Happy Hour með Ragga Bjarna

Ragnar Bjarnason og Karl Orgeltríó safna fyrir útgáfu nýrrar hljómplötu á Karolina fund.

Karl Olgeirsson, Ásgeir Ásgeirsson og Ólafur Hólm skipa Karl Orgeltríó. Hér eru þeir ásamt stjörnunni Ragnari Bjarnasyni.
Auglýsing

Karl Org­el­tríó er hljóm­sveit skipuð þeim Karli Olgeirs­syni sem leikur á org­el, Ásgeiri Ásgeirs­syni gít­ar­leik­ara og Ólafi Hólm trommara. Tríóið var stofnað haustið 2013 og er nú að gefa út sína fyrstu plötu. Ragnar Bjarna­son syngur lögin á plöt­unni og ýmsir góðir gestir koma við sögu.

Lögin eru flest tök­u­lög sem færð eru í bún­ing sem hentar org­el­tríói auk tveggja frum­sam­inna laga. Karl svar­aði spurn­ingum um nýju plöt­una.

Auglýsing

Hvaðan er hug­myndin komin að Happy Hour með Ragga Bjarna?

Árið 2002 var ég í hljóm­sveit­inni Millj­óna­mær­ing­arn­ir. Við vorum að taka upp plötu með ýmsum söngv­urum og þeirra á meðal var Raggi Bjarna. Ég fékk það verk­efni að setja gamla Nir­vana-lagið Smells Like Teen Spi­rit í ein­hvers konar Bond/Cha cha cha bún­ing. Það er skemmst frá því að segja að lagið sló í gegn og eftir á að hyggja mark­aði það end­ur­komu Ragn­ars í meist­ara­deild­ina í popp­inu en hann hafði haft sig hægan um ára­bil. Síðan þá hef ég gengið með þann draum að gera heila plötu í þessum anda, þar sem Raggi syngur óvænt lög í nýjum bún­ingi.

11 árum síðar varð til Karl Org­el­tríó sem er stofnað í mynd gömlu org­el­tríó­anna frá 5. og 6. ára­tug síð­ustu ald­ar. Þar leikur org­el­leik­ar­inn bass­ann á Hamm­ond-org­elið þannig að aðeins þarf tvo í við­bót til að bandið sé full­skip­að. Við fórum fljót­lega að máta alls kyns nýrri lög við formattið og swinga þau upp. Svo kom þessi hug­mynd upp, hvort ekki væri gaman að gera heila plötu með Ragga Bjarna þar sem hann syngi lög eftir Björk, Spandau Ballet, Pink og Blondie. Raggi varð mjög spennt­ur. Eftir það gerð­ust hlut­irnir hratt og nú er platan til­bú­in.

Eru fleiri tón­list­ar­menn að vinna að verk­efn­inu með ykk­ur?

Við vildum koma í veg fyrir að platan yrði of eins­leit, ef maður passar sig ekki getur org­elið orðið yfir­þyrm­andi. Svo að við fengum góða gesti á plöt­una til að brjóta upp stemn­ing­una af og til.

Salka Sól syngur til að mynda Bjark­ar­lagið I’ve Seen It All með Ragga. Katrín Hall­dóra sem leikur Ellý í Borg­ar­leik­hús­inu syngur dúett í öðru frum­samda lag­inu á plöt­unni, Allt í fína. Það er engu lík­ara en að fund­ist hafi týnd upp­taka með Ragga og Ellý! Og svo fengum við þær Heiðu Ólafs og Siggu Eyrúnu til að syngja raddir í nokkrum lag­anna. Þær gera mikið fyrir þau. Einnig eiga Haukur Grön­dal og Snorri Sig­urð­ar­son stór­leik í nokkrum lög­um. Okkur fannst við hæfi að hafa trompet og sax­ó­fón sumum lag­anna til að djassa þetta enn frekar upp.

Hvað var það sem stýrði val­inu á lög­un­um?

Fyrst og fremst fannst urðu lögin að vera góð. Þau þurftu líka að bjóða upp á nýja og ólíka útsetn­ingu. Og sér­stakur bónus var ef laga­valið kæmi á óvart með til­liti til þess að Raggi Bjarna er að syngja þau. Tvö lag­anna gæti Raggi alveg hafa sungið í gamla daga, Call Me sem var samið fyrir Petulu Clark og From Russia With Love sem er úr sam­nefndri Bond­mynd. En við fundum nýjan flöt á fyrra lag­inu og það seinna nýtur sín bara vel í org­el­bún­ingi auk þess sem Ásgeir spilar á Bouzouki í því í stað jazzgít­ars­ins. Frum­sömdu lögin tvö, Happy Hour og Allt í fína eru pínu­lítið gam­al­dags og fara þess vegna öfuga leið við hin lög­in, reynt er að gera nýtt gam­alt. Retro í stað vin­ta­ge.

Er enn þá mark­aður fyrir plötur á Íslandi?

Ég hef unnið sem upp­töku­stjóri síðan 1998 og vissu­lega hef ég fundið fyrir miklum breyt­ingum síðan þá. Með til­komu nets­ins, Youtu­be, Spotify og deili­for­rita hafa áhersl­urnar breyst. Platan sem heild hefur verið á und­an­haldi og stök lög og playlistar átt meira upp á pall­borðið sem mér þykir leitt. Það mætti líkja því við að fólk kysi heldur að lesa staka kafla úr bókum í stað þess að lesa þær frá upp­hafi til enda. Einnig hrundi plötu­salan á tíma­bili. Þó hefur platan verið að sækja í sig veðrið á ný, sér­stak­lega á vinyl­formi sem er sér­stak­lega ánægju­legt.

Svo hafa lista­menn á borð við Beyoncé og Adele átt sinn þátt í að við­halda plöt­unni með því að gefa þær ekki út á Spoti­fy. Og svo er sífellt auð­veld­ara að nálg­ast plötur á lög­legan hátt á net­inu.

Ég ætla að gefa út plötur á meðan mér finnst ég hafa eitt­hvað fram að færa. Happy Hour með Ragga Bjarna þykir mér mik­il­væg plata. Þarna er 82ja ára gam­all söngv­ari – lif­andi goð­sögn – sem söng fyrsta rokktext­ann á íslensku, að syngja stór­verk úr popp­sög­unni á virki­lega svalan og skemmti­legan hátt. Hann er í fanta­formi og fram­setn­ing lag­anna er með þeim hætti að allir geta notið þeirra, ungir sem aldn­ir. Og platan gæti átt erindi út fyrir land­stein­ana því að þetta er svo athygl­is­verð blanda, þessi lög og Raggi. Þannig að ég vona að fólk styrki verk­efnið og taki þátt í að platan verði fáan­leg á geisla­diski og vinyl.

Söfn­unin stendur til 10. júlí og má sjá hana nánar og taka þátt í henni á vef Karol­ina fund.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiMenning