Enginn bandarískur geimfari verið lengur frá jörðu

Geimfarinn Peggy Whitson er nú í sínum þriðja leiðangri í geimnum og hefur enginn geimfari hjá NASA dvalið þar lengur en hún.

Auglýsing
Whitson, sem er 57 ára, er elsta kona sem farið hefur út í geim.
Whitson, sem er 57 ára, er elsta kona sem farið hefur út í geim.

For­seti Banda­ríkj­ana, Don­ald J. Trump, átti sím­tal frá Hvíta hús­inu út í him­in­geim­inn við geim­far­ann Peggy Whit­son á dög­un­um. Til­efni sím­tals­ins var að óska Whit­son til ham­ingju með að hún hafi slegið met Jeff Willi­ams um fjölda daga í geimn­um. 

Eng­inn banda­rískur geim­fari hefur dvalið jafn­marga daga og hún í geimn­um, þegar metið var slegið þann 24. apríl síð­ast­lið­inn hafði hún dvalið þar sam­tals í 534 daga. 

Sam­kvæmt áætl­unum banda­rísku geim­ferða­stofn­un­ar­inn­ar, NASA, mun Whit­son snúa aftur til jarðar í sept­em­ber 2017 og þá mun hún hafa dvalið rúm­lega 650 daga frá jörðu. Ef þær áætl­anir stand­ast verður hún í sjö­unda sæti þeirra geim­fara sem hafa dvalið lengst í geimnum á heims­vísu en metið á rúss­neski geim­far­inn Gennady Padalka; hann hefur nú þegar dvalið 879 daga sam­tals frá jörðu.

Auglýsing

Stefnan tekin á Mars

Whit­son sagði for­set­anum að þó það væri vissu­lega gaman að slá þetta met þá væri afrekið ekki aðeins hennar heldur einnig sam­starfs­manna sinna hjá NASA, án þeirra hefði hún aldrei getað yfir­gefið jörð­ina. 

Hún sagði for­set­anum að þær rann­sóknir sem fram­kvæmdar eru í alþjóð­legu geim­stöð­inni séu mik­il­vægar fyrir tækni­þróun í geim­ferð­um. Áður en hægt er að leggja í langar geim­ferð­ir, til að mynda til Mars, þurfi að finna lausnir á ýmsum vanda­mál­u­m. 

Hún benti for­set­anum á að í geim­stöð­inni sé allt vatn end­ur­unnið og þvag geim­far­ana er meðal ann­ars hreinsað og end­ur­nýtt sem drykkj­ar­vatn. Hún full­viss­aði for­set­ann um að drykkj­ar­vatnið væri alls ekki eins slæmt og það hljóm­aði, Trump svar­aði því að hann væri feg­inn að það væri hún en ekki hann sem sæi um þetta. 

Trump ræddi við Whitson í síðustu viku. Mynd: EPA

Elst, lengst og oft­ast

Whit­son sló fleiri met á á árinu. Þegar hún lagði af stað í yfir­stand­andi geim­för varð hún elsta konan sem skotið hefur verið út í geim, en hún er 57 ára göm­ul. 

Hún varð einnig elsta konan sem verið hefur í geimnum utan geim­fars, þegar hún ásamt öðrum geim­fara sinnti við­haldi á alþjóð­legu geim­stöð­inn­i. Þetta var jafn­framt átt­unda skiptið sem Whit­son hefur verið utan geim­fars í geimnum og sló þar með met Sunita Willi­ams um að vera sú kona sem oft­ast hefur verið utan geim­far­s. 

Í þau átta skipti sem hún hefur verið utan geim­fars í geim­bún­ingi er sam­an­lagður tími við þær aðstæður 53 klukku­stundir og 22 mín­útur og er það lengsti tími sem nokkur kona hefur afrekað og fimmti lengsti tími allra geim­fara frá upp­hafi geim­rann­sókna.

Whit­son varð einnig fyrsta konan til að stýra alþjóð­legu geim­stöð­inni, og varð sú fyrsta til að gera það í tvígang fyrr á þessu ári. Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hlaðvarp, vísanir inn á Hringbraut og myndbönd grundvöllur milljarðakröfu Sýnar
Fyrrverandi eigendur þeirra miðla sem mynduðu einu sinni fjölmiðlasamsteypuna 365 hefur tekist að selja þá frá sér fyrir milljarða króna á síðustu árum. Nýir eigendur hafa lent í rekstrarerfiðleikum með miðlana.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Fjármunamyndun í húsnæði ekki hærri síðan árið 2007
Alls jókst fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði um 167 milljarða króna á árinu 2019 þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr hækkun húsnæðisverðs. Nýjar íbúðir á markaði, margar hverjar í dýrari kantinum, og hagstæðari skilyrði til niðurgreiðslu lána skiptu máli.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiFólk
None