Í þá tíð… Leyndarhjúp svipt af grimmdarverkum Stalíns í leyniræðu Krústsjeffs

Níkíta Krústsjeff, leiðtogi Sovétríkjanna, flutti ræðu á landsþingi Kommúnistaflokksins þar sem hann svipti hulunni af grimmd Jósefs Stalíns, forvera síns, og skefjalausri foringjadýrkun sem ástunduð var undir hans stjórn.

Níkíta Krústsjeff leiðtogi Sovétríkjanna varpaði sprengju inn á landsþing kommúnistaflokksins árið 1956 þegar hann reif niður helgimyndina af forvera sínum Jósef Stalín og upplýsti um grimmdarverk hans.
Níkíta Krústsjeff leiðtogi Sovétríkjanna varpaði sprengju inn á landsþing kommúnistaflokksins árið 1956 þegar hann reif niður helgimyndina af forvera sínum Jósef Stalín og upplýsti um grimmdarverk hans.
Auglýsing

Mann­kyns­sagan er ansi hreint þétt­skipuð mönnum sem hafa lagt sig fram um að öðl­ast völd og auð án til­lits til ann­ars fólks. Sumir hinna verstu hafa ofsótt, pyntað og drep­ið, jafn­vel sína eigin þegna, en í efstu lögum þessa mann­fé­lags­mengis eru nokkur nöfn sem standa upp­úr; Adolf Hitler, Maó Zedong og Jósef Stalín.

Stalín stýrði Sov­ét­ríkj­unum með harðri hendi, svo ekki sé dýpra í árina tek­ið, á árunum 1929 til 1953 og í valda­tíð hans er talið að allt að 20 millj­ónir manna hafi látið líf­ið, annað hvort í skipu­lögðum ofsóknum gegn raun­veru­legum og ímynd­uðum and­stæð­ing­um, eða vegna efna­hags­að­gerða sem áttu að gera Sov­ét­ríkin að iðn­að­ar­stór­veldi en ollu þess í stað hung­ursneyðum með gíf­ur­legu mann­falli.

Síð­ustu ævi­árin ágerð­ist ofsókn­ar­brjál­æði og vit­firr­ing Stalíns veru­lega en eftir að hann fékk heila­blóð­fall náði hann sér aldrei og lést í mars 1953.

Eftir frá­fall Stalíns tók við hörð valda­bar­átta milli Ger­ogys Malen­kov, eins nán­asta sam­starfs­manns leið­tog­ans heit­ins, og Krústsjeffs, sem hafði klifið met­orða­stig­ann af mik­illi list, frá smábæ í Úkra­ínu upp í efstu lög flokks­ins.

Malen­kov tók fyrst við stjórn­inni en fljót­lega tók að fjara undan hon­um, aðal­lega þar sem hann þótti frekur til fjörs­ins og vildi treysta tök sín á bæði stjórn­kerf­inu og flokkn­um. Innan flokks­starfs­ins hafði Krústsjeff hins vegar komið sér vel fyrir og beitti áhrifum sínum til að skáka Malen­kov og árið 1955 stóð Krústsjeff uppi með pálmann víð­fræga í hönd­un­um.

Auglýsing

Slakað á harð­stjórn­inni

Krústsjeff hófst fljót­lega handa við að vinda nokkuð ofan af því helsi sem Stalínsárin höfðu lagt á þegna rík­is­ins. Slakað var á rit­skoð­un­ar­til­burðum stjórn­valda og þús­undir póli­tískra fanga sneru aftur úr Gúlag-fanga­búðum og rann­sókn hófst á grimmd­ar­verkum Stalíns og vald­mis­beit­ingu. Krústsjeff hafði hugsað sér að kynna nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar á 20. lands­þingi flokks­ins sem fyr­ir­hugað var árið eft­ir, en margir kollega hans, meðal ann­ars Malen­kov og Molotov utan­rík­is­ráð­herra, voru því mót­falln­ir. Krústsjeff lét það ekki á sig fá og ákvað að láta vaða.

Lands­þingið var haldið í febr­úar 1956 og það sóttu tæp­lega 1.500 full­trú­ar. Fyrir lá að fara yfir ýmsar stöðu­skýrsl­ur, meðal ann­ars um ástand efna­hags­mála, alþjóða­mála og ekki síst téða skýrslu Krústsjeffs sjálfs, sem eng­inn vissi í raun hvað fjall­aði um.

Trú­lega hafa margir orðið hvumsa þegar Krúst­tsjeff hélt setn­ing­ar­ræðu sína, en þegar hann bað við­stadda að standa upp til að minn­ast þeirra mekt­ar­manna flokks­ins sem höfðu fallið frá frá síð­asta þingi, var nafn Stalíns þar á blaði með lítt þekktum félögum án þess að meira mál væri gert úr hon­um.

Ell­efu dögum seinna, á loka­degi þings­ins, steig Krúst­sjoff hins vegar skrefið til fulls og flutti ræðu sína á fundi sem kallað var til eftir að form­legum fundi var lokið og var lok­aður blaða­mönnum og öðrum gestum (þó voru um 100 sér­stakir gestir við­stadd­ir, en þeim hafði nýlega verið sleppt úr Gúlag­in­u).

Stalín hafði meðal annars látið senda hundruð þúsunda Sovétmanna í þrælkunarbúðir, sem kallaðar voru Gúlag-búðir.

Stein­hissa þing­full­trúar

Ræð­an, sem jafnan hefur gengið undir nafn­inu „Leyniræð­an“ þar sem hún var ekki birt opin­ber­lega í Sov­ét­ríkj­unum fyrr en árið 1989, bar yfir­skrift­ina „Um per­sónu­dýrkun og afleið­ingar henn­ar“.

Þar hlóð Krústsjeff í fjög­urra tíma yfir­haln­ingu á stjórn­ar­háttum Stalíns sem var for­dæma­laus í tæpra fjög­urra ára­tuga sögu Sov­ét­ríkj­anna, sem þekktu í raun aðeins tvo leið­toga; Lenín og Stalín.

Meg­in­þráð­ur­inn í ræð­unni var til þess fall­inn að svipta helg­inni af minn­ingu og störfum Stalíns, hvers lík­am­legar leifar lágu smurðar við hlið Leníns í graf­hýsi þess síð­ar­nefnda.

Krústsjeff vitn­aði meðal ann­ars í til­mæli Leníns sjálfs, sem var­aði við því, í bréfi sem birt var helstu stjórn­endum flokks­ins að honum gengn­um, að Stalín væri ekki ákjós­an­legur leið­togi og mælti meðal ann­ars til þess að hann yrði settur af sem aðal­rit­ari flokks­ins.

Þessu bréfi hafði á sínum tíma verið stungið undir stól af Stalín og félögum hans og vissu til­tölu­lega fáir innan Sov­ét­ríkj­anna af til­vist þess fyrr en með opin­berum Krúst­sjoffs.

Lenín sagði í bréfi sínu að Stalín væri óhæfur stjórn­andi og frekar ómerki­legt ein­tak af manni (ekki með þeim orðum þó) og lík­legur til að mis­nota allt það vald sem honum yrði falið.

Þetta greip Krústsjeff á lofti og þuldi upp ótal dæmi um einmitt það, sér­stak­lega hreins­an­irnar sem Stalín stóð að á seinni hluta fjórða ára­tug­ar­ins þar sem hálf önnur milljón ein­stak­linga var tekin höndum fyrir mis­vel und­ir­byggð brigsl um and-sov­éskt athæfi. Þar af voru hátt í 700.000 tekin af lífi, oftar en ekki í sýnd­ar­rétt­ar­höldum á grund­velli játn­inga sem fengnar voru með pynt­ing­um.

Þá fór hann hörðum orðum um frammi­stöðu Stalíns í Seinni heims­styrj­öld­inni þar sem hann sagði að varnir Sov­ét­ríkj­anna gagn­vart Þýska­landi hafi verið ófull­nægj­andi auk þess sem yfir­stjórn hers­ins hafi verið veik­ari en ella sökum hreinsana í efstu lögum her­afl­ans þar sem fjöl­margir hers­höfð­ingjar höfðu verið settir af eða drepn­ir.

Þá var Stalín gagn­rýndur harð­lega fyrir nauð­ung­ar­flutn­inga þjóð­fé­lags­hópa frá heima­hér­uðum sínum og fyrir að fæla Júgóslavíu burtu úr sam­starfi aust­an­tjalds­þjóða.

Eitt af aðal­at­riðum Krústsjeffs var svo auð­vitað per­sónu­dýrk­unin sem Stalín stóð fyr­ir, sem var satt að segja skefja­laus.

Stjórn­ar­tíð Stalíns ein­kennd­ist, að mati Krú­stjeffs, af umburð­ar­leysi, grimmd og mis­beit­ingu valds og að hann hafi oft beitt kúgun og morðum bæði gegn óvinum og fólki sem hafði ekki gert sig sekt um nokkra glæpi gegn flokknum eða stjórn­völd­um.

Persónudýrkunin á Stalín var gríðarleg á meðan hann lifði, en eftir að Krústsjeff hafði farið yfir athæfi hans, í ræðu sinni, fór að falla nokkuð á hetjuljómann.

Um við­brögð við­staddra sagði Krústsjeff sjálfur í end­ur­minn­ingum sín­um: „Þingið hlýddi á mig í algerri þögn. Eins og segir í mál­tæk­inu, þá mátti heyra saum­nál detta. Þetta bar allt svo brátt að og var svo óvænt.“ Einnig er hermt að mörgum fund­ar­manna hafi orðið svo um við að hlýða á lest­ur­inn að þeir hafi þurft að yfir­gefa sal­inn vegna van­líð­an­ar.

Ekki var boðið upp á neinar spurn­ingar eða umræður í kjöl­far ræð­unnar þannig að við­staddir héldu út úr saln­um, eflaust margir óvissir um hvað þeir hafi hlýtt á þarna.

Afdrifa­ríkar upp­ljóstr­anir

Ræðan var ekki gefin út, eins og fyrr sagði, en þetta sama kvöld fengu erlendir full­trúar á þing­inu að lesa hana og viku síðar var henni dreift til mið­stjórn­ar­manna í flokkn­um. Í fram­hald­inu var svo fyr­ir­skipað að hún skyldi lesin á flokks­fundum í hér­uðum víða um landið og þarna í byrjun mars hafði ein­taki verið lekið til Reuters, sem dreifði inni­haldi hennar víða um vest­ur­lönd.

Það sem þykir ljóst með til­gang Krústsjeffs með skýrsl­unni, er að hann hafði hugsað hana fyrst og fremst til að styrkja eigin stöðu við stjórn­völ­inn gagn­vart gömlum banda­mönnum Stalíns. Enda er ekki eins og skýrslan sé ein­hvers konar hvít­bók um frammi­stöðu komm­ún­ista­flokks­ins við stjórn Sov­ét­ríkj­anna.

Þar er til dæmis skautað fram­hjá dauða þeirra millj­óna manna, kvenna og barna sem lét­ust vegna mis­ráð­inna til­rauna með end­ur­skipu­lagn­ingu land­bún­að­ar, hún getur auk þess bara ofsókna á hendur flokks­með­lima en ekki gegn almennum borg­urum og gagn­rýnir Stalín ekki fyrir gjörðir hans fyrstu árin, þegar hann atti kappi um völdin við menn eins og Búk­harín og Trot­skí.

Smátt og smátt fór efni ræð­unnar að kvis­ast út og ímynd Stalíns beið mikla hnekki á árunum sem fylgdu. Meðal ann­ars var lík hans flutt út úr graf­hýsi Leníns 1961.

Afhjúp­un­unum fylgdu nokkrar róst­ur, meðal ann­ars í Pól­landi og Ung­verja­landi. Ástandið róað­ist fljótt í Pól­landi en ágerð­ist nokkuð í Ung­verja­landi þar til Krústsjeff ákvað að senda sov­éska her­inn á vett­vang. Þar voru gagn­rýn­is­raddir barðar niður með harðri hendi og lét­ust um 2.500 manns í aðgerðum Sov­ét­manna.

Næstu ár ein­kennd­ust Sov­ét­rík­inn þó af eins konar „þíðu“ þar sem Krústsjeff lagði nokkuð uppúr því að draga úr völdum leynilög­regl­unn­ar, opna landið fyrir erlendum gestum og áhrifum og efldi jafn­framt geim­ferða­á­ætlun lands­ins með góðum árangri.

Engu að síður var Krústsjeff síst nokkur frið­ar- eða sátta­post­uli á alþjóða­vett­vangi þar sem hann, öðrum frem­ur, var kom­inn á fremsta hlunn með að steypa stór­veld­unum út í kjarn­orku­stríð árið 1962 þegar hann lét koma fyrir eld­flauga­skot­pöllum á Kúbu, í bak­garði Banda­ríkj­anna.

Þessi stefna átti hins vegar ekki alfarið upp á pall­borðið hjá flokks­for­yst­unni og árið 1964, átta árum eftir flutn­ing ræð­unnar stór­merku, var Krústsjeff settur af sem leið­togi Sov­ét­ríkjnna og lifði frið­sömu lífi á eft­ir­launum allt til árs­ins 1971. Við tók Leoníd Bresnjeff sem var þaul­set­inn í emb­ætti, en stýrði Sov­ét­ríkj­unum inn í skeið efna­hags­legrar hnign­un­ar.

Krústsjeff barð­ist í sjálfu sér ekki gegn því að vera settur af, enda sagði hann að fram­kvæmd valda­skipt­anna, þ.e. að leið­toga væri til­kynnt að hann nyti ekki trausts og yrði því settur af, væri til marks um það að áætlun hans með opin­ber­unum í leyniræð­unni hafi gengið eft­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...