Elon Musk: „Ég trúi þessu ekki enn“

Mikil framþróun er nú í geimvísindum. Vel heppnuð lending Falcon 9 flaugar SpaceX kemur í kjölfarið á því að bandarísk stjórnvöld ákváðu að auka fjárveitingar til NASA upp í 19,3 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur um 2.400 milljörðum króna.

SpaceX
Auglýsing

Lend­ing Falcon 9 geim­flaugar SpaceX fyr­ir­tæk­is­ins í gær­kvöldi, eftir að hafa komið ell­efu gervi­hnöttum frá sér, þykir eitt stærsta skref sem stigið hefur ver­ið, á sviði þró­unar geim­flauga og ferða um geim­inn. „Ég veit ekki hvað ég á að segja, ég er ekki búinn að átta mig á þessu enn­þá, ég trúi þessu ekki enn,“ sagði Elon Musk, hinn 44 ára gamli stofn­andi og stjórn­andi SpaceX, á blaða­manna­fundi eftir lend­ing­una. 

Hann var í skýj­un­um, en þessi áhrifa­mikli frum­kvöð­ull, sem einnig er stofn­andi Tesla Motors og PayP­al, hefur sett sér það mark­mið að stór­efla þróun geim­flauga, með það að mark­miði að draga úr kostn­aði, umhverf­is­á­hrifum og gera almenn­ingi það mögu­legt að ferð­ast út í geim­inn, og í fram­tíð­inni „setj­ast þar að“. 

SpaceX hef­ur unnið að því að draga úr kostn­aði við geim­­skot með því að gera fyrsta þrep Falcon-eld­flaug­­ar­inn­ar end­­ur­nýt­an­­legt, og þykir lend­ingin í gær stað­festa að fyr­ir­tækið sé á réttri braut, og hafa burði til þess að hafa afger­andi áhrif á gang mál í geim­vís­indum á næstu árum.



Musk seg­ist sann­færður um að við mann­fólkið á jörð­inni þurfum að leggja meiri áherslu á að þróa ferðir um geim­inn, og þar er lend­ing­ar­tækni algjört lyk­il­at­riði að frek­ari fram­þró­un. Ekki síst þess vegna þykir lend­ingin í gær mikið afrek.

Auglýsing

Hann lýsti lend­ing­unni beint á Twitt­er, og stað­festi lend­ing­una á jörðu niðri, eftir ferð níu mín­útna flug­ferð. „Vel­komin aft­ur, elskan“ sagði hann í færslu sinni.



Á vef breska rík­is­út­varps­ins BBC, er þessum tíma­mótum lýst sem miklum fram­fara­at­burði í geim­vís­indum en mikil fagn­að­ar­læti brut­ust út í höf­uð­stöðvum SpaceX í nótt þegar fyr­ir­tæk­inu tókst að lenda fyrsta þrepi Falcon-eld­flaug­ar sinn­ar í fyrsta skipti, eftir mis­heppn­aðar til­raunir til þessa. 

Af­rekið mark­ar tíma­­mót fyr­ir SpaceX en mark­miðið með að lenda eld­flaug­­ar­þrep­inu er að draga veru­­lega úr kostn­að­inum við geim­­skot. 

Hjá SpaceX starfa nú ríf­lega fjögur þús­und starfs­menn, en fyr­ir­tækið er með höf­uð­stöðvar í Kali­forn­íu. Elon Musk er bæði for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, og yfir­maður tækni­þró­un­ar. 

Fast­lega er búist við því að vel heppnuð lend­ing Falcon 9 muni styrkja stoðir SpaceX, og enn fremur efla þróun geim­flauga og geim­vís­inda. 

Lend­ingin kemur í kjöl­farið á því, að banda­rísk stjórn­völd ákváðu að auka fjár­veit­ingar til NASA, geim­vís­inda­stofn­unar Banda­ríkj­anna, til mik­illa muna fyrir næsta ár eða um sem nemur um 1,2 millj­örðum Banda­ríkja­dala. Í heild mun NASA fá 19,3 millj­arða Banda­ríkja­dala. Það er upp­hæð sem nemur um 2.400 millj­örðum króna. 

„Við erum rétt að byrj­a,“ sagði Musk, eftir lend­ing­una.





Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None