Marsbúarnir verða menn innan skamms

Elon Musk ætlar að flytja yfir 100 farþega í einu til Mars, innan nokkurra ára. Áformin þykja í senn ótrúleg og stórhuga.

Elon Musk
Auglýsing

Frum­kvöð­ull­inn Elon Musk, stjórn­andi og stofn­andi geimsku­tlu­fyr­ir­tæk­is­ins ­SpaceX og raf­bíla­fram­leið­and­ans Tesla Motors, hugsar stórt. Hann kynnti í gær á­form SpaceX um að smíða geimsku­tlur sem munu fara til „ná­granna“ plánet­u jarð­ar­inn­ar, eins og hann sagði sjálf­ur, Mar­s. 

Hann seg­ist líta svo á að nauð­syn­legt sé fyrir mann­kynið að ­byrja að hugsa um tengj­ast öðrum hnöttum og plánetum í geimn­um, og setja miklu meiri pen­inga, tíma og ­kraft í rann­sóknir á sviðum geim­vís­inda en nú er gert. Á næstu 40 til 100 árum muni mann­kynið verða að finna leið til fara frá jörð­inni og búa eða dvelja á öðrum hnöttum. Þetta sé rök­rétt fram­hald fyrir mann­kyn­ið, og tæknin væri orðin nóg­u há­þróuð til að stefna að þessu. Vilji og ákveðni væri það sem þyrfti einna hel­st, til að ná þessum breyt­ingum fram. „Við verðum að gera þetta,“ sagði Musk.

Til Mars og til baka

Á kynn­ing­ar­fundi sínum í gær, þar sem áform hans og SpaceX um að kom­ast til Mars með fólk voru kynnt, sagði hann að eitt væri alveg ljóst. Það fólk ­sem yrði í far­ar­broddi þess­arar vinnu, það er í geim­ferð­unum sjálf­um, þyrfti að vera til­búið til þess að deyja.  Það væri því miður fylgi­fiskur þess að ganga nógu langt til þess að geta fram­þró­að ­bún­að­inn þannig að mark­miðið myndi nást. „Þetta verða hetjur fram­tíð­ar­inn­ar,“ ­sagði Musk. Flaugin sem SpaceX ætlar að smíða og koma til Mars, mun geta flutt 100 far­þega ásamt far­angri og áhöfn. Flaugin verður því risa­vaxin og full­bú­in helstu þæg­ind­um. Stefnan er að smíða fjöl­margar slíkar flaugar og fljúga fólki út í geim.

AuglýsingMusk sagði að ekki væri hægt að selja fólki ferðir til Mar­s ef ferðin kost­aði 10 millj­arða Banda­ríkja­dala á mann, eða um 1.150 millj­arða króna. „Við teljum að það verð­i hægt að selja ferð­ina á það sem nemur um 200 þús­und Banda­ríkja­dölum (23 millj­ónum króna) á mann,“ sagði Musk.

Á fund­inum var jafn­framt kynnt mynd­band, þar sem fram­tíð­ar­sýn Musk birt­ist. Þar sést fólk ganga inn í geimsku­tl­una, og síðan er rakið hvernig ferða­lagið mun ganga fyrir sig, og tæknin útfærð. Óhætt er að segja að þetta hafi verið áhrifa­mik­ið, og sýndu gestir það margir hverjir með lík­ams­tján­ingu.

Efa­semd­araddir

Eins og oft er raunin með stórar hug­mynd­ir, þá eru efa­semd­araddir aldrei langt und­an. Í þessu til­felli eru hindr­an­irnar margar og stór­ar. Sú fyrsta sem er aug­ljósust er kostn­að­ur­inn. Ljóst er að hann verð­ur­ mjög mik­ill, og Musk mun þurfa að reiða sig á til­trú fjár­festa til að ná ­mark­mið­inu. Þó vasar hans séu djúp­ir, þá þurfa fleiri að koma að. 

Áformin eru ekki ennþá fjár­mögn­uð, þó mikil vinna hafi farið í þau. Geim­vís­inda­stofn­un ­Banda­ríkj­anna, NASA, hefur lengi kallað eftir auknu fjár­magni til að geta flýtt ­þróun á tækni sem gerir geim­ferð­ir, sem með geim­förum inn­an­borðs, til Mar­s ­mögu­leg­ar. Það hefur ekki feng­ist til þessa, þrátt fyrir mik­inn þrýst­ing á Banda­ríkja­þing og stjórn­völd.

Í annan stað er það síðan traustið sem borið er til SpaceX. Margir efast um að innan fyr­ir­tæk­is­ins sé nægi­lega mikil þekk­ing á þeim þátt­u­m ­sem þarf að leysa úr, til að geta náð mark­mið­inu. Stutt er síðan geimsku­tla þess sprakk með þeim afleið­ingum að tjón varð sem metið er á 200 millj­ón­ir ­Banda­ríkja­dala, eða um 25 millj­arða króna. Rann­sókn á því stendur enn yfir, og ekki ljóst ennþá hvenær henni lýk­ur.

Musk sagð­ist á kynn­ing­ar­fund­inum stefna að því að ná að fljúgi mann­aðri geimsku­tlu til Mars fyrir árið 2024, og þegar allt væri til­bú­ið, þá myndi fara full­mönnuð geimsku­tla, með 100 far­þeg­um, á 26 mán­aða fresti til Mars. Ferða­lagið er langt og strangt, tekur marga mán­uði.

Curi­osity, geim­vagn­inn frá NASA, lenti á Mars í ágúst 2012 og hafa rann­sóknir hans ekki síst snúið að því að meta hvort örveru­líf sé að finna á Mars. Vagn­inn kost­aði um 300 millj­arða króna í smíð­um, eða jafn­virði um 2,5 millj­arða Banda­ríkja­dala. NASA hefur sagt að mörg ár til við­bótar muni taka að vinna úr þeim upp­lýs­ingum sem vagn­inn hefur safnað saman í ein­stökum leið­angri sínum um rauða sanda Mars.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Öðruvísi áhrifavaldar
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Aðferðir til að lifa af.
Kjarninn 30. mars 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Haldið ykkur heima um páskana
Úr heilræðahorni Víðis Reynissonar: Haldið ykkur heima um páskana – hugið tímanlega að innkaupum, farið sjaldan í búð og kaupið meira inn í einu.
Kjarninn 30. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None