Enginn bandarískur geimfari verið lengur frá jörðu

Geimfarinn Peggy Whitson er nú í sínum þriðja leiðangri í geimnum og hefur enginn geimfari hjá NASA dvalið þar lengur en hún.

Auglýsing
Whitson, sem er 57 ára, er elsta kona sem farið hefur út í geim.
Whitson, sem er 57 ára, er elsta kona sem farið hefur út í geim.

For­seti Banda­ríkj­ana, Don­ald J. Trump, átti sím­tal frá Hvíta hús­inu út í him­in­geim­inn við geim­far­ann Peggy Whit­son á dög­un­um. Til­efni sím­tals­ins var að óska Whit­son til ham­ingju með að hún hafi slegið met Jeff Willi­ams um fjölda daga í geimn­um. 

Eng­inn banda­rískur geim­fari hefur dvalið jafn­marga daga og hún í geimn­um, þegar metið var slegið þann 24. apríl síð­ast­lið­inn hafði hún dvalið þar sam­tals í 534 daga. 

Sam­kvæmt áætl­unum banda­rísku geim­ferða­stofn­un­ar­inn­ar, NASA, mun Whit­son snúa aftur til jarðar í sept­em­ber 2017 og þá mun hún hafa dvalið rúm­lega 650 daga frá jörðu. Ef þær áætl­anir stand­ast verður hún í sjö­unda sæti þeirra geim­fara sem hafa dvalið lengst í geimnum á heims­vísu en metið á rúss­neski geim­far­inn Gennady Padalka; hann hefur nú þegar dvalið 879 daga sam­tals frá jörðu.

Auglýsing

Stefnan tekin á Mars

Whit­son sagði for­set­anum að þó það væri vissu­lega gaman að slá þetta met þá væri afrekið ekki aðeins hennar heldur einnig sam­starfs­manna sinna hjá NASA, án þeirra hefði hún aldrei getað yfir­gefið jörð­ina. 

Hún sagði for­set­anum að þær rann­sóknir sem fram­kvæmdar eru í alþjóð­legu geim­stöð­inni séu mik­il­vægar fyrir tækni­þróun í geim­ferð­um. Áður en hægt er að leggja í langar geim­ferð­ir, til að mynda til Mars, þurfi að finna lausnir á ýmsum vanda­mál­u­m. 

Hún benti for­set­anum á að í geim­stöð­inni sé allt vatn end­ur­unnið og þvag geim­far­ana er meðal ann­ars hreinsað og end­ur­nýtt sem drykkj­ar­vatn. Hún full­viss­aði for­set­ann um að drykkj­ar­vatnið væri alls ekki eins slæmt og það hljóm­aði, Trump svar­aði því að hann væri feg­inn að það væri hún en ekki hann sem sæi um þetta. 

Trump ræddi við Whitson í síðustu viku. Mynd: EPA

Elst, lengst og oft­ast

Whit­son sló fleiri met á á árinu. Þegar hún lagði af stað í yfir­stand­andi geim­för varð hún elsta konan sem skotið hefur verið út í geim, en hún er 57 ára göm­ul. 

Hún varð einnig elsta konan sem verið hefur í geimnum utan geim­fars, þegar hún ásamt öðrum geim­fara sinnti við­haldi á alþjóð­legu geim­stöð­inn­i. Þetta var jafn­framt átt­unda skiptið sem Whit­son hefur verið utan geim­fars í geimnum og sló þar með met Sunita Willi­ams um að vera sú kona sem oft­ast hefur verið utan geim­far­s. 

Í þau átta skipti sem hún hefur verið utan geim­fars í geim­bún­ingi er sam­an­lagður tími við þær aðstæður 53 klukku­stundir og 22 mín­útur og er það lengsti tími sem nokkur kona hefur afrekað og fimmti lengsti tími allra geim­fara frá upp­hafi geim­rann­sókna.

Whit­son varð einnig fyrsta konan til að stýra alþjóð­legu geim­stöð­inni, og varð sú fyrsta til að gera það í tvígang fyrr á þessu ári. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiFólk
None