Plastagnirnar úr þvottavélinni

Ógrynni míkróplastagna fer í hafið í gegnum úrgangsvatnið okkar. Hluti af plastinu sem við skolum út kemur úr snyrtivörum, svo sem tannkremum og hreinsikremum. En stór hluti skolast líka úr fötunum okkar þegar við setjum þau í þvottavél.

plast hvatinn
Auglýsing

Ein stærsta umhverfisvá sem við þurfum að takast á við í dag er plastmengun. Plast er því miður of mikið notað í heiminum og of lítið endurunnið. Mjög stór hluti af plastinu sem er notað endar því í umhverfinu okkar og þar á meðal hafinu. Þar stafar lífríkinu mikil hætta af plastinu þar sem sjávardýr geta t.d. flækt sig í plastinu og dáið eða étið það og kafnað (eins og á reyndar við um landdýr líka).

Fyrir utan stóra plastið sem við missum í hafið fer þangað líka ógrynni af míkróplastögnum í gegnum úrgangsvatnið okkar. Hluti af plastinu sem við skolum út kemur úr snyrtivörum, svo sem tannkremum og hreinsikremum. En stór hluti skolast líka úr fötunum okkar, sem eru gerð úr ákveðnum efnum, þegar við setjum þau í þvottavélina.

Í rannsókn sem var birt í Environmental Science and Technology í síðasta mánuði, skoðar vísindahópur frá Sviss hvernig plastagnir losna úr flíkum og enda í hafinu. Vísindahópurinn skoðaði m.a. hitastig og lengd þvottarins, sem bæði virðast líklegir áhrifaþættir við losun plastagna úr flíkum.

Auglýsing

Það kom vísindahópnum þess vegna á óvart þegar í ljós kom að sama magn plastagna losnaði úr flíkunum við mismunandi hitastig og magnið jókst ekki heldur þegar þvottahringurinn var lengdur. Þrátt fyrir að rannsóknin hafi sýnt þveröfuga niðurstöðu við það sem vísindahópurinn lagði af stað með í upphafi eru þessar niðurstöður fyrsta skrefið í að komast að því hvernig plastagnirnar losna og fara út í umhverfið.

Ef hægt er að skilgreina hvaða ferli valda losun plastagna er mögulega hægt að breyta þvottavélum eða þvottaefnum til að takmarka þessa losun. Á meðan getur hinn almenni neytandi lagt sitt af mörkum með því að takmarka notkun á fatnaði sem gefur frá sér plastagnir eins og t.d. pólýester-efnum.

Að lokum er rétt að minna á átakið plastlaus júlí sem allir geta tekið þátt í með lítilli fyrirhöfn. Markmið átaksins er að nota eins lítið plast og við komumst upp með (helst ekkert) í heilan mánuð. Átök eins og plastlaus júlí geta hjálpað okkur að uppgötva hversu auðveldlega við getum minnkað plastnotkun inn á heimilinu, svo endilega takið þátt!

Fréttin birtist einnig á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk