Happy Hour með Ragga Bjarna

Ragnar Bjarnason og Karl Orgeltríó safna fyrir útgáfu nýrrar hljómplötu á Karolina fund.

Karl Olgeirsson, Ásgeir Ásgeirsson og Ólafur Hólm skipa Karl Orgeltríó. Hér eru þeir ásamt stjörnunni Ragnari Bjarnasyni.
Auglýsing

Karl Org­el­tríó er hljóm­sveit skipuð þeim Karli Olgeirs­syni sem leikur á org­el, Ásgeiri Ásgeirs­syni gít­ar­leik­ara og Ólafi Hólm trommara. Tríóið var stofnað haustið 2013 og er nú að gefa út sína fyrstu plötu. Ragnar Bjarna­son syngur lögin á plöt­unni og ýmsir góðir gestir koma við sögu.

Lögin eru flest tök­u­lög sem færð eru í bún­ing sem hentar org­el­tríói auk tveggja frum­sam­inna laga. Karl svar­aði spurn­ingum um nýju plöt­una.

Auglýsing

Hvaðan er hug­myndin komin að Happy Hour með Ragga Bjarna?

Árið 2002 var ég í hljóm­sveit­inni Millj­óna­mær­ing­arn­ir. Við vorum að taka upp plötu með ýmsum söngv­urum og þeirra á meðal var Raggi Bjarna. Ég fékk það verk­efni að setja gamla Nir­vana-lagið Smells Like Teen Spi­rit í ein­hvers konar Bond/Cha cha cha bún­ing. Það er skemmst frá því að segja að lagið sló í gegn og eftir á að hyggja mark­aði það end­ur­komu Ragn­ars í meist­ara­deild­ina í popp­inu en hann hafði haft sig hægan um ára­bil. Síðan þá hef ég gengið með þann draum að gera heila plötu í þessum anda, þar sem Raggi syngur óvænt lög í nýjum bún­ingi.

11 árum síðar varð til Karl Org­el­tríó sem er stofnað í mynd gömlu org­el­tríó­anna frá 5. og 6. ára­tug síð­ustu ald­ar. Þar leikur org­el­leik­ar­inn bass­ann á Hamm­ond-org­elið þannig að aðeins þarf tvo í við­bót til að bandið sé full­skip­að. Við fórum fljót­lega að máta alls kyns nýrri lög við formattið og swinga þau upp. Svo kom þessi hug­mynd upp, hvort ekki væri gaman að gera heila plötu með Ragga Bjarna þar sem hann syngi lög eftir Björk, Spandau Ballet, Pink og Blondie. Raggi varð mjög spennt­ur. Eftir það gerð­ust hlut­irnir hratt og nú er platan til­bú­in.

Eru fleiri tón­list­ar­menn að vinna að verk­efn­inu með ykk­ur?

Við vildum koma í veg fyrir að platan yrði of eins­leit, ef maður passar sig ekki getur org­elið orðið yfir­þyrm­andi. Svo að við fengum góða gesti á plöt­una til að brjóta upp stemn­ing­una af og til.

Salka Sól syngur til að mynda Bjark­ar­lagið I’ve Seen It All með Ragga. Katrín Hall­dóra sem leikur Ellý í Borg­ar­leik­hús­inu syngur dúett í öðru frum­samda lag­inu á plöt­unni, Allt í fína. Það er engu lík­ara en að fund­ist hafi týnd upp­taka með Ragga og Ellý! Og svo fengum við þær Heiðu Ólafs og Siggu Eyrúnu til að syngja raddir í nokkrum lag­anna. Þær gera mikið fyrir þau. Einnig eiga Haukur Grön­dal og Snorri Sig­urð­ar­son stór­leik í nokkrum lög­um. Okkur fannst við hæfi að hafa trompet og sax­ó­fón sumum lag­anna til að djassa þetta enn frekar upp.

Hvað var það sem stýrði val­inu á lög­un­um?

Fyrst og fremst fannst urðu lögin að vera góð. Þau þurftu líka að bjóða upp á nýja og ólíka útsetn­ingu. Og sér­stakur bónus var ef laga­valið kæmi á óvart með til­liti til þess að Raggi Bjarna er að syngja þau. Tvö lag­anna gæti Raggi alveg hafa sungið í gamla daga, Call Me sem var samið fyrir Petulu Clark og From Russia With Love sem er úr sam­nefndri Bond­mynd. En við fundum nýjan flöt á fyrra lag­inu og það seinna nýtur sín bara vel í org­el­bún­ingi auk þess sem Ásgeir spilar á Bouzouki í því í stað jazzgít­ars­ins. Frum­sömdu lögin tvö, Happy Hour og Allt í fína eru pínu­lítið gam­al­dags og fara þess vegna öfuga leið við hin lög­in, reynt er að gera nýtt gam­alt. Retro í stað vin­ta­ge.

Er enn þá mark­aður fyrir plötur á Íslandi?

Ég hef unnið sem upp­töku­stjóri síðan 1998 og vissu­lega hef ég fundið fyrir miklum breyt­ingum síðan þá. Með til­komu nets­ins, Youtu­be, Spotify og deili­for­rita hafa áhersl­urnar breyst. Platan sem heild hefur verið á und­an­haldi og stök lög og playlistar átt meira upp á pall­borðið sem mér þykir leitt. Það mætti líkja því við að fólk kysi heldur að lesa staka kafla úr bókum í stað þess að lesa þær frá upp­hafi til enda. Einnig hrundi plötu­salan á tíma­bili. Þó hefur platan verið að sækja í sig veðrið á ný, sér­stak­lega á vinyl­formi sem er sér­stak­lega ánægju­legt.

Svo hafa lista­menn á borð við Beyoncé og Adele átt sinn þátt í að við­halda plöt­unni með því að gefa þær ekki út á Spoti­fy. Og svo er sífellt auð­veld­ara að nálg­ast plötur á lög­legan hátt á net­inu.

Ég ætla að gefa út plötur á meðan mér finnst ég hafa eitt­hvað fram að færa. Happy Hour með Ragga Bjarna þykir mér mik­il­væg plata. Þarna er 82ja ára gam­all söngv­ari – lif­andi goð­sögn – sem söng fyrsta rokktext­ann á íslensku, að syngja stór­verk úr popp­sög­unni á virki­lega svalan og skemmti­legan hátt. Hann er í fanta­formi og fram­setn­ing lag­anna er með þeim hætti að allir geta notið þeirra, ungir sem aldn­ir. Og platan gæti átt erindi út fyrir land­stein­ana því að þetta er svo athygl­is­verð blanda, þessi lög og Raggi. Þannig að ég vona að fólk styrki verk­efnið og taki þátt í að platan verði fáan­leg á geisla­diski og vinyl.

Söfn­unin stendur til 10. júlí og má sjá hana nánar og taka þátt í henni á vef Karol­ina fund.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiMenning