheimt eftir að því var rænt nokkrum vikum áður. Verkið er eitt hið frægasta og dýrasta í listasögunni og var annarri útgáfu af verkinu stolið áratug síðar.

Auglýsing
Þjófar kröfðust einnar milljónar dala fyrir að skila Ópinu. Sú áætlun gekk ekki upp og verki fannst um síðir.
Þjófar kröfðust einnar milljónar dala fyrir að skila Ópinu. Sú áætlun gekk ekki upp og verki fannst um síðir.

Á þessum degi fyrir réttum 23 árum síð­an, hinn 7. maí 1994, end­ur­heimti norska Þjóð­lista­safnið Ópið, lista­verkið víð­fræga sem Edvard Munch mál­aði árið 1893, en því hafði verið stolið nokkrum vikum áður.

Bæði rán­ið, sem var afar bíræf­ið, og fund­ur­inn vöktu mikla athygli jafnt innan Nor­egs sem og á alþjóða­vett­vangi, enda er Ópið, sem Much mál­aði að vísu í nokkrum útgáfum á árunum 1893 til 1910, jafnan talið til merk­ustu lista­verka allra tíma og þess jafn­vel getið í sömu andrá og Mónu Lísu sem Leon­ardo nokkur DaV­inci mál­aði fjórum öldum fyrr.

Munch og Ópið

Edvard Munch fædd­ist árið 1863 í þorp­inu Løten í Heið­merk­ur­fylki, en ólst upp í Osló frá blautu barns­beini. Ógæfa reið yfir fjöl­skyld­una þegar Laura móðir Edvards lést úr berklum þegar hann var aðeins fimm ára gam­all. Enn syrti svo í álinn níu árum síðar þegar Johanne Sofie stóra systir hans fór sömu leið, aðeins fimmtán ára, en hún var honum afar hjart­fólg­in. Christ­ian faðir hans var efna­lít­ill læknir og var mik­ill ald­urs­munur á honum og móður Edvards auk þess sem hann var afar trú­aður mað­ur, svo lét nærri ofstæki. Þá veikt­ist Edvard litli sjálfur af berklum á unga aldri en næsta víst þykir að þessi áföll mót­uðu líf hans og lífs­við­horf veru­lega þegar fram í sótti.

Edvard Munch er merkasti listmálari Noregs.Á ung­lings­ár­unum ákvað hann að helga líf sitt mál­ara­list­inni og ein­ungis tví­tugur að aldri mál­aði hann sitt fyrsta full­þró­aða verk, Morg­unn, sem sýnir hálf­klædda unga konu sem situr á rúmbrík og horfir út um glugga.

Munch próf­aði sig áfram með ýmis konar stefnur og tækni og var óhræddur við að fara sínar eigin leið­ir. Hann öðl­að­ist frægð fyrir verk sín, en átti lengi erfitt vegna drykkju og glímu við and­lega van­líð­an. Hann var alla tíð ein­stæð­ingur og var mikið út af fyrir sig á heim­ili sínu í Osló síð­ustu tvo ára­tugi ævi sinn­ar, en hann lést árið 1944, rúm­lega átt­ræður að aldri og skildi eftir sig þús­undir verka.

Hann skilur eftir sig mörg merki­leg verk, til dæmis Veika barnið – sem er vísun í dauða Johanne Sofie – og fjöl­margar sjálfs­mynd­ir, sumar óvægn­ar, en hans verður alla tíð fyrst og fremst minnst fyrir Ópið.

Auglýsing

Ópið sem berg­málar enn í dag

Ópið, meist­ara­verk Munchs, er til í fjórum útgáf­um. Tvær þeirra er að finna á Munch-safn­inu í Osló, ein í Þjóð­lista­safn­inu og ein er í einka­eign. Myndin sýnir mann sem stendur á brú og æpir stór­eyg­ur, en í bak­sýn eru tveir menn á brúnni, fjörður og blóð­rauður him­inn.

Síða úr dagbók Munchs þar sem hann talar um innblásturinn að verkinu.Ófáar lærðar greinar hafa verið skrif­aðar um Ópið, hvað það sé sem mað­ur­inn ótt­ast svo mjög, hvers vegna him­in­inn sé rauður og þar fram eftir göt­un­um. Í dag­bók­ar­færslu lýsti lista­mað­ur­inn sjálfur til­urð Óps­ins hins vegar á þann veg að hann hafi verið á gangi með tveimur vinum sínum síðla kvölds. Þegar sólin hneig til viðar fann hann ákveðna dep­urð svífa á sig og him­inn roðn­aði á örskots­stund.

„Ég nam stað­ar, hall­aði mér að hand­rið­inu, dauð­þreytt­ur, horfði yfir log­andi him­in­inn sem var sem blóð og sverð yfir blásvörtum firð­inum og borg­inni. Vinir mínir gengu áfram. Ég stóð þar og skalf af ótta og fann stórt og enda­laust óp ber­ast í gegnum nátt­úr­una.“

Á öðrum stað í dag­bókum sínum segir Munch: „Mér fannst ég heyra óp. Ég mál­aði þá mynd – mál­aði skýin sem þau væru úr blóði. Lit­irnir æptu. Þetta varð að verk­inu Ópið.“

„Takk fyrir lélega örygg­is­gæslu“

Ópið er, sem áður sagði, til í fjórum útgáf­um, en Much var gjarn á að gera til­raunir með margs konar aðferðir á sömu verk. Ein útgáfan, sú eina sem er í einka­eigu, seld­ist á upp­boði fyrir 120 millj­ónir dala árið 2012 og er eitt dýrasta lista­verk sem selt hefur ver­ið. Útgáfan sem liggur að baki þess­ari grein er frá 1893 og er máluð á pappa.

Hinn 12. febr­úar 1994 var stolt stund í sögu þjóðar þegar Nor­egur stökk fram í sviðs­ljósið á alþjóða­vett­vangi þegar Vetr­ar­ólymp­íu­leik­arnir voru settir í Lil­lehammer. Í til­efni af Ólymp­íu­leik­unum var sett upp sýn­ing á helstu menn­ing­ar­ger­semum Nor­egs og Ópið var fært af annarri hæð niður á jarð­hæð þar sem örygg­is­gæsla var mun slak­ari.

Ræningjarnir fóru inn um glugga á fyrstu hæð og út aftur á innan við mínútu.

Það var svo klukkan hálf sjö um morg­un­inn að tveir menn hlupu upp að safn­inu, reistu stiga upp að veg þess, brutu glugga til að kom­ast inn, klipptu mynd­ina niður af veggnum með vír­klippum og ruku á dyr. Allt í allt tók verkn­að­ur­inn aðeins um 50 sek­únd­ur, en ræn­ingj­arnir skildu meira að segja eftir orð­send­ingu á póst­korti þar sem stóð „Takk for dår­lig sikring“, eða „Takk fyrir lélega örygg­is­gæslu“.

Allt kapp var lagt á að leysa málið sem var hin mesta hneysa, og gengu margar kenn­ingar í fyrstu, meðal ann­ars lýstu sam­tök sem börð­ust gegn fóst­ur­eyð­ingum ábyrgð­inni á hendur sér, en það þótti ótrú­legt, en meðal ann­ars var getum leitt að því að skipu­leggj­endur Ólymp­íu­leik­anna hefðu svið­sett ránið til að beina athygli heims­byggð­ar­innar að leik­un­um, þar sem það þótti óhugs­andi að nokkur gæti selt verk­ið.

Ræn­ingjar gengu í gildru en sluppu vel

Safn­inu barst innan tíðar krafa um lausn­ar­gjald. Fyrir eina milljón Banda­ríkja­dala yrði mynd­inni skilað á sinn stað. Ekki var gengið að kröf­un­um, en norska lög­reglan fór þegar að leggja á ráðin með bresku lög­regl­unni, Scotland Yard, að leggja gildru fyrir ræn­ingj­ana. Breskir útsend­arar komu sér í sam­band við þrjót­ana og sögð­ust vilja kaupa verkið á um þriðj­ung upp­hæð­ar­innar sem þeir kröfð­ust fyrst.

Áætl­unin gekk upp og hinn 7. maí var meist­ara­verkið komið á sinn rétt­mæta stað, svo til óskemmt, og fjórir menn voru hand­tekn­ir. Höf­uð­paur­inn í hópi ræn­ingj­anna var Pål Enger, sem hafði, merki­legt nok, hlotið dóm nokkrum árum áður fyrir að ræna öðru verki eftir Munch, Vam­p­írunni.

Menn­irnir hlutu þunga dóma. Enger fékk þyngsta dóminn, rúm­lega sex ára fang­elsi, en svo fór þó að dómar þriggja þeirra voru ógiltir vegna form­galla á rann­sókn þar sem bresku lög­reglu­menn­irnir höfðu komið til lands­ins á fölsuðum skil­ríkj­um.

Það er að segja af Enger að hann virt­ist hafa lent á fót­unum eftir að hann losn­aði út, þar sem hann hasl­aði sér völl sem mál­ari og lista­verka­sali og keypti meðal ann­ars verk eftir Munch, með lög­legum hætti. Síð­ustu ár hefur hann hins vegar verið flæktur í annað þjófn­að­ar­mál sem ekki hefur verið til lykta leitt að fullu. Hann var upp­haf­lega dæmdur fyrir að stela fimmtán verkum eftir Hariton Pus­hwagner, Vebjørn Sand og Camilla Gryt­he, en hann sver og sárt við leggur að hafa bara stolið fimm þeirra.

Líka rænt ára­tug síðar

Þessari útgáfu af Ópinu var rænt árið 2004.Öðru ein­taki af Ópinu var rænt árið 2004, en það var úr Munch-safn­inu og er málað á pappa árið 1910. Tveir vopn­aðir menn óðu inn í safnið um hábjartan dag og stungu af með Ópið og Madonna, annað af helstu verkum Munchs. Á næstu mán­uðum voru all­nokkrir menn hand­tekn­ir, grun­aðir um aðild að rán­inu, en verkin fund­ust ekki strax þrátt fyrir að fimm menn fengju dóma vegna ráns­ins í upp­hafi árs­ins 2006. Ótt­ast var að ræn­ingj­arnir hefðu eytt verk­unum af ótta við að nást, en svo gerð­ist það í ágúst það sama ár að verkin fundust, nokkuð skemmd en þó í betra ástandi en margir ótt­uð­ust. Þau fóru aftur í sýn­ingu eftir við­gerð.

Aðrir merkisatburðir 7. maí

1429 Jóhanna af Örk leiðir her sinn til sig­urs í umsátr­inu um Orléans.

1664 Loð­vík XIV lætur hefja bygg­ingu hall­ar­innar í Ver­söl­um.

1824 Níunda sin­fónía Beet­hovens frum­flutt í Vín.

1915 Þýskur kaf­bátur sökkvir far­þega­skip­inu Lúsit­an­íu. 1.198 far­ast með skip­inu.

1948 Evr­ópu­ráðið stofn­að.

1968 Tón­list­ar­mað­ur­inn Reg­in­ald Dwight ákveður að hann kom­ist ekki mikið lengra á frama­braut­inni undir sínu eigin nafni. Breytir því í Elton John og frama­brautin breyt­ist í hrað­braut.

1991 Ozzy Osborne sýkn­aður af kæru um að hann beri ábyrgð á sjálfs­morði ungs aðdá­anda vegna inni­halds tón­list­ar­inn­ar.

2000 Vla­dimír Pútín settur í emb­ætti for­seta Rúss­lands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...
None