Gjöreyðingaráætlunin

Í skjalasafni pólska hersins er að finna hernaðaráætlun frá 1989 þar sem gert var ráð fyrir að hundruðum kjarnorkusprengja yrði varpað á Danmörku, öllu lífi eytt og landið yrði rústir einar. Skjöl um áætlunina eru nýkomin fram í dagsljósið.

Ríkisskjalasafnið í Danmörku.
Ríkisskjalasafnið í Danmörku.
Auglýsing

Steen And­er­sen sagn­fræð­ingur og sér­fræð­ingur á danska rík­is­skjala­safn­inu hefur um ára­bil unnið að rann­sóknum á skjölum úr safni pólska hers­ins. Í des­em­ber 2019 hélt hann, ásamt Peer Hen­rik Han­sen sam­starfs­manni sín­um, erindi fyrir yfir­menn úr danska hernum og hátt­setta danska emb­ætt­is­menn. Skjala­safn pólska hers­ins, sem er mikið að vöxtum hef­ur, þangað til fyrir örfáum árum, verið lokað inni í geymslum pólska hers­ins og þess vegna fáum kunn­ugt.

Á tímum kalda stríðs­ins stóðu bæði NATO ríkin og ríki Var­sjár­banda­lags­ins (undir stjórn Sov­ét­manna) fyrir stór­felldri hern­að­ar­upp­bygg­ingu, víg­bún­að­ar­kapp­hlaupi. Aldrei kom til beinna átaka, þótt stundum skylli hurð nærri hæl­um. Á níunda ára­tug síð­ustu aldar urðu miklar breyt­ingar sem leiddu til falls Sov­ét­ríkj­anna og loka kalda stríðs­ins.

Auglýsing

Dan­mörk var á könnu Pól­verja

Þrátt fyrir að mikil leynd hafi hvílt yfir upp­bygg­ingu og áætl­unum Var­sjár­banda­lags­ins og NATO fór ekki hjá því að ýmis­legt læki út. Innan Var­sjár­banda­lags­ins ríkti það fyr­ir­komu­lag að aðild­ar­ríkin höfðu til­tekin lönd, eða land­svæði á sinni könnu. Sam­kvæmt þessu skipu­lagi ,,til­heyrði“ Dan­mörk Pól­landi. Þetta hafði lengi verið vit­að. Um hern­að­ar­á­ætl­anir Pól­verja var hins vegar lítið vitað og þeim sem hlýddu á fyr­ir­lestur Steen And­er­sen og Peer Hen­rik Han­sen var brugð­ið. Tví­menn­ing­arnir byrj­uðu hins­vegar á frá­sögn sem fékk við­stadda til að brosa. Í pistli sem birt­ist hér í Kjarn­anum 12. jan­úar 2020 var greint frá því sem fékk við­stadda á áður­nefndum fyr­ir­lestri til að brosa, sú frá­sögn sýnir vel hvernig tím­arnir höfðu breyst frá árum kalda stríðs­ins og er því end­ur­birt hér:

Leyn­i­­þjón­usta danska her­s­ins taldi sig vita að ef til þess kæmi að Pól­verjar réð­ust inn í Dan­­mörku myndi her­lið þeirra ganga á land við smá­bæ­inn Faxe á Suð­­ur­-­­Sjá­landi. Leyn­i­­þjón­ustan ákvað þess vegna að ráða ungan mann, búsettan við Hafn­­ar­­göt­una í Faxe, sem eins­­konar útvörð. Hann fékk þjálfun í að þekkja far­­ar­tæki pólska her­s­ins, ekki síst bryn­varða her­­flutn­inga­vagna og flutn­inga­bíla. Hann sinnti þess­­ari vinnu (sem auka­­starfi) árum saman og fékk með reglu­­legu milli­­bili sendar myndir og teikn­ingar af nýj­­ustu tækjum og tólum Pól­verja, svo hann gæti borið kennsl á þau pólsku tæki sem færu um veg­inn og rugl­aði þeim ekki saman við her- og flutn­inga­bíla danska her­s­ins.

Á gafli húss „út­­varð­­ar­ins“ hafði leyn­i­­þjón­ustan komið fyrir lítt sýn­i­­legu loft­­neti og á háa­­lofti í hús­inu var öfl­­ugur rad­íó­­send­ir, með tal­­stöð. Ef stríð skylli á skyldi „út­­vörð­­ur­inn“ fylgj­­ast grannt með umferð og sæi hann skynd­i­­lega pólsk hertól á veg­inum átti hann umsvifa­­laust að kveikja á tal­­stöð­inni og láta yfir­­­stjórn her­s­ins vita. „Út­­vörð­­ur­inn“ sinnti starf­inu af kost­­gæfni árum sam­an, próf­aði send­i­­bún­­að­inn af og til, en aldrei kom til þess að hann sæi pólska her­liðið koma storm­andi eftir veg­inum og hann þyrfti að gera við­vart. Það var þessi frá­­­sögn sem fékk við­stadda á áður­­­nefndum fyr­ir­lestri dönsku sér­­fræð­ing­anna til að brosa. Þótt hug­­myndin um „út­­vörð­inn“ með tal­­stöð­ina hafi kannski einu sinni verið góð og gild voru áætl­­­anir Pól­verja, ef til inn­rásar kæmi árið 1989, af allt öðrum toga.

Steen Andersen

Í áður­nefndum fyr­ir­lestri dönsku sagn­fræð­ing­anna kom fram að ef Pól­verjar réð­ust gegn Dan­mörku yrði beitt leift­ur­sókn og það sem kom mest á óvart var að Pól­verjar myndu lík­lega beita kjarn­orku­vopn­um. Það hafði fyrr­ver­andi flug­maður í pólska hernum reyndar nefnt í tíma­rits­grein haustið 2019, en ekki vakið mikla athygli.

Gjör­eyð­ing­ar­á­ætl­unin

Steen And­er­sen sagn­fræð­ingur hefur haldið áfram rann­sóknum sínum á skjala­safni pólska hers­ins. Og þótt þeim sem hlýddu á fyr­ir­lestur hans og sam­starfs­manns hans í des­em­ber 2019 hafi brugðið þegar þeir heyrðu um hern­að­ar­á­ætl­anir Pól­verja hefur sagn­fræð­ing­ur­inn nú séð í skjala­safn­inu aðra áætl­un. Sann­kall­aða gjör­eyð­ing­ar­á­ætl­un.

Þessi áætlun er frá árinu 1989, skömmu áður en múr­inn féll og allt breytt­ist. Mikil leynd hefur alla tíð hvílt yfir þess­ari áætlun sem hefur verið gætt sér­stak­lega, hern­að­ar­sér­fræð­ingar töldu sig vita að hún fyr­ir­fynd­ist en höfðu aldrei vitað neitt meira. Nú hefur Steen And­er­sen, eftir mikla leit, fundið áætl­un­ina sem fyllir 42 vél­rit­aðar síður og mjög nákvæm­lega útli­st­uð. Hún skipt­ist í nokkur þrep og óhugn­an­leg að ekki sé meira sagt.

Fyrst 131 sprengja og svo 133 til við­bótar

Í fyrsta þrepi var gert ráð fyrir að varpa 131 kjarn­orku­sprengju á skot­mörk í Dan­mörku. 100 sprengjur átti að flytja með rúss­neskum Scud eld­flaugum og 31 sprengju skyldi varpað úr flug­vél­um. Skot­mörkin voru einkum flug­vellir og aðsetur danska hers­ins, til dæmis á suð­ur­hluta Ama­ger þar sem Hawk loft­varnaflaugar voru stað­sett­ar.

Í öðru þrepi áætl­un­ar­innar var gert ráð fyrir að varpað yrði 133 sprengjum til við­bótar á til­tekin skot­mörk, ekki var til­greint hvers konar sprengjur þar var um að ræða.

Í áætl­un­inni, sem birt hefur verið af Berl­ingske, er ekki getið um stærð kjarn­orku­sprengj­anna sem not­aðar yrðu. Danskir hern­að­ar­sér­fræð­ingar hafa reiknað út að sam­an­lagður sprengi­kraftur 131 kjarn­orku­sprengju næmi lík­lega 6550 kílótonnum en til sam­an­burðar má nefna að sprengjan sem varpað var á Hiros­hima árið 1945 var 15 kílótonn. Sú sprengja ban­aði að minnsta kosti 60 þús­und manns og annar eins fjöldi særð­ist alvar­lega.

1 kílótonn jafn­gildir 1000 tonnum af TNT sprengi­efni.

Hver var til­gang­ur­inn með ger­eyð­ing­ar­á­ætl­un­inni?

Steen And­er­sen sagn­fræð­ingur telur að til­gangur með stór­árás á Dan­mörku hefði verið sá að sýna mátt Var­sjár­banda­lags­ins, neyða Dan­mörku og NATO ríkin í Evr­ópu til taf­ar­lausrar upp­gjaf­ar. Í skjöl­unum sem Steen And­er­sen hefur lesið og rann­sakað kemur fram að kjarn­orku­sprengj­urnar í Pól­landi væru geymdar í sov­éskum her­stöðvum og þegar her­stjórnin í Moskvu tæki ákvörðun um að ráð­ast á Dan­mörku yrðu sprengj­urnar afhentar pólskum her­sveit­um. Pól­verjarnir myndu stjórna skot­pöll­unum en sov­éskir sér­fræð­ingar myndu miða út skot­markið og sjá um að „hleypa af“.

Steen And­er­sen segir að í gögnum komi fram að Sov­ét­menn hafi haft alla stjórn fyr­ir­hug­aðra aðgerða með hönd­um.

Athygl­is­vert er að á síð­ari hluta níunda ára­tug­ar­ins ákvað Mik­hail Gor­batsjev leið­togi Sov­ét­ríkj­anna breyt­ingar á Var­sjár­banda­lag­inu, það skyldi fram­vegis vera varn­ar­banda­lag en ekki árás­ar­banda­lag. Þrátt fyrir yfir­lýs­ingar Sov­ét­leið­tog­ans und­ir­bjuggu Pól­verjar, undir stjórn hern­að­ar­yf­ir­valda í Moskvu hugs­an­lega kjarn­orku­árás á Dan­mörku.

Steen And­er­sen sagn­fræð­ingur sagði í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske að mörgum þætti ef til vill þessar áætl­anir um árásir á Dan­mörku reyfara­kennd­ar. „Á und­an­förnum vikum höfum við hins vegar séð að allt getur gerst.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar