Marsbúarnir verða menn innan skamms

Elon Musk ætlar að flytja yfir 100 farþega í einu til Mars, innan nokkurra ára. Áformin þykja í senn ótrúleg og stórhuga.

Elon Musk
Auglýsing

Frum­kvöð­ull­inn Elon Musk, stjórn­andi og stofn­andi geimsku­tlu­fyr­ir­tæk­is­ins ­SpaceX og raf­bíla­fram­leið­and­ans Tesla Motors, hugsar stórt. Hann kynnti í gær á­form SpaceX um að smíða geimsku­tlur sem munu fara til „ná­granna“ plánet­u jarð­ar­inn­ar, eins og hann sagði sjálf­ur, Mar­s. 

Hann seg­ist líta svo á að nauð­syn­legt sé fyrir mann­kynið að ­byrja að hugsa um tengj­ast öðrum hnöttum og plánetum í geimn­um, og setja miklu meiri pen­inga, tíma og ­kraft í rann­sóknir á sviðum geim­vís­inda en nú er gert. Á næstu 40 til 100 árum muni mann­kynið verða að finna leið til fara frá jörð­inni og búa eða dvelja á öðrum hnöttum. Þetta sé rök­rétt fram­hald fyrir mann­kyn­ið, og tæknin væri orðin nóg­u há­þróuð til að stefna að þessu. Vilji og ákveðni væri það sem þyrfti einna hel­st, til að ná þessum breyt­ingum fram. „Við verðum að gera þetta,“ sagði Musk.

Til Mars og til baka

Á kynn­ing­ar­fundi sínum í gær, þar sem áform hans og SpaceX um að kom­ast til Mars með fólk voru kynnt, sagði hann að eitt væri alveg ljóst. Það fólk ­sem yrði í far­ar­broddi þess­arar vinnu, það er í geim­ferð­unum sjálf­um, þyrfti að vera til­búið til þess að deyja.  Það væri því miður fylgi­fiskur þess að ganga nógu langt til þess að geta fram­þró­að ­bún­að­inn þannig að mark­miðið myndi nást. „Þetta verða hetjur fram­tíð­ar­inn­ar,“ ­sagði Musk. Flaugin sem SpaceX ætlar að smíða og koma til Mars, mun geta flutt 100 far­þega ásamt far­angri og áhöfn. Flaugin verður því risa­vaxin og full­bú­in helstu þæg­ind­um. Stefnan er að smíða fjöl­margar slíkar flaugar og fljúga fólki út í geim.

AuglýsingMusk sagði að ekki væri hægt að selja fólki ferðir til Mar­s ef ferðin kost­aði 10 millj­arða Banda­ríkja­dala á mann, eða um 1.150 millj­arða króna. „Við teljum að það verð­i hægt að selja ferð­ina á það sem nemur um 200 þús­und Banda­ríkja­dölum (23 millj­ónum króna) á mann,“ sagði Musk.

Á fund­inum var jafn­framt kynnt mynd­band, þar sem fram­tíð­ar­sýn Musk birt­ist. Þar sést fólk ganga inn í geimsku­tl­una, og síðan er rakið hvernig ferða­lagið mun ganga fyrir sig, og tæknin útfærð. Óhætt er að segja að þetta hafi verið áhrifa­mik­ið, og sýndu gestir það margir hverjir með lík­ams­tján­ingu.

Efa­semd­araddir

Eins og oft er raunin með stórar hug­mynd­ir, þá eru efa­semd­araddir aldrei langt und­an. Í þessu til­felli eru hindr­an­irnar margar og stór­ar. Sú fyrsta sem er aug­ljósust er kostn­að­ur­inn. Ljóst er að hann verð­ur­ mjög mik­ill, og Musk mun þurfa að reiða sig á til­trú fjár­festa til að ná ­mark­mið­inu. Þó vasar hans séu djúp­ir, þá þurfa fleiri að koma að. 

Áformin eru ekki ennþá fjár­mögn­uð, þó mikil vinna hafi farið í þau. Geim­vís­inda­stofn­un ­Banda­ríkj­anna, NASA, hefur lengi kallað eftir auknu fjár­magni til að geta flýtt ­þróun á tækni sem gerir geim­ferð­ir, sem með geim­förum inn­an­borðs, til Mar­s ­mögu­leg­ar. Það hefur ekki feng­ist til þessa, þrátt fyrir mik­inn þrýst­ing á Banda­ríkja­þing og stjórn­völd.

Í annan stað er það síðan traustið sem borið er til SpaceX. Margir efast um að innan fyr­ir­tæk­is­ins sé nægi­lega mikil þekk­ing á þeim þátt­u­m ­sem þarf að leysa úr, til að geta náð mark­mið­inu. Stutt er síðan geimsku­tla þess sprakk með þeim afleið­ingum að tjón varð sem metið er á 200 millj­ón­ir ­Banda­ríkja­dala, eða um 25 millj­arða króna. Rann­sókn á því stendur enn yfir, og ekki ljóst ennþá hvenær henni lýk­ur.

Musk sagð­ist á kynn­ing­ar­fund­inum stefna að því að ná að fljúgi mann­aðri geimsku­tlu til Mars fyrir árið 2024, og þegar allt væri til­bú­ið, þá myndi fara full­mönnuð geimsku­tla, með 100 far­þeg­um, á 26 mán­aða fresti til Mars. Ferða­lagið er langt og strangt, tekur marga mán­uði.

Curi­osity, geim­vagn­inn frá NASA, lenti á Mars í ágúst 2012 og hafa rann­sóknir hans ekki síst snúið að því að meta hvort örveru­líf sé að finna á Mars. Vagn­inn kost­aði um 300 millj­arða króna í smíð­um, eða jafn­virði um 2,5 millj­arða Banda­ríkja­dala. NASA hefur sagt að mörg ár til við­bótar muni taka að vinna úr þeim upp­lýs­ingum sem vagn­inn hefur safnað saman í ein­stökum leið­angri sínum um rauða sanda Mars.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None