Enginn bandarískur geimfari verið lengur frá jörðu

Geimfarinn Peggy Whitson er nú í sínum þriðja leiðangri í geimnum og hefur enginn geimfari hjá NASA dvalið þar lengur en hún.

Auglýsing
Whitson, sem er 57 ára, er elsta kona sem farið hefur út í geim.
Whitson, sem er 57 ára, er elsta kona sem farið hefur út í geim.

For­seti Banda­ríkj­ana, Don­ald J. Trump, átti sím­tal frá Hvíta hús­inu út í him­in­geim­inn við geim­far­ann Peggy Whit­son á dög­un­um. Til­efni sím­tals­ins var að óska Whit­son til ham­ingju með að hún hafi slegið met Jeff Willi­ams um fjölda daga í geimn­um. 

Eng­inn banda­rískur geim­fari hefur dvalið jafn­marga daga og hún í geimn­um, þegar metið var slegið þann 24. apríl síð­ast­lið­inn hafði hún dvalið þar sam­tals í 534 daga. 

Sam­kvæmt áætl­unum banda­rísku geim­ferða­stofn­un­ar­inn­ar, NASA, mun Whit­son snúa aftur til jarðar í sept­em­ber 2017 og þá mun hún hafa dvalið rúm­lega 650 daga frá jörðu. Ef þær áætl­anir stand­ast verður hún í sjö­unda sæti þeirra geim­fara sem hafa dvalið lengst í geimnum á heims­vísu en metið á rúss­neski geim­far­inn Gennady Padalka; hann hefur nú þegar dvalið 879 daga sam­tals frá jörðu.

Auglýsing

Stefnan tekin á Mars

Whit­son sagði for­set­anum að þó það væri vissu­lega gaman að slá þetta met þá væri afrekið ekki aðeins hennar heldur einnig sam­starfs­manna sinna hjá NASA, án þeirra hefði hún aldrei getað yfir­gefið jörð­ina. 

Hún sagði for­set­anum að þær rann­sóknir sem fram­kvæmdar eru í alþjóð­legu geim­stöð­inni séu mik­il­vægar fyrir tækni­þróun í geim­ferð­um. Áður en hægt er að leggja í langar geim­ferð­ir, til að mynda til Mars, þurfi að finna lausnir á ýmsum vanda­mál­u­m. 

Hún benti for­set­anum á að í geim­stöð­inni sé allt vatn end­ur­unnið og þvag geim­far­ana er meðal ann­ars hreinsað og end­ur­nýtt sem drykkj­ar­vatn. Hún full­viss­aði for­set­ann um að drykkj­ar­vatnið væri alls ekki eins slæmt og það hljóm­aði, Trump svar­aði því að hann væri feg­inn að það væri hún en ekki hann sem sæi um þetta. 

Trump ræddi við Whitson í síðustu viku. Mynd: EPA

Elst, lengst og oft­ast

Whit­son sló fleiri met á á árinu. Þegar hún lagði af stað í yfir­stand­andi geim­för varð hún elsta konan sem skotið hefur verið út í geim, en hún er 57 ára göm­ul. 

Hún varð einnig elsta konan sem verið hefur í geimnum utan geim­fars, þegar hún ásamt öðrum geim­fara sinnti við­haldi á alþjóð­legu geim­stöð­inn­i. Þetta var jafn­framt átt­unda skiptið sem Whit­son hefur verið utan geim­fars í geimnum og sló þar með met Sunita Willi­ams um að vera sú kona sem oft­ast hefur verið utan geim­far­s. 

Í þau átta skipti sem hún hefur verið utan geim­fars í geim­bún­ingi er sam­an­lagður tími við þær aðstæður 53 klukku­stundir og 22 mín­útur og er það lengsti tími sem nokkur kona hefur afrekað og fimmti lengsti tími allra geim­fara frá upp­hafi geim­rann­sókna.

Whit­son varð einnig fyrsta konan til að stýra alþjóð­legu geim­stöð­inni, og varð sú fyrsta til að gera það í tvígang fyrr á þessu ári. Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiFólk
None